Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Aðgerð Carl
Aðgerð Carl
Aðgerð Carl
Ebook157 pages2 hours

Aðgerð Carl

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Fáir menn verða goðsagnir. Enn færri verða það í lifanda lífi. Á okkar dögum er jafn- vel einungis hægt að nefna John F. Kennedy, Móður Teresu og Nelson Mandela. Í heimi afbrotanna kemur sjaldan fyrir að nokkur maður verði goðsögn. Þó þekkjast nokkur dæmi þess að afbrotamaður hafi orðið að goðsögn eftir dauða sinn, eins konar Hrói höttur með tímanum. Sjaldan fer þannig um afbrotamann meðan hann er sjálfur á lífi. Undantekning frá reglunni er þó til dæmis enski lestar- ræninginn Ronald Biggs. Það er Svíinn Clark Olofs- son sem hefur komist næst því að verða lifandi afbrota- goðsögn á Norðurlöndum. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 18, 2020
ISBN9788726523485
Aðgerð Carl

Read more from Forfattere Diverse

Related to Aðgerð Carl

Related ebooks

Reviews for Aðgerð Carl

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Aðgerð Carl - Forfattere Diverse

    Aðgerð Carl

    Aðgerð Carl

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2002, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726523485

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Aðgerð Carl

    Eftir Johannes Christensen, rannsóknarlögreglumann í Slagelse í Danmörku.

    Fáir menn verða goðsagnir. Enn færri verða það ílifanda lífi. Á okkar dögum er jafn-vel einungis hægt að nefna John F. Kennedy, Móður Teresu og Nelson Mandela.

    I heimi afbrotanna kemur sjaldan fyrir að nokkur maðurverði goðsögn. Þó þekkjast nokkur dæmi þess að afbrotamaður hafi orðið að goðsögn eftir dauða sinn, eins konar Hrói höttur með tímanum. Sjaldan fer þannig um afbrotamann meðan hann er sjálfur á lífi. Undantekning frá reglunni er þó til dæmis enski lestar-ræninginn Ronald Biggs.

    Það er Svíinn Clark Olofs-son sem hefur komist næst því að verða lifandi afbrota-goðsögn á Norðurlöndum.

    Sakamál það sem mig lang ar til að veita lesendum Mynd: Scanpix, Svíþjóð..innsýn í hér var í rauninni ekki eitt mál heldur mörg.

    Heildarmálið var svo yfirgripsmikið að engin leið er að lýsa öllum þáttum þess. Ekki verður hjá því komist að fara sums staðar hratt yfir sögu og sleppa jafnvel heilum þáttum jafnt sem ýmsum spennandi og skemmtilegum smáatriðum en ég vil freista þess að koma til skila áhugaverðustu atburðunum í eftirfarandi frásögn. Hér er ekki verið að rekja afbrot eins manns, heldur er þetta saga um það hvernig margir harðsvíraðir afbrotamenn af fjórum þjóðernum tóku að vinna saman til að hagnast sem mest þeir gætu á afbrotum sínum – alþjóðlegu eiturlyfjasmygli og eiturlyfjasölu.

    En þetta er líka saga um einstæðan mann. Hann virtist hlédrægur við fyrstu sýn og því var líkast sem hann vildi helst biðjast afsökunar á því að vera til, en í ljós kom að hann bjó yfir afar óvenjulegri útgeislun. Hann var þess megnugur í krafti persónustyrks og innblásturs, þrátt fyrir landamæri og tungumálaörðugleika, að safna saman nokkrum þeim eigingjörnustu og óráðþægnustu glæpamönnum sem hægt var að láta sér detta í hug. Þeir voru eiturlyfjasali í Korsør, félagar í Hell's Angels, gamlir sænskir bófar og hasskaupmenn frá Marokkó og sá sem þekktur er úr fjölmiðlum um allan heim, fyrrum sænsk en nú belgísk afbrotagoðsögn, Clark Olofsson.

    Það eru einmitt fjölmiðlarnir sem eiga stóran þátt í máli sem þessu. Þeir eru alltaf á höttunum eftir spennandi frásögnum, því að til þess er nú einu sinni leikurinn gerður að selja þær. Því var eðlilegt að fjölmiðlar væru með athyglina við Clark Olofsson í þessu máli, það hafði sýnt sig áður að frásagnir af honum juku söluna hjá þeim. En með því misstu fjölmiðlarnir af sögunni í sögunni, nefnilega sögunni um Børge. Í þrákelknislegri leit sinni að efni í uppsláttarfyrirsagnir höfðu þeir rangt fyrir sér þegar Clark Olofsson var sagður aðalmaðurinn. Auðvitað var hann það á sínu sviði, í öllu sem viðkom amfetamínsmygli, en aðalmaðurinn á bak við málið allt var engu að síður litli lífeyrisþeginn Børge frá Bindslev á Vestur-Sjá-landi. Það var hann sem tengdi saman hassþátt og amfetamínþátt samtakanna og gerði þau að raunveruleika. Clark notaði samtök Børges einungis til að smygla nokkrum stórum amfetamínsendingum.

    Af þessari sögu má læra að ekki er víst að við þekkjum nágrannann í næsta húsi eins vel og við höldum. Vel má leiða hugann að því, án þess að vera tortrygginn úr hófi fram, hvort nágranninn sé í raun sá sem hann þykist vera.

    Eina raunverulega nafnið, sem verður notað hér og er þekkt úr fjölmiðlum, er Clark Olofsson. Öll önnur nöfn eru uppdiktuð. Svo er einnig um belgíska nafnið sem Clark Olofsson hafði tekið upp.

    Lítið þorp á Vestur-Sjálandi kemur mikið við sögu. Með tilliti til þess að þar er um að ræða mjög lítið samfélag úti á landi og að sumir íbúanna áttu stóran þátt í málinu hefur nafnið á þorpinu einnig verið búið til.

    Stokkhólmsheilkennið

    Í ágúst árið 1973 varð ræningi nokkur meira en lítið fengsæll þegar hann rændi Kreditbankann á Norrmalmstorgi í Stokkhólmi. Lögreglan kom á staðinn áður en ræninginn var farinn úr bankanum. Það leit út fyrir að maðurinn fylltist skelfingu, því hann tók fjölda starfsfólks í gíslingu og bjóst til varnar í kjallara bankans. Í raun var þetta trúlega þaulskipulögð aðgerð.

    Fyrst fór ræninginn fram á lausnarfé, en allt einu heimtaði hann líka að fá Clark Olofsson, sem þá sat í fangelsi, til bankans. Þegar ríkisstjórnin hafði fjallað um málið fékk hann ósk sína uppfyllta. Clark eyddi fimm sólarhringum í banka-kjallaranum ásamt ræningjanum og gíslunum. Þótt málinu lyki með því að ræn-inginn og Clark voru teknir höndum, eftir að lögreglan fyllti kjallarann af táragasi eftir fimm sólarhringa bið, varð Clark þekktur víða um heim því að mikið var fjallað um hann í fjölmiðlum.

    Clark hafði verið með eindæmum rólegur á meðan á öllu þessu stóð. Hann gerði gíslana svo háða sér að þeir bundust honum tilfinningaböndum. Þannig varð hið svonefnda Stokkhólmsheilkenni til. Atburðurinn og sú staðreynd að Clark virtist gáfaður og kom myndarlega fyrir gerði hann að eftirlæti fjölmiðlanna eftir þetta. Honum hefur ýmist verið lýst sem kaldrifjuðum afbrotamanni eða kvennagulli. Gerð hefur verið kvikmynd um hann og samin sönglög. Hann er ekki bara banka-ræningi, konungur flóttans og eiturlyfjasmyglari. Hann er goðsögn á glæpa-sviðinu.

    Barge

    Hinn 1. nóvember árið 1997 var grár og drungalegur haustdagur í litla suðvestur-sjálenska þorpinu Bindslev. Í notalegu, nýuppgerðu húsi í miðju þorpinu sátu hinn 57 ára gamli Børge og sambýliskona hans í 20 ár, Lise, sem var fertug að aldri, ásamt gesti þeirra, hinum 48 ára gamla Svía Kalle sem hafði bankað upp á daginn áður, á leiðinni úr einni af mörgum „viðskiptaferðum sínum. Børge var að rifja upp glaðværa daga kláms og eiturlyfja á Vesterbro á áttunda áratugnum. Hann lýsti því líka þegar hann var látinn laus eftir langan fangelsis-dóm fyrir eiturlyfjasmygl á miðjum níunda áratugnum og sagði að hann hefði ekki aðhafst neitt mjög ólöglegt næstu fimm árin vegna þess að lögreglan hafði sífellt gætur á honum. Þessi ár hefði hann „bara fengist við smávegis frá Hollandi. Þau Lise sögðu Kalle að þau hefðu fyrst fengið frið fyrir lögreglunni eftir að þau fluttu til Bindslev fyrir um sex árum.

    Lise sagði Kalle að hún yrði að sjá til þess að Børge eyddi ekki öllu sem hann aflaði. Hann hafði meðal annars viljað kaupa sér Benz en hún hafði lagst á móti því. Hvað hefðu nágrannarnir ekki getað haldið? Hann væri bara lífeyrisþegi og hún ætti pylsuvagn í Slagelse. Sögurnar væru fljótar að kvikna. Það að Børge var í burtu mánuðum saman á ári hverju útskýrðu þau þannig fyrir nágrönnunum – og reyndar var nokkuð til í því – að hann héldi sig á Spáni af heilsufarsástæðum.

    Hvorki þorpsbúar né fjölskylda Børges og Lise, ja, ekki sinni þeirra eigin dóttir og sonur, vissu um það tvöfalda líf sem þau lifðu. Allir héldu að þau væru ósköp venjuleg dönsk kjarnafjölskylda með heilbrigð áhugamál. Enginn utan nánustu fjölskyldu Børges og Lise þekkti til fortíðar þeirra né vissi að þau höfðu bæði verið dæmd fyrir eiturlyfjasmygl þegar þau voru yngri.

    Það voru einungis nánustu vinir og félagar í samtökum hans sem vissu að „Úlfurinn," eins og Børge var kallaður af því að hann bar gráan makka, væri þekktur skipuleggjandi alþjóðlegra eiturlyfjaflutninga.

    Kalle og Clark

    Á meðan þau supu á kaffinu barst talið einnig að lífi Kalles. Lise vildi vita hvaðan hann þekkti Clark Olofsson. Kalle lét sem hann hefði þekkt Clark í meira en 20 ár. Børge spurði hvort hann hefði unnið með Clark en það hafði Kalle ekki gert síðustu árin. Hann hafði kynnst Clark í sænsku fangelsi á áttunda áratugnum. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum seinna, eftir að Clark fluttist til Belgíu í byrjun níunda áratugarins og varð belgískur ríkisborgari með belgískt nafn, Flemming van Leuteren, að þeir urðu ásáttir um að eins gott væri fyrir þá að vinna saman þar sem þeir væru báðir að „starfa" úti um alla Evrópu. Kalle átti, þegar hér var komið sögu, ósjaldan sömu hagsmuna að gæta og Clark og heimsótti hann því oft. Bæði Ann, eiginkona Kalles, og hjákona hans, Eva, höfðu oft dvalið með Kalle í glæsi-hýsi Clarks í Belgíu.

    Lise velti því fyrir sér hvort Clark hlyti ekki að eiga mikla peninga. Þá greip Børge fram í og sagði: „Olaf, eins og við köllum Clark, á fullt af peningum, bæði í Belgíu og í þýskum og svissneskum bönkum. Þú ættir bara að sjá húsið hans. Í því eru að minnsta kosti 16 herbergi og risastór sundlaug.

    „Þegar við erum saman á Spáni er það Clark sem borgar fyrir allt. Hann lætur sig ekki muna um að eyða 50.000 á góðu kvöldi. Børge lét þó vera að segja Lise hvaða mynt hann ætti við. „Hann kann að lifa lífinu, hann Clark, sagði Børge. „Er það ekki hann sem er,hinn eini sanni' sænski bankaræningi? spurði Lise. „O, jú, svöruðu Børge og Kalle að bragði og héldu svo áfram að lýsa því hvernig Clark hefði að þeirra áliti afrekað miklu meira en enski lestarræninginn Ronald Biggs.

    Þau veltu þessari samlíkingu svolítið fyrir sér en svo staðhæfði Børge: „Ég get sko alveg sagt þér það, Kalle, að þegar löggan kemst að því að Olaf, þú og ég vinnum saman verður fjandinn laus."

    Børge hafði væntanlega ekki hugmynd um hversu kyrfilega hann hitti naglann á höfuðið, því hann vissi auðvitað ekki að lögreglan lá á hleri og hafði heyrt allt sem þau höfðu spjallað.

    Aðgerð Carl

    Rannsóknarlögregla ríkisins í Stokkhólmi hafði í mörg ár haft grun um að Clark Olofsson hefði milligöngu um það, frá dvalarstað sínum í Belgíu, að aðrir sænskir bófar smygluðu miklu magni af amfetamíni til Svíþjóðar en það var ekki fyrr en í ársbyrjun 1997 að bein rannsókn var hafin.

    Athuganir sýndu fljótlega að Clark var í sambandi við marga þekkta og athafna-sama sænska eiturlyfjasölumenn. Margir þeirra fóru oft í heimsókn til Belgíu og Clark kom líka einstöku sinnum til Stokkhólms og hitti meðal annars Kalle. Markvissari rannsókn, þar sem einnig var safnað símaupplýsingum og stundum beitt símahlerunum, var hafin og öll rannsóknin hlaut fljótlega heitið „Aðgerð Carl."

    Það virtist vera hægt að setja mikið magn af amfetamíni, sem fannst í skurði við norsku landamærin í apríl 1997, í samband við piltana hans Clarks. Fjögurra-fimm kílóa amfetamínpakkar, sem lagt var hald á í tengslum við handtökur í Svíþjóð sumarið 1997, virtust tengjast þeim samtökum sem rannsóknarlögreglan var að verða æ vissari um að væru til í raun og veru og þeir sannfærðust sífellt betur um að Clark gegndi mikilvægu hlutverki í þeim.

    Enginn þeirra sem handteknir höfðu verið vildi segja neitt um það hverjir stæðu að baki þeim og endanleg þáttaskil í rannsókninni létu því bíða eftir sér. Í lög-reglunni höfðu menn margoft rætt þann möguleika að handtaka Clark. Hann hafði raunar nokkrum sinnum sést á ferli svo nálægt amfetamínsendingum sem fundist höfðu að saksóknari hafði álitið að sannanir hefðu ef til vill dugað til að fá hann dæmdan.

    Þar eð sannanirnar voru ekki pottþéttar, svo að handtaka Clark myndi líklega aðeins leiða af sér að aðrir í hinum meintu amfetamínsamtökum gætu rekið þau áfram, ákváðu menn í samráði við saksóknara að halda rannsókninni áfram. Þegar Clark og félagar hans yrðu fangaðir átti ekki að vera neinn vafi á því að hægt yrði að dæma hann og að tengslanetið hans væri búið að vera.

    Rannsóknarlögreglan í Slagelse

    Meðan rannsókninni í „Aðgerð Carl" miðaði áfram í Svíþjóð undir stjórn Rann-sóknarlögreglu ríkisins, þar sem rannsóknarmenn vissu trauðla um tilvist dansks bæjar að nafni Slagelse, þá dunduðum við okkur, á þriggja manna fíkniefnadeild-inni hjá Rannsóknarlögreglunni í Slagelse, við að fara í saumana á eiturlyfjasölum á staðnum. Á þessum tíma, síðsumars árið 1997, nutum við aðstoðar eins manns frá fardeild Ríkislögreglustjóraembættisins vegna þess að við vorum einmitt að hefja rannsókn í meiri háttar máli sem náði til margra lögregluumdæma.

    Á föstudögum er rannsóknarlögreglan vön að ljúka störfum kl. 14.00. Þannig var það einnig föstudaginn 19. september 1997. Klukkan 14.00 ætluðum við í fíkniefnadeildinni einmitt að fara að óska hver öðrum góðrar helgar þegar yfir-maður okkar – lögreglufulltrúinn – kom með fax sem hafði skömmu áður komið í gegnum Fíkniefnaupplýsingastöðina á lögreglustöðinni í Kaupmannahöfn frá toll-yfirvöldunum í Bad Bendheim á landamærunum milli Hollands og Þýskalands.

    Í faxinu mátti lesa að Þjóðverjarnir höfðu handtekið tvo unga Dani, Tom Søren-sen og Jacob Hansen frá Skælskør, sem óku hvor sínum bílaleigubílnum, við holl-ensku landamærin. Í varadekkshólfinu á Ford Escort-bílnum, sem Tom ók, hafði fundist 21 kíló af amfetamíni sem skipt var í 22 pakka. Ennfremur 23 grömm af marijúana, skammbyssa, kaliber 6,35, af tegundinni Beretta, með skothólfi og til-heyrandi hljóðdeyfi með áletruninni „Only for clever use." Varahjólið, sem vantaði í bílinn hans Toms,

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1