Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Þrjátíu & ein nótt
Þrjátíu & ein nótt
Þrjátíu & ein nótt
Ebook281 pages3 hours

Þrjátíu & ein nótt

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Stelpa með mikinn áhuga á göldrum finnur bók fulla af töfraformúlum. Hún og vinkonur hennar fara að fikta í þeim, með þeim afleiðingum að þær enda í annarri vídd, ásamt bræðrum sínum og eldri stelpu sem átti að líta eftir þeim. Þau dreifast vítt og breitt, týnandi hvert öðru.

Í þessari vídd er fyrir galdramaðurinn Tóbías, sem er bara ekkert hrifinn af veru þeirra þar.

Nú þurfa þau að finna hvert annað, reyna að forðast Tóbías og hans lið, og reyna að komast til baka.

LanguageÍslenska
Release dateNov 17, 2018
ISBN9798201723064
Þrjátíu & ein nótt

Read more from ásgrímur Hartmannsson

Related to Þrjátíu & ein nótt

Related ebooks

Reviews for Þrjátíu & ein nótt

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Þrjátíu & ein nótt - Ásgrímur Hartmannsson

    1.

    HINN MIKLI GALDRAMAÐUR Tóbías kom svífandi á töfrateppinu sínu yfir borgina.  Hann stóð á því teinréttur og hélt staf sínum virðulega fyrir framan sig, því hann vissi að fólk gat verið að horfa á hann.  Það var einmitt þess vegna sem hann gekk alltaf um í skikkju.  Það var svo flott þegar hún blakti í vindinum.  Hann hafði látið víkka allar dyr í höllinni sinni sérstaklega svo hann gæti gengið þar um virðulega með þessa skikkju á eftir sér.  Það er fátt óvirðulegra en þegar skikkjan festist í einhverju, og það þarf að fara til baka og losa hana.

    Sólin var að hníga til viðar þegar hann sveif í átt til kastala síns, sem stóð á miklum steindrang í miðju eldgígs sem var staðsettur rétt fyrir utan borgina, og var umflotinn kraumandi hrauni sem ógerningur var að komast yfir nema fara yfir einu brúna sem lá frá barmi eldgígsins út í dranginn.  Tóbías hækkaði flugið og stefndi á einn af hæstu turnum kastalans.  Hitasvækjan varð nánast óbærileg, jafnvel í þessari miklu hæð, en teppið skýldi fyrir því versta. 

    Það var mjög heitt inni í kastalanum, en þegar maður hafði komist yfir hraunið þá virkaði loftið þar alltaf jafn svalt.  Tóbías kom inn um gluggann, og lenti teppinu á miðju gólfi.  Þetta var hans prívat lendingarpallur, og þangað mátti enginn koma nema hann sjálfur, maðurinn sem barði rykið úr fljúgandi teppinu, og fullt af öðru fólki sem of langt væri upp að telja.

    Tóbías steig af teppinu, rétti túrbaninn á höfðinu, og gekk niður stigann sem lá í spíral niður eftir öllum turninum.  Hann fór samt ekki alla leið niður í kjallara, heldur út á ramp sem lá yfir í aðal-bygginguna, og lá hátt yfir hallargarðinum fyrir neðan, þar sem varðsveitirnar voru við æfingar.  Við enda rampsins biðu tveir verðir, báðir vopnaðir einföldu spjóti og bjúgsverði.  Þeir opnuðu tvöfaldar dyrnar fyrir honum án þess að hann þyrfti að gefa þeim merki eða hægja á sér, og luku þeim svo á eftir honum.

    Inni var hátt til lofts og vítt til veggja, á miðju gólfinu var gat, um tíu metrar í þvermál, og samskonar gat á lofti hvelfingarinnar yfir salnum, og það þurfti ekki að horfa lengi til að sjá hitauppstreymið.  Fæstir höfðu geð í sér til að líta niður, en ef maður gerði það, þá sá maður ólgandi hraunið meira en 100 metrum neðar á meðan augabrúnirnar brunnu af.

    Tóbías leit aðeins í kringum sig meðan hann gekk í gegnum salinn til þess að sjá hvort eitthvað nýtt væri þar að finna, en svo var ekki.  Það var ekki fyrr en hann var kominn alla leið inn að hásæti sínu að hann varð var við að verðirnir voru með einhvern þar, og rétt hjá lá ókennilegur hlutur.

    „Hver er þetta?" spurði hann verðina.

    „Hann segist heita Póleus og vinna á járnsmíðaverkstæði," sagði annar vörðurinn.

    Tóbías hvessti augun á Póleus og spurði hann:

    „Hvað er þér á höndum?"

    „Meistari!  Ég fann upp nytsamlegan hlut sem ég óska hér með eftir að fá að smíða," sagði Póleus, og ljómaði af áhuga.

    „Og hver er þessi nytsamlegi hlutur?"

    „Ég kalla hann „stígvélina, prótótýpan liggur þarna ef þú vilt sjá, sagði Póleus, og hnykkti höfðinu þangað sem uppfinningin hans lá.

    Tóbías leit á gripinn.  Þetta var létt grind, og það voru á henni tvö hjól, annað búið fótstigi til að knýja það áfram en með hinu mátti breyta um stefnu.

    „Og hvaða not höfum við fyrir þennan grip?" spurði Tóbías.

    „Við komumst hraðar yfir, sagði Póleus, „sjáðu, ef þú stendur á þessum pedulum og stígur á þá til skiptis munt þú komast hraðar eftir jörðinni og ekki verða jafn þreyttur og annars, og þú getur borið með þér hluti - ég ætlaði að setja grindur á þetta til þess að bera hluti en komst ekki í það áður en verðirnir náðu í mig.

    „Og til hvers ætti ég að vilja komast hraðar yfir?" spurði Tóbías.

    „Vissulega kemst þú hraðar en allir á fljúgandi teppinu þínu, en við sem eigum ekki svoleiðis verðum miklu fljótari að öllu á svona tæki, sagði Póleus, „við gætum jafnvel fækkað hestum um meira en helming, því svo margir sem eru núna á hesti myndu sjá að betra er að vera á svona stígvél.  Hún hvorki þarf að borða né gefa frá sér úrgang sem þarf að moka upp, og hún er líka miklu minni um sig en hestur.

    Tóbías kinkaði kolli, en sagði svo við manninn:

    „Þú segir mér það sem sagt, að með notkun þessa tóls minnki þörf fyrir hesta og allt sem þeim tengist?"

    Póleus kinkaði kolli.

    „Þá þurfa færri að eiga hesthús?"

    Póleus kinkaði kolli.

    „Þá þarf ekki jafnmarga til að moka skít af götunum?"

    Póleus kinkaði kolli.

    „Þá þarf ekki að bera eins mikið gras inn í borgina?"

    Póleus kinkaði kolli, ánægður með sjálfan sig.

    „Og þá verður ekki eins mikil þörf á skeifum?"

    Póleus kinkaði aftur kolli, núna brosandi út að eyrum.

    „Sem sagt, fjöldinn allur af fólki missir vinnuna út af þessari uppfinningu," sagði Tóbías.

    Brosið hvarf af Póleusi.

    „Hvað?"

    „Þú neitar því ekki að það þarf færri í að viðhalda hesthúsum, er það?"

    „Nei, en..."

    „Og það mun ekki þurfa jafn marga til að gefa hestunum eða búa til á þá skeifur eða moka upp eftir þá," sagði Tóbías.

    „Vissulega ekki en..."

    „Og það mun ekki þurfa að rækta jafn marga hesta."

    Póleus starði á Tóbías, ekki viss um hvað hann átti að segja.

    „Ef ég leyfi þér að framleiða þessa vítisvél þá munu margir missa vinnuna og hætta að skila af sér til samfélagsins.  Ég sé á vélinni að mikil vinna og hugsun hefur farið í hana.  Það segir mér að þú sóar tíma þínum í vinnunni til að grafa undan samfélaginu sem við höfum ræktað með okkur hérna.  Ef ég sleppi þér er eins víst að þú farir aftur að dunda þér við eitthvað svona.  Þess vegna get ég ekki leyft þér að halda áfram að vinna, sagði Tóbías, sneri sér svo að verðinum, og sagði; „verðir, burt með hann.  Í holuna með hann og uppfinningu hans.

    Verðirnir drógu Póleus með sér út úr hásætissalnum, og sá þriðji hljóp til og dró tækið út á eftir þeim.  Skömmu seinna mátti heyra þegar þeir hentu honum öskrandi niður í holuna, og uppfinningu hans á eftir honum.

    Tóbías kom sér fyrir í hásæti sínu, og gaf vörðunum merki um að nú mættu lénsherrarnir koma inn og gefa honum skýrzlu.

    2.

    KENNARINN HORFÐI Á Togga og velti fyrir sér hvort hún ætti að láta senda hann til sálfræðings aftur.  Hann hafði mjög einhæft áhugamál, sem er kannski eðlilegt fyrir 12 ára krakka, en venjulega eru 12 ára krakkar hvattir til að hafa einstrengingslegan áhuga á annað hvort fótbolta eða íþróttum.  Ekki stríði og AK-47 eins og Toggi.  Og nú hafði hún rétt nýlokið við að renna yfir síðustu ritgerð hans:  „Hvernig Heilaga Rómverska Heimsveldið hefði sigrað Breska Heimsveldið í sjö ára stríðinu ef þeir hefðu notað tímavél til að fá AK-47.  Það var afar sérstök lesning.  Það var meðal annars all langur formáli þar sem var útskýrt nákvæmlega hvaða sjö ára stríð var meint, svo það færi ekki milli mála.  Kennarinn vissi ekki að þau hefðu verið svo mörg.  Þar áður hafði hún lesið eftir hann klassískar perlur eins og: „Hvernig Nazistar hefðu geta unnið seinni heimsstyrjöldina og „Hvernig AK-47 gæti gert fótbolta að skemmtilegri íþrótt.  Sú seinni var ríkulega myndskreytt.  Ritgerðin „Munurinn á AKM og AR-15 gaf henni höfuðverk í hvert skipti sem hún hugsaði um hana vegna upplýsinga sem vantaði í hana og Toggi virtist halda að væru almenn vitneskja; til dæmis allt þetta röfl um MOA þetta og MOA hitt.  Hvað var það?  Og hver var þessi Goran Bregovic sem hann var alltaf að vitna í?  Hún varð að muna að spyrja hann einhvern tíma.

    Til samanburðar, þá hafði Smári Snær hinumegin í stofunni skilað frá sér hinu epíska meistaraverki „Kvernig er búið til gler (sic), sem hér fer á eftir í heild sinni: „Það er brætt sand.  (sic)  Þetta fékk hún útprentað á A4 blaði, sett í 10 punkta Arial; og svo var það Beta sem sat fyrir miðju sem skilaði af sér afar eðlilegu verkefni, nema það var á bleikum pappír, útkrotað með stílfærðum glottandi kisum og hjörtum og blómum og hvaðeina og lyktaði eins og hóruhús.

    Toggi sat kjur og horfði út um gluggann, honum dauðleiddist greinilega.  Kennarinn tók upp blöðin og gekk um stofuna til að afhenda þau.  Toggi tók við verkefninu sínu og skoðaði hvað hann hafði fengið fyrir það, meira af forvitni en eftirvæntingu.  Hann tók eftir að það var einkennileg ilmvatnslykt af blöðunum, og velti fyrir sér af hverju það stafaði.  Það flaug í hugann að kannski hefði kennarinn verið að drekka það á meðan hún fór yfir, og slysast til að hella niður, en sú hugmynd flaug aðeins lægra þegar hann mundi eftir að hafa fundið þessa sömu lykt af einhverjum æ ofaní æ þegar hann var að fara í skóna á leið út á hverjum degi.  Svo hugsaði hann ekki meira um það.  Það tók of mikinn tíma frá djúpum pælingum um frelsisstríðið í Zimbabwe 1964-79 og afleiðingar þess.

    Anna systir var komin heim aðeins á undan Togga bróður sínum.  Hún var tveimur árum eldri en hann, og strax orðin miðaldra.  Og þar sem hún varð á undan heim, þá var það hún sem kom auga á bréfið.  Það var á borðinu, opið, og kaffibolli á því, annað hvort til að hindra að það fyki á brott eða bara fyrir tilviljun.  Anna las það yfir, og spáði í hvort hún ætti að fyllast eftirvæntingu eða ekki.

    Toggi kom svo heim, enn í þungum þönkum.

    „Þormóður," ávarpaði Anna hann.

    „Helvítis Mugabe," sagði Toggi.

    „Ha?" spurði Anna.

    „Ha?" spurði Toggi, alveg villtur.

    „Magnús frændi okkar er dáinn."

    „Hver er það?"

    „Ég veit það ekki.  Ég hélt þú vissir það," sagði Anna.

    „Af hverju spyrðu?"

    „Mamma og pabbi fóru til að ná í arfinn eftir hann, held ég."

    „Arf?  Var hann ríkur?"

    „Kannski, ég bara veit það ekki.  Það hlýtur samt að vera fyrst við erum að fá arf eftir hann."

    „Nú..." sagði Toggi, fór úr yfirhöfninni og labbaði inn til sín.

    Anna stóð eftir og dreymdi um stóran arf.  Kannski væri þetta stór og mikil höll undir Laugarásnum.  Hún rifjaði upp i huganum hvernig Laugarásinn leit út, en mundi ekki eftir neinni höll þar.  Hvað sem það var, hlaut það samt að vera alveg magnað.  Öll fjölskyldan væri á grænni grein næstu hundrað árin.  Hún var búin að kveikja á tölvunni sinni og að fara að segja vinkonum sínum frá því hve stórfenglegt ríkidæmi beið hennar þegar foreldrar hennar komu heim.  Þau voru rétt búin að leggja Óla litla frá sér þegar Anna birtist til að inna þau frétta.

    „Nei, þetta  var nú ekki mikið, maðurinn var öreigi," sagði pabbi hennar við hana.

    „Já, það tók því varla að fara og ná í þetta," sagði mamma.

    Anna varð nokkuð vonsvikin, en bað samt um að fá að sjá arfinn.  Hún fékk þá í hendurnar stílabók með gorm, í stærð A4, fulla af lausum A4 blöðum, blaðaúrklippum og A3 blöðum sem höfðu verið brotin saman.  Allt þetta var útkrotað í táknum, kortum og glósum.

    „Hver var þessi Magnús annars?" spurði hún.

    „Æ, þetta var eitthvað launbarn bróður pabba," sagði mamma hennar, og lét það nægja.

    Í því rak Toggi hausinn út um dyrnar að herbergi sínu og spurði:

    „Erum við rík?"

    „Nei," sagði Anna.

    Toggi yppti þá bara öxlum og lét sig hverfa inn aftur.

    Foreldrar þeirra flettu hvort um sig í stílabókinni, án þess að skilja haus né sporð í henni.  Á meðan fræddu þau Önnu um frænda hennar, Magnús:

    „Við vitum ekkert um hann annað en hann vann við einhvern fornleifauppgröft í Tadjikistan síðustu árin.  Svo fékk hann hjartaáfall þegar hann var að þvælast þar á einhverju fjalli, vannærður og illa sofinn.  Hann skildi eftir sig fullt af svona bókum.  Við ættingjarnir skiptum þeim á milli okkar - meira bara sem formsatriði en eitthvað annað."

    „Tadjikistan?  Er það alvöru land?" spurði Anna.

    „Það er okkur sagt," svaraði mamma hennar.

    „Hvaða fornleifar voru þetta?"

    „Ég veit það ekki.  Hérna, þú getur lesið þetta ef þú vilt," sagði hún loks og rétti Önnu bókina.

    Anna t vi? binni.  ゙etta var hugsanlega erkilegasta st匀ab sem h佖 haf s鴪, en um lei? s? ?ykkasta og 偀jaskasta.  En h佖 f samt me? hana inn til s匤 til n疣ari skonar.  H佖 bla ? binni um stund, en 疵訶di svo a? byrja bara ? byrjuninni, til a? n? ?r跼inum ef einhver sl勛ur reyndist til star.

    3.

    MAGNÚS HAFÐI FARIÐ úr landi strax eftir skóla með vini sínum, því þeim reiknaðist til að í útlöndum væru fleiri og merkari fornleifar en heima við.  Byrjuðu þeir á því að fara til Egyptalands í von um að finna múmíur.  Þeir fundu nóg af þeim á safninu en færri úti í náttúrunni, svo þeir færðu sig um set, eða til Íraks rétt eftir lok stríðsins við Írans í lok árs 1988.  Þaðan forðuðu þeir sér svo ári seinna þegar það leit út fyrir að annað stríð væri að fara að byrja.  Þeir fóru til Íran, og þaðan til Afghanistan, en ákváðu svo að fara til Tajikistan, þar sem þeir römbuðu fram á einhverjar stórmerkilegar menjar skammt sunnan við Pamisky þjóðgarðinn.

    Það var þá sem stríðið byrjaði, og olli smávægilegum óþægindum.  Þeir þorðu ekki niður af fjallinu næstu fimm árin, heldur höfðust þar við og lifðu á geitum og þurrkuðum ávöxtum.  Pamírarnir voru nokkuð vinalegir, og drukku stundum með þeim kaffi á meðan þeir voru ekki einhverstaðar að plaffa á Rússa.  Til allrar lukku fóru flest drápin fram hinumegin í landinu, svo þeir urðu ekkert of varir við þetta, en samt nóg.  Við lok stríðsins fór félaginn eitthvað - hann bara hvarf eina nóttina árið 1997 og spurðist ekkert til hans eftir það.  Hélt Magnús helst að hann hefði rölt yfir til annað hvort Kína eða Kyrgizstan, og hafði ekki miklar áhyggjur af honum.

    Þessi fimm ár á fjallinu fóru í að grafa upp minjar sem þeir könnuðust ekki við, og fundu þeir meira og meira af þeim eftir því sem þeir rótuðu dýpra inn í dalnum.  Á tveimur stöðum fundu þeir ummerki eftir sæmilega stórar borgir, og í fjöllunum mátti sumstaðar finna leifar varðturna.  Það var ekki fyrr en 1999 að Magnús kom til Evrópu aftur og lét aldursgreina mikið af þessu.  Það kom honum ekki á óvart að munirnir sem hann kom með voru yfir 4000 ára gamlir.  Hitt olli honum þó nokkurri furðu, og það var að hvernig sem hann leitaði fann hann engar heimildir um mannabyggðir þar sem hann hafði fundið þessa hluti, og voru hlutirnir að nokkru leyti frábrugðnir munum sem höfðu fundist í grenndinni frá svipuðum tíma.  Hann gerði samt ekki mikið úr þessu, enda ekkert óþekkt svosem að fornir ættbálkar hverfi af einni ástæðu eða annarri án þess að láta boð berast til fornleifafræðinga um hvert þeir fóru.

    Árið 2002 fór Magnús aftur til Tadjikistan til að grafa betur í þessum rústum sem hann hafði fundið í einum dalnum, þeim umfangsmestu, og var hann kominn með mikið efni um þá mörgu og merkilegu hluti sem hann fann, allt útkrotað í táknum sem hann skráði hjá sér og þýddi að litlu leyti.  Hann var enn að dunda sér við þetta þegar hann fékk taugaveiki ofan á lifrarbólguna sem hann hafði fengið tíu árum áður.  Hann lét það ekki angra sig of mikið, og fannst dauður viku síðar við uppáhalds rústirnar sínar.

    4.

    ÞAÐ TÓK ÖNNU VIKU AÐ komast í gegnum textann, sumpart vegna þess að eitthvað af honum var á lausum blöðum sem foreldrar hennar höfðu stokkað upp á meðan þau voru að skoða góssið.  Þarna innanum voru líka allskyns kort og teikningar, og fleiri síður útkrotaðar í einhverju 4000 ára gömlu dulmáli sem Magnús hafði glósað af einhverjum steinum.  Hér og þar í bókinni var upplýst hvernig skyldi bera sig að við að þýða þetta, og af einskærum nördaskap dundaði Anna sér við að hreinskrifa allar þær skýringar upp í nýja bók og bera það allt saman við þetta forna rúnaletur.

    Það kom á daginn að mikið af þessu voru uppskriftir af pottréttum og kökum.  Svo var illþýðanlegur texti sem virtist vera hið mesta bull, og var uppnefnt  „Galdraþulur" af Magnúsi.  Með þeim fylgdu upplýsingar sem virkuðu ekki mjög vitrænar nema þetta væru einmitt galdraþulur.

    „Svo ég þarf kíló af grófmöluðu hveiti og lambamör," sagði Anna þegar hún hafði lokið við að þýða skrýtnustu versin, og hún velti fyrir sér hvað vinkonur hennar segðu við þessu.  Þær voru svolítið spenntar fyrir öllu svona galdra-tengdu.  Kannski þær hefðu áhuga á að efla smá seið upp úr fornum steintöflum í Asíu-landi sem enginn hugsar um.  Hún ákvað að spyrja þær við tækifæri.  Það gæti orðið skemmtilegt.

    Vinkonurnar tóku bara vel í það að efla smá seið þegar hún minntist á það við þær daginn eftir.

    „Þarf ég að vera nakin aftur?" spurði ein þeirra, minnug þess þegar þær reyndu að særa fram djöfulinn nokkrum vikum áður.

    „Ekki nema þú viljir það," sagði Anna við hana, og dauðsá strax eftir því að hafa ekki logið að henni að það væri bráðnauðsynlegt.

    „Æðislegt, ég held ég þoli ekki að fá meira vax á mig."

    „Hvað gerir þessi galdur annars?" spurði hin vinkona hennar.

    „Ég er ekki viss, en hann á að geta opnað dyr eitthvert, glósurnar voru ekki nógu góðar til að ég kæmist að því hvert, sagði Anna, „við komumst að því.

    „Verða kerti?" spurði fyrri vinkonan aftur.

    „Magga, ef þú vilt, mátt þú vera nakin og þakin vaxi," sagði Anna.

    „Já, ef þú hleypur nakin í kringum tjörnina með vax í hárinu þá fer að gjósa," sagði hin.

    „Æ, þegiðu," sagði Magga.

    „Hvað þurfum við?"

    „Mör, sagði Anna, „ef þú getur reddað kíló af mör þá er það ágætt.

    „Já, ég held við eigum að geta fengið mör úti í Bónus."

    „Þið eruð ekkert að fara að maka neinum mör á mig

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1