Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Jólaævintýri
Jólaævintýri
Jólaævintýri
Ebook69 pages1 hour

Jólaævintýri

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Úrval dásamlegra jólaævintýra eftir hinn ástsæla höfund Hans Christian Andersen sem gaman er að njóta á notalegum vetrarkvöldum. Láttu hrífast með inn í töfraveröld eins rómaðasta ævintýraskálds allra tíma. Enn í dag, næstum því tveimur öldum eftir að þau birtust fyrst á prenti, segja hin sígildu ævintýri H.C. Andersen okkur ótal dæmisögur um hið góða og hið illa, um ástina og sorgina, um þrautseigju í erfiðum aðstæðum. Ævintýrin höfða vel til barna, en veita fullorðnum lesendum einnig margt að hugsa um! Rifjaðu upp gömul kynni af uppáhaldsævintýrum bernskuáranna og opnaðu ungum lesendum leið inn í heillandi hugarheim H.C. Andersen – nú, þegar jólin eru alveg að ganga í garð... -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 11, 2020
ISBN9788726398151

Related to Jólaævintýri

Related ebooks

Reviews for Jólaævintýri

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Jólaævintýri - H.C. Andersen

    Jólaævintýri

    Translated by: Steingrímur Thorsteinsson

    Copyright © 2019 SAGA Egmont, Copenhagen

    All rights reserved

    ISBN: 9788726398151

    1. E-book edition, 2019

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    Jólaævintýri

    Tindátinn staðfasti

    Einu sinni voru tuttugu og fimm tindátar. Allir voru þeir bræður, og móðir þeirra var gömul tinskeið. Þeir höfðu byssuna á handleggnum og otuðu beint fram andlitinu. Þeir voru rauðir og bláir. Einkennisbúningurinn var prýðisfallegur. „Tindátar! var fyrsta orðið, sem þeir heyrðu í þessum heimi. Það var þegar lokið var tekið af öskjunni, sem þeir lágu í. Þá kallaði lítill drengur upp: „Tindátar! og klappaði saman lófunum. Hann hafði fengið þá í afmælisgjöf og raðaði þeim nú á borðið. Þeir voru svo líkir að ekki mátti milli sjá. Aðeins einn var dálítið frábrugðinn. Hann var einfættur, því hann var steyptur síðast, enda var þá tinið á þrotum. En samt stóð hann eins fastur á sínum eina fæti og hinir á tveimur, og það var einmitt þessi dáti, sem gerði sig dálítið frásagnarverðan.

    Á borðinu, þar sem tindátunum var raðað, voru einnig önnur barnagull, en það, sem mest gekk í augun, var pappírshöll ljómandi fögur og skrautleg. Mátti sjá inn í sali hennar gegnum örsmáa gluggana. Fyrir utan stóðu lítil tré kringum dálítinn spegil, sem átti að vera stöðupollur. Á honum syntu álftir úr vaxi og spegluðu sig. Allt þetta var ofur fallegt, en það fallegasta var samt smámey ein, er stóð í opnum hallardyrunum. Hún var líka klippt úr pappír, en hún var í kjól úr smágjörvasta líni og brugðið um axlirnar bláum linda, litlum og mjóum, og á honum miðjum var glitrandi stjarna af málmi, viðlíka stór og andlit hennar sjálfrar. Smámeyjan rétti út báða handleggina, því hún var dansmey, og svo lyfti hún öðrum fætinum svo hátt upp, að tindátinn gat ekki fundið hann, og hugði hann, að hún væri einfætt eins og sjálfur hann.

    „Þar væri konuefni handa mér, hugsaði hann, „en hún er æði mikils háttar. Hún á heima í höll, en ég í öskju, þar sem við erum tuttugu og fimm saman. Það er ekki bústaður við hennar hæfi, en hvað sem því líður, þá verð ég samt að reyna að komast í kunningsskap við hana. Síðan lagðist hann endilangur á bak við tóbaksdósir, sem lágu á borðinu. Þar gat hann virt fyrir sér þessa litlu stássmey, sem alltaf stóð bísperrt og haggaðist ekki.

    Seint um kvöldið voru hinir tindátarnir látnir í öskjuna sína, og fólkið í húsinu tók á sig náðir. Þá fóru barnagullin að leika sér, bæði að „leika gestaleik, „heyja hildi og „slá upp dansgleði", og tindátarnir hringluðu í öskjunni, því þeir vildu komast með í leikinn, en gátu ekki lyft af lokinu. Hnotubrjóturinn steypti stömpum og griffillinn ólátaðist á töflunni. Það var svo mikill gauragangur, að kanarífuglinn vaknaði við og fór að leggja orð í belg og lét meira að segja fjúka í kviðlingum. Hin einu sem ekki hreyfðust úr sporunum, það voru þau tvö, tindátinn og dansmeyjan. Hún stóð keiprétt á tábroddinum með útrétta báða handleggi. Hann stóð eins staðfastur á einum fæti og hafði aldrei af henni augun.

    Nú sló klukkan tólf, og í sama bili hrökk upp lokið á tóbaksdósunum, en það var alls ekki neitt tóbak í þeim, heldur var í þeim dálítill svartur dvergur. Dósirnar voru hagvirki.

    „Tindáti þarna! sagði dvergurinn, „hafðu nú gætur á augum þínum.

    En tindátinn lét sem hann heyrði ekki.

    „Jæja, bíddu við til morguns," sagði dvergurinn.

    Morguninn eftir, þegar börnin voru komin á fætur, var tindátinn látinn út í glugga, en hvort sem það nú hefur verið dvergurinn, sem olli því, eða dragsúgurinn, þá hrökk glugginn opinn allt í einu og steyptist dátinn á höfuðið ofan af þriðja sal. Það var voðaferð á honum. Fóturinn sneri beint í loft upp, og festist dátinn á húfunni og byssustingnum milli götusteinanna, þar sem hann kom niður, og þar stóð hann á höfði.

    Vinnukonan og litli drengurinn fóru undir eins ofan að leita, en þó þau væru rétt við það að stíga ofan á hann, komu þau samt ekki auga á hann. Hefði tindátinn kallað: „Hér er ég!" þá mundu þau víst hafa fundið hann, en honum fannst það ekki eiga við að æpa upp yfir sig, því hann var í einkennisbúningi.

    Nú tók að rigna alltaf þéttara og þéttara og loksins varð gríðar úrfelli. Þegar því létti, komu tveir götustrákar.

    „Sérðu, sagði annar, „þarna liggur tindáti; það er best að lofa honum út að sigla.

    Þeir bjuggu til bréfbát úr dagblaði og létu dátann út í bátinn, og nú sigldi hann ofan eftir göturæsinu, en báðir strákarnir hlupu með fram og klöppuðu saman lófunum. Skárri voru það nú bylgjurnar og straumurinn í ræsinu! En það hafði líka verið úrhellis rigning.

    Bréfbáturinn hossaðist upp og niður og stundum hringsnerist hann, svo að skjálfti kom á tindátann. En hann var staðfastur sem fyrr og brá sér hvergi, horfði beint fram og hélt um byssu sína.

    Þá rak bátinn allt í einu inn undir langt borð, sem var yfir steinræsinu. Varð þá eins dimmt og verið hafði í öskju tindátans.

    „Hvert skyldi ég nú ætla að berast?" hugsaði hann, „já, já! þetta er

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1