Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Ævintýri
Ævintýri
Ævintýri
Ebook442 pages7 hours

Ævintýri

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Í þessu safni af þjóðsögum og ævintýrum Grimmsbræðra, í þýðingu Theodórs Árnasonar, gefst einstakt tækifæri til þess að rifja upp kynnin við gamalkunnar persónur úr heimsþekktum ævintýrum en ekki síður að uppgötva önnur minna þekkt ævintýri sem einnig er að finna í þessum heimsbókmenntum. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 1, 2022
ISBN9788728036242

Related to Ævintýri

Titles in the series (1)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Ævintýri

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Ævintýri - Grimmsbræður

    Ævintýri

    Translated by Theódór Árnason

    Original title: Grimms Märchen

    Original language: German

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1857, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728036242

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    GRIMMS ÆVINTÝRI

    I.

    Ferðaævintýri Þumals litla.

    Skraddari nokkur átti einkason, sem var svo smávaxinn, að hann var ekki nema þumlungur á hæð. Þess vegna var drengurinn nefndur Þumall litli. En hugaður var hann, hnokkinn sá, þótt ekki væri hann hár í loftinu. Einu sinni kom hann að máli við föður sinn og sagði við hann: „Nú halda mér engin bönd lengur; — ég verð að fara að heiman til þess að litast ofurlítið um í henni veröld".

    „Það likar mér vel, sonur sæll, svaraði gamli maðurinn. Hann tók langa stagnál, bræddi lakk á annan endann á henni og fékk syni sínum hana: „Hér er sverð, sem þú skalt hafa með þér í ferðalagið.

    Skraddarasonurinn ætlaði nú að snæða dagverð með foreldrum sínum í síðasta sinni áður en hann legði af stað í leiðangurinn, og fór fram í eldhús til að hnýsast eftir því, hvaða góðgæti móðir hans væri að matbúa. Maturinn var tilbúinn, og potturinn stóð á hlóðunum.

    „Móðir mín, sagði Þumall litli, „hvað ætlarðu að gefa okkur gott að borða í dag?

    „Þú getur sjálfur séð, hvað er í pottinum", svaraði hún.

    Þumall litli stökk nú upp á hlóðarsteininn og gægðist ofan í pottinn. En honum varð það á að teygja sig fulllangt inn yfir pottbarminn, svo að gufan úr pottinum náði tökum á honum og feykti honum upp um eldhússtrompinn.

    Hann sveif nú í háa lofti með gufunni um stund, en féll síðan til jarðar. Og nú var litli skraddarinn kominn út í veröldina. Hann ferðaðist um ýmsar sveitir og fékk loks atvinnu hjá skraddarameistara. En illa féll honum fæðið, sem hann fékk í þeirri vist.

    Hann hafði orð á því við skraddarafrúna og mælti: „Húsmóðir góð! Ef maturinn verður ekki betri hjá yður framvegis en hann hefur verið hingað til, þá tek ég mig til í fyrramálið og skrifa með krít á húsdyrnar ykkar: Hér er skammtað of mikið af kartöflum, en allt of lítið af kjöti! Og hafðu það, kartöflukerling! "

    „Hvað ert þú að steyta þig, aftur-úr-kreistingurinn þinn? sagði konan, greip lepp, sem var við höndina, og ætlaði að slá Þumal litla með honum. En hann skauzt þá undir fingurbjörg, gægðist undan henni og rak út úr sér tunguna framan í kerlingu. Hún tók fingurbjörgina upp og ætlaði að gripa Þumal, en þá faldi hann sig í leppahrúgunni á borðinu, og þegar skraddarafrúin fór að leita að honum þar, stökk hann ofan í rifu á borðinu: „Hí, hí, skraddarafrú! skríkti hann og teygði höfuðið upp úr rifunni. En þegar hún ætlaði að slá til hans, skauzt hann ofan í borðskúffuna. Þar náði konan honum eftir langa mæðu og rak hann á dyr.

    Nú fór Þumall litli aftur á flakk, og lá leið hans um mikinn og dimman skóg. Þar rakst hann á ræningjaflokk, — en ræningjarnir voru þá einmitt að ráðgera að ræna fjárhirzlu kóngsins. Þegar þeir komu auga á Þumal litla, sögðu þeir sín á milli: „Þennan snáða ættum við að fá í lið með okkur. Hann gæti orðið okkur að ómetanlegu gagni, því að hann er svo lítill, að hann getur smogið inn um skráargatið og opnað fyrir okkur".

    „Heyrðu, Goliat — kappinn snjalli! kallaði einn þeirra til Þumals. „Myndir þú ekki vilja slást í för með okkur þangað, sem kóngurinn geymir allt gullið sitt? Eflaust má finna þar einhverja smugu, sem þú getur smogið um, — og svo fleygir þú gullinu út til okkar.

    Þumall litli hugsaði sig um stundarkorn, en fellst síðan á þetta. Fór hann síðan með þeim til hvelfingarinnar, þar sem gullið var geymt. Þegar þangað kom, athugaði hann hurðina hátt og lágt og fann brátt nægilega stóra rifu og ætlaði að smeygja sér inn um hana. En annar varðmaðurinn, sem dyranna gætti, kom auga á hann í sömu svifum og sagði: „Þetta er ógeðsleg könguló. Ég held ég verði að stíga ofan á hana. „Æ-i-nei! varð hinum varðmanninum að orði, „láttu vesalings kvikindið í friði. Það hefur ekkert gert þér". Og Þumall litli komst heill á húfi inn í fjárhirzluna, opnaði gluggann, þar sem ræningjarnir biðu úti fyrir, og fór að henda út til þeirra gulldölunum, hverjum af öðrum.

    Hann hamaðist eins og hann ætti lífið að leysa. En allt í einu heyrði hann, að kóngurinn var að koma til þess að lita eftir gullinu sínu. Þá flýtti Þumall sér að fela sig. Kóngur sá strax, að einhverju hafði verið stolið af gullinu, en honum var alveg óskiljanlegt, hvernig það hefði getað átt sér stað, því að allir lásar voru í bezta lagi og slagbrandarnir lika. En um leið og hann fór, sagði hann við varðmennina: „Nú ríður mikið á, að þið séuð vel vakandi og hafið góðar gætur á gullinu, því að einhverjir eru að reyna að ræna því".

    Þegar Þumall litli var byrjaður á starfi sínu aftur, heyrðu varðmennirnir glymja í gullinu. Þeir ruddust þá inn í hvelfinguna með miklu írafári og ætluðu að handsama þjófinn. En Þumall litli varð þeim skjótari í snúningum, og þegar hann heyrði til þeirra, skauzt hann út í eitt hornið og lagði einn gulldalinn ofan á sig, svo að þeir sáu hann ekki. Hæddist hann nú að varðmönnunum og hrópaði til þeirra: „Ég er hérna! Þeir runnu á hljóðið, en fundu engan, því að Þumall litli var þá þegar kominn út í annað horn og búinn að fela sig þar undir öðrum gulldal. Þaðan kallaði hann aftur: „Hí, hí, — ég er hérna! Og verðirnir hlupu þangað, en þá var Þumall litli kominn í þriðja hornið og kallaði: „Hí, hi, hi! Hérna er ég!" Og svona hélt hann áfram að gabba þá og láta þá elta sig fram og aftur um hvelfinguna, þangað til þeir voru orðnir dauðuppgefnir og hypjuðu sig á burtu.

    Nú tók Þumall litli til óspilltra málanna og fleygði því, sem eftir var af gullinu, út til ræningjanna. Seinasta dalnum þeytti hann af öllu afli, en stökk um leið fimlega upp á röndina á honum og flaug þannig sjálfur út um gluggann. Ræningjarnir hrósuðu honum á hvert reipi fyrir þetta afrek og sögðu: „Þú ert sannarlega karl í krapinu, þó að lítið fari fyrir þér. Og mikið happ væri það fyrir okkur, ef þú vildir gerast höfðingi okkar". En Þumall litli afþakkaði það virðulega boð, því að hann kvaðst enn eiga eftir að sjá svo mikið af heiminum. Skiptu þeir nú þýfinu á milli sín, en ekki tók Þumall litli nema einn smápening í sinn hlut, því að hann gat ekki borið meira. Hann var svo lítill.

    Hann girti sig nú aftur sverðinu, kvaddi ræningjana og hélt áfram ferðinni. Enn réð hann sig nokkrum sinnum hjá skröddurum, en hvergi féll honum vistin. Seinast réðst hann í vinnumennsku á greiðasöluhúsi. En vinnukonunum féll ekki við hann. Þeim gramdist það, að hann komst að ýmsu pukri, sem þær höfðu í frammi á bak við húsbændurna, án þess þó að þær hefðu hugmynd um, að hann væri nokkurs staðar nálægur, — því að aldrei gátu þær varað sig á honum. Og þegar hann hafði staðið þær að einhverju hnupli, sagði hann húsbændunum frá því. Þær hótuðu honum því, að þær skyldu launa honum lambið grá, og komu sér saman um að leika á hann, þegar færi gæfist.

    Svo bar til skömmu síðar, að ein stúlkan var að taka saman hey á grasflötinni, en Þumall litli var að hoppa og skoppa í kringum hana. Hún náði til hans með hrífunni, vafði heytuggu utan um hann og batt klút þar utan yfir. Þessum böggli laumaði hún síðan út í fjós til kúnna. Þar var stór, svört belja, sem gleypti Þumal litla með grastuggunni, — en hann slapp alveg ómeiddur.

    Daufleg þótti honum nú vistin í kviði kussu, því að þar var þungt loft og engin ljósglæta. Hann lét þó ekki hugfallast, og þegar verið var að mjólka Surtlu um kvöldið, kallaði hann:

    „Dullum, bullum, sullum sull!

    Er fatan ekki bráðum full?"

    En mjaltakonan heyrði ekki til hans fyrir baulinu í kúnum. Seinna um kvöldið kom húsbóndinn út í fjós, og Þumall litli heyrði hann hafa orð á því, að daginn eftir ætti að lóga svörtu kussu. Þá varð Þumall litli dauðhræddur og hrópaði svo hátt sem hann gat: „Æ, hleypið þið mér út, í guðanna bænum, því að ég er lokaður inni. Húsbóndinn heyrði að vísu til hans, en gat ekki greint, hvaðan hljóðið kom. „Hvar ertu, Þumall litli? spurði hann. „Ég er í henni Surtlu", svaraði Þumall. En húsbóndinn skildi ekki, við hvað hann átti. Hann hélt, að þetta væri einhverjar glettur, og fór því leiðar sinnar.

    Morguninn eftir var beljunni slátrað. Til allrar hamingju varð Þumall litli ekki fyrir hnífnum. En hann lenti í úrkastinu, sem nota átti í pylsur. Og nú var farið að brytja, en þá hrópaði hann í dauðans ofboði: „Æ, skerið ekki svona djúpt! Skerið ekki svona djúpt — því að ég er hérna undir allri kássunni! En það lét svo hátt í hnífunum að enginn heyrði ópin í Þumli litla. Hann var nú í hættu staddur, vesalingurinn. En hætturnar auka mönnum oft hug og snarræði, og Þumall hljóp svo fimlega á milli hnífanna, að þeir meiddu hann ekki. Þó tókst honum ekki að komast út úr kjötkássunni. Og ekkert dugði, hversu sem hann æpti og hljóðaði. Honum var troðið kirfilega ofan í pylsukepp, og þar varð hann að dúsa.

    Þar var nú heldur en ekki þröngt um Þumal. Hann gat hvorki hreyft legg né lið. Og svo var pylsan hengd upp í eldhúsrjáfur til reykingar, og þar átti hann ömurlega æfi. Loksins kom þó að því — og þá var komið langt fram á vetur — að pylsan var tekin ofan, og átti nú að gæða gestum á henni. Húsmóðirin skar hana í sneiðar, og mátti Þumall þá hafa sig allan við að forða sér frá að verða skorinn á háls. En loks sá hann sér færi á að losa um sig og stökkva út úr pylsunni.

    En nú vildi hann ekki hafast lengur við á þessu óheillaheimili. Hann lagði þess vegna enn af stað í ferðalag. Þó naut hann ekki frelsisins lengi, því að á vegi hans varð refur, sem hremmdi hann á augabragði og stakk honum upp í sig.

    „Æ, góði bezti kunningi! Þetta er hann Þumall litli, sem stendur í hálsinum á þér. Slepptu mér, í guðanna bænum!

    „Mig má nú líklega einu gilda, þó að ég geri þér þann greiða, svaraði refurinn, „því að ekki mun verða að þér mikil magafylli. Og ég skal sleppa þér strax, ef þú vilt sjá til þess að ég fái öll hænsnin hans föður þíns að launum fyrir lífgjöfina.

    „Ekki skal standa á því, svaraði Þumall og var nú hressari í máli. „Hænsnin skaltu fá öll — hvert einasta. Því lofa ég þér.

    Refurinn hrækti honum nú út úr sér og hljóp svo með hann á bakinu heim til foreldra hans. — Gamli skraddarinn varð svo himinlifandi glaður yfir því að heimta son sinn heim aftur heilan á húfi, að hann gaf refinum öll hænsnin umyrðalaust.

    „Og ég kem hérna með ljómandi fallegan pening, sem ég ætla að gefa þér, sagði Þumall litli og rétti föður sínum smápeninginn, sem honum hafði áskotnazt í ferðinni. „En hvers vegna varstu nú annars að gefa refinum allar vesalings skepnurnar þínar? bætti hann við.

    „Mikið flón ert þú, Þumall litli! svaraði faðir hans. „Heldurðu ekki, að mér þyki miklu meira um það vert að hafa heimt úr helju elsku drenginn minn, en þó ég yrði að sjá af hænsnagreyjunum, sem refurinn fékk?

    Hans og Gréta.

    Einu sinni bjó fátækur viðarhöggsmaður með konu sinni og tveim börnum af fyrra hjónabandi í koti í skógarjaðrinum. Börnin hétu Hans og Gréta. Oft var matarlítið í kotinu, en þó tók út yfir einu sinni, þegar hallæri var í landinu, því að þá varð fátæktin svo mikil, að allar vistir þrutu og hjónin í kotinu sáu engin úrræði til þess að afla matfanga. Eitt kvöldið, þegar þau voru háttuð, var maðurinn að velta því fyrir sér að vanda, hvað til bragðs skyldi taka. Hann var ákaflega hugsjúkur, einkum vegna barnanna, og bylti sér í rúminu hvað eftir annað. Loks stundi hann við og yrti á konu sína: „Æ, hvar skyldi þetta lenda fyrir okkur? — Og hvernig í ósköpunum eigum við að fara að því að halda lífinu í blessuðum börnunum, þar sem við höfum ekki einu sinni matbjörg handa okkur sjálfum?"

    „Mér kemur ráð í hug, mælti konan. „Snemma í fyrramálið skulum við fara með börnin inn í skóginn, þangað sem hann er þéttastur. Þar kveikjum við upp eld, fáum þeim sinn brauðbitann hvoru og skiljum þau eftir, en förum síðan til vinnu okkar. Þau rata ekki heim, og við losnum þannig fyrirhafnarlaust við þau.

    „Nei, það geri ég aldrei, svaraði maðurinn. „Og dettur þér í hug, að ég sé slikt fúlmenni, að skilja mín eigin börn eftir ein úti í skógi? Villidýrin myndu óðara rifa þau í sig.

    „Mikill heimskingi ertu, svaraði konan. „Það er fyrirsjáanlegt, að ef við gerum þetta ekki, deyjum við öll úr hungri, og er þá bezt, að þú farir að smíða líkkisturnar strax. Hún hélt áfram að ala á þessu, þangað til maðurinn lét undan henni. „En ekki getur þú gert þér í hugarlund, hvað mig tekur sárt til blessaðra barnanna", mælti hann að lokum og var sárhryggur.

    Börnin höfðu ekki getað sofið um nóttina fyrir sulti, og heyrðu þau því allt, sem hjónin töluðu. Gréta litla fór að gráta og sagði við Hans: „Nú er úti um okkur. En Hans reyndi að hughreysta hana og sagði: „Reyndu að vera róleg, Gréta min, og gráttu ekki. Ég skal finna einhver ráð okkur til bjargar.

    Þegar karlinn og kerlingin voru sofnuð, fór Hans fram úr fletinu, klæddi sig hljóðlega og læddist út. Úti var glaða tunglsljós, og glitraði á gulhvíta kísilhnullungana á veginum eins og silfur. Hans tindi nú upp smásteina og fyllti með þeim vasa sina, fór síðan inn í kotið aftur og hvíslaði að Grétu: „Þú skalt ekki vera kvíðin, elsku systir mín; en farðu nú að sofa. Guð yfirgefur okkur ekki". Hann háttaði síðan aftur og lagðist fyrir hjá systur sinni.

    Kerlingin vakti börnin í dögun morguninn eftir og mælti: „Farið þið nú að klæða ykkur, svefnpurkurnar ykkar. Þið eigið að fara með okkur út í skóg til þess að sækja við. Hún fékk þeim síðan sinn brauðbitann hvoru og sagði: „Þetta er nú dagsforðinn ykkar, og ykkur er bezt að fara sparlega með brauðið, því að meira fáið þið ekki. Gréta stakk brauðinu inn undir svuntu sína, því að Hans hafði alla vasa fulla af steinum. Þau lögðu nú öll af stað til skógarins, en Hans sneri sér við öðru hverju og horfði heim að kotinu.

    „Hvers vegna ertu alltaf að tefja okkur, Hans? spurði faðir hans. „Þú verður að halda áfram, drengur. Við höfum ekki tíma til að slóra.

    „Æ, pabbi minn, svaraði Hans, „ég var að horfa á hana kisu mina. Hún situr uppi á kotburstinni, eins og hún væri að kveðja.

    „Hvað ert þú að þvaðra, flónið þitt, greip kerling fram í. „Það er enginn köttur; það er reykháfurinn, og skin sólin á hann.

    En Hans var alls ekki að gá að kettinum, heldur var hann að tina smásteina upp úr vasa sínum, einn og einn í einu, og stráði hann þeim með stuttu millibili á götutroðninginn, sem þau gengu inn í skóginn.

    Þegar þau voru komin inn í skóginn, þangað sem hann var þéttastur, sagði karlinn: „Safnið þið nú saman þurrum greinum, börnin góð. Ég ætla að kveikja upp eld hérna, svo að ykkur verði ekki kalt. Börnin gerðu það og söfnuðu eldiviði í stóran hlaða. Var síðan kveiktur eldur, og þegar vel var farið að loga, mælti kerling: „Leggist þið nú fyrir hérna við eldinn, hróin mín, og hvílið ykkur á meðan við höggvum viðinn. Við komum svo aftur að sækja ykkur, þegar við hættum að vinna.

    Systkinin sátu nú við eldinn til miðdegis, en tóku þá upp brauðið og borðuðu. Þóttust þau þá heyra axarhögg, ekki alllangt í burtu, og hugsuðu, að þar myndi faðir þeirra vera að verki. En svo var þó ekki, heldur hafði faðir þeirra bundið spýtukubb við litla trjágrein. Bærðist hún fyrir vindinum, og slóst þá kubburinn við trjábolinn. Börnin sátu þarna lengi, en svo fór þau að syfja, og loks sofnuðu þau bæði vært og sváfu lengi. Þegar þau vöknuðu aftur, var komin koldimm nótt. Gréta litla fór þá að gráta og sagði kjökrandi: „Hvernig eigum við nú að rata út úr skóginum? En Hans huggaði hana og mælti: „Við skulum bíða hér róleg, Gréta mín, þangað til tunglið kemur upp — þá verður auðvelt fyrir okkur að rata heim.

    Og þegar tunglið kom upp, tók Hans Grétu litlu við hönd sér, og svo héldu þau af stað heimleiðis. Var nú auðratað, því að í tunglsljósinu glóði á gulhvítu steinana, sem Hans hafði stráð á leiðina, og notuðu þau þá sem leiðarmerki. Þau gengu alla nóttina, og var farið að birta af degi, er þau komu heim til sín. Þau börðu að dyrum, og lauk kerlingin, stjúpa þeirra, upp bænum. En þegar hún sá, að þau voru þar komin, Hans og Gréta, sagði hún með þjósti: „Hvað hafið þið verið að gera, óþekktarangarnir ykkar. Við vorum orðin dauðhrædd um, að við myndum aldrei sjá ykkur framar!" En pabbi þeirra varð mjög glaður við, því að hann sáriðraði þess, að hafa skilið þau eftir í skóginum.

    Einhverja matarögn höfðu þau að borða í kotinu næstu daga, en brátt kom að því, að aftur varð matarlaust þar, og heyrðu börnin þá eitt kvöldið, er þau lágu vakandi í bóli sínu, að stjúpa þeirra sagði við bónda sinn: „Nú er enn allt upp étið og ekki eftir annað matarkyns en einn brauðhleifur. Þegar hann er búinn, er kotið matarlaust. Við verðum að koma börnunum frá okkur og fara nú með þau enn lengra en um daginn, svo að þeim verði ómögulegt að rata heim. Það er úti um okkur, ef við gerum þetta ekki. Maðurinn tók þessu fálega og mælti: „Mannúðlegra væri nú samt að gefa börnunum með sér síðasta brauðbitann. En hann kom engu tauti við konuna. Hún reifst og ruddi úr sér alls konar ónotum og hélt því fram, að hann hefði látið að orðum sínum í fyrra skiptið, — en þá hefði ráðagerð þeirra mistekizt, — og nú yrði að vera svo um hnútana búið, að tryggt væri, að krakkarnir rötuðu ekki heim til sín aftur. Annars væri þeim öllum hungurdauði vis.

    Börnin heyrðu alla þessa ráðagerð. Þegar hjónin voru sofnuð, skreið Hans fram úr fleti sínu og ætlaði að tina smásteina eins og í fyrra skiptið, en stjúpa hans hafði lokað bæjardyrunum um kvöldið, svo að hann komst ekki út. Hann reyndi þó að hughreysta systur sína og sagði: „Gráttu ekki, systir mín; reyndu að vera róleg og sofna, því að Guð mun hjálpa okkur".

    Kerlingin rak börnin á fætur fyrir allar aldir morguninn eftir og fékk þeim sína brauðsneiðina hvoru, en miklu minni en í fyrra skiptið. Síðan fóru þau öll út í skóg. En Hans muldi brauðið í vasa sínum á leiðinni, nam staðar öðru hverju og stráði brauðmolunum á götuna, með stuttu millibili, svo að lítið bar á.

    „Hvers vegna heldur þú ekki áfram, drengur? sagði faðir hans; „á hvað ert þú að glápa?

    „Ég er að horfa á dúfuna mina, svaraði Hans. „Hún situr þarna uppi á þakinu og er að kveðja mig.

    „Mikið flón ert þú, greip kerling fram í. „Þú sérð enga dúfu. Þetta er reykháfurinn, sem sólin skín á. En Hans hélt áfram eftir sem áður að sáldra brauðmolum á leið þeirra.

    Nú var farið með börnin langt inn í skóginn, þangað sem þau höfðu aldrei komið áður. Bál var kveikt, eins og í fyrra skiptið, og kerling sagði við systkinin: „Nú skuluð þið sitja kyrr hérna við eldinn, hróin min, og ef þið eruð þreytt, getið þið hallað ykkur og sofið stundarkorn. Við höldum áfram lengra til þess að höggva við og komum svo aftur að sækja ykkur".

    Um miðdegisleytið skipti Gréta brauðsneiðinni sinni í tvennt og gaf Hans annan helminginn, því að hann hafði mulið sína sneið á leiðinni. Borðuðu þau brauðið og lögðust síðan til svefns. Þau vöknuðu ekki fyrr en komið var kvöld og sáu þá enn ekkert til ferða föður síns og stjúpu, sem ekki var heldur við að búast. En Hans hughreysti systur sina og sagði:

    „Við skulum bíða róleg, þangað til tunglið kemur upp. Þá getum við séð brauðmolana, sem ég stráði á leið okkar, og þeir visa okkur til vegar heim".

    Þegar tunglið kom upp fyrir trjátoppana, héldu þau af stað, en sáu engan brauðmola, því að í skóginum var mesti aragrúi af fuglum, og höfðu þeir tint molana upp. Hans reyndi þó að bera sig vel og sagði við Grétu litlu, að það gerði hvorki til né frá með brauðmolana. Hann myndi rata heim. Þau héldu svo áfram göngunni alla nóttina og allan næsta dag, en ekki komust þau út úr skóginum. Þau voru orðin sársvöng, eins og nærri má geta, því að ekki höfðu þau haft annað að nærast á en ber, sem þau tindu í skóginum. Þegar þau voru orðin alveg úrvinda af þreytu, lögðust þau fyrir undir stóru tré og sofnuðu.

    Rann nú upp þriðji dagurinn frá því, er þau höfðu farið að heiman, og héldu þau áfram göngunni, en villtust æ lengra inn í skóginn og voru að því komin að örmagnast af hungri. Um hádegisbilið sáu þau undurfagran, hvítan fugl, er sat á grein og söng svo yndislega, að þau námu staðar til þess að hlusta á sönginn. En þá hóf fuglinn sig til flugs og flaug á undan þeim. Gengu þau á eftir honum og komu brátt að litlu húsi, en fuglinn settist á húsþakið. Og þegar þau komu nær, sáu þau, að húsið var gert af eintómu brauði, og var þekjan öll klædd pönnukökum. En gluggarnir voru úr glærum sykurþynnum.

    „Hérna skulum við setjast að, Gréta mín, sagði Hans heldur en ekki hress í bragði, „og fá okkur ærlega máltíð. Ég ætla að fá mér bita af því, sem er á þakinu, en þú skalt leggja í eina gluggarúðuna. Þér þykir alltaf svo gott það, sem sætt er!

    Hans litli tyllti sér nú á tær og braut ofurlítið skarð í þakbrúnina til þess að athuga, hvernig pönnukökurnar væru á bragðið, en Gréta fór að sleikja eina gluggarúðuna. Heyrðu þau þá, að sagt var dimmum rómi inni í húsinu:

    „Hver er að klóra í gluggann minn?

    Hvað er nú á seyði?

    Börnin svöruðu bæði í senn:

    „Ekki er það annað en vindurinn.

    Varla trúi ég hann þig meiði!"

    Þau héldu áfram að borða og létu sér hvergi bregða. Hans þótti þekjan svo góð á bragðið, að hann át stórt skarð í hana, og Gréta var svo áköf, að hún braut eina gluggarúðuna og át öll brotin með beztu lyst.

    Þá voru útidyrnar opnaðar, og út kom kerling, hrum og ófrýnileg. Studdist hún við staf. Þau Hans og Gréta urðu svo hrædd, að þau misstu niður góðgætið, sem þau héldu á. Kerlingin riðaði öll og mæltri hásri röddu: „Hvað er þetta, krakkatetur? Hver vísaði ykkur hingað heim til min? Ykkur skal þó ekki iðra þess, að þið eruð hingað komin. Komið þið nú inn í húsið. Ég skal lofa ykkur að vera og sjá um, að ykkur líði vel!"

    Því næst leiddi hún systkinin inn í húsið og gaf þeim góðan mat að borða, bæði mjólk og pönnukökur, sykur, epli og hnetur, og bjó síðan upp tvö rúm með drifhvítum rekkjuvoðum og dúnmjúkum sængum og svæflum. Þau Hans og Gréta háttuðu ofan í rúm og héldu, að nú væru þau komin til himnaríkis.

    En þessi kerling var ekki öll þar sem hún var séð, — því að hún var göldrótt og hafði gert brauðhúsið í þeim einum tilgangi að ginna börn til sín. Og í hvert skipti, sem hún náði barni á vald sitt, sauð hún það og át. Voru það mestu hátíðisdagar kerlingar, þegar hún gat haft barnakjöt til miðdegisverðar. Og þegar hún hafði orðið vör ferða þeirra Hans og Grétu, hafði hún hlegið dátt og sagt við sjálfa sig: „Þarna koma krógar, sem ekki skulu ganga mér úr greipum!"

    Morguninn eftir fór kerling á fætur fyrir allar aldir og löngu áður en systkinin vöknuðu. Hún gekk að rúminu, þar sem þau sváfu; þau voru bæði rjóð í framan, og hýrlegt bros lék um varir þeirra í svefninum: „Hann verður ljúffengur biti, drengurinn", tautaði hún fyrir munni sér og vætti á sér varirnar með tungunni. Um leið þreif hún beinaberum krumlunum í Hans, dró hann með sér út í fjós, og lokaði hann þar inni í þröngum bási, sem járngrindur voru fyrir. Hans æpti og grét, en það kom fyrir ekki, því að enginn heyrði til hans. Þegar kerlingin var búin að koma Hans fyrir, fór hún aftur inn í bæinn, þreif til Grétu og grenjaði í eyrað á henni:

    „Snáfaðu á fætur, letinginn þinn! Nú verður þú að sjóða matinn handa honum bróður þínum. Hann er úti í fjósi og verður að fá góðan mat, svo að hann fitni. En þegar hann er kominn í sæmileg hold, ætla ég að éta hann".

    Þegar Gréta heyrði þessi alvarlegu tíðindi, setti að henni ákafan grát, en henni skildist það brátt, að ekki yrði neinu um þokað við kerlingu með gráti eða griðabænum. Hún varð að gera það, sem kerling skipaði henni, hvort sem henni var það ljúft eða leitt.

    Hans fékk nú að borða allt það, sem bezt var til á bænum. En veslings Gréta litla fékk ekki annað en úrgang og hrat. Á hverjum morgni fór kerling út í fjós og skipaði Hans að stinga fingri út á milli járngrindanna. Og hún þreifaði á fingrinum til þess að vita, hvort hann væri orðinn feitur. En kerlingin var steinblind, og notaði Hans sér það og stakk jafnan beini út á milli rimlanna, í stað fingursins. Þreifaði kerling á því og hugði vera fingurinn, en þótti það þó kynlegt, hve Hans fitnaði seint.

    Þegar liðnar voru fjórar vikur og Hans hafði ekkert fitnað, brast kerlingu þolinmæði, og vildi hún nú ekki bíða lengur eftir þessum gómsæta bita. Hún kallaði þá á Grétu litlu og mælti:

    „Vertu nú dugleg í dag, Gréta mín, og berðu heim vatn í pottinn; mig gildir nú einu, hvort Hans hefur fitnað eða ekki. Nú bíð ég ekki lengur; ég ætla að sjóða hann á morgun".

    Gréta vesalingurinn grét í hljóði og bað fyrir bróður sínum. En vatnið varð hún að bera heim, hvað sem tautaði. „Góði Guð, hjálpaðu okkur! sagði hún kjökrandi. „Betra hefði það verið, að óargadýrin í skóginum hefðu rifið okkur í sig. Þá hefðum við systkinin þó fengið að verða samferða í dauðann.

    „Hættu þessu þvaðri, stelpa! grenjaði kerlingin, því að hún heyrði til Grétu. „Hér þýða engir kveinstafir eða kjökur.

    Morguninn eftir skipaði kerling Grétu að hengja pottinn yfir hlóðir og kveikja upp eld. „En áður en ég fer að sjóða strákinn, sagði hún, „ætla ég að baka brauð. Ég er búin að hnoða brauðin og er að hita ofninn. Farðu inn, Gréta mín, og gáðu að, hvort hann er nógu heitur. Hún þreif um leið í handlegginn á Grétu og ætlaði að hrinda henni inn í bökunarofninn.

    Gréta þóttist nú skilja, að kerling ætlaði að steikja hana í ofninum sér til matar og sagði: „Ég kemst ekki inn í ofninn".

    „Þú ert flón! anzaði kerlingin. „Ofndyrnar eru alveg nógu stórar. Ég skal sýna þér, að ég kemst jafnvel sjálf inn í ofninn, þó að ég sé miklu stærri en þú. Og til þess að sýna Grétu, að hún hefði rétt fyrir sér, skreið hún sjálf inn um ofndyrnar. En Gréta ýtti á eftir og var fljót að láta hurðina aftur og setja slagbrandinn fyrir, þegar kerling var komin inn í ofninn. Kerling fór að æpa og hljóða, en Gréta flýtti sér út og lét sem hún heyrði ekki til hennar. Hún hljóp sem fætur toguðu út í fjós og opnaði básinn, þar sem Hans var. „Nú erum við frjáls! hrópaði hún, „því að nú er ljóta nornin dauð.

    Hans flýtti sér út úr fangelsinu, eins og fugl úr þröngu búri, og var feginn frelsinu. Stystkinin föðmuðust og réðu sér varla fyrir fögnuði. Ekki var lengur neitt að óttast í húsinu, og fóru þau inn í það. Stóðu þar margar kistur fullar af gulli og gimsteinum.

    „Eitthvað eru þeir tilkomumeiri, þessir steinar, en kísilsteinarnir, sem ég tíndi forðum fyrir utan húsið okkar heima! sagði Hans og fyllti síðan vasa sina af gimsteinum. „Ég ætla lika að færa pabba og stjúpu ofurlítið af þessum steinum, sagði Gréta litla og tók úr einni kistunni svo mikið af gimsteinum, sem hún gat borið í svuntu sinni. „Nú skulum við halda heim til pabba og stjúpu, sagði Hans, „og komast sem fyrst úr þessum galdrakofa.

    Lögðu þau svo af stað heimleiðis og leiddust. En þegar þau voru búinn að ganga því nær tvær klukkustundir, komu þau að gríðarstóru stöðuvatni. „Nú er illt í efni, varð Hans að orði, „því að ekki sé ég nein ráð til þess, að við komumst yfir vatnið. Hvorki er hér brú né ferjubátur. En þá gall Gréta við og sagði: „Hans, sérðu ekki svaninn, sem þarna syndir? Ég er viss um að hann flytur okkur yfir vatnið, ef ég bið hann um það".

    Hún kallaði síðan:

    „Svanurinn minn, sætt þú syngur;

    sárt þó gráta Hans og Gréta.

    Æ, berðu okkur yfir boðaföll

    á baki, — við skulum hlæja öll:

    svanurinn, Hans og Gréta".

    Svanurinn synti þegar upp í fjöruna til systkinanna. Hans settist á bak honum og vildi láta Grétu litlu setjast fyrir framan sig. En Gréta neitaði því og sagði, að svanurinn myndi ekki geta borið þau bæði í einu; skyldu þau heldur fara sitt í hvoru lagi. Og það varð úr. Svanurinn kom systkinunum heilum á húfi yfir vatnið.

    Héldu þau svo ferðinni áfram glöð í bragði heim til sín. Þau áttuðu sig brátt á því, hvar þau voru stödd, og varð leiðin þeim æ auðrataðri. Loks sáu þau kotið álengdar. Tóku þau þá til fótanna og komu á harða hlaupum inn í stofuna og hlupu upp um hálsinn á föður sínum. Hann hafði ekki getað á heilum sér tekið frá því, er hann hafði skilið börnin eftir í skóginum, — en konan var dáin. Gréta lét nú perlurnar og gimsteinana hrynja úr svuntu sinni niður á gólfið, en Hans tók hverja handfyllina á fætur annarri upp úr vösum sínum. Var nú öllum sorgum gleymt og lifað í fögnuði og allsnægtum í kotinu upp frá þessu.

    Kann ég svo ekki þessa sögu lengri.

    Rauðhetta.

    Einu sinni var lítil stúlka, ljómandi falleg og ljúf að lundarfari. Öllum, sem kynntust henni, þótti vænt um hana. En þó þótti engum jafnvænt um hana og ömmu hennar. Gamla konan lét sér annara um það en allt annað að gleðja litlu stúlkuna og gera henni allt það til gamans, sem í hennar valdi stóð. Einu sinni saumaði hún ljómandi fallega litla húfu úr rauðu flosi og gaf henni. Húfan fór litlu stúlkunni svo vel, að hún bar hana ætíð síðan og vildi ekki annað höfuðfat nota. Þess vegna var telpan kölluð Rauðhetta.

    Svo bar við einn góðan veðurdag, að mamma Rauðhetta sagði við hana: „Eins og þú veizt, þá er hún amma þín svo lasin, að hún getur ekki komið hingað til okkar. Ég ætla því að láta kökur og vínflösku í körfuna þá arna, og svo ætla ég að biðja þig að fara með hana til ömmu þinnar. Ég veit, að henni mun þykja vænt um það. En mundu mig um að vera stillt og siðprúð og hafa ekki hönd á neinu í stofunni hennar, og gleymdu ekki að heilsa henni ömmu þinni hæversklega og skilaðu kveðju minni til hennar. Og farðu nú varlega, svo að þú dettir ekki og brjótir flöskuna. Þá fær hún amma þín ekkert vín!"

    „Ég skal muna þetta allt, mamma mín", svaraði Rauðhetta. Hún staðfesti þetta loforð með því að kyssa mömmu sína. Síðan lagði hún af stað. En amma hennar átti heima úti í skógi, og var hér um bil hálfrar stundar gangur úr þorpinu, þar sem Rauðhetta átti heima, heim til ömmu hennar.

    Þegar Rauðhetta kom inn í skóginn, mætti hún úlfi. En hún hafði enga hugmynd um það, hvað úlfurinn er slyngur og viðsjáll, og þess vegna var hún ekkert smeyk við hann.

    „Góðan daginn, Rauðhetta litla!" sagði úlfurinn.

    „Sæll vert þú, úlfur!" svaraði Rauðhetta.

    „Hvert ert þú að fara svona snemma dags?"

    „Ég er á leiðinni til hennar ömmu minnar".

    „Hvað er það, sem þú hefur undir svuntunni þinni?"

    „Það er karfa með kökum og vini. Hún mamma mín var að baka í gær, og nú er ég að færa ömmu ofurlítið af kökum og vini, henni til hressingar, því að hún er lasin".

    „Hvar býr hún amma þín, Rauðhetta litla?" spurði úlfurinn og gerði sér upp ákaflega sakleysislegan málróm.

    „Það er svo sem stundarfjórðungs gangur þangað, — húsið hennar stendur rétt hjá eikunum þrem, sem ég veit, að þú kannast við", svaraði Rauðhetta litla.

    Úlfurinn hugsaði nú með sér, að mikið myndi hún Rauðhetta litla verða ljúffengur biti og miklum mun mýkri undir tönn en gamla konan hún amma hennar. En kænsku yrði hann þó að beita, ef honum ætti að takast að hremma þær báðar. Hann varð nú Rauðhettu litlu samferða spölkorn og talaði við hana og sagði:

    „Nei, líttu á fallegu blómin, sem vaxa hér allt í kringum okkur. Hvers vegna lítur þú ekki í kringum þig? Ég er viss um, að þú tekur ekki einu sinni eftir unaðslega fuglasöngnum, sem hljómar úr öllum áttum".

    Rauðhetta litla leit nú upp og tók þá fyrst eftir því, hversu dýrðlegt var um að litast í skóginum. Sólargeislarnir gægðust bjartir og broshýrir í gegnum laufið á trjánum og blikuðu á blómskrúðinu á jörðinni. Henni kom þá í hug, að það myndi eflaust gleðja ömmu hennar, að hún færði henni fallegan blómvönd. Og enn var svo skammt áliðið dags, að öllu var óhætt, þó að hún tefðist dálitla stund við að tina blómin. Hún hljóp því út af veginum og fór að tina blóm. En alltaf sýndist henni þau blómin fegurst, sem lengra voru í burtu, og hún varð svo áköf í að tína blómin, að hún var komin langt frá veginum, áður en hana varði. En úlfurinn tölti styztu leið heim að húsi gömlu konunnar og barði þar að dyrum.

    „Hver er þar?" spurði gamla konan.

    „Það er hún Rauðhetta litla, svaraði úlfurinn. „Hún mamma sendi mig til þín með kökur og vín. Opnaðu fyrir mér, amma mín!

    „Lyftu upp lokunni, barnið mitt, — dyrnar eru ólæstar; ég er svo lasin, að ég kemst ekki fram", svaraði amma.

    Úlfurinn opnaði þá dyrnar, stökk umsvifalaust að rúmi gömlu konunnar og gleypti hana. Hann fór síðan í fötin hennar, setti upp nátthúfuna, lagðist síðan fyrir í rúminu og dró rekkjutjöldin vandlega fyrir.

    Nú víkur sögunni aftur að Rauðhettu. Meðan þessu fór fram heima í húsi ömmu hennar, var hún að tina blóm af miklu kappi úti í skóginum, og það lá við, að hún gleymdi bæði ömmu sinni og erindinu, svo var hún niðursokkin í að tina blómin. En þegar hún var búin að tína fangið fullt af fallegustu blómum, sem hún hafði komið auga á, rankaði hún við sér og flýtti sér

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1