Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Valdimar munkur
Valdimar munkur
Valdimar munkur
Ebook198 pages3 hours

Valdimar munkur

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sagan gerist í Moskvu á seinni hluta 17. aldar, þegar Rússland er í upplausn og valdabarátta ríkjandi. Hér segir frá Rúrik Nevel, byssusmið sem verður ástfanginn af ungri greifynju. Út frá því spinnst spennuþrungin frásögn, þar sem við sögu kemur Pétur hinn mikli dulbúinn sem munkurinn Valdimar. Sagan kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu New York Ledger árið 1856, en hefur verið endurútgefin þó nokkrum sinnum og þýdd á fjölda tungumála.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 22, 2022
ISBN9788728128060
Valdimar munkur

Related to Valdimar munkur

Related ebooks

Reviews for Valdimar munkur

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Valdimar munkur - Sylvanus Cobb

    Valdimar munkur

    Translated by Eggert Jóhannsson

    Original title: The gunmaker of Moscow

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1856, 2022 Sylvanus Cobb and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728128060

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    1

    Byssusmiðurinn og munkurinn

    Það er um miðsvetrarleytið, að saga þessi byrjar á seinni árum 17. aldar. Stjórnleysis svartnætti Rússa var að enda. Þjóðin var uppgefin og hold hennar marið inn að beini undan oki Tartaranna, þegar hún loksins fékk þrek til að kasta því af sér. En þeirri lausn fylgdi hefndargjöf, sundrung allskonar og innbyrðis óeirðir. Svíar og Pólverjar rændu landið og unnu ýmis hryðjuverk, og mitt í þessum óaldarflaumi risu upp fimm eða sex menn, er allir helguðu sér erfðarétt til hásætisins. Um síðir kom þar, að nokkrir föðurlandsvinir bundust í bræðralag til að yfirbuga stjórnleysið og grundvalla skipulega stjórn. Aðalflokksstjórar þessarar fylkingar föðurlandsvina voru göfugborinn prins og þjóðrækinn slátrari. Þeim farnaðist vel og náðu Moskvu úr höndum fjandmannanna og kusu Micael Romanoff fyrir keisara.

    Þegar hér var komið fór að bjarma fyrir þjóðmenningardegi Rússa, þó að ekki væri sólin komin upp og kæmi ekki upp, til að skína á þetta volduga keisaraveldi, fyrr en Pétur mikli kom til ríkis.

    Í útjöðrum Moskvu, í Sloboda, nálægt ánni, stóð lítið hús og fátæklegt, en hreinlegt og þrifalegt og lýsti góðum smekk íbúanna. Í raun og veru var það ekki svo lítið, en sýndist lítið í samanburði við húshjallana tröllstóru en skitnu alls staðar umhverfis. Við samanburðinn var það að sjá eins og grasgefinn hóll mitt á meðal hávaxinna fjallahnúka. Og þetta hús var ekki síður þrifalegt að innan en utan. Í framhlutanum voru tvö herbergi, en annað þeirra ekki notað nema á větrum og voru bæði vel búin, höfðu jafnvel stássmikinn húsbúnað að geyma. Fyrir aftan þessi herbergi voru fjögur herbergi: tvö svefnherbergi, borðsalur og eldhús. Fyrir aftan þau kom allmikil smiðja eða vinnustofa og svo önnur útihús. Í þessari smiðju var mest unnið að skotvopnagerð, en þó voru þar einnig smíðuð sverð og önnur eggjárn, ef sérstaklega var um það beðið.

    Byssusmiðurinn stóð hugsandi við aflinn og horfði á hvítgráan reykinn, er hann liðaðist upp frá eldinum og út um reykháfinn. Hann var maður ungur, ekki yfir tuttugu og þriggja ára gamall og sérlega vel vaxinn. Hann var ekki stór maður, ekki meira en meðalmaður á hæð, en þreklegur mjög, herðabreiður og þéttvaxinn. Bringa hans var mikil og bungaði fram og vöðvarnir og taugahnútarnir í handleggjum hans, er voru berir upp fyrir olnboga, – bar vott um frábæra líkamsburði. Hann var fríður sýnum, andlitsdrættirnir sterklegir og svipurinn hreinn. Ennið var hátt og breitt og ofan á það liðuðust lokkar af hrokknu, ljósjörpu hári. Augun voru ljósgrá á litinn, blíðleg en gátu verið hvöss og snör. Maður þessi var Rúrik Nevel. Faðir hans hafði fallið í stríði við Tyrki og skömmu síðar hafði Rúrik, þá unglingur, yfirgefið móður sína um stund, eftir að hafa séð henni farborða, að því er efni snerti, og farið til Spánar. Þar fékk hann vinnu og stundaði járnsmíði í einni frægustu hergagnasmiðju ríkisins. Eftir að hafa lært iðn þessa, sneri hann aftur heim til föðurlandsins, settist að í fæðingarborg sinni, Moskvu, og tók að smíða byssur og önnur vopn, og hafði á þann hátt ofan af fyrir sér og móður sinni.

    Nálægt Rúrik stóð fimmtán til sextán vetra piltur, Páll Peepoff, fjörlegur og greindarlegur piltur, er kom sér fyrir hjá Rúrik til að læra af honum byssusmíð. Hann var dökkhærðari nokkuð en húsbóndinn og af útliti hans mátti dæma, að ef hann væri ekki jáfnoki Rúriks að gáfum og djúphyggni, skorti hann hvorki skarpa sjón, næmi, trygglyndi né ráðvendni.

    Sólin var hnigin til viðar fyrir stundu síðan. Það var sem sé ekki búið að kveikja ljós, svo að eina birtan, er lýsti upp smiðjuna og það heldur dauflega, kom frá glóðinni á aflinum, þegar Páll lagðist á smiðjubelgssveifina og knúði daufan loga upp úr kolaglóðinni. Allt í einu vaknaði Rúrik upp af dagdraumum sínum og tók eftir að dimmt var orðið. Sagði hann þá Páli að ganga frá öllu samkvæmt venju og hætta vinnu í dag, en sjálfur gekk Rúrik inn í næsta herbergi, eldhúsið, þar sem móðir hans var í óða önn að tilreiða kvöldmatinn.

    Claudia Nevel var tigin kona á velli, fríð sýnum, um fimmtugt, og voru frostrákir tímans hér og þar sýnilegar í dökku hárlokkunum hennar. Góðmennska og eðallyndi skein út úr andlitssvip hennar og augum, og var auðsætt, að ef fimmtíu vetra frost og kuldi hafði sett sin sérstöku einkenni á andlit hennar, þá höfðu einnig fimmtíu sólrík sumur skilið eftir hjá henni viðkvæmt, elskuríkt hjarta og örugga trú og von. Hið broshýra viðmót hennar, þegar Rúrik gekk inn, var greinilegur vottur þess, hve heitt hún unni syni sínum. „Hann drífur alltaf meir og meir," sagði Páll, um leið og hann settist niður við borðið með þeim Rúrik og móður hans.

    „Einmitt það, svaraði Rúrik, sem þá sleppti hníf og gaffli um stund, en lagði sig til að hlusta eftir dunum vetrarstormsins á húsþekjunni. „Ég var þó að vona, að hann mundi birta upp og snjóa ekki meira í bráð. Pað er kominn nógur snjór nú. En ofsinn…

    „Kærum okkur hvergi, tók þá húsfreyja fram í, í hughraustum róm. „Snjórinn hlýtur að falla meðan hann er til í skýjunum. Við höfum ástæðu til að þakka forsjóninni, að við höfum gott skýli fyrir storminum og biðja fyrir þeim fátæklingum, sem ekkert hæli hafa.

    „Amen," svaraði Rúrik innilega.

    Eftir þetta sátu þau þögul og héldu áfram að borða. Vindurinn hvein á þekjunni og snjókornin lömdust á gluggarúðurnar með leiðinlegum, jöfnum og kuldalegum hljómi. Þegar máltíðinni var lokið, voru ílátin borin burtu til þvotta, en borðið flutt af miðju gólfinu út að einum veggnum. Gekk þá Páll til hvílu, því að hann fór fyrstur á fætur, kveikti eldana og undirbjó allt fyrir störf næsta dags og þurfti því að ganga fyrstur til rekkju.

    Rúrik færði stól sinn að arninum og settist á hann, hallaði sér í átt að eldinum, laut höfði og sökkti sér niður í hugsanir. Það var siður hans í seinni tíð að sitja þannig hugsandi, stundum heila klukkustund, án þess að mæla orð frá munni og jafnvel án þess að hreyfa sig. Móðir hans gerði sér líka far um að ónáða hann ekki, því að hún hugsaði, að hann væri að þreyta hugann við einhverja nýja uppfinningu, eða ráða fram úr einhverri vandræðaþraut í sambandi við smíðarnar. Um síðir kom þó þar, að gamla konan fékk grun um, að þetta væri ekki ástæðan, að minnsta kosti ekki eingöngu. Þessi heilabrot voru alltof tíð orðin til þess, jafnframt því, er svipur hans lýsti mikilli alvöru. Hin góða kona fór því að leita eftir orsökinni lengra burt en í smiðjunni. Þarna sat Rúrik hreyfingarlaus, hallaði hliðinni upp að arninum, hélt hendinni um ennið og starði svo í eldinn. Hann hafði setið þannig hálfa stund, þegar móðir hans ávarpaði hann í lágum, blíðum róm:

    „Hvað er það, sem þreytir huga þinn, Rúrik sonur minn?"

    „Talaðir þú til mín, móðir mín?" spurði hann, er hann hrökk upp af dvala sínum og athugaði hvar hann var.

    „Já, sonur minn, svaraði hún, „ég spurði hvað það væri, sem þannig þreytti huga þinn.

    „Ó, ekkert – ekkert, svaraði Rúrik. „Ég var bara að hugsa – eitthvað.

    „Já, ég sá að þú varst að hugsa, svaraði gamla konan, „en um hvað, það var spurningin, Rúrik! Komdu nú og segðu móður þinni hvað gengur að. Ég hef athugað þig um nokkurn tíma, og sé að þú ert breyttur, ert ekki eins og þú átt að þér að vera. Brosið þitt forna er horfið af vörum þínum og stundum hefur mér fundist, að gleðin væri flúin úr hjarta þínu. Ég hef séð þig sokkinn í hugsanir yfir verki þínu og séð, að verkefnið var ekki umhugsunarefnið. Ég hef séð þig kvöld eftir kvöld sitja hugsandi, þegar þú áttir annað hvort að vera að lesa eitthvað eða tala við mig.

    „Hefur þér þá þótt við mig, móðir mín?"

    „Nei, nei, langt í frá. Mér hefur aldrei dottið slíkt í hug. Ef þetta hefur gert mig hugsjúka, þá er það ekki mín vegna, heldur vegna þess hve heitt ég ann þér og hve sárt er að hugsa um það, ef þú ert ekki lengur eins ánægður og þú varst fyrrum. Því viltu ekki segja mér allt, sem þér býr í brjósti? Ég vona þó, að þú sért ekki hræddur að trúa móður þinni fyrir hugsunum þínum."

    Á meðan hún var að tala færði hún stól sinn nær honum og lagði hönd sína á handlegg hans.

    „Segðu mér það, sonur minn, hélt hún svo áfram í biðjandi róm, „hvað það er, sem orsakar þessar þungu hugsanir?

    „Sannarlega hef ég ekkert það á samviskunni, elsku móðir min, sem ég vildi fela fyrir þér. Ef ég hef haldið hugsunum mínum leyndum með ósæmilegri þögn, þá kemur það til af ótta um, að þú mundir hlæja að mér, ef ég segði þér frá umhugsunarefninu."

    „Nei, nei, sonur minn, svaraði móðir hans og bar rödd hennar vott um gremju. „Nei, nei, enginn hlutur gæti vakið hjá mér hlátur. Segðu mér allt afdráttarlaust og vertu viss um innilega hluttekningu mína.

    Rúrik sat þögull um stund og horfði á móður sina, en segir síðan:

    „Ég hef alltaf verið að hugsa um eina manneskju, um – um hana Rósalind Valdai."

    Þegar móðir hans heyrði nafnið, kipptist hún við og kinnar hennar bliknuðu.

    „Hvað, hvað hefurðu hugsað um hana, elsku sonur minn?" spurði hún og var ekki frítt við að rödd hennar titraði.

    „Um hvað gat ég hugsað, móðir góð, nema um eitt einasta efni? Hefurðu séð hana?"

    „Já, Rúrik, ég hef séð hana."

    „Og hefurðu tekið eftir hvað blíðleg og hve undrafögur þessi göfuga unga stúlka er?"

    „Ég veit að hún er falleg, sonur minn og að hún er góð stúlka líka – að minnsta kosti vona ég að svo sé."

    „Hvað annað en ást á henni gat þá knúið mig til að hugsa svo mikið um hana, móðir mín? Ég elska hana svo innilega af öllum mínum lífs og sálar kröftum."

    „Því er miður, Rúrik minn, að hún þorir aldrei að elska þig."

    „Það veistu ekki, móðir mín, svaraði Rúrik með hita og blóðið hljóp fram í kinnar hans. „Ef ég ekki vissi, að hún ann mér, hefði ég aldrei leyft huga mínum að hvarfla í átt til hennar. Við lékum okkur saman þegar við vorum börn, og jafnvel þá unnum við hvort öðru. Satt er það að vísu, að síðan á barnsaldri hafa örlögin verið okkur misskipt, en ég er samt sannfærður um, að ást hennar á mér er enn óbreytt, nema hvað fullorðinsárin breyta tilfinningunni og framleiða skarpari og skýrari drætti ljóss og skugga.

    „En hugsaðu, drengur minn, um mismuninn. Þú ert bara handverksmaður, en hún aðalborin og í uppfóstri hjá hertoga, harðlyndum, köldum og drambsömum höfðingja, sem lítur á okkur eins og óhlífinn húsbóndi lítur á vinnudýrin í þjónustu sinni. Ég er hrædd um, að sorg og tregi verði eini árangurinn af öllum hugsunum þínum í þessa átt."

    „Undir öllum kringumstæðum ætla ég að fara á fund Rósalindar! Og ef hún elskar mig eins og ég elska hana, og ef hún vill þiggja hönd mina og hjarta …"

    „Sussu, sussu, sonur minn! Láttu enga slíka von leiða þig afvega. Hvers vegna skyldi hún taka þér, þegar ríkustu aðalsmenn landsins krjúpa biðjandi að fótum hennar."

    „Talaðu ekki svona, móðir mín! sagði Rúrik og roðnaði og hljóp á fætur. „Ég er ekki að stæra mig eða gera mér falskar vonir. Hugsjón min er skörp eins og aðalborins manns, vonir minar eins göfugar, metorðagirnd min eins og viljakraftur minn einbeittur. Í öllu þessu er ég jafnoki þeirra, sem stærstu ættir telja. Vilji Rósalind að elskhugi sinn sé ástríkur og stöðuglyndur, að hann hafi hraustar hendur og einbeittan vilja, þá er ég óhræddur við samanburðinn, þótt ættstærstu menn í ríkinu sé um að ræða. Ef hún aftur á móti æskir eftir auðæfum strax í byrjun, eða stórmannlegri nafnbót, þá – en ég veit að hún er ekki þannig. En sleppum því. Ég fer á fund hennar.

    Claudia vildi ekki stríða á móti vilja sonar sins og sagði því ekkert meira um þetta efni. Eftir litla þögn hóf Rúrik samtalið aftur með því að minnast á sívaxandi storminn, er hvein á þakinu.

    „Þei, sagði þá móðir hans allt í einu og hlustaði með athygli. „Var ekki barið að dyrum?

    „Það er ómögulegt að nokkur sé á ferð í þessu veðri, sem mundi leita sér að skýli hér. – Í þessu kom annað högg á dyrnar og það svo hátt og mikið, að ekki var að ala um nokkra ímyndun. Rúrik lauk þess vegna aldrei við etninguna, en stökk á fætur, þreif kerti og gekk til dyra. Hann opnaði hurðina og stóð þá vindstrokan inn um þær og gerði hvort tveggja í senn: slökkti Ijósið og þeytti fönninni í andlit Rúriks, svo að hann sá ekkert.

    „Er nokkur þar?" kallaði hann og starði út í myrkrið og skýldi augunum með annarri hendinni.

    „Já, svaraði rödd úti í glórulausu hríðarmyrkrinu, „og í guðs nafni ljáðu mér húsaskjól, eða ég ferst.

    „Komdu þá fljótt, svaraði Rúrik. „Hérna er hönd mín, – svona, inn með þig.

    Rúrik tók í hönd komumanns, reifaða í silkimjúkum, þykkum glófa úr fínustu grávöru. Undir eins og inn var komið úr dyrunum, skellti hann hurðinni í lás og leiddi komumann um myrkan ganginn inn í eldhúsið. Þegar þar kom, fór Rúrik að athuga komumann, og sá þá að það var munkur, klæddur eins og svartmunkarnir frá St. Mikaelsklaustrinu. Hann var meðalmaður á hæð, en svo feitur og gildvaxinn, að skringilegt var að sjá, er hann vaggaði um gólfið, eins og stóreflis leikhnöttur á tveimur stuttum fótum. Hann var í kápu mikilli, svartri, er hann batt að sér um mittisstað með samlitu breiðu belti. Svo síð var kápan, að hún tók honum niður á tær, en kraginn gekk upp fyrir eyru, og sat snjórinn á öxlum hans og baki, svo að maðurinn var stór-skjöldóttur að lit. Rúrik sópaði snjónum af kápunni með höndum sínum, tók loðhúfu munksins og hengdi til þerris og fékk honum svo sæti við arininn.

    Á meðan á þessu stóð mælti enginn orð, en hvor um sig, Rúrik og munkurinn, athugaði hinn með mestu athygli. Munkurinn vildi auðsjáanlega lesa það út úr andliti Rúriks og síðar móður hans, hvers kyns fólk það væri, sem hann var gestur hjá, og Rúrik vildi sjá hvers konar maður þessi munkur var. Andlit og yfirbragð munksins var einkennilegt. Hörundsliturinn var dökkur, drættir allir skýrir og sterklegir og svipurinn allur hinn göfugmannlegasti. Ennið var mikið og bar vott um miklar gáfur og augun voru svört og tindrandi. Niður undan kollhettunni, er hann tók ekki af sér, féllu hér og þar svartir hárlokkar, lítið eitt hærum

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1