Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Eitraðir demantar
Basil fursti: Eitraðir demantar
Basil fursti: Eitraðir demantar
Ebook75 pages1 hour

Basil fursti: Eitraðir demantar

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Basil fursti er í góðu yfirlæti hjá hinum víðförla Samúel Willer í Abbey höllinni á Englandi. Þegar rússnesku furstadótturinni Sonju Vladimiroff ber að garði neyðist Basil til að horfast í augu við kvalarfulla fortíð sína. Er hraustlegur stormur gengur yfir fer af stað rás dularfullra atburða sem byggja á hatri og hefndarþorsta. Nú reynir ekki aðeins á öryggi hinna fornu hallarveggja heldur einnig vináttu þeirra félaga.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 26, 2023
ISBN9788728420973

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Eitraðir demantar

    Translated by Óþekktur

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Eitraðir demantar

    Translated by Óþekktur

    Original title: Eitraðir demantar (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420973

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Eitraðir demantar

    1. KAPÍTULI.

    Ástarjátning.

    Herbergið var búið hinu fegursta skrauti. Á veggjum voru allskonar byssur og vopn frá öllum löndum heims. Í bókahillunum var margt fágætra bóka. Í opnum arni logaði eldur, sem varpaði töfraljóma um herbergið. Fallegur gólflampi stóð í einu horninu og var hjálmur hans vafinn fögru kínversku silki. Fyrir framan arininn voru tveir stólar, og á þeim sátu menn og nutu áhyggjulausir lífsins.

    Úti hamaðist stormurinn með tröllauknum krafti. Það var líkast því, sem allir illir andar léku lausum hala á þaki hallarinnar.

    Abbey-höllin var gamalt herrasetur, og hvíldu nú margir fyrri eigendur hennar í kistum sínum í kirkjugarðinum. Síðasti eigandinn, sem hlotið hafði höllina í arf, hafði tekið sig af lífi, eftir að hafa eytt öllum eignum sínum og mannorði í allskonar ólifnaði og svalli.

    Síðan voru liðin fjörutíu ár. Skuldunautarnir höfðu ekkert eftir nema höllina, sem illa gekk að selja, þar til fyrir 10 árum að hana keypti fyrir lítið verð, Samúel Will.

    Samúel Will var óhemju ríkur maður, en hann var einn þeirra, sem fólk sækist ekki eftir að þekkja. Það sem hann hafði mestan áhuga fyrir, voru ferðalög. Hann hafði ferðast til flestra landa heims.

    Sumstaðar, þar sem hann kom, hafði enginn hvítur maður stigið fæti á land, og á þessum stöðum kunni hann vel að haga seglum eftir vindi í viðskiptalegum efnum.

    Þegar hann var ekki á ferðalögum, dvaldi hann í gömlu höllinni, sem hann hafði látið endurbæta.

    Einstaka sinnum bar gesti að garði. Það voru menn, sem húsbóndinn hafði kynnzt á ferðum sínum, og sem honum féll vel í geð, því Samúel var mjög vandlátur, og kom það einna berlegast fram, þegar hann valdi sér vini. Þetta umrædda óveðurskvöld var hann svo heppinn, að hafa Basil fursta sem gest.

    Samúel var meðalmaður á vöxt, dökkhærður, með bogið arnarnef. Skeggið, sem var mikið og dökkt, var vel hirt, og ef hann hefði verið upp á dögum sjóræningja, þá hefði hann vel getað orðið foringi þeirra.

    Basil fursti og Samúel höfðu kynnzt Egyptalandi, og það hafði strax tekizt með þeim góður kunningsskapur. Þegar fundum þeirra bar saman, var Samúel á leið inn í Afríku, þangað sem lönd voru lítt könnuð af hvítum mönnum.

    Samúel ferðaðist langt inn í Kongo og var nokkrar vikur í því ferðalagi, en er þeir Basil fursti hittust aftur í Kairo, hætti Samúel ekki fyrr en Basil fursti lofaði að sækja hann heim. Og nú sátu þeir, eins og fyrr segir, og nutu þægindanna eftir að hafa borðað góðan miðdegisverð.

    Er þeir höfðu setið þegjandi nokkra stund og reikt vindla, rauf Samúel þögnina og sagði:

    „Ég hef gleymt að skýra yður frá, að hingað kemur gestur í kvöld. Ég hitti fyrir nokkru mjög fagra konu í Monte Carlo, hún er ein þeirra, sem hrífur við fyrstu sýn vegna fegurðar sinnar og glæsileika.

    „Og hver er þessi fagra kona?"

    „Hún er rússnesk furstadóttir og heitir Sonja Vladimir-off. Ætt hennar var ein voldugasta ætt Rússlands. Móðir hennar var komin af keisaraættum, en byltingin eyðilagði allt fyrir henni. Hún komst við illan leik úr landi, og var svo heppin, að einn af þjónum hennar reyndist henni svo trúr að koma undan öllum skartgripum hennar, sem voru svo dýrmætir, að hún gat selt þá fyrir stórfé. Hún var í sömu hugleiðingum og ég, þarna í Monte Carlo, og sótti spilaborðin með miklum áhuga.

    En lánið var ekki með henni, og nú er hún komin hingað vegna þess að hún er orðin eirðarlaus; hún telur sig geta dvalið hér í ró og næði.

    „Kannske hún haldi að hún geti fest hér rætur?" sagði Basil og kímdi.

    Þér eigið kollgátuna, fursti. Ég varð hrifinn af henni, enda er hún, eins og ég hef áður sagt, í alla staði mjög heillandi. Ég gekk því hreint til verks, spurði hana, hvort hún vildi verða konan mín. Hún tók þessu vel og sagði að sér litist vel á mig. En hún setti tvö skilyrði. Hún kvaðst ekki þekkja mig nógu vel, og að við yrðum að kynnast betur, áður en við gengjum í hjónaband. Hitt skilyrðið var, að ég mætti ekki hætta ferðalögum mínum vegna hennar. Finnst yður þetta ekki snjallt af konu? Og svo urðum við ásátt um að hún kæmi hingað og dveldi hér sem gestur minn dálítinn tíma. Dagleg umgengni ætti að geta skorið úr um, hvort við rugluðum saman reitum okkar með gagnkvæmu trausti."

    Furstin var allt í einu orðinn alvarlegur. Hann var hættur að taka eftir því, sem gestgjafi hans var að skýra honum frá. Hann var að hugsa um liðna atburði. Þeir leituðu fram í hug hans skýrir og óafmáanlegir. Hann þekkti betur en Samúel rússnesku þjóðina, og þá aðallega yfirstéttirnar á keisaratímunum. Hann hafði verið í hernum í Rússlandi, áður en byltingin varð og gegnt þar ábyrgðarmiklu starfi. En flúið þaðan nokkru fyrir byltinguna, en áður hafði hann verið búinn að leggja niður embætti sitt.

    Á

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1