Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hænsna-Þóris saga
Hænsna-Þóris saga
Hænsna-Þóris saga
Ebook46 pages32 minutes

Hænsna-Þóris saga

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hænsna-Þóris saga fjallar um átök á milli bænda. Hænsna-Þórir þótti heldur ógeðfelldur maður. Hann var upphaflega fátækur en reis upp úr fátæktinni og gerðist bóndi. Þóri var gjarnan uppsigað við nágranna sína sem hann hafði jafnan grunaða um að líta niður á sig. Þegar heyskortur varð þurftu grannarnir þó að leita til Þóris sem neitaði þá að selja þeim hey. Vegna þessa urðu svo átök í kjölfarið.Verkið er heldur frábrugðið helstu Íslendingasögum en hefur það verið nefnt að sagan sé viðbrögð við lögum Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Lög þau kváðu á um að þeir bændur sem veitt gætu hey í heyskorti væru skyldugir að gera svo. Taldist það því ekki glæpur eða refsivert að herja á bónda sem neitaði í slíkum aðstæðum. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateSep 25, 2020
ISBN9788726225631

Read more from Óþekktur

Related to Hænsna-Þóris saga

Related ebooks

Reviews for Hænsna-Þóris saga

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hænsna-Þóris saga - Óþekktur

    Hænsna-Þóris saga

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1998, 2020 Óþekktur and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726225631

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Hænsna - Þóris saga

    1. kafli

    Oddur hét maður Önundarson breiðskeggs, Úlfarssonar, Úlfssonar á Fitjum, Skeggjasonar, Þórissonar hlammanda. Hann bjó á Breiðabólstað í Reykjardal í Borgarfirði. Hann átti þá konu er Jórunn hét. Hún var vitur kona og vel látin. Þau áttu fjögur börn, sonu tvo vel mannaða og dætur tvær. Annar son þeirra hét Þóroddur en annar Þorvaldur. Þuríður hét dóttir Odds en önnur Jófríður. Hann var kallaður Tungu-Oddur. Engi var hann kallaður jafnaðarmaður.

    Torfi hét maður og var Valbrandsson, Valþjófssonar, Örlygssonar frá Esjubergi. Hann átti Þuríði Tungu-Oddsdóttur. Þau bjuggu á öðrum Breiðabólstað.

    Arngrímur hét maður Helgason, Högnasonar er út kom með Hrómundi. Hann bjó í Norðurtungu. Hann var kallaður Arngrímur goði. Helgi hét son hans.

    Blund-Ketill hét maður, son Geirs hins auðga úr Geirshlíð, Ketilssonar blunds er Blundsvatn er við kennt. Hann bjó í Örnólfsdal. Það var nokkuru ofar en nú stendur bærinn. Var þar mart bæja upp í frá. Hersteinn hét son hans. Blund-Ketill var manna auðgastur og best að sér í fornum sið. Hann átti þrjá tigu leigulanda. Hann var hinn vinsælasti maður í héraðinu.

    Þorkell trefill hét maður. Hann var Rauða-Bjarnarson. Hann bjó í Svignaskarði fyrir utan Norðurá. Helgi var bróðir Þorkels er bjó í Hvammi í Norðurárdal. Annar var Gunnvaldur, faðir Þorkels er átti Helgu dóttur Þorgeirs á Víðimýri. Þorkell trefill var vitur maður og vel vinsæll, stórauðigur að fé.

    Þórir hét maður. Hann var snauður að fé og eigi mjög vinsæll af alþýðu manna. Hann lagði það í vanda sinn að hann fór með sumarkaup sitt héraða í milli og seldi það í öðru er hann keypti í öðru og græddist honum brátt fé af kaupum sínum. Og eitt sinn er Þórir fór sunnan um heiði hafði hann með sér hænsn í för norður um land og seldi þau með öðrum kaupskap og því var hann kallaður Hænsna-Þórir.

    Nú græðir Þórir svo mikið að hann kaupir sér land er að Vatni heitir upp frá Norðurtungu. Og fá vetur hafði hann búið áður hann gerðist svo mikill auðmaður að hann átti undir vel hverjum manni stórfé. En þó að honum græddist fé mikið þá héldust þó óvinsældir

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1