Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Vopnfirðinga saga
Vopnfirðinga saga
Vopnfirðinga saga
Ebook43 pages36 minutes

Vopnfirðinga saga

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Vopnfirðinga saga segir frá deilum manna á milli í Vopnafirði á söguöld. Aðalpersóna sögunnar er Brodd-Helgi Þorgilsson. Sá ólst upp hjá afa sínum eftir að faðir hans var veginn. Viðurnefnið hlaut Helgi þegar hann aðstoðaði heimanaut í vígum við aðkomunaut með því að binda mannbrodd sinn á enni þess. Geitir Lýtingsson, Blængur og Halla koma einnig við sögu en deilur urðu milli þeirra Helga og Geitis. Berast svo hefndir milli manna uns sættir verða eins og tíðkast í flestum Íslendingasögum.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 22, 2019
ISBN9788726225808

Read more from Óþekktur

Related to Vopnfirðinga saga

Related ebooks

Reviews for Vopnfirðinga saga

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Vopnfirðinga saga - Óþekktur

    Ó_ekktur

    Vopnfir∂inga saga

    Saga

    Vopnfir∂inga saga

    Copyright © , 2019 Ó_ekktur and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726225808

    1. e-book edition, 2019

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    VOPNFIRÐINGA SAGA

    1. kafli

    Þar hefjum vér þenna þátt er sá maður bjó að Hofi í Vopnafirði er Helgi hét. Hann var sonur Þorgils Þorsteinssonar, Ölvissonar, Ásvaldssonar, Öxna-Þórissonar. Ölvir var lendur maður í Noregi um daga Hákonar jarls Grjótgarðssonar.

    Þorsteinn hvíti kom fyrst út til Íslands þeirra langfeðga og bjó að Tóftavelli fyrir utan Síreksstaði. En Steinbjörn bjó að Hofi, sonur Refs hins rauða. Og er honum eyddist fé fyrir þegnskapar sakar þá keypti Þorsteinn Hofsland og bjó þar sex tigu vetra. Hann átti Ingibjörgu Hróðgeirsdóttur hins hvíta.

    Þorgils var faðir Brodd-Helga. Hann tók við búi Þorsteins. Þorkell og Héðinn vógu Þorgils föður Brodd-Helga en Þorsteinn hvíti tók þá enn við búi og fæddi upp Helga sonarson sinn.

    Helgi var mikill maður og sterkur og bráðger, vænn og stórmannlegur, ekki málugur í barnæsku, ódæll og óvægur þegar á unga aldri. Hann var hugkvæmur og margbreytinn.

    Frá því er sagt einnhvern dag að Hofi er naut voru á stöðli að graðungur var á stöðlinum er þeir frændur áttu en annar graðungur kom á stöðulinn og stönguðust graðungarnir. En sveinninn Helgi var úti og sér að þeirra graðungur dugir verr og fer frá. Hann tekur mannbrodd einn og bindur í enni graðunginum og gengur þaðan frá þeirra graðungi betur. Af þessum atburði var hann kallaður Brodd-Helgi. Var hann afbrigði þeirra manna allra er þar fæddust upp í héraðinu að atgervi.

    2. kafli

    Maður hét Svartur er kom út hingað og gerði bú í Vopnafirði. Hið næsta honum bjó sá maður er Skíði hét. Hann var félítill. Svartur var mikill maður og rammur að afli og vel vígur og óeirðarmaður hinn mesti. Þá Svart og Skíða skildi á um beitingar og lauk því svo að Svartur vó Skíða. En Brodd-Helgi mælti eftir vígið og gerði Svart sekan. Þá var Brodd-Helgi tólf vetra gamall.

    Eftir það lagðist Svartur út á heiði þá er vér köllum Smjörvatnsheiði skammt frá Sunnudal og leggst á fé Hofsverja og gerði miklu meira að en honum var nauðsyn til.

    Sauðamaður að Hofi kom inn einn aftan og gekk inn í lokrekkjugólf Þorsteins karls þar sem hann lá sjónlaus.

    Og mælti Þorsteinn: Hversu hefir að farið í dag félagi? segir hann.

    Sem verst, segir hinn, horfinn er geldingurinn þinn hinn besti segir sauðamaður, og þrír aðrir.

    Komnir munu til sauða annarra manna, segir hann, og munu aftur koma.

    Nei, nei, segir sauðamaður, "þeir munu aldrei aftur

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1