Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Tvíburasysturnar
Basil fursti: Tvíburasysturnar
Basil fursti: Tvíburasysturnar
Ebook64 pages53 minutes

Basil fursti: Tvíburasysturnar

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Marritt tvíburarnir hafa vakið mikla hrifningu í Metropol fjölleikahúsinu en þar stíga þær klæðlausar á svið og heilla gesti með undurfögrum tvísöng. Þegar barón Kaj von Hutter hyggst ganga að eiga aðra systurina leitar áhyggjufull móðir hans á náðir Basil fursta. Þótt furstinn leggi það ekki í vana sinn að hnýsast í ástarmálum annarra, kveikja aðstæðurnar þó forvitni hans og fara þá ýmis hjól að snúast. Blessunarlega er hinn hugdjarfi Sam Foxtrot aldrei langt undan því á sveimi eru siðblindir glæpamenn sem vilja krækja í milljónir barónsins og koma furstanum fyrir kattarnef.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728420881

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Tvíburasysturnar

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Tvíburasysturnar

    Translated by Óþekktur

    Original title: Tvíburasysturnar (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420881

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Tvíburasysturnar.

    I. KAPÍTULI.

    Basil fursti beðinn um hjálp.

    — Ég harma það, heiðraða barónsfrú, en ég sé ekki nokkra leið til þess að hjálpa yður, hvað feginn sem ég vildi.

    — Og þó hef ég sett allar mínar vonir á yður, Basil fursti, og svo ætlið þér að bregðast þessum vonum mínum.

    — Það var sárhrygg móðir, hin unglega barónsfrú von Hutter, sem sat inni hjá Basil fursta og leitaði hjálpar hans í mikilsvarðandi einkamáli.

    — Þér hljótið að skilja það, sagði Basil fursti, sem svar við ummælum barónsfrúarinnar, — að þegar sonur ýðar verður 21 árs, sem hann verður innan fárra daga, þá ræður þessi ungi barón því sjálfur, hvaða ungum stúlkum hann óskar að vera með. Vilji hann ekki fara að yðar ráðum, eru litlar líkur til að hann taki nokkurt tillit til minna ráða. Líka getur verið að þessi unga dama sé alveg prýðileg og að þér verðið mjög ánægðar með hana, þegar þér kynnizt henni.

    — Það vona ég að komi aldrei fyrir, svaraði barónsfrúin óttaslegin, — ég þekki hana nú þegar nógu vel til þesss að ég vil ekki kynnast henna frekar en orðið er.

    — Hafið þér þá séð hana? spurði furstinn undrandi.

    — Já, og ég sé eftir því að ég skyldi gera það. — Hlustið nú á mig, Basil fursti. Það eru 16 ár síðan maðurinn minn dó og allan þennan tíma höfum við, ég og sonur minn, búið saman og verið mjög hamingjusöm. Hann virtist stunda skólagöngu sína af kappi. Hafði gaman af að fara á veiðar, og yfirleitt stundaði hann flestar þær íþróttir, er ungir menn iðka. — Við dvöldum vanalega á vetrum hér í London, og þá var sonur minn oft úti með félögum sínum og fannst mér ekkert við það að athuga. Vissi raunar ekki hvar þeir voru eða á hvern hátt þeir skemmtu sér..

    — Svo var það einn góðan veðurdag, að sonur minn kom heim og sagðist hafa fundið stúlku sem hann ætlaði sér að giftast. Ég gladdist yfir þessum fréttum og hlakkaði til að kynnast þessari tilvonandi tengdadóttur. En þér getið ekki ímyndað yður sorg mína, er sonur minn sagði mér að það væri venjuleg leikhús-söngkona sem hann elskaði. — Allar mínar fortölur hafði hann að engu. Kvöld eitt fór ég með leynd þangað sem þessi stúlka syngur, — og hvað haldið þér að ég hafi séð. — Tvær ungar stúlkur svo klæðlausar sem við aðrar konur erum í baðkerinu. — Marritt-tvíburana kalla þær sig. Önnur þessara hræðilegu kvenna, sú sem sonur minn ætlar að giftast, heitir Luzzie, — en hver þeirra það er, gat ég ekki greint, því þær eru eins líkar og tveir vatnsdropar.

    — Þér, Basil fursti, sem þekkið mína göfugu ætt, sem er mörg hundruð ára gömul, skiljið mína þungu sorg yfir þessu áformi sonar míns, og það var aðeins vegna þess, hvað mikið orð fer af snilli yðar, að ég leitaði nú til yðar í dag.

    Hún tók upp silkiklút og þerraði tár af sínúm fögru augum, sem hún leit biðjandi til Basil fursta.

    — Ég get ekki hjálpað yðúr, endurtók Basil fursti. Það er mín atvinna að fást við allskonar afbrotamenn, en hér er ekki neitt þessháttar á ferðinni.

    — Ekki er ég viss um nema að svo geti verið, sváraði barónsfrúin. — Ég veit að sonur minn eyðir miklum peningum, og sennilega fá þessar viðbjóðslegu ungu stúlkur stórar upphæðir hjá honum, svo að vel getur verið um fjárkúgun að ræða.

    En þar sem

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1