Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Bókasafn barnanna
Bókasafn barnanna
Bókasafn barnanna
Ebook72 pages1 hour

Bókasafn barnanna

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Bókasafn barnanna eru barnabækur sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947, serían Bókasafn barnanna inniheldur alls 7 stuttar ævintýrabækur. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum. Bókasafn barnanna er samansafn stuttra ævintýra sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 31, 2023
ISBN9788728247457
Bókasafn barnanna

Related to Bókasafn barnanna

Titles in the series (1)

View More

Related ebooks

Reviews for Bókasafn barnanna

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Bókasafn barnanna - Óþekktur

    Bókasafn barnanna

    Translated by Theódór Árnason

    Original title: Bókasafn barnann

    Original language: German

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1947, 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728247457

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Einu sinni var fátækur verkamaður, sem bjó með konu sinni í litlu húsi í útjaðri konungsborgarinnar. Atvinna hans var svo illa launuð, að hann átti fullt í fangi með að framfleyta sjálfum sér og konunni. En alltaf lá vel á honum og atvinnu sína stundaði hann samvizkusamlega. En alltaf hafði hann gaman af að skrafa við alla, sem hann hitti.

    Nú fæddi konan honum son, — fallegan og stóran dreng. Og um þennan dreng er það í frásögur færandi, að hann fæddist í óskaskyrtu. Gömul nágrannakona, sem hafði aðstoðað við fæðinguna og kunni fleira en Faðirvorið, spáði því, að þessi drengur myndi verða mikill maður, þegar hann kæmist til vits og ára, og það væri jafnvel ekki ólíklegt, að hann giftist sjálfri kóngsdótturinni.

    Verkamaðurinn varð auðvitað frá sér numinn af fögnuði og sagði öllum, sem á hann vildu hlusta, frá spádómi kerlingar. En það hefði hann ekki átt að gera. Því að sjálfum kónginum barst þetta hjal til eyrna, og hann varð fjarskalega reiður, þegar honum var sagt, að því hefði verið spáð, að nýfædd dóttir hans myndi giftast syni bláfátæks verkamanns.

    Kóngurinn lét þess vegna sækja böðul sinn á laun, og skipaði honum að fara heim til verkamannsins, taka drengbarnið af foreldrum þess og stytta því aldur, umsvifalaust.

    En böðullinn var ekki verri maður en það, að hann kenndi í brjósti um foreldra drengsins og var mjög óljúft að hlýða þeirri skipun kóngsins, að taka frá þeim drenginn þeirra og stytta honum aldur. Þetta varð hann þó að gera, hvort sem honum var það ljúft eða leitt, en á síðustu stundu varð hann svo altekinn af meðaumkun með hinum saklausa hvítvoðungi, að hann gat ekki af sér fengið að granda, honum. Þess í stað útvegaði hann sér ofurlítinn kassa, bjó notalega um drenginn í honum, og ýtti honum síðan út á Mylluána. Hann ætlaðist til, að örlögin réðu því, hvort barnið fengi að lifa eða ekki.

    En kassann rak með straumnum niður ána, og skömmu síðar kom einn malarasveinninn auga á hann og náði honum að landi. Hann varð þá heldur en ekki forviða, þegar hann sá, að í kassanum var skælandi og spriklandi smástrákur. Í fyrstu vissi hann ekki, hvernig hann ætti að snúa sér í þessu, en tók svo það ráð, að fara með kassann og strákinn til malarameistarans. Kona malarans hafði aldrei eignazt barn, og það varð þess vegna úr, að þau malarahjónin komu sér saman um að taka drengstúfinn að sér og ala hann upp sem sitt barn. Litli drengurinn ólst nú upp í nýju umhverfi, dafnaði vel í æsku og varð fríður maður og föngulegur, og greindur vel. Og mikla gleði höfðu þau, malarahjónin, jafnan haft af þessum fóstursyni sínum. Sín á milli kölluðu þau hann jafnan „hamingjubarnið," en sjálfur vissi hann ekki annað, en að þau væru foreldrar hans.

    En malarasveinninn, er bjargað hafði drengnum í bernsku, hafði nú fengið atvinnu við myllu kóngsins sjálfs. Og þar varð honum það á, að segja frá því, að hann hefði einu sinni fundið drengbarn í kassa, fljótandi á ánni, — og bjargað því. Þessa sögu frétti kóngur og gerði sér ferð til myllunnar, til þess að spyrja gamla malarann, hversu gamall sonur hans væri. Malarinn sagði eins og satt var, að drengnum hefði verið bjargað úr ánni fyrir þrettán árum.

    — Þetta var nú bara forvitnis-spurning, sagði kóngurinn kæruleysislega. Annars ætlaði ég að biðja þig að lofa drengnum þínum að skreppa fyrir mig með bréf til drottningarinnar. Ég skal gefa honum tvo gullpeninga fyrir hlaupin.

    Hann tók síðan bréf upp úr vasa sínum, en í þessu bréfi var fyrirskipun um það, að handtaka skyldi þann, sem afhenti bréfið í höllinni, og lífláta hann samstundis. Þetta átti að vera um garð gengið, þegar kóngurinn kæmi heim aftur.

    Malarinn sendi drenginn strax af stað með bréfið, en hann villtist og um kvöldið kom hann að koti einu í skógarjaðrinum og beiddist gistingar þar. En konan, sem til dyra kom, fölnaði upp, þegar hún sá drenginn, sló saman höndunum, eins og í angist og sagði: Vesalings drengur, — nú hefur illa til tekizt fyrir þér, því að hér er ræningjabæli og ræningjarnir eru vísir til að ráða þig af dögum, ef þú yrðir hér, þegar þeir koma heim.

    En drengurinn var svo yfir kominn af þreytu, að honum fannst hann ekki komast lengra, og fyrir þrábeiðni hans og kjökur lét konan loks til leiðast að leyfa honum að leggjast fyrir á legubekk í stofunni. Hann fleygði bréfinu til drottningarinnar á borðið og sofnaði síðan værum svefni.

    Skömmu síðar komu ræningjarnir heim, og þegar þeir sáu sofandi drenginn, spurðu þeir ráðskonuna, hvaða ókunni piltur þetta væri.

    — Ég kenndi svo mikið í brjósti um hann, sagði ráðskonan, að ég skaut yfir hann skjólshúsi. Hann mun hafa átt að færa drottningunni bréf, en villtist.

    Ræningjarnir héldu fyrst, að í bréfinu myndu vera peningar, rifu það upp og lásu. En þegar þeim skildist, að þennan frísklega og fallega dreng hefði kóngurinn ætlað að láta ráða af dögum, fóru þeir einnig að kenna í

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1