Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Prinsar og prinsessur
Prinsar og prinsessur
Prinsar og prinsessur
Ebook56 pages51 minutes

Prinsar og prinsessur

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sökktu þér töfra og galdraheim Hans Christian Andersen, þar sem prinsar og prinsessur fara í spennandi ævintýri! Með uppáhalds prinsana og prinsessurnar þínar í aðalhlutverki, munu þessar sögur heilla jafnt börn sem fullorðna. Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Prinsessan á bauninniSvanirnir Koffortið fljúgandiEldfærin Hans KlaufiSvínahirðirinn -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 11, 2019
ISBN9788726353785

Read more from H.C. Andersen

Related to Prinsar og prinsessur

Related ebooks

Reviews for Prinsar og prinsessur

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Prinsar og prinsessur - H.C. Andersen

    Prinsar og prinsessur

    Translated by: Steingrímur Thorsteinsson

    Copyright © 2019 SAGA Egmont, Copenhagen

    All rights reserved

    ISBN: 9788726353785

    1. E-book edition, 2019

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    Prinsessan á bauninni

    Einu sinni var prins. Hann vildi fá prinsessu fyrir konu, en það átti að vera sönn prinsessa. Hann ferðaðist því um veröld víða til þess að finna eina slíka, en alls staðar var eitthvað að. Nóg var af prinsessunum, en hvort það væru sannar prinsessur, það gat hann ekki almennilega komist fyrir, því að alltaf var eitthvað, sem ekki stóð alls kostar heima. Kom hann svo heim aftur úr þessu ferðalagi og var hnugginn mjög, því hann vildi svo gjarnan eignast sanna prinsessu.

    Eitt kvöldið gerði vonskuveður og gengu þrumur og eldingar. Það rigndi eins og hellt væri úr fötum. Það var afskaplegt. Þá var barið á borgarhliðið, og gamli kóngurinn fór ofan sjálfur til að ljúka upp.

    Það var prinsessa, sem stóð fyrir utan. En hvílík ósköp voru að sjá hana, eins og hún var til reika af rigningunni og illviðrinu! Vatnið rann niður úr hári hennar og förum, það rann inn um tána á skónum hennar og út um hælinn og samt sagðist hún vera sönn prinsessa.

    Já, við skulum nú ekki vera lengi að ganga úr skugga um það, hugsaði drottningin gamla með sér, en sagði ekki neitt. Fór hún svo inn í svefnherbergið, tók öll sængurfötin upp úr rúminu og lét baun ofan á rúmbotninn, tók síðan tuttugu dýnur og lagði ofan á baunina, og í tilbót tuttugu dúnsængur og hlóð þeim ofan á dýnurnar.

    Þar átti nú prinsessan að hvílast um nóttina.

    Um morguninn spurðu þau hana, hvernig henni hefði sofnast.

    „O, tarna var ljóta nóttin, sagði prinsessan. „Mér hefur varla komið dúr á auga alla nóttina. Hamingjan má vita, hvað hefur verið í rúminu! Ég hef haft eitthvað hart undir mér, svo ég er bæði blá og marin um allan kroppinn. Þvílík skelfing!

    Nú gátu þau séð, að þetta var sönn prinsessa, þar sem hún hafði orðið vör við baunina gegnum tuttugu dýnur og tuttugu dúnsængur. Svo hörundssár gat engin verið nema sönn prinsessa.

    Prinsinn gekk að eiga hana, því að nú vissi hann, að hún var sönn prinsessa, og baunin var látin í gersemasafnið og þar er hún enn til sýnis, nema ef einhver skyldi hafa tekið hana.

    Jæja, börnin góð! Þetta er nú áreiðanlega sönn saga.

    Svanirnir

    Langt í burtu héðan, í því landi, sem svölurnar fljúga til, þegar fer að vetra hér, ríkti einu sinni konungur, sem átti ellefu sonu og eina dóttur, Elísu að nafni. Kóngssynirnir gengu í skóla með stjörnu á brjósti og korða við hlið, og þeir skrifuðu á gulltöflur með demantsgrifflum og lásu jafn reiprennandi utan bókar sem á bókina, svo auðheyrt var, að það voru kóngssynir. Elísa systir þeirra sat á dálitlum fótskemli, og átti myndabók, sem faðir hennar hafði keypt og gefið fyrir hálft kóngsríkið.

    Og þessum börnum leið mæta vel, en það átti nú ekki að verða svo alltaf.

    Faðir þeirra, sem réð yfir landinu, kvongaðist í annað sinn og gekk að eiga vonda drottningu, og það var síður en svo að hún væri góð við vesalings börnin. Þau fengu undir eins að kenna á því fyrsta daginn. Þá var mikið um dýrðir í höllinni, og öll börnin voru að leika gestaleik, en í stað þess, að þau fengu endranær allar þær kökur og öll þau steiktu epli, sem fyrir hendi voru, þá gaf nýja drottningin þeim ekkert nema sand í tebolla og sagði þeim, að þau gæru látið sem það væri eitthvert góðgæti.

    Viku síðar kom hún Elísu litlu fyrir hjá bændafólki úti á landsbyggðinni, og ekki leið á löngu áður hún fékk konunginn til að trúa ýmsum ósönnum áburði á vesalings drengina, sonu hans, svo að hann hirti ekkert um þá framar.

    „Fljúgið út í víða veröld og sjáið fyrir ykkur sjálfir, sagði vonda drottningin, „fljúgið í líki stórra fugla, sem enga rödd hafa. Samt fékk hún ekki eins miklu illu áorkað og hún vildi,

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1