Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Ævintýri í næturklúbb
Basil fursti: Ævintýri í næturklúbb
Basil fursti: Ævintýri í næturklúbb
Ebook63 pages58 minutes

Basil fursti: Ævintýri í næturklúbb

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Basil fursti er staddur í Lundúnum að leita uppi ný ævintýri. Er hann þræðir næturklúbba borgarinnar hefur hann ekki minnsta grun um að þar leitar háskakvendi og skæður óvinur hans hefnda elskhuga síns. Í sögu þessari fá lesendur að kynnast óvæntri hlið á furstanum þar sem ástir, svik og undirferli fléttast saman í spennandi háskaleik. Bókin er sjálfstætt framhald af sögunum um Basil fursta og hans fjölmörgu ævintýri.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728421024
Basil fursti: Ævintýri í næturklúbb

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Ævintýri í næturklúbb

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Ævintýri í næturklúbb

    Translated by Óþekktur

    Original title: Ævintýri í næturklúbb (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728421024

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Ævintýri í næturklúbb

    1. KAPÍTULI

    Alice Whitcall vill njóta lifsins, en …

    Alice Whitcall tók skjóta ákvörðun. Það var hvort sem var ekki til nokkurs að bíða lengur eftir bifreiðinni. Það var sýnilegt að bifreiðastöðin hafði svikist um að senda bifreiðina. Alice gekk rösklega út úr skotinu, sem hún hafði staðið í til þess að fá ofurlitið skjól fyrir regninu og storminum. Hún fann til ónotahrolls, þegar vindurinn kom æðandi á móti henni, enda var hún ekki skjóllega klædd. En hrollurinn stafaði ekki einungis af kuldanum. Það var eins og henni fynndist kossinn brenna varir sínar, koss Rogers Clives. Þau höfðu verið að dansa, og dansað út úr danssalnum. Þau voru stödd inni í minni sal, þegar hann gerði árásina, leiftursnögga og að því er virtist fyrirfram ákveðna.

    Alice hafði talið það óviljaverk hjá honum, þegar handleggur hans snart kveikjarann, sem varð svo til þess að þau voru í myrkrinu. En á eftir skildi hún allt til hlýtar. Hann hafði heldur ekki leyft henni að vera með nein heilabrot út af þessu óhappi með ljósið. Hann hafði tekið hana og vafið hana fast að sér, og þegar hún fann að munnur hans nálgaðist varir hennar, þá reyndi hún að verjast, en hún hafði ekki roð við honum. Svo kyssti hann hana, ákaft og ástríðufullt. Hann hafði ekki látið sér nægja að kyssa hana á varirnar, heldur hafði hann hneppt kjólnum hennar frá brjóstinu, og kyssti þau einnig.

    Henni var ekki vel ljóst, hvernig hún komst aftur fram í hinn bláa danssal, en vinkona hennar Elinor Stanley hafði hætt að dansa, þegar hún kom auga á Alice og sagði undrandi:

    „Hvað er að, Alice? Ert þú veik?"

    Hún vissi ekki hverju hún hafði svarað, hún hafði vart verið mönnum sinnandi. Elinor tók undir hendi hennar og leiddi hana út úr salnum og inn í eitt af hliðarherbergjunum, en þar sagði Alice henni frá árásinni.

    „Ha, ha, ha, og Elinor skellihló. „Ætlarðu virkilega að segja mér, að þú sér í öngum þínum út af svona smámunum? Góða bezta Alice, hvað hugsarðu barn. Veiztu ekki, að þetta getur alltaf komið fyrir, þegar einhver herrann verður mjög ástfanginn? Ja, ég segi nú ekki nema það, að ef maður yrði alltaf dutlungafull í hvert skipti, sem kossum er stolið, þá væri ekki mikið gefið fyrir mann í samkvæmissölunum. Nei, góða mín, láttu þessa smámuni ekki fá á þig, og taktu gleði þína upp að nýju.

    Alice svaraði þessari lífstefnu vinkonu sinnar engu, en gekk af fundi hennar til húsmóðurinnar, og skýrði henni frá, að hún ætlaði að fara úr veizlunni. Frúin bauð henni strax að láta einn son sinn aka henni heim, en Alice afþakkaði það, en þáði að beðið væri um bifreið, svo hvarf hún á burt án þess að mikið bæri á.

    Og nú vitum við hvernig stóð á ferðum ungu stúlkunnar, sem skauzt fram úr skotinu og reyndi að ganga eins rösklega eftir götunni og henni var frekast unnt, þegar þess var gætt, að hún hafði gegn stormi og regni að sækja.

    Alice hafði að vísu flogið í hug að snúa við aftur og upp í glauminn, en hún hratt þeirri hugsun frá sér. Það var andstætt hennar heilbrigða hugsunarhætti að dvelja lengur innan um fólk, sem hagaði sér eins og Elinor og Roger Clive.

    Alice hafði hlotið ágætt uppeldi. Faðir hennar, Whitcall hershöfðingi, hafði ekkert sparað til, að vanda uppeldi hennar sem bezt. Hann tilheyrði gamla tímanum, og var all strangur, þegar um nýbreytni var að ræða.

    Alice var hraust stúlka. Hún hafði alizt upp við störf og reglubundið líf, hún þekkti því ekki hið minnsta siði og venjur jafnaldra sinna í höfuðborginni. Hið kyrrláta og holla sveitalíf kenndi henni að bera virðingu fyrir því sem var gott og fallegt. Hún þekkti ekkert til nautnalífs æskunnar í stórborgunum.

    Alice hafði elskað foreldra sína og fór

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1