Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

"Allt fyrir Krist"
"Allt fyrir Krist"
"Allt fyrir Krist"
Ebook63 pages1 hour

"Allt fyrir Krist"

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) hefur lengi verið þekkt fyrir skáldverk sem dreifa sterkum boðskap um góðar dygðir, réttlæti og samfélagsmál hennar samtíma. Allt fyrir Krist er enn eitt dæmið um sögu sem vakti fólk til umhugsunar snemma á 20. öldinni og gerir jafnvel enn í dag. Uppi verður fótur og fit á heimili Þórðar skipstjóra þegar Ragnar, sonur hans, lýsir yfir draumi sínum um að gerast trúboði. Hann vill ferðast heiminn og bera út boðskap guðs og er sama hverju hann mun fórna eða hve lítið hann muni þéna. Hann uppsker góðar undirtektir móður sinnar sem kann að meta trúrækni og staðfestu sonar síns en annars er öll fjölskyldan mótfallin áformunum. Systkini Ragnars velja sér frjálslegra líferni, nær foreldrum sínum og láta eigin velmegun frekar ráða för en nokkrar hugsjónir. En þegar fram líða stundir sést hver hefur spilað betur úr tækifærum lífs síns. idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /html
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJun 30, 2023
ISBN9788728569238
"Allt fyrir Krist"

Related to "Allt fyrir Krist"

Titles in the series (11)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for "Allt fyrir Krist"

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    "Allt fyrir Krist" - Guðrún Lárusdóttir

    Guðrún Lárusdóttir

    Allt fyrir Krist

    Translated byGuðrún Lárusdóttir

    Saga

    Allt fyrir Krist

    Translated byGuðrún Lárusdóttir

    Cover image: unsplash, public domain

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728569238

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    „Það kemur ekki til nokkurra mála. Heyrirðu það! Ég vil ekki heyra meira af þessu." Þórður skipstjóri gekk hratt til dyra, en Ragnar sonur hans stóð þegjandi á stofugólfinu og horfði dapur í bragði á eftir föður sínum.

    Gamli maðurinn þreif yfirhöfn sína, sem hékk í fordyrinu, og fór í hana, setti svo loðhúfuna á sig og tók göngustafinn sinn, fagurlega gerðan með silfurhandfangi. Það var forlátagripur og góðvinargjöf, sem Þórði þótti mjög mikið til koma. Var honum jafnan títt að líta ánægjuaugum á stafinn og skoða hann, en að þessu sinni gerði hann það ekki. Hann skellti útidyrahurðinni á eftir sér og gekk hratt ofan stiginn frá húsinu.

    Hann var burðalegur á velli, gamli maðurinn, og hinn tígulegasti ásýndum, og séð varð það venjulega á svip hans, áð töluvert fannst honum til um sjálfan sig. Að þessu sinni var hann þó venju fremur þungbúinn; hann gekk hratt leiðar sinnar, án þess að líta til hægri eða vinstri. Hann nam staðar vestur við sjó. Honum var alltaf hugarhægt að horfa á blessaðan sjóinn. Þá vöknuðu fegurstu endurminningar hans. Á sjónum hafði hann lifað sitt fegursta, þótt oft kæmist hann í hann krappan við Ægi gamla. Þar hafði verið bæði sótt og varizt. Hann var sjómaður af lífi og sál. Ölduskellirnir efldu þor hans og öldugnýrinn lét í eyrum hans eins og mikilfenglegur hljóðfærasláttur.

    Nú var hann hættur sjóferðum og hugur hans lifði þar á endurminningum fornrar frægðar. Hann var vel efnaður maður, hafið hafði fært honum talsvert fé, og nú þurfti hann ekki að leggja á sig erfiða vinnu framar. Erfiðisstundirnar voru allar horfnar aftur í liðna tímann. Ef til vill var hann að hugsa um þetta, er hann stóð kyrr í sömu sporum og starði út á sjóinn, ef til vill hafa hugsanir hans blandast beiskju út af því, sem þeim hafði farið á milli, feðgunum, rétt áður en hann gekk að heiman. Upphátt sagði hann í gremjuróm: „Sú heimska, sú dæmalausa fjarstæða! Eins og kostað hefur verið til hans Ragnars!" Hann hafði þó vonað, að það kæmi einhverjum að gagni, — og nú, þegar námi hans var lokið að miklu leyti og drengurinn átti að velja lífsstefnu sína, þá kom hann með þetta.

    Gamli maðurinn átti ekkert orð yfir það, ekki hugsun heldur, því að heilbrigð hugsun greip ekki þvílíka fjarstæðu, að hans áliti.

    Kristniboði! Ragnar vildi helzt verða kristniboði! Hvað meinti drengurinn eiginlega með þessu? Heiðingjatrúboði, hafði hann sagt. Vitanlega voru heilabrot drengsins nokkurs konar móðurarfur. Hún móðir hans sálaða var sí og æ að skrafa um þá, þessa trúboða eða hvað hún kallaði þá. Það var nú svo sem ár og dagur síðan. Ragnar var þá drenghnokki, einstaklega skemmtilegur og skýr var hann, — en hann hafði líklega heyrt helzt til mikið af frægðarsögum um þessa kristniboða. Þórði hafði sjálfum aldrei verið mikið um þær sögur gefið, en konan var vitanlega sjálfráð, hvað hún innrætti börnunum. Hann var oftast úti á sjó og átti bágt með að skipta sér til muna af því. Samt sem áður hafði honum tekizt furðanlega að forða hinum börnunum sínum frá þessum alvarlegu heilabrotum, sem veslings Ragnar var því miður troðfullur af. Helga og Páll voru kát og fjörug og kunnu að meta gleði og glaum lífsins. „Skaði, að Ragnar skuli vera svona, tautaði faðir hans. „En það verður að hafa hann burt frá þessu, bætti hann við. Hann hafði ætlað drengnum allt annað. Feitt embætti, metorð, frægð, sem varpaði ljósi yfir nafn sjálfs hans. Menn áttu að muna, hvers son Ragnar var, gáfaði og myndarlegi pilturinn, sem vakti aðdáun svo margra. Kristniboði! Var drengurinn með öllum mjalla? Þórði skipstjóra var ekki vel kunnugt, hver kjör kristniboða almennt voru. Eitthvað hafði hann þó heyrt konu sína tala um störf þeirra, sem hún dáðist ávallt mjög að, en svo mikið var víst, að ekki var staðan álitleg. Villidýr og mannætur voru aðalfélagar þeirra, og það var erfitt um það að segja, hvort lakara væri, mennirnir, sem höfðust við í aumum hreysum og kunnu enga mannasiði, eða öskrandi og óð villidýrin, sem nægð var af á þeim slóðum. Og að láta drenginn fara þangað, — þvílík fásinna! Og starfið sjálft! „Kenna þeim að þekkja Guð og frelsarann," hafði Ragnar sagt. Hvað varðaði þá eiginlega um trúarbrögð, þessa ræfla, þarna hinum megin á hnettinum? Þórður hafði einhverju sinni hlýtt á ræðu hjá presti, sem hljóðaði um það, að ofsi í trúarefnum leiddi mennina venjulega í einhverjar ógöngur, sem illt

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1