About this ebook
Related to Pétur og Bergljót
Related ebooks
Prinsar og prinsessur Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsBókasafn barnanna Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsSamtíningur Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsFljótsdæla saga Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsGunnars saga Keldugnúpsfífls Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsBlaskjar Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsÆvintýri og Sögur Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsMannamunur Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsHaustkvöld við hafið Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsSnædrottningin Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsSkýrsla X - Gröfin Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsÖrlög álfafólksins 2: Steinhjartað Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsRímur af Grámanni í Garðshorni Rating: 5 out of 5 stars5/5Áhrifaríkar sögur Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsGísla saga Súrssonar Rating: 0 out of 5 stars0 ratings"Allt fyrir Krist" Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsElling: Fugladansinn Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsÁ vængjum morgunroðans Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsGamansögur Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsVopnfirðinga saga Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsBasil fursti: Í klóm pyntingarmunkanna Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsBlindi tónsnillingurinn Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsÁst og hamingja (Hin eilífa sería Barböru Cartland 12) Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsGæfuskórnir Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsÓvæntir endurfundir (Rauðu ástarsögurnar 12) Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsSögur um vonina Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsBasil fursti: Mannrán og mansal Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsDAGNÝ Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsFæreyinga saga Rating: 0 out of 5 stars0 ratingsKjalnesinga saga Rating: 0 out of 5 stars0 ratings
Related categories
Reviews for Pétur og Bergljót
0 ratings0 reviews
Book preview
Pétur og Bergljót - Kristofer Janson
Pétur og Bergljót
Translated by Jens Benediktsson
Original title: Han Per og ho Bergit
Original language: Norwegian
Cover image: Shutterstock
Copyright © 1896, 2022 SAGA Egmont
All rights reserved
ISBN: 9788728421048
1st ebook edition
Format: EPUB 3.0
No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.
This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.
www.sagaegmont.com
Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.
Fyrsti kafli.
Í stóru stofunni á Bjarnarstöðum, sátu gömlu hjónin þar tvö ein. Það var þegar orðið áliðið kvölds og tekið að skyggja inni, en Katrín var nú þannig gerð, að hún sleppti ekki rokknum fyrir því. Hún bara ýtti honum örlítið nær arninum, svo skinið af eldinum fjell á þráðinn, og þarna sat hún, há og virðuleg með hvítan fald á höfði, gáði stundum að því, hvort snældan væri að fyllast, lagaði snúrurnar með fingrinum og spann svo af ákafa. Rokkurinn urraði og argaði, eins og margir kettir væru í grimmustu áflogum.
Ekki var nú heldur ljósið frá arninum mikið, þar voru aðeins örlitlar glæður af hálfkulnuðum viðarkolum, en stundum kom upp logi í hálfbrunnum bútum af birkigreinum, og eldtungum skaut upp, en þær slokknuðu aftur, einmitt þegar leit út fyrir að eitthvað ætlaði að verða úr þeim. Katrín hafði oft hugsað sjer að bæta nokkrum kvistum á eldinn, en í hvert skipti, sem hún hugsaði um þetta, varð henni litið út að dyrunum, til þess að gá, hvort Bergljót dóttir hennar kæmi ekki inn. Hún gat ekki skilið, hvað hafði orðið af henni í kvöld, hún átti þó að elda grautinn í kvöldverðinn. Og einhverntíman hlaut stúlkan að koma úr fjósinu.
Árni, maðurinn hennar Katrínar hafði komið seint inn þetta kvöld. Hann hafði verið svo lengi í eplagarðinum, því að hann var að ná inn því síðasta af uppskerunni. Nú hafði Árni náð sjer í stólkoll einn, og setst við arininn hjá konu sinni, troðið í pípu sína, kveikt í henni og reykti nú og reykti. — Hann er líklega þreyttur eftir daginn, hugsaði kona hans, og gaut til hans hornauga, þar sem hann sat álútur með báðar hendur á hnjánum, horfði í gaupnir sjer, sagði ekkert, bara reykti. Og ekki leit nú raunar út fyrir að Árni þreyttist fljótt, eins herðabreiður og þrekinn og hann var, hann sat bara hugsi, og þess meir sem hann hugsaði, því meir reykti hann.
„Eitthvað var það nú, sem jeg ætlaði að spyrja þig um, sagði Árni loks, leit upp til konu sinnar og sló öskuna úr pípunni við arinhelluna. — „Hvernig geðjast þjer að honum Níels hringjara?
„O, svona, sagði Katrín. „Það er sagður vitur maður og víðlesinn, og vel syngur hann í kirkjunni
.
„Já, og hefir á sjer heldri manna snið, greip Árni fram í og bljes í pípuna sína, „það geťur vel verið að hann lumi á nokkur hundruð dölum
.
„Ætli það ekki, sagði kona hans og færði rokkinn örlítið til, „ef hann er þá ekki búinn að eyða öllu, sem hann fjekk eftir konuna sína
.
„Þú heldur það þó ekki, eins skynsamur maður og hann er, sagði Árni. „Hann sem á fimm nautgripi og tíu sauði
. Hann bjóst við að Katrín myndi svara einhverju, en hún steinþagði og hjelt áfram að spinna en rokkurinn urraði og argaði hálfu hærra en áður.
„Mjer finst hann nú vera farinn að eldast hann Níels, sagði hún og spann enn hraðar. — „O, ekki finst mjer það nú mikið
, sagði Árni og klóraði sjer á handarbakinu. „Hann er stór og sterkur, hringjarinn, og getur lifað lengi ennþá".
„Urr—urr, sagði rokkurinn, en Katrín spurði: „Hefir hann minst á Bergljótu við þig?
— „Ekki er nú alveg laust við það, svaraði maður hennar. — „Og hverju svaraðir þú?
„Engu sjerstöku, sagði Árni hálf-vandræðalega. „Jeg sagðist fyrst þurfa að ráðgast um þetta við þig og síðan spyrja stúlkuna sjálfa. Það hljóta að verða einhver ráð með þetta, held jeg, — en annars liggur nú telpunni svosem ekkert á að giftast
.
„Satt var það orð, Árni", sagði kona hans. „Þú hefir lengi verið skynsamur maður og djúphygginn. Bergljót er nú ekki nema 16 ára, hún þarf ekki að giftast í mörg
