Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Í klóm pyntingarmunkanna
Basil fursti: Í klóm pyntingarmunkanna
Basil fursti: Í klóm pyntingarmunkanna
Ebook66 pages56 minutes

Basil fursti: Í klóm pyntingarmunkanna

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sagan segir af spænska aðalsmanninum Don del Grandia sem berst fyrir því að frelsa heimalandið úr viðjum presta- og munkavaldsins. Þegar hann mætir andspyrnu hinna miskunnarlausu pyntingarmunka leitar hann á náðir Basil fursta. Með skarpskyggni að vopni og hinn aflmikla John Skylight sér við hlið leggja þeir félagar upp í vafasaman eltingaleik við gamla erkifjendur og hættulega höfuðpaura.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 6, 2022
ISBN9788728420997

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Í klóm pyntingarmunkanna

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Í klóm pyntingarmunkanna

    Translated by Óþekktur

    Original title: Í klóm pyntingarmunkanna (English)

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420997

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Í klóm pyntingarmunkanna

    1. KAPÍTULI .

    Sorgarleikurinn við dómkirkjubrúna.

    Það var kvöld. Tunglið sendi daufa glætu yfir lög og láð, og það var mjög draugalegt í þeim hluta Barcelónaborgar, þar sem saga okkar hefst.

    Vegna kyrðarinnar, sem hvíldi yfir öllu, hefði maður vel mátt ætla að þetta væri áðeins mynd, eða réttara sagt draumsýn, sem olli því, að ekkert hljóð heyrðist og húsin sáust endurspeglast í tæru vatninu. Allt bar vott um kyrrð næturinnar. Og þröngu göturnar báru einnig með sér, að borgin svaf.

    Þannig kom borgin hinum einmana vegfaranda, sem kom gangandi eftir einni af þessum dimmu götum, fyrir sjónir þetta kvöld.

    Hann virtist vera mjög djúpt sokkinn í hugsanir sínar, því hann leit hvorki til hægri né vinstri. Hann hafði vafið að sér þykku kápunni sinni, og barðastóri hatturinn hans slútti vel fram yfir enni hans. Það var því ekki svo gott að sjá í andlit hans.

    Hann nam ekki staðar fyrr en hann kom að brú einni, sem lá yfir fljótið, og var gamaldags dómkirkja við hinn enda brúarinnar.

    Hann starði á múrana umhverfis þessa sex hundruð ára gömlu kirkju, og sem bar greinilega með sér, að hún var byggð á þeim tímum, sem munkalífið var í mestum blóma. Þetta var allt í augum hans eins og ögrun frá pytningartímabili ofstækismanna.

    Hann stóð lengi þögull og hlustandi. Svo lék einkennilegt bros um andlit hans.

    Allt umhverfið hafði á sér töfraljóma, og fyrir hugskotssjónum hans svifu fram löngu liðnir andar. Hann sá í anda glæsilega riddara og skrautlega klæddar konur, og allt bar þetta fólk hin ytri merki glæsimennskunnar frá þeim timum, sem konungarnir réðu einir, og gullið streymdi frá nýlendunum.

    Hann sá ennfremur presta, sem komu í skrúðgöngu með fanga sina, suma limlesta og dauða, en aðra hart út leikna, og sem ekki áttu annað eftir, en brenna á bálinu til lofs og dýrðar ýmsum dýrðlingum þessara æstu manna. Á þennan hátt létu mörg þúsund saklausra karla og kvenna lífið, en samtímis tók munkareglan alla peninga þessara fórnarlamba sinna.

    Það er talið að þessar og þvílíkar ógnir hafi átt sér stað fyrr á tímum, en það lifir lengi í kolunum, og það er álit manna, að enn eimi eftir af þessum ógnum á Spáni, og það allt fram á okkar daga.

    Maðurinn, sem við höfum um hríð fylgst með, var einn þeirra sem alltaf vildi vita meira og meira.

    Og það var aðal ástæðan fyrir því, að hann var nú staddur á spánskri grund.

    Engan grunaði að hinn snjalli leynilögreglumaður Basil fursti væri þarna á ferð í þessu dulargerfi, enda var enginn vafi á því, að ef menn hefðu vitað það, þá hefði hann ekki komizt klakklaust leiðar sinnar.

    Blöðin fluttu langar greinar um ferðalag furstans, og sögðu að hann væri farinn í langt ferðalag til Suður-Ameríku, og að hann ætlaði að vera þar lengi og kynnast vel þeim þjóðum, er þar væru.

    En hann hafði sem sagt ferðast til Spánar og látið sem allra minnst á því bera. Í fjórar vikur hafði hann ferðast um án þess að verða fyrir nokkrum óþægindum. Hann hafði á þessum tima komizt að ýmsu mjög þýðingarmiklu. Og það kom strax fram, að margt af því sem honum hafði verið sagt, var á rökum reist.

    Það var spanskur aðalsmaður, sem kom til furstans kvöld nokkurt og bað hann að bjarga við málum sínum.

    Don dela Grandia var kominn af ríkri spanskri aðalsætt, en hafði orðið að flýja land vegna stjórnmálaskoðana. Honum hafði heppnazt að koma miklu af auðæfum sínum með sér, svo mótstöðumenn hans sátu eftir með sárt ennið.

    Don Grandia skýrði Basil fursta frá því, að hann hefði fyllt þann flokk heima

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1