Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Vesalingarnir I
Vesalingarnir I
Vesalingarnir I
Ebook388 pages5 hours

Vesalingarnir I

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Jean Valjean er staðráðinn í að snúa baki við glæpsamlegri fortíð sinni og verða að heiðarlegum manni. Eftir margra ára fangelsisvist og eymd tekst honum að skapa sér nafn sem auðugur verksmiðjueigandi og borgarstjóri. Á sama tíma fer lífið ekki ljúfum höndum um hina ungu Fatine sem eignast dóttur utan hjónabands og þarf í kjölfarið að færa fórnir sem ræna hana stoltinu og lífsgæðunum. Vesalingarnir er í senn átakanleg og hjartnæm saga sem lýsir mikilvægi samkenndar og kærleika þegar móti blæs. Bókaserían Vesalingarnir kom fyrst út árið 1862 og naut umsvifalaust mikilla vinsælda. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og er talin ein áhrifamesta skáldsaga sem gefin hefur verið út í Evrópu. Sagan gerist á fyrrihluta 19. aldar í Frakklandi þegar miklar hræringar eiga sér stað í samfélaginu. Þar fléttast líf ólíkra einstaklinga saman í örlagaríka atburðarás þrunginnar ástríðu, áræðis, og þrautseigju. Eftir skáldsögunni hafa verið gerðar fjölmargar kvikmyndir en árið 2012 fóru Hugh Jackman, Anne Hathaway og Russel Crowe með aðalhlutverk í eftirgerð Vesalingana undir leikstjórn Tom Hoopers.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 4, 2023
ISBN9788728449158

Related to Vesalingarnir I

Titles in the series (2)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Vesalingarnir I

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Vesalingarnir I - Víctor Hugo

    Vesalingarnir I

    Translated by Einar H. Kvaran, Ragnar E. Kvaran

    Original title: Les Misérables

    Original language: French

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1862, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728449158

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Meðan það viðgengst í skjóli laga og landsvenja, að bölvan þjóðfélagsins skapi tilbúin víti mitt í siðmenntuðum heimi og snúi guðlegri fyrirœtlan í hryggileg forlög, meðan óleyst eru hin þrjú miklu vandamál aldarinnar, hnignun mannsins í öreigastétt, niðurlæging konunnar vegna hungurs, kröm barnsins í myrkrinu, meðan það viðgengst að þjóðfélagið geti fært þegna sína í kaf; með öðrum orðum og frá enn víðtœkara sjónarmiði, meðan fáfræði og vesöld þrífast á jörðu, þá ættu bækur sem þessar ekki að vera ritaðar að ójyrirsynju.

    Hauteville-House, 1. janúar 1862

    FYRSTIÞÁTTOR

    FANTÍNA

    Fyrsta bók:

    Réttlátur maður

    I

    HERRA MYRIEL

    Árið 1815 var herra Karl Franz Bienvenu Myriel biskup í Digne. Hann var öldungur, áttatíu og fimm ára gamall. Hann hafði setið í biskupsdæmi sínu frá því árið 1806.

    Þó það komi efni frásagnar okkar ekki við, er ekki úr vegi, til að fyllstu nákvæmni sé gætt, að greina frá ýmsum sögum sem fóru á kreik þegar Myriel fluttist í héraðið. Um hvort eitthvert sannleikskorn sé í þeim verður ekkert fullyrt, því oft skipar almannarómur jafnstóran sess í lífi fólks, og ekki síður örlögum þess, og sjálfar athafnirnar.

    Myriel var kominn af gömlum embættismannaaðli, var sonur manns sem var þingráð í Aix. Sagt var að faðirinn hefði látið hann kvænast mjög ungan að aldri, átján eða tuttugu ára gamlan, í von um að hann gæti erft stöðu hans, eins og siður var í þingmannaættum. Sömuleiðis var það mál manna, að Karl Myriel hefði gefið ástæðu til þess að hinar og aðrar sögur gengu um hann, þrátt fyrir hjónabandið.

    Þó að hann væri lágur vexti var þessi ungi maður laglegur og auk þess prúðmannlegur, geðþekkur og fyndinn. Allur fyrsti hluti ævi hans hafði snúist um ástir og heimshyggju. Þá hófst stjórnarbyltingin, og nú varð mikið um að vera. Þingmannaættirnar voru ýmist alveg upprættar eða þær voru ofsóttar og eltar á röndum svo þær dreifðust út í buskann. Karl Myriel fór þegar af landi burt er stjórnarbyltingin hófst, til Ítalíu, þar sem kona hans dó úr brjóstveiki sem hafði lengi þjakað hana. Þau voru barnlaus. Hvað var það sem stýrði lífi Karls Myriels inn á þá braut er hann nú tók? Var það fall hinnar gömlu þjóðfélagsskipunar, dauði ættmenna hans og hræðilegir viðburðirnir árið 1793, sem ef til vill voru enn hræðilegri í augum landflóttamanna, sem horfðu á þá álengdar í gegnum stækkunargler skelfingarinnar — var það þetta allt sem lét hugsunina um sjálfsáfneitun og einveru spretta upp í sál hans? Eða hafði hann allt í einu, innan um skemmtanir sínar og ástamál sem líf hans snerist um, orðið fyrir einu af þessum dularfullu og hræðilegu áföllum, sem stundum varpa mönnum til jarðar, einmitt af því að komið er við hjarta þeirra, — mönnum, sem ekki láta augljós óhöpp fá neitt á sig, og það jafnvel þó að um eignir þeirra eða stöðu í lífínu sé að tefla? Enginn gat svarað þessum spurningum; hið eina sem menn vissu var það, að þegar Karl Myriel kom aftur heim frá Ítalíu, þá var hann prestur.

    Árið 1804, var Myriel sóknarprestur í Brignolles. Hann var þá þegar orðinn gamall maður, og hafði dregið sig algjörlega út úr skarkala veraldarinnar.

    Skömmu fyrir krýningardag Napóleons varð hann að fara til Parísar í embættiserindum. Fesch kardínáli var einn af þeim voldugu höfðingjum sem hann varð að fínna fyrir sóknarbörn sín. Einu sinni þegar keisarinn heimsótti móðurbróður sinn, varð Myriel á vegi hans hátignar þar sem hann beið í forstofunni. Napóleon, sem sá að gamli maðurinn starði á hann með nokkurri forvitni, sneri sér að honum og spurði nokkuð hvatskeytislega: „Hver er þessi góði maður sem horfir svo á mig? „Þér horfíð á góðan mann, yðar hátign, sagði Myriel, „og ég horfi á mikinn mann. Við getum báðir haft gott af því."

    Sama kvöld spurði keisarinn kardínálann hvað þessi prestur héti, skömmu síðar fékk Myriel að heyra, sér til mikillar furðu, að hann væri skipaður biskup í Digne.

    Hvað var svo til í því sem sagt var um fyrri hluta ævi hr. Myriel? Það vissi enginn. Fáir höfðu þekkt Myriel-ættina fyrir byltingu.

    Svo fór vitanlega um Myriel sem fer um alla sem koma til lítils bæjar, þar sem tungurnar eru iðnari við að tala en höfuðin við að hugsa. En í raun og veru var ekkert hægt að segja um hans fyrri ævi nema ónákvæmar skotspónafregnir, og er þær höfðu verið aðalumtalsefni manna um nokkurn tíma þögnuðu allar sögur og voru nú alveg gleymdar, er hann hafði verið biskup í Digne um níu ára skeið.

    Þegar hann kom til Digne hafði hann systur sína með sér, ungfrú Baptistine að nafni, ógifta konu, tíu árum yngri en hann var sjálfur.

    Eina hjúið sem þau höfðu var vinnukona á líkum aldri og ungfrú Baptistine, hún var kölluð frú Magloire, hafði fyrst verið vinnukona hjá prestinum og var nú tvennt í senn, þjónustustúlka ungfrúarinnar og ráðskona hjá herra biskupinum.

    Ungfrú Baptistine var há vexti, fölleit, grönn, viðmótsþýð og göfugmannleg ásýndum. Hún hafði aldrei verið falleg, en með því að ævi hennar hafði verið samfelld röð góðra verka, höfðu þau að lokum varpað hvítum ljóma yfir ásýnd hennar og nú, er hún var komin á efri ár, varpað yfir hana fegurð góðmennskunnar, ef svo mætti að orði komast. Á hennar yngri árum hefði mátt kalla hana mjóa, ennú var líkast því að hún væri gagnsæ. Og það sem sást í gegn var engillinn. Hún var líkari sál en meyju. Hún var eins og sköpuð úr skugga; það var tæpast nógu mikið af holdi til að unnt væri að tala um kynferði; ögn af efni, en inni í því ljóstýra; stórum augunum sneri hún ávallt niður; líkami hennar var átylla fyrir sál til að vera áfram á jörðunni. Frú Magloire var lítil, gömul kona, hvítleit, feit og digur, átti alltaf annríkt og var alltaf móð, nokkuð fyrir þá sök að hún vann svo kappsamlega og nokkuð fyrir það að hún þjáðist af andþrengslum.

    Þegar Myriel kom til Digne var farið með hann til biskupshallarinnar með allri þeirri viðhöfn sem fyrirskipuð var í keisaralegum tilskipunum, þar sem ákveðið var að biskup skyldi talinn stórfylkishöfðingjum næstur að tign. Borgarstjórinn og dómstjórinn heimsóttu hann í virðingarskyni, en hann heimsótti hershöfðingjann og amtmanninn í virðingarskyni.

    Og nú þegar biskupinn var búinn að hreiðra um sig beið litli bærinn eftir að sjá hann að störfum.

    II

    HR. MYRIEL VERÐUR HR. BIENVENU

    Biskupshöllin í Digne var byggð við sjúkrahúsið.

    Hún var stórt, fallegt steinhús. Herra Henri Puget, doktor í guðfræði við háskólann í París, sem varð biskup í Digne 1712, hafði reist það í byrjun 18. aldar. Það var höll sem sómdi hvaða höfðingja sem vera skyldi; allt var fyrirmannlegt og stórfenglegt, herbergi biskupsins, viðhafnarsalirnir, garðurinn, sem var mjög stór og með bogagöngum umhverfis að gömlum flórentískum sið, og aldingarðarnir með mikilfenglegum trjám. Í borðstofunni, löngum og fallegum sal, sem sneri út að aldingörðunum og var á neðsta gólfi, hafði herra biskup Henri Puget haldið stórkostlega veislu 29. júlí 1714 í virðingarskyni við frusta-erkibiskupinn frá Embrun, stórprior Frakklands og fimm aðra tignustu andlegrar stéttar menn. Salurinn var skreyttur myndum þessara sjö háæruverðugu manna, og grafið var með gullbókstöfum á hvíta marmarahellu: 29. júlí 1714, til minningar um þennan sögulega dag.

    Sjúkrahúsið var aftur á móti lítið, þröngt, tveggja hæða hús, og lítill garður umhverfís. Þremur dögum eftir að biskupinn var þangað kominn, fór hann yfír í sjúkrahúsið. Þegar hann hafði séð það sem hann langaði til, bað hann sjúkrahússtjórann að líta inn til sín.

    „Herra sjúkrahússtjóri, mælti hann, „hvað hafið þér marga sjúklinga núna?

    „Tuttugu og sex, herra biskup."

    „Já, mér taldist einnig svo til," sagði biskupinn.

    „Rúmin eru mjög þétt," mælti sjúkrahússtjórinn.

    „Já, ég sá það."

    „Sjúkrastofurnar eru ekki stærri en vanaleg herbergi, og það er erfitt að halda loftinu alltaf hreinu."

    „Já, mér fannst ég verða var við það."

    „Og garðurinn er alltof lítill, fyrir þá sem eru á batavegi, þegar ofurlítið sólskin er."

    „Já, ég hef líka haldið það."

    „Þegar landfársóttir ganga — þetta ár hefur verið taugaveiki og fyrir tveimur árum var bólan á ferðinni — eru stundum hundrað sjúklingar, og þá vitum við ekki hvernig við eigum að fara að."

    „Já, mér hefur einnig komið það til hugar."

    „En hvað er um það að tala, herra biskup, mælti sjúkrahússtjórinn; „það er ekki annað að gera en taka því sem er.

    Þessi samræða fór fram í borðstofunni á neðsta gólfi í biskupshöllinni. Biskupinn þagði augnablik, þá sneri hann sér snögglega að sjúkrahússtjóranum.

    „Hvað haldið þér að mörg rúm gætu komist fyrir í þessum sal?" mælti hann.

    „Í borðstofunni yðar, herra biskup?" mælti sjúkrahússtjórinn undrandi.

    Biskupinn leit yfir salinn og virtist vera að mæla hann og reikna út.

    „Hér komast tuttugu rúm áreiðanlega fyrir, sagði hann, eins og hann væri að tala við sjálfan sig; svo hélt hann áfram og sneri sér að sjúkrahússtjóranum: „ Ég skal segja yður nokkuð, herra sjúkrahússtjóri. Hér hefur bersýnilega átt sér stað einhver misskilningur. Hjá yður eru tuttugu og sex menn í fimm eða sex litlum herbergjum. Við erum ekki nema þrjú, en hér er nægilegt rúm fyrir sextíu menn. Þetta er sprottið af misskilningi, get ég sagt yður. Þér eruð í húsi mínu og ég í yðar. Látið þér mig fá sjúkrahúsið, og síðan búið þér um yður hérna.

    Daginn eftir var farið með fátæklingana tuttugu og sex í biskupshöllina, en biskupinn flutti sig í sjúkrahúsið.

    Myriel átti engar eignir, því ættingjar hans höfðu misst allt í stjórnarbyltingunni. Systir hans hafði fimm hundruð franka lífeyri á ári, og það hafði nægt fyrir útgjöldum hennar meðan þau dvöldu á prestssetrinu. Biskupslaun Myriels voru fimmtán þúsund frankar. Sama daginn sem hann flutti sig í sjúkrahúsið, ritaði hann skrá yfír það hvernig verja ætti þessum fimmtán þúsundum. Hann ætlaði sjálfum sér þúsund franka til eigin útgjalda, og sex þúsund ætlaði hann í ölmusugjafir handa fátæklingunum í bænum; því sem eftir var skipti hann milli ýmissa líknarstofnana.

    Hann breytti engu í þessari áætlun sinni, alla þá stund sem hann sat í embætti sínu í Digne, en nefndi þetta allt einu nafni héimilisútgjöld sín.

    Ungfrú Baptistine mótmælti þessu fyrirkomulagi ekki með einu orði. Þessi guðhrædda kona leit á bróður sinn sem hvorttveggja í senn, bróður sinn og biskup, vin sinn, samkvæmt lögum náttúrunnar, yfirmann sinn, samkvæmt lögum kirkjunnar. Hún elskaði hann og tilbað hann blátt áfram. Þegar hann sagði eitthvað, var hún á sama máli. Vinnukonan ein, frú Magloire, maldaði dálítið í móinn. Biskupinn hafði, eins og bent hefur verið á, ætlað sjálfum sér þúsund franka; þar við bættust fimm hundruð frankar ungfrú Baptistine, og þessar tvær gömlu konur og þessi gamli maður lifðu á þessum fimmtán hundruð frönkum. Og samt hafði biskupinn ráð á að bjóða þorpsprestunum að borða með sér þegar einhver þeirra kom til Digne, og var það að þakka sparsemi frú Magloire og ráðdeildarsamri stjórn ungfrú Baptistine á fjármálum heimilisins.

    Þegar biskupinn hafði verið hálft misseri í Digne, sagði hann einu sinni: „Ég hef nú annars í raun og veru litlar tekjur."

    „Já, það má nú segja! mælti frú Magloire. „Þér hafið ekki einu sinni, herra biskup, krafíst þeirra peninga sem amtið á að borga fyrir vagn og embættisferðir í umdæminu. Áður fyrr var það ávallt siður að biskupinn fengi það goldið.

    „Það er áreiðanlega rétt hjá yður, frú Magloire, mælti biskupinn. Hann fylgdi fram kröfu sinni og nokkru síðar var svo úrskurðað, að hann skyldi fá þrjú þúsund franka árlega „fyrir vagnleigu, pósthesta og embættisferðir. Borgararnir gerðu ekki alllítinn hávaða í tilefni af þessu, en frú Magloire var fegin.

    „Jæja, sagði hún við ungfrú Baptistine, „herra biskupinn hugsaði framan af eingöngu um aðra; það er gott að hann fer loksins að hugsa ofurlítið um sjálfan sig. Nú fáum við þó að minnsta kosti þessa þrjú þúsund franka! Þetta sama kvöld skrifaði biskupinn upp eftirfarandi skrá, sem hann fékk systur sinni í hendur:

    Þrjú þúsund frankar fyrir vagnleigu og embættisferðir. Fyrir kjötsúpu handa sjúklingunum í sjúkrahúsinu 1500 frankar, til munaðarleysingjafélagsins í Aix 250 frk., til munaðarleysingjafélagsins í Draguignan 250 frk., til fátækra barna 500 frk., til barnahælisins 500 frk. Samtals 3000 frankar.

    Þannig var fjárhagsáætlun Myriels biskups.

    Hann sótti fast öll biskupsgjöld í hendur ríkra manna, því hann gaf fátæklingum þau. Og ekki leið heldur á löngu þangað til frjálsar gjafir tóku að streyma að. Þeir sem höfðu nægtir, og þeir sem voru í nauðum staddir, börðu á dyr Myriels. Þeir fyrrnefndu til þess að gefa, hinir til þess að taka á móti vinsamlegum gjöfum. Áður en ár var liðið var biskupinn orðinn féhirðir fyrir allar liknargjafir í bænum. Hann hafði miklar fjárhæðir milli handanna, en ekkert gat fengið hann til þess að breyta í neinu lifnaðarháttum sínum, eða til þess að nota sjálfur meira en nauðsynlegt var. Fjarri því. Af því að ávallt er meiri eymd meðal lægri stéttanna heldur en bróðurkærleiki meðal þeirra æðri, mátti segja að allt væri gefið burtu áður en þess væri aflað; það var sem hellt væri vatni á skrælnaðan jarðveg. Hversu mikið fé sem hann fékk, hafði hann aldrei neitt, og þá tók hann úr sínum eigin vasa.

    Eins og siður er, rita biskuparnir öll skírnarnöfn sín í upphafi tilskipana sinna og umburðarbréfa. Fátældingarnir í umdæminu höfðu valið, með einskonar eðlishvöt ástarinnar, það nafn hans, sem þeim fannst eitthvað merkja. Þeir kölluðu hann aldrei annað en herra biskup Bienvenu. ¹ Svo ætlum vér einnig að nefna hann. Honum féll annars vel að þeir skyldu kalla hann því nafni.

    „Mér er vel við þetta nafn, sagði hann, „það kemur mér til þess að sætta mig við herra biskup.

    Þessi mynd sem hefur verið dregin upp hér af biskupnum er ef til vill ekki trúleg, en hún er lík því sem hann var.

    III

    ERFITT UMDÆMI FYRIR GÓÐAN BISKUP

    Þó að biskupinn hefði breytt vagni sínum í ölmusugjafir, fór hann engu að síður embættisferðir sínar. Digne er talsvert erfitt biskupsdæmi. Sléttur eru fáar en fjöllin mörg og því nær engir vegir. Í því eru þijátíu og tvö prestaköll, fjörutíu og eitt aðstoðarprestsembætti og tvö hundruð áttatíu og fimm annexíukirkjur. Það var ekkert smáræði að hafa umsjón með öllu þessu, en biskupnum tókst það. Hann fór fótgángandi í umhverfi bæjarins, í smákerru um slétturnar, og yfir fjöllin fór hann á múlasna. Gömlu konurnar báðar fóru vanalega með honum. Væri ferðin of erfið fyrir þær, fór hann einsamall.

    Dag einn kom hann ríðandi á asna inn í Senez, gamla biskupsborg. Budda hans var nokkuð þurrausin um þær mundir, og því hafði hann ekki fengið sér annan fararskjóta. Borgarstjórinn kom til að taka á móti honum við biskupssetrið og horfði hneykslaður á biskupinn stíga af baki asnanum. Nokkrir borgarar stóðu hjá og hlógu. „Herra borgarstjóri, sagði hann, „og herrar mínir. Ég sé hvað veldur hneykslan yðar; yður finnst dramblæti fátæks prests vera mikið, að nota reiðskjóta, sem gekk undir sjálfum Jesú Kristi. Ég get fullvissað ykkur um að það var nauðsyn en ekki hégómi sem olli því.

    Á þessum ferðum sínum var hann ávallt hógvær og vorkunnlátur, látur, rabbaði frekar við menn en predikaði. Hann leitaði aidrei langt að dæmum og fyrirmyndum. Hann var vanur, er hann var í einhverri sókninni, að benda á nágrannasóknina sem dæmi. Í sóknum, þar sem ekki var farið vel með fátæklingana, sagði hann: „Lítið á fólkið í Briançon. Það leyfir fátæklingum, ekkjum og munaðarleysingjum að slá engjar sínar þremur dögum á undan öllum öðrum. Það reisir húsin þeirra við endurgjaldslaust, þegar þau eru farin að hrörna. Þess vegna er blessun guðs einnig yfír því héraði. Í hundrað ár hefur ekki verið drýgt eitt einasta morð þar."

    Í þorpum, þar sem menn voru sínkir og ágjarnir sagði hann: „Lítið á fólkið í Embrun. Ef einhver faðir á syni sína í herþjónustu um uppskerutímann, og dætur hans eru í vinnumennsku í bænum, og hann er sjálfur veikur og getur ekkert unnið, þá minnir presturinn á hann í predikun sinni og biður menn að hjálpa honum, og þá fara allir þorpsbúar, karlar og konur og börn, eftir messuna á sjálfum sunnudeginum, út á akur vesalings mannsins og skera þar upp og keyra heim."‘

    Hann sagði við menn sem áttu í deilum við ættingja sína út af fjármunum eða erfðum: „Lítið á fólkið í Devolny. Það á heima á þeim eyðifjöllum, að ekki heyrist til næturgalans einu sinni á fímmtíu árum. En þegar einhver heimilisfaðirinn deyr, fara synirnir út í buskann til þess að leita gæfunnar og láta dætumar halda öllum arfinum til þess að þær geti gifst."

    Þar sem menn voru gjarnir á að eiga í málaferlum og eyddu fé sínu í stimplaðan pappír, sagði hann: „Lítið á bændurna í Queyrasdalnum. Þar eru þijár þúsundir manna. Og guð veit að það er eins og dálítið lýðveldi. Þeir þekkja hvorki dómara eða lögreglu, hreppstjórinn sér um allt; hann jafnar sköttunum niður eftir besta viti, dæmir mál manna endurgjaldslaust, ef þeir geta ekki komið sér saman sjálfir, skiptir arfí án þess að taka gjald fyrir, og allir hlýða honum af því að hann er réttlátur maður meðal óbrotinna manna."

    Í þorpunum, þar sem engir skólakennarar voru, benti hann líka á Queyrasbúa sem fyrirmynd. „Vitið þið hvernig þeir fara að?" sagði hann. „Lítill bær, þar sem ekki eru fleiri en tólf til fimmtán fjölskyldur, getur vitanlega ekki kostað skólakennara að staðaldri; þess vegna hafa þeir kennara sem allur dalurinn launar, og hann ferðast milli þorpanna og kennir átta eða tíu daga í einu á hverjum stað. Stundum hittir maður þessa kennara á torgunum, þar hef ég séð þá. Það er hægt að þekkja þá á pennanum í hattbandinu. Þeir sem einungis kenna að lesa hafa ekki nema einn penna, þeir sem kenna reikning hafa tvo, og þeir sem kenna bæði lestur, reikning og latínu hafa þrjá penna. Þetta eru mjög lærðir menn, enda er það álitin mikil smán þar að vera fáfróður.

    Farið þið eins að og Queyrasbúar."

    Þannig talaði hann alvarlega, og þegar hann hafði engin dæmi við hendina bjó hann til dæmisögur, sem áttu við kjarna málsins. Af því að hann var sjálfur sannfærður, sannfærði hann aðra, með samskonar látlausri mælsku og með mörgum líkingum eins og Jesús Kristur.

    IV

    VERKIN LÍKJAST ORĐUNUM

    Í daglegri viðræðu var hann vingjarnlegur og glaðlegur og gerði sér far um að vera nálægt gömlu konunum tveimur er deildu lífi hans. Þegar hann hló var það hlátur skólapilts.

    Frú Magloire ávarpaði hann gjarnan yðar hátign. Dag einn stóð hann upp úr hægindastól sínum og gekk að bókaskápnum til að sækja bók. Bókin var ofarlega í skápnum og biskupinn var nokkuð lágvaxinn, hann gat ekki náð bókinni. „Frú Magloire, sagði hann, „færið mér stól. Tign mín er ekki nógu há til að ég nái upp í þessa hillu.

    Stundum gat hann verið smáhæðinn, en næstum því ávallt var einhver alvarleg hugsun því samfara. Einu sinni kom ungur aðstoðarprestur til Digne á föstunni og predikaði í dómkirkjunni. Hann var mjög mælskur og talaði um góðgerðastarfsemi. Hann hvatti ríkismenn til þess að gefa þeim sem fátækir voru, svo að þeir færu ekki til helvítis, sem hann lýsti með hræðilegum orðum, en yrðu þess verðir að komast í himnaríki, sem hann taldi afar eftirsóknarvert. Meðal áheyrenda hans var ríkur maður, Géborand að nafni og hafði áður verið kaupmaður. Hann lánaði mönnum fé gegn okurrentum og hafði þegar safnað sér eignum er námu nokkrum milljónum. Hann hafði aldrei áður á ævi sinni gefið fátækum manni ölmusu, en eftir að hafa hlustað á þessa predikun sáu menn að hann gaf gömlu betlarakonunum fyrir utan dómkirkjuna fimmeyring á hverjum sunnudegi. Þær voru sex, sem áttu að skipta því á milli sín. Einu sinni, þegar biskupinn sá hann gefa þessa ölmusu, sagði hann brosandi við systur sína: „Líttu á herra Géborand! Nú er hann að kaupa himnaríki fyrir fímm aura."

    Þegar líknarstörf voru annars vegar lét hann aldrei vísa sér á bug, skeytti ekkert um það þó að honum væri neitað um stuðning, en sagði eitthvað sem fékk hlutaðeigandi mann til þess að hugsa sig um. Einu sinni bað hann í samkvæmi um peninga handa fátæklingum. Þar var meðal annarra greifi nokkur, Champtercier að nafni, gamall maurapúki, sem hafði tekist hið ólíklega að vera í senn mikill konungssinni og ákafur fylgismaður Voltaires. Slíkir menn voru til í þá daga. Biskupinn kom einnig til hans, lagði hönd sína á handlegg hans og mælti: „Þér ættuð að gefa mér eitthvað, herra greifi."

    Greifinn sneri sér að honum og sagði stuttur í spuna: „Ég hef sjálfur fátæklinga, herra biskup."

    „Jæja, gefíð þér mér þá," sagði biskupinn.

    Einu sinni hélt hann eftirfarandi predikun í dómkirkjunni: „Ástkæru bræður mínir og góðir vinir, í Frakklandi eru þrjár milljónir bændahúsa, þar sem ekki eru nema tveir gluggar og einar dyr, 1.817.000 þar sem er einn gluggi og einar dyr og 346.000 kofar, þar sem eru einar dyr og enginn gluggi. Þessu veldur það, að til er svonefndur dyra- og gluggaskattur. Hugsið þér yður nú þessar fátæku fjölskyldur, gamlar konur og lítil börn í þessum húsum, og hugsið þér yður svo hvað verður af þeim þegar hitasótt og aðrir sjúkdómar ganga yfir. Já, guð hefur gefíð mönnunum loftið, lögin selja þeim það. Ég áfellist ekki lögin, en ég lofa og þakka guði. Bændurnir í Iséré, í Var, og í báðum Alpaömtunum eiga ekki einu sinni hjólbörur; þeir verða að bera áburðinn út á bakinu; þeir hafa engin kerti, en nota bikaðar spýtur og snærisspotta vætta í tjöru til Ijósa. Þannig er ástandið í öllum hinum hlutanum af Dauphine. Þeir baka brauðið til sex mánaða í senn og nota þurrkaða kúamykju til þess að baka það við. Á veturna verða þeir að höggva það sundur með öxum og láta það liggja í bleyti í sólarhring, áður en það er ætt. „Bræður mínir, verið miskunnsamir! Sjáið hversu menn þjást um allt land!"

    Hann var fæddur í Provence og honum hafði auðveldlega tekist að læra allar mállýskur í Suður-Frakklandi. Bændurnir kunnu vel við þetta og hafði það ekki lítið stuðlað að því að gera hann öllum ástfólginn. Hann var eins og heima hjá sér í kofunum uppi á fjöllunum. Hann hafði lag á að segja það sem andríkast var, á alþýðlegasta máli.

    Að öðru leyti kom hann alveg eins fram við heldra fólkið og almúgann.

    Hann var aldrei fljótur á sér að dæma, en reyndi alltaf að átta sig vel á öllum tildraganda hvers máls.

    „Við skulum reyna að sjá hvernig á yfirsjóninni stendur," sagði hann.

    Játandi það, eins og hann sagði sjálfur brosandi, að hann væri fyrrverandi syndari, hafði hann aldrei stranga siðfræðipredikun sér að hlífiskildi, enda var hann ófeiminn að lýsa siðferðisskoðunum sínum sem voru í stuttu máli þessar:

    „Holdið er manninum í senn byrði og freisting. Hann dregur það á eftir sér og lætur undan því."

    „Hann verður að hafa góðar gætur á því, halda því í skefjum, bæla það niður, og ekki hlýða kalli þess nema í neyð. Þó farið sé eftir þessu, getur hann samt hrasað, en fallið verður stutt, aðeins niður á hné, og getur því breyst í bæn."

    „Að vera helgur maður er undantekning, að vera réttlátur er reglan. Vaðið í villu, látið undan, syndgið, en verið réttlát."

    „Eins lítið af syndum og auðið er, það er lögmál mannsins. Að vera alveg laus frá syndinni, það er draumur engilsins. Allt jarðneskt er undirorpið syndinni. Syndin er þyngdarlögmál."

    Þegar hann sá alla menn hneykslast og áfellast eitthvað mikillega, sagði hann brosandi: „Þetta virðist vera eitthvað sem allir gera sig seka í. Sjáið hvað hræsnurunum er annt um að hylja sig!"

    Sérstaklega var hann vorkunnlátur kvenfólki og þeim fátæklingum sem þjóðfélagið leikur hart. „Karlmennirnir, feðurnir, eiginmennirnir, þeir sem sterkir eru, ríkir og þeir sem eitthvað mega sín, eru orsök synda eiginkvennanna, hjúanna, þeirra vanmáttugu, fátæku og fáfróðu."

    Hann sagði líka: „Kennið þeim fáfróðu allt sem þeir geta lært. Það er mikil yfírsjón af þjóðfélaginu að veita ekki ókeypis fræðslu, það ber ábyrgðina á því myrkri sem það sjálft veldur. Þegar sál er full af myrkri, syndgar hún. Það er ekki syndarinn, en sá sem veldur myrkrinu, sem ábyrgðina ber." Eins og sjá má voru skoðanir hans nokkuð einstæðar. Ég held nærri því, að hann hafí numið þær af fagnaðarerindinu.

    Einu sinni heyrði hann í samkvæmi talað um mál, sem var fyrir réttinum og átti bráðlega að koma fyrir dóm. Vesalings maður einn hafði falsað peninga þegar öll önnur sund voru lokuð fyrir hann, af ást til konu og barnsins, sem hann átti með henni. Þá var enn refsað fyrir peningafölsun með lífláti. Konan hafði verið tekin föst þegar hún var að koma út fyrsta peningnum sem maðurinn hafði búið til. Henni var haldið í fangelsi en menn höfðu engar sannanir nema gegn henni einni; hún ein gat ljóstrað upp um elskhuga sinn og komið honum undir manna hendur, með því að segja frá glæpnum. Hún neitaði. Allra bragða var leitað, en hún neitaði stöðugt. En þá datt opinbera ákærandanum nokkuð í hug. Hann sagði henni, að elskhugi hennar væri henni ótrúr, og honum tókst að sannfæra vesalings konuna um það, með nokkrum bréfsneplum sem hann hafði lag á að skýra fyrir henni á kænlegan hátt, að hún ætti elju, og að maðurinn hefði svikið hana. Hún sagði þá til elskhuga síns, utan við sig af afbrýðisemi, játaði öllu og lét dómstólnum allar sannanir í té. Nú var úti um manninn. Það átti að dæma hann skömmu síðar í Aix og með honum þá er meðsekir voru. Allir voru hrifnir af kænsku ákærandans, sem hafði leitt sannleikann í ljós með því að vekja afbrýði konunnar. Biskupinn hlustaði þögull á söguna og spurði síðan: „Hvar á að dæma þennan mann og þessa konu?"

    „Við kviðdóminn."

    „Og hvar á að dæma opinbera ákærandann?" mælti hann.

    Sorglegur viðburður gerðist í Digne. Maður var dæmdur til lífláts fyrir morð. Það var gæfulaus vesalingur, sem ekki var alveg menntunarsnauður, þó að hann hefði aldrei fengið verulega uppfræðslu. Hann hafði fengist við sjónhverfingar á sölutorgum og hafði auk þess nokkurs konar opinbera skrifstofu. Bæjarmenn töluðu mikið um þetta mál. Daginn áður en átti að lífláta hann, veiktist fangelsispresturinn. En prest varð að fá til þess að vera hjá manninum dauðadæmda síðustu stundirnar. Þá var farið til sóknarprestsins, en hann neitaði, honum kom þetta ekkert yið, hann var ekki skyldugur til þess að fást við slíka þrælavinnu og vildi ekkert skipta sér af þessum loddara. „Þar að auki er ég veikur og þetta er annars enginn staður fyrir mig. Biskupnum var sagt frá þessu svari og mælti hann þá: „Þetta er rétt hjá prestinum. Þetta er ekki staður fyrir hann heldur fyrir mig.

    Hann fór undir eins til fangahússins og gekk inn í klefa „loddarans", tók í hönd honum og talaði við hann. Hann dvaldi hjá honum allan daginn, gleymdi að eta og sofa fyrir því að biðja til guðs fyrir sál óbótamannsins. Hann var eins og faðir hans, bróðir og besti vinur hans, leiðbeindi, huggaði hann og hughreysti. Myriel einum var það að þakka, að þessi maður gekk ekki í dauðann með örvæntingu í hjarta sínu. Honum fannst dauðinn vera eins og hyldýpisgjá og var gagntekinn af skelfingu. Hann var ekki nógu mikill fáráðlingur til þess að láta sér standa á sama. Dauðadómurinn hafði fengið mjög mikið á hann og, ef svo mætti að orði komast, brotið niður hér og hvar nokkuð af veggnum sem leynir fyrir oss leyndardómi tilverunnar. Hann starði í sífellu eftir þessum leyndardómi, en sá ekkert nema myrkrið. Biskupinn lét hann koma auga á ljós.

    Daginn eftir, þegar komið var til þess að sækja vesalings manninn, var biskupinn hjá honum. Hann fór með honum og gekk fram fyrir lýðinn við hlið vesalings, fjötraðs bandingjans, í fjólubláu kápunni sinni með biskupskrossinn um hálsinn. Hann settist upp í fangakerruna hjá honum og gekk upp á höggstokkinn með honum. Fanginn, sem daginn áður hafði verið þunglyndur og örvæntingarfullur, leit nú út fyrir að vera hinn glaðasti. Hann fann að hann var sáttur við guð og vonaðist eftir miskunn hans. Biskupinn faðmaði hann að sér, og þegar komið var að því að öxin skyldi falla, sagði hann: „Þann, sem mennirnir drepa, uppvekur

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1