Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Róbinson Krúsó
Róbinson Krúsó
Róbinson Krúsó
Ebook91 pages1 hour

Róbinson Krúsó

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Í sígildri sögu Daniel Defoe fer ungi Englendingurinn Róbinson Krúsó á sjóinn til að verða ríkur og upplifa mikil ævintýri, en endar þess í stað strandaður einn á eyðieyju. Hér verður hann að nota alla hæfileika sína og hugvitssemi til að lifa af - sérstaklega þegar það blasir við honum að eyjan er ef til vill ekki í eyði ...-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 12, 2021
ISBN9788726797329
Author

Daniel Defoe

Daniel Defoe (1660-1731) was an English author, journalist, merchant and secret agent. His career in business was varied, with substantial success countered by enough debt to warrant his arrest. Political pamphleteering also landed Defoe in prison but, in a novelistic turn of events, an Earl helped free him on the condition that he become an intelligence agent. The author wrote widely on many topics, including politics, travel, and proper manners, but his novels, especially Robinson Crusoe, remain his best remembered work.

Related to Róbinson Krúsó

Related ebooks

Reviews for Róbinson Krúsó

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Róbinson Krúsó - Daniel Defoe

    Róbinson Krúsó

    Translated by Steingrímur Thorsteinsson

    Original title: Robinson Crusoe

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Copyright © 1719, 2021 SAGA Egmont

    All rights reserved.

    ISBN: 9788726797329

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser. SAGA Egmont

    www.sagaegmont.com

    Saga Egmont - a part of Egmont, www.egmont.com

    Formáli

    Langt suðvestur í höfum liggja eyjar nokkrar, sem nefndar eru einu nafni Juan Fernandez. Allar eru þær litlar, eldbrunnar og sæbrattar, en út frá þeim breiðist endalaust úthafið, — Kyrrahafið, — því að þar liggja þær mörg hundruð mílur vestur frá Valparaiso í Chile. Á þessum afskekktu eyjum er loftslag heilnæmt og hlýtt, heiðskír veður með hægum suðvestanblæ, og lítill munur sumars og vetrar. Gróður er því mikill og fagur, en fremur er þar fátt um dýr, því að eyjarnar eru svo langt frá öðrum löndum. En allt er þar með annarlegum blæ.

    Stærsta eyjan er venjulega nefnd Juan Fernandez, eins og eyjaklasinn allur. Norðan í hana skerst lítil vík með sæmilegu skipalægi og lendingu, en upp frá víkinni verður breiður dalur, sem gengur suður í fjalllendin. Í dalnum var áður fyrr stórvaxinn frumskógur, en nú hefir hann nokkuð verið ruddur. Þó gróa enn í hlíðunum margir stórvaxnir viðir og lauga krónurnar í lofti og sól. Eyjarnar teljast til Chile, og eitthvað af fólki á þar heima. það er sagt, að þrátt fyrir fásinnið fýsi íbúana ekki svo mjög í burt.

    Árið 1704 varð skipreiki við Juan Fernandez, og komst ekki nema einn maður lífs af. Hann var skozkur að ætt og hét Alexander Selkirk. Hann gat bjargað allmiklu af fatnaði, byssum og skotfærum, enda kom það sér vel, því að þarna á eynni varð hann að dvelja aleinn fjögur ár, unz honum var bjargað af skipi, sem fram hjá fór árið 1709. Þremur árum síðar, 1712, var sagt frá æfintýri þessa farmanns í merkri bók, sem út kom á Englandi. Ekki vakti frásögn hans næsta mikla athygli, enda var hún ekki sérlega andrík eða fögur að formi. Og svo liðu sjö ár.

    Nú er frá því að segja, að á þessum tíma var á Englandi maður að nafni Daniel Defoe. Faðir hans var slátrari og hét James Foe, en Daniel þótti ættarnafnið ekki nógu fínt og nefndi sig de Foe að frönskum hætti. Ur því varð svo von bráðar Defoe. — Daniel var fæddur árið 1659. Hann þótti bellinn í æsku og raunar æ síðan, en enginn frýði honum vits eða áræðis. Snemma tók hann að fást við skáldskap, einkum kvæðagerð, en fremur lítið þótti til ljóðanna koma. Um tíma var hann uppreisnarmaður. Síðar gaf hann út bók, þar sem hann gerði nokkurt gys að valdhöfunum. Fyrir það tiltæki var hann settur í gapastokk fyrst, en síðan í fangelsi. Þar hóf hann útgáfu rits, sem talið er að marka tímamót í brezkri blaðamennsku. Þegar hann svo var sloppinn úr fangelsinu, gerðist hann nokkurskonar njósnari og atkvæðasmali hjá öðrum stjórnmálaflokknum á Englandi. Jafnframt öllu þessu ritaði hann margt, en hlaut þó hvorki fulla viðurkenningu né frægð.

    Þegar þessi óróaseggur og æfintýramaður var kominn á sextugsaldur, barst honum í hendur frásögnin um einbúann á Juan Fernandez. Og hann las hana líklega talsvert öðruvísi en aðrir. Í baráttu hins skipreika farmanns skynjaði hann eitthvað af sinni eigin sögu, og útþrá hans fann svölun í draumum um hina fögru eyðiey. Hann lifði í huganum lífi einbúans og færði það í frásögu. Í sögunni heitir hann hvorki Foe eða Defoe, heldur Crusoe, Robinson Crusoe.

    Þessi saga kom út árið 1719, og á skömmum tíma skapaði hún höfundi sínum heimsfrægð, sem haldizt hefir fram á þennan dag. Hún hefir verið þýdd á öll menningarmál og gefin út, guð má vita hve mörgum sinnum, enda er hún tvímælalaust ein af frægustu bókum, sem til eru í heiminum. Einkum varð vegur hennar mikill eftir það, að hinn mikli Rousseau hóf baráttu sína fyrir því, að menn hyrfu til náttúrunnar frá hóglífi og skvaldri borganna. Því að í bókinni er einmitt sagt frá lífi mannsins með náttúrunni. Það er sagt frá því, hvernig hann leitast við að sveigja hana til hlýðni við vilja sinn. Það er lýst baráttu hans fyrir bættum kjörum, — en um leið, ef lengra er skyggnst, flóttanum frá náttúrunni til menningarinnar.

    Margir hafa reynt að líkja eftir Robinson Crusoe, en óhætt mun að segja, að engin þeirra bóka — Robinsonader eru þær nefndar, — getur jafnast á við fyrirmyndina. Frásögnin hjá Defoe er svo nákvæm og lifandi, að hún hrífur alla, unga og gamla. Robinson Crusoe er hold af holdi höfundarins og andi af hans anda, eins og öll mikil listaverk. Og allir menn eiga sína útþrá, að minnsta kosti unga fólkið. Allir menn ala með sér annarlega löngun til að lifa með náttúrunni, — berjast við hana og sveigja hana til hlýðni við vilja sinn. Og alla menn dreymir einhverntíma á æfi sinni um suðræna eyðiey, þar sem limhöfgir viðir laugast sól og blæ. Þess vegna mun Robinson Crusoe lengi verða lesinn, og lífi hins einmana skipbrotsmanns mun verða lifað æ og æ af ungum og gömlum, sem í huganum leita sér hvíldar frá hóglífi og skvaldri menningarinnar. — Og úti í höfunum bíða enn margar óbyggðar eyjar.

    10. september 1936.

    Pálmi Hannesson.

    Fyrsta ferð Róbínsons.

    Í borginni Jórvík á Englandi var maður vel efnaður, Róbínson Krúsóe að nafni. Honum fæddist sonur árið 1632. Faðirinn vandaði uppeldi þessa sonar síns sem mest mátti verða og ætlaðist til, að hann seinna meir legði stund á lögfræði. En þegar Róbínson yngri var kominn úr barnæsku, þá þróaðist æ meira og meira hjá honum löngun til sjólífs og farmennsku og það svo, að varla varð við ráðið. Þetta fékk föður hans áhyggju, og það því heldur sem báðir eldri synir hans höfðu gengið í hermannastétt og fallið í herferð nökkurri. Hann gerði sér því allt far um, að setja Róbínson sínum fyrir sjónir, hvílíkt óráð það væri, að gefa sig í farmennsku.

    Það var einn dag, að hann mælti til hans þessum orðum: „Þú vilt yfirgefa heimili þitt og föðurland, þar sem þér þó eru allir vegir opnir til að lifa rólegu og farsælu lífi. Það eru ekki nema stórbornir menn, sem gera það út úr fátækt og vandræðum, að freista hamingjunnar og lifa æfintýralegu lífi. Og það skaltu vita, sonur minn, að aldrei

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1