Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Kjalnesinga saga
Kjalnesinga saga
Kjalnesinga saga
Ebook52 pages40 minutes

Kjalnesinga saga

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Kjalnesinga saga tilheyrir flokki yngri Íslendinga sagna en hún er talin rituð eftir aldamótin 1300. Sagan ber merki um skyldleika við þjóðsögur og einnig fornaldar- og riddarasögur. Höfundur virðist leggja mikið upp úr því að skemmta lesandanum í þessari sögu.Verkið segir frá landnámsmönnum Íslands en hefst á því að Helgi Bjóla nemur land á Kjalarnesi og giftist Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar. Við sögu koma einnig Þorgrímur og Arngrímur synir þeirra hjóna, Örlygur, Andríður, Kolli og Esja ásamt fleirum. Verkið er auðlesið auk þess að vera skemmtilegt aflestrar.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateSep 25, 2020
ISBN9788726225662

Read more from Óþekktur

Related to Kjalnesinga saga

Related ebooks

Reviews for Kjalnesinga saga

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Kjalnesinga saga - Óþekktur

    Kjalnesinga saga

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1997, 2020 Óþekktur and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726225662

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Kjalnesinga saga

    1. kafli

    Helgi bjóla son Ketils flatnefs nam Kjalarnes millum Leiruvogs og Botnsár og bjó að Hofi á Kjalarnesi. Hann var nytmenni mikið í fornum sið, blótmaður lítill, spakur og hægur við alla. Helgi átti Þórnýju dóttur Ingólfs í Vík er fyrst byggði Ísland. Þeirra synir voru þeir Þorgrímur og Arngrímur. Þeir voru báðir miklir menn og sterkir og hinir vasklegustu menn.

    Helgi skipaði skipverjum sínum lönd þau sem hann hafði numið. Hann fékk Þrándi á Þrándarstöðum, Eilífi í Eilífsdal, Hækingi í Hækingsdal, Tind á Tindsstöðum og þar hverjum sem honum þótti fallið vera.

    Maður hét Örlygur. Hann var írskur að allri ætt. Í þann tíma var Írland kristið. Þar réð fyrir Konofogor Írakonungur. Þessi fyrrnefndur maður varð fyrir konungs reiði.

    Hann fór að finna Patrek biskup frænda sinn en hann bað hann sigla til Íslands því að þangað er nú, sagði hann, mikil sigling ríkra manna. En eg vil það leggja til með þér að þú hafir þrjá hluti. Það er vígð mold að þú látir undir hornstafi kirkjunnar og plenarium og járnklukku vígða. Þú munt koma sunnan að Íslandi. Þá skaltu sigla vestur fyrir þar til er fjörður mikill gengur vestan í landið. Þú munt sjá í fjörðinn inn þrjú fjöll há og dali í öllum. Þú skalt stefna inn fyrir hið synnsta fjall. Þar muntu fá góða höfn og þar er spakur formaður er heitir Helgi bjóla. Hann mun við þér taka því að hann er lítill blótmaður og hann mun fá þér bústað sunnan undir því fjalli er fyrr sagði eg þér frá. Þar skaltu láta kirkju gera og gefa hinum heilaga Kolumba. Far nú vel, sagði biskup, og geym trú þinnar sem best þóttú verðir með heiðnum.

    Eftir það býr Örlygur ferð sína og er frá ferð hans það fyrst að segja að allt gekk eftir því sem biskup sagði. Hann tók í Þerneyjarsundi höfn. Síðan fór hann að finna Helga bjólu og tók hann vel við honum. Reisti Örlygur þar nú bú og kirkju og bjó þar síðan til elli.

    2. kafli

    Á ofanverðum dögum Konofogors kom skip í Leiruvog. Þar voru á írskir menn. Maður hét Andríður, ungur og ókvongaður, mikill og sterkur. Þar var á kona sú er hét Esja, ekkja og mjög auðig. Sá maður er nefndur Kolli er þar var á skipi með þeim. Helgi tók við þeim öllum. Kolla setti hann niður í Kollafjörð en með því að Örlygur var gamall og barnlaus þá gaf hann upp land og bú og tók Esja við. Settist hún þá að Esjubergi. Allir þessir menn voru kallaðir skírðir en þó var það margra manna mál að Esja væri forn í brögðum. Andríður fór um veturinn til vistar til Hofs. Var þar þá fóstbræðralag og með sonum Helga.

    Andríður bað Helga fá sér bústað og kvonfang. Hann

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1