Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Gildran
Basil fursti: Gildran
Basil fursti: Gildran
Ebook76 pages1 hour

Basil fursti: Gildran

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Basil fursti og hans trausti aðstoðarmaður, Sam Foxtrot, eru á leið til Berlínar til að svara kalli þýska ríkisbankans en þar leikur grunur um fyrirhugað bankarán. Í fluginu yfir Ermasundið lenda þeir á tali við tortryggilegan kvenmann sem þá grunar að sé mikilvægur hlekkur í ráðgátunni. Úr því skilja leiðir þeirra í París og fyrr en varir skerast alræmdir glæpamenn í leikinn og illvíg áflog hefjast.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728420911

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Gildran

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Gildran

    Translated by Óþekktur

    Original title: Gildran (English)

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420911

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Gildran

    1. KAPÍTULI

    Fréttir frá Berlín

    Basil fursti sat kvöld nokkurt í íbúð sinni í London og rabbaði við þjón sinn, Sam Foxtrot. Allt í einu spurði hann:

    — Þykir þér gaman að fljúga, Sam?

    — Gaman og gaman ekki, svaraði Sam. — Ég get ekki sagt, að ég hafi sérstaklega mikla löngun til þess, en ætli ég mér að fljúga, þá geri ég það auðvitað. Og vist er það skemmtilegt að sveima um loftið eins og fuglinn fljúgandi.

    — Mér þykir vænt um, að þú skulir ekki hafa á móti því að fljúga, mælti Basil fursti. — Ég hef einmitt keypt tvo farmiða með flugvélinni, sem fer í fyrramálið til Parísar. Við verðum аð taka farangur okkar saman þegar í kvöld.

    — Jæja, það er gaman að heyra, að við skulum eiga von á að ferðast. Og ég verð að segja það, að staðurinn, sem við förum til, er ekki valinn af verri endanum. Það er alltaf gaman að koma til Parísar.

    — Við förum lengra en til Parísar; þar höfum við aðeins stutta viðdvöl. Frá París höldum við áfram með annarri flugvél til Kölnar.

    — Köln er ágætur bær. Þýzka ölið er reglulegt hunang. Ég hlakka til þessarar farar.

    — Þá hryggist þú ef til vill að heyra, að Köln er aðeins viðkomustaður á leiðinni til ákvörðunarstaðarins, sem er Berlín?

    — Síður en svo. Berlín er góður staður. Minnist furstinn síðustu veru okkar þar? Þær voru fallegar, stúlkurnar, sem við mættum á Unter den Linden. Sam sökkti sér niður í endurminningar frá liðnum dögum. Þær voru fagrar í blámóðu hillinganna. En allt í einu hrökk hann upp eins og af draumi og sagði: — Afsakið, en hvert er erindið til Berlínar? Mér er kunnugt um, að furstinn er ekki sérstaklega sólginn í fagrar stúlkur, eins og sumir aðrir. Sam sagði þessi síðustu orð hálfhlæjandi.

    Basil fursti tók upp veski sitt og sýndi Sam símskeyti, sem hann hafði fengið fyrir stuttu. Hann opnaði símskeytið og rétti Sam það. En í því stóð aðeins þetta:

    — Þakka, ég vonast eftir yður.

    — Nú, ég er víst jafnnær, þó að ég lesi þetta, þrumaði Sam.

    — Vertu bara rólegur. Nú skal ég segja þér alla söguna. Fyrir nokkru fékk ég langt bréf frá aðalbankastjóra þýzka Ríkisbankans, en eins og þú ef til vill manst, þá kynntist ég bankastjóranum síðast, þegar ég var í Þýzkalandi. Hann skrifaði mér, að hann óttaðist, að gerð yrði árás á bankann. En einmitt um þessar mundir geymir bankinn ekki aðeins ógrynni af seðlum, heldur einnig gull. Þá skyldi maður minnast þess, að nú er verðgildi þýzku markseðlanna meira en það var fyrir nokkrum árum. Nokkru áður en bankastjórinn skrifaði mér, hafði hann orðið að reka einn af starfsmönnum bankans, er hafði gert sig sekan um fjárdrátt. Fjárdrátturinn nam aðeins nokkur hundruð mörkum, en í einum aðalbanka landsins getur slíkt ekki komið fyrir, án þess að það varði brottrekstri. En ungi maðurinn, sem stal peningunum, klæddist dýrindis fötum og fór að sækja helztu skemmtistaði borgarinnar. Hann virtist ekki vanta peninga. Starfsemi hans við bankann var rannsökuð eins vel og kostur var á, en ekkert benti til þess, að hann hefði stolið meiru en uppvíst varð um þegar í stað. Peningar þeir, sem hann hafði á milli handanna, hlutu því að koma annars staðar frá.

    Um þessar mundir fór að sjást dularfull persóna á sveimi í kringum bankann að næturlagi. Bankastjóranum datt í hug, að menn, sem ætluðu sér að brjótast inn í bankann, hefðu borgað hinum brottrekna starfsmanni álitlega fjárupphæð fyrir þýðingarmiklar upplýsingar um bankann, og það var alls ekki óhugsandi, að starfsmaðurinn fyrrverandi tæki þátt í innbrotinu. Þá skrifaði hann mér og spurði mig, hvað ég áliti um málið. Ég svaraði honum á þá lund, að það væri ekki auðvelt fyrir mig að vera hér í London og fylgjast með því, sem gerðist í Berlín. En ef hann óskaði eftir nærveru minni, þá væri ég fús til аð koma. Símskeytið, sem þú last áðan, er einmitt svar við þessu bréfi mínu. Og þá ertu nú búinn að heyra alla söguna, og í fyrramálið leggjum við af stað.

    — Ágætt, mælti Sam. Hann var aldrei glaðari en þegar von var á spennandi ævintýrum. Hann hlakkaði til að eiga von á áflogum við innbrotsþjófa í Berlín. En svo varð hann allt í einu hugsandi og sagði: — Það er að segja ágætt og ekki ágætt. Furstinn man

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1