Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Snædrottningin
Snædrottningin
Snædrottningin
Ebook43 pages41 minutes

Snædrottningin

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Fjölkunnugur púki smíðar hræðilegan spéspegil, sem hefur þá náttúru, að gera allt það sem gott er og fallegt afskræmt og ljótt. Í ljótum púkaleik brotnar síðan spegillinn og brotin þyrlast um allan heim og gera illt hvar sem þau lenda. Tvö af glerbrotunum smjúga inn í hjarta drengsins Karls, sem áður var ljúfur og góður piltur. Leiksystir hans, Helga, skilur ekkert í umbreytingunni og verður afskaplega sorgmædd. Vetrardag nokkurn bindur Karl sleðann sinn aftan í stóran og glæsilegan sleða. Á honum reynist Snædrottningin sitja, og kyssir hún drenginn kuldakossum svo hann gleymir öllu sem honum var áður kært. Helga litla leggur af stað út í heiminni í leit að vini sínum, en á leiðinni eru ýmsir hrakningar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJun 24, 2020
ISBN9788726237924

Read more from H.C. Andersen

Related to Snædrottningin

Related ebooks

Reviews for Snædrottningin

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Snædrottningin - H.C. Andersen

    Snædrottningin

    Original title

    Snedronningen

    Translated by: Steingrímur Thorsteinsson

    Copyright © 2020 SAGA Egmont, Copenhagen

    All rights reserved

    ISBN: 9788726237924

    1. E-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    Snædrottningin

    Ævintýri í sjö þáttum

    Fyrsti þáttur: Um spegilinn og brotin

    Hana þá! nú byrjum við. Þegar frásögninni lýkur, þá vitum við meira en við vitum núna, því það var seiðskratti, sem um er að ræða, og það einn hinn argasti: þar var „defillinn. Það var einhvern dag, að gállinn var á honum, því hann hafði búið sér til spegil, sem sú náttúra fylgdi, að allt gott og fagurt, sem speglaðist í honum, það skorpnaði þar saman og varð að því nær engu. Hitt aftur, sem ekki var gagn í og ljótt ásýnis, það kom skýrt fram og versnaði um allan helming. Fegurstu landspláss urðu í honum eins og grænmetismauk, og bestu menn urðu viðbjóðslegir eða stóðu á höfði magalausir. Andlitin urðu svo afmynduð, að þau þekktust ekki, og hefði einhver freknu, þá mátti að vísu ganga, að hún tæki yfir nefið og munninn. Þetta sagði „defillinn, að væri ódáði skemmtilegt. Rynni einhverjum eitthvað gott og guðlegt í huga, þá kom fram háðglott í speglinum, svo að seiðskrattinn gat ekki annað en hlegið að hinni hugvitslegu uppfinningu sinni. Allir, sem gengu í svarta skóla, því svarta skóla hélt „defillinn, þeir fóru víðs vegar og sögðu frá, að nú væri furðuverk unnið. Nú kváðu þeir fyrst mega sjá, hvernig veröldin og mennirnir litu út í raun og veru. Þeir hlupu út um allar trissur með spegilinn, og að lokum var ekki nokkur maður né nokkurt land, sem ekki hafði verið skælt og bjagað í honum. Nú vildu þeir einnig fljúga til himna, til þess að draga dár að englunum og guði. Því hærra, sem þeir flugu með spegilinn, því meira gríndi hann. Það var með naumindum, að þeir gætu haft handastjórn á honum. Þeir flugu hærra og hærra og færðust í nánd við guð og englana. Þá hristist spegillinn svo ákaflega, um leið og hann gríndi, að hann hrökk út úr höndunum á þeim, féll til jarðar og brast þar sundur í ótal stykki, hundrað milljónir, billjónir og þaðan af fleiri, og hlaust þá enn meira illt af honum en áður, því sum stykkin voru varla eins stór og sandkorn, og flugu þau víðs vegar um alla veröld, og þar sem þau lentu í augum manna, þar sátu þau föst, og sáu þeir menn allt öfugt eða höfðu ekki sjón á öðru en því, sem skakkt var og rangt í hverjum hlut, því hver örlítil spegilögn hafði haldið sömu náttúrunni, sem allur spegillinn hafði. Sumir menn urðu fyrir því, að dálítil spegilbrot lentu í hjartanu, og það var nú hræðilegt. Hjartað varð þá kalt eins og klakastykki. Sum spegilbrotin voru svo stór, að þau urðu notuð fyrir rúðugler, en ekki var hollt að horfa á vini sína út um þær rúður. Önnur brot voru höfð í gleraugu og fór þá illa, er menn settu þau upp, til að sjá rétt og vera réttlátir. Þá hló „sá vondi svo dátt, að hann ætlaði að springa. Svo var honum dillað.

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1