Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Ávítaratáknið
Ávítaratáknið
Ávítaratáknið
Ebook300 pages4 hours

Ávítaratáknið

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Ungi ávítarinn Dína getur fengið fólk til að játa syndir sínar með því einu að horfa í augu þeirra. Hún er að læra að nota gáfurnar sem hún erfði frá móður sinni þegar henni er rænt og hún neydd til að nota gáfurnar til ills. Davin bróðir hennar kemur henni til bjargar og saman lenda þau í hættulegri atburðarás.Þetta er 2. bókin af 4 í ávítaraseríunni vinsælu.Ávítaraserían er röð ævintýrasagna fyrir börn og unglinga, sem fjalla um stúlkuna Dínu sem hefur yfirnáttúrulega hæfileika. Í seríunni lærir hún að nota hæfileika sína, en upplifir einnig mótlæti vegna þeirra og berst við ill öfl sem vilja útrýma hennar líkum.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 22, 2022
ISBN9788728057971

Related to Ávítaratáknið

Titles in the series (4)

View More

Related ebooks

Reviews for Ávítaratáknið

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Ávítaratáknið - Lene Kaaberbøl

    Ávítaratáknið

    Translated by Hilmar Hilmarsson

    Original title: Skammertegnet

    Original language: Danish

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2001, 2022 Lene Kaaberbøl and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728057971

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Dína

    1

    Maðurinn sem seldi börn

    Inni á milli lyngivaxinna ása stóðu þrjú lágreist steinhús. Mjór götuslóði, varia meira en kerrubreidd, lá í boga þétt meðfram húsunum en það var ekki margt sem hvatti ferðalanga til að nema staðar hér, nema þeir héldu því meir upp á lyng og himin eða einiberjarunna og fé á beit. Engu að síður stóð farandsöluvagn á hlaðinu á milli húsanna og innan við grjótgarðinn voru tveir múlasnar og fjórir hestar auk kindanna. Og hingað komum við lika, ég, mamma og Kallan Kensí. Það var líklega langt síðan svo margir gestir höfðu komið í einu í Haraldarstaði.

    Sólin skein rauð og stór yfir hæðarbrúninni. Það hafði verið milt í veðri þennan dag og það var enn hlýtt úd. Seglskýli var spennt út frá annarri hliðinni á farandsöluvagninum og undir því sátu þrír menn og spiluðu á spil og höfðu öltunnubotn fyrir borð. Á tunnunni stóð þar að auki stafli af flatbrauði, þrjár ölkrúsir og dökk og glansandi spægipylsa. Við fyrstu sýn gat þetta minnt á notalegt kvöld á torgi framan við þorpskrá. En þegar nánar var að gætt kom í ljós að annar fótur farandsalans var hlekkj-aður við vagnhjólið með langri, grannri keðju.

    Farandsalinn skar þykka sneið af pylsunni og ýtti að því loknu afganginum í átt að varðmönnunum tveimur sem gættu hans.

    „Hérna, sagði hann. „Maður verður svangur af að spila.

    „Maður verður meira en svangur af að tapa fjórum koparmörkum og fyrirtaks hnífi – af því verður maður fátækur!" þrumaði annar varðmaðurinn, en þetta var góðlátleg kvörtun og hann tók við pylsunni.

    Í sömu mund blakaði annat af múlösnum farandsalans eyrunum og rak upp þrumandi hnegg. Varðmenn-irnir litu upp og komu auga á okkur. Þeir risu snöggt á fætur og annar þeirra sópaði spilunum af tunnunni eins og við hefðum staðið þá að einhverju óleyfilegu. En ég skildi þá vel. Það var annað en auðvelt að vera ákveðinn og harður gagnvart einhverjum á sama tíma og maðut naut þess að drekka öl frá honum; Og það var lika erfitt að gera sér í hugarlund að ásakanirnar á hendur þessum glaðlega, smávaxna farandsala ættu við rök að styðjast. Hann hafði oft komið heim til okkar og hann var alltaf jafn kátur og sagði skemmtilegar sögur. Augabrúnirnar voru svartar og þéttar og minntu á brekkusnigla og þær lyftust í sífellu spyrjandi við annað hvert orð sem hann Íét út úr sér. Hlátur hans var dillandi og hann hafði svo margar broshrukkur að það sást varia í augun í honum. Nei, ég trúði ekki að hann hefði drýgt alvarlegri glæp en að svindla kannski örlítið á málinu þegar hann skenkti viðskiptavinum sínum öl. Strákarnir hefðu sjálfsagt bara strokið eins og harm sagði.

    „Medama, sagði annar varðmaðurinn og hneigði sig í att til mömmu. Hann var í dálitlum vafa gagnvart mér – hversu mikla kurteisi átti hann að sýna ellefu ára stelpu? En svo ákvað hann að hafa vaðið fyrir neðan sig og hneigði sig lika fyrir mér. Ég var þrátt fyrir allt dóttir ávítarans. „Medamína. Kallan Kensí, maðurinn sem var með okkur, fékk enga hneigingu, vörðurinn rétt kinkaði kolli til hans eins og karlmenn gera við þá sem þeir vilja sýna virðingu en enga vináttu. „Kensí. Ég hélt að þú værir við lestavörslu niðri á Láglendinu?"

    Kallan kinkaði kolli á mòti, álíka óákveðið. „Gott kvöld Laklan. Nei. Nú kalla aðrar skyldur."

    „Já, já. Kensímenn gæta ávítarans síns vel, sé ég. „Augu hans hvíldu stutta stund á hávöxnum líkama Kallans. Hann forðaðist að horfa á móður mina, eins og flestir aðrir. Þeir sem ekki þekktu hana áttuðu sig þegar þeir sáu ávítaratáknið. Það hékk um hálsinn á henni og það glampaði á það í kvöldsólinni, kringlótt tinplata með svörtum glerhúðuðum hring utan um svartan blett sem líktist auga. Ég átti annað sem var næstum eins, bára blått en ekki svart vegna þess að ég var ennþá bara lærlingur hjá mömmu.

    Farandsalinn var staðinn á fætur. „Velkomin, sagði hann og glotti. „Og ekki mínútu of snemma. Ég hef reyndar verið í góðum félagsskap en ég var að vonast efür að komast til Bár Laklan fyrir kvöldið. Hann sýndi engin merki ótta og það gerði mig ennþá sannfærðari um sakleysi hans. Það er ekki algengt að sekir menn bíði svona rólegir eftir komu ávítarans. Hann hneigði sig örlítið, fyrst fyrir mömmu, svo fyrir mér. „Velkomnar, endurtók hann. „En það er synd og skömm að tvær konur skuli hafa þurft að ríða alla þessa leið min vegna og þar að auki að ástæðulausu.

    Mamma leit snöggt á farandsalann.

    „Við skulum vona að það sé ástæðulaust," sagði hún, hvorki sérlega hátt né ógnandi. Eigi að síður hvarf nú brosið af andliti litla mannsins og hann greip ósjálfrátt fyrir munninn á sér eins og hann vildi koma í veg fyrir að fleiri orð slyppu út. En hann jafnaði sig fljótt.

    „Má ekki bjóða ykkur ölsopa og brauðsneið eftir þessa löngu ferð?"

    „Nei, takk. Ég hef verk að vinna. Við skulum ljúka þessu af fyrst."

    Hún sveiflaði sér af Fálka, svarta klárnum okkar og rétti Kallan taumana. Ég fór lika af lida Hálandahest-inum sem ég hafði fengið lánaðan. Kallan losaði hnakk-gjarðirnar svo hestarnir gætu andað léttar en hann gerði sig ekki líklegan til að sleppa þeim til hinna hestanna. Það var greinilegt að hann átti ekki von á að mamma yrði lengi að vinna verk sitt.

    „Hvað heitir þú, farandsali?" spurði hún og rödd hennar var róleg og laus við ógnun eða reiðitón.

    „Hannibal Laklan Kastor, til þjónustu reiðubúinn, sagði hann og hneigði sig virðulega. „Og hver er það sem ég hef fengið þá ánægju af að tala við?

    „Ég heiti Melusína Tonerre og mér hefur verið falið að líta á þig með augum ávítara og tala til þín með rödd ávítara. Hannibal Laklan Kastor, horfðu á mig!"

    Farandsalinn kipptist til eins og hann hefði skyndilega fengið að kenna á múlasnasvipunni sinni. Sinarnar undir gisnu skegginu á hálsinum komu í ljós, þandar eins strengir í lútu. Gegn vilja sínum leit hann upp og horfðist í augu við mömmu. Nokkra stund horfðust þau í augu án þess að segja nokkuð. Svitadropar spruttu fram á andliti farandsalans en andlit mömmu var enn álíka sviplaust og steingríma. Skyndilega gáfu fæturnir sig undir manninum og hann féll á hnén við fætur hennar en hún hélt áfram að horfa beint í augu hans. Hann kreppti hnefana svo fast að neglurnar skárust inn í lófana og blóðdropi seitlaði fram á milli fingranna á annarri hendinni. En hann gat ekki litið undan.

    „Hlífðu mér, medama, stundi hann að lokum. „Sýndu mér miskun. Slepptu mér!

    „Segðu þeim frá því sem þú hefur gert, sagði hún. „Segðu frá því og láttu þá votta, þá skal ég sleppa þér.

    „Medama… Ég gerði ekki annað en hugsa um rekst-urinn…"

    „Segðu frá. Segðu okkur nákvæmlega hvað það þýðir að hugsa um reksturinn, Hannibal Laklan Kastor!" Þetta var í fyrsta skipti sem greina mátti einhverjar tilfinningar í rödd móður minnar, stingandi fyrirlitningu og það var eins og farandsalinn skryppi saman og yrði enn minni en hann var.

    „Ég tók tvo pilta í mina þjónustu, sagði hann, með rödd sem varla var meira en hvísl. „Það var ekkert annað en náungakærleikur, þeir voru mimaðarlausir… Enginn í þorpinu kærði sig um þá… Ég var góður við þá, gaf þeim nóg að borða og föt utan á sig. Þeim hafði aldrei liðið betur. Þetta síðasta sagði hann hátt og þvermóðskulega. En það virtist ekki hafa mikil áhrif á mömmu.

    „Segðu okkur hvað þú gerðir svo síðar. Hversu mikill náungakærleikur var fólginn í því?"

    „Það var harður vetur. Ég tapaði öllu sáðkorninu af því að mig snjóaði inni við Sagislok. Það spíraði allt og gerjaði áður en ég komst á staðinn. Korn fyrir þrjátíu silfurmörk. Ég neyddist til að fleygja því. Og drengirnir… Annar var svo sem ágætur, ljúfur og góður strákur sem gerði eins og honum var sagt. En hinn! Alltaf einhver læti. Ég komst að því að hann hafði stolið átta saumnálum af lagernum, hágæðanálum, og selt þær sjálfur. Og keypti svo kökur og eplabrennivín fyrir peningana! Svo ég barði hann. Og þá varð hann allur öfugsnúinn og neitaði að gera nokkurn skapaðan hlut. Alltaf þversum. Bæði ég hann að spenna hestana frá, yggldi hann sig og sagði að ég gæti gert það sjálfur. Ef ég sendi hann eftir eldiviði kom hann ekki heim fyrr en löngu síðar, löngu eftir að búið var að kveikja bálið og elda súpuna. Hvað átti ég til bragðs að taka? Fyrr eða síðar hefði hann látið sig hverfa og þá hefði ég setið eftir með ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir allt sem ég var búinn að leggja á mig og allt sem ég var búinn að eyða í þennan óþokka í fötum og mat. Og trúlega hefði hann tekið hinn með sér því þeir voru alltaf saman."

    Farandsalinn þagnaði.

    „Og hvað svo? Rödd móður minnar var hvöss. „Hvað gerðir þú?

    „Ég… Farm vinnu handa honum."

    „Hvar?"

    „Hjá virðulegum manni – hvorki meira né minna en frænda Drakans, Drekafurstans í Dúnark. Það er varla mjög slæmt að komast í þjonusto fursta. Haldi þeir rétt á spilunum geta þeir kannski orðið riddarar einn góðan veðurdag! Furstinn er ekkert að velta sér upp úr ætterni manna eða fortíð, honum er fyrir mestu að fólk þjóni honum af dyggð, er mér sagt."

    „Og kaupverðið, farandsali… Segðu okkur hvað þú fékkst í aðra hönd."

    „Ég hafði náttúrlega haft af þeim kostnað…" umlaði farandsalinn. „Það var varla nema sanngjarnt að ég fengi eitthvað upp í það… „

    „Hversu mikið?" Spurningin féll eins og svipuhögg og farandsalinn opnaði munninn og svaraði – hann átti ekki annars kost.

    „Fimmtán silfurmörk fyrir þann lida og tuttugu og þrjú mörk fyrir óþokkann. Hann var stór og sterkur eftir aldri."

    Varðmennirnir sem fram að þessu höfðu setið og drukkið af ölinu hans og borðað matinn hans, urðu á svipinn eins og þeir hefðu misst lystina. Annar þeirra hrækti, eins og til að hreinsa munninn. En mamma var ekki búin enn.

    „Og svo áttaðirðu þig á því að þetta gætu verið ábatasöm viðskipti, eða hvað? Segðu frá því svo vitnin heyri. Hversu oft hefur þú eftir þetta selt Drakani mann-eskjur?"

    Í fyrsta skipti var eins og farandsalinn væri uppiskroppa með útskýringar og afsakanir. Hið smágerða og broshrukkótta andlit hans var náfölt og augun voru mött eins og steinkol. Og fyrst núna, þegar hann horfði inn í miskunnarlausan spegil ávítarans, sá hann skýra mynd af sjálfum sér.

    „Sautján sinnum, sagði hann mjóróma og hás af skömm. „Fyrir utan þessa fyrstu tvo…

    „Minnimáttar, munaðarleysingjar, einfeldingar. Þeir sem fólkið í þorpunum vill losna við. Trúir þú því virkilega, Hannibal Laklan Kastor, að Drakan sé að kaupa þá til að gera þá að riddurum?"

    Tár runnu niður hrukkurnar. „Hlífðu mér. Medama. Ég grátbið þig, slepptu mér, ég skammast mín. Heilög Magda, hve innilega ég skammast mín… "

    „Vitni. Þið heyrið til hans. Ég hef gert skyldu mina."

    „Ávítari, við heyrum hvað hann segir. Þú hefur gert skyldu þína," sagði annar mannanna hægt og með þungri áherslu og horfði með fyrirlitningu á grátandi manninn sem lá í hnipri fyrir framan hana.

    Mamma lokaði augunum.

    „Hvað gerið þið við svona skítseiði?" spurði Kallan án þess að virða farandsalann viðlits.

    „Hann tilheyrir Laklanfólkinu, sagði annar varðmað-urinn. „Reyndar bara í föðurætt en það breytir ekki því… Laklanar verða að dæma hann. Við verðum hér í nótt og förum svo með hann til Bár Laklan í fyrramálið.

    „Að selja fólk… Selja börn rödd Kallans var þrungin fyrirlitningu. „Ég vona að þið hengið harm!

    „Það er ekki ósennilegt, sagði varðmaðurinn þurrlega. „Helena Laklan er ekki sérlega blíðlynd kona og hún á börn sjálf. Og barnabörn.

    Kallan herti aftur á hnakkgj örðunum og rètti mömmu aðra höndina þar sem hún sat á grjótveggnum og virtist alveg úrvinda.

    „Medama Tonerre? Eigum við að ríða af stað? Það er heiðskírt og fullt tungl svo það verður vel ratljóst í nótt. Og ég hef enga löngun til að gista undir sama þaki og þessi padda."

    Mamma leit upp en gætti þess vandlega að horfa ekki beint á hann. „Já, ég er að koma, Kallan." Hún tók í útrétta hönd hans og stóð upp. Hún var of stolt til að láta lyfta sér á hestbak en ég sá að hún skalf af þreytu. Ég sagði samt ekki neitt fyrr en við vorum komin svo langt frá varðmönnunum og grátandi fanganum að þeir gátu ekki heyrt til okkar.

    „Var þetta mjög slæmt?" spurði ég varfærnislega. Eftir útlitinu á henni að dæma átti hún ekki að sitja á hestbaki.

    Kallan hafði greinilega verið að hugsa það sama og ég. „Treystirðu þér til að fara heim?" spurði hann.

    Hún kinkaði kolli. „Það verður allt í lagi með mig. En það… Þú skilur Kallan, ég sé það sem hann sér. Þegar ég sé inn í huga hans. Fyrir mér er þetta ekki bara einhver tala. Nítján. Nítján börn. Ég sá andlit þeirra. Allra. Og núna… Hann er búinn að kaupa þau. Kaupa þau og borga fyrir þau eins og þetta væru skepnur. Hvað haldið þið að hann ætli að gera við þau?"

    Hvorugt okkar gat svarað þessari spurningu. En þar sem við riðum eftir stígnum milli lyngásanna og myrkrið varð þéttara í kringum okkur heyrði ég Kallan tuldra fyrir munni sér einu sinni enn:

    „Ég vona að þeir hengi þennan aumingja."

    Þeir gerðu það ekki. Við fengum skilaboð með heldur lúpulegum Laklanmanni, að farandsalinn hefði tálgað keðjuna lausa frá timburverkinu með hnífnum sem hann hafði unnið í spilum og sem varðmennirnir höfðu gleymt að taka af honum. Hann var horfinn og Laklanar höfðu lýst hann friðlausan um gjörvöll Hálöndin og svipt hann öllum réttindum til æviloka. Hverjum sem kæmist í færi við hann var frjálst að drepa hann án þess að eiga yfir höfði sér reiði Laklanmanna. En ekkert hafði spurst til hans.

    Davín

    2

    Sverðið

    Ég dró nýja sverðið mitt varfætnislega út úr felustaðnum í stráþaki fjárhússins. Það var ekki hægt að segja að það glansaði – ekki ennþá. Það var grásvart á litinn, þykkt og þungt og var hvorki mjög beitt né oddhvasst. Í raun og veru var þetta ekki annað en flöt járnstöng. En Kallan hafði lofað að hjálpa mér að slípa það og fægja. Ég sá það fyrir mér í huganum fullskapað: Þunnt, hárbeitt, glansandi og lífshættulegt vopn. Vopn sem hæfði karlmanni. Það hafði kostað mig tvær af fínu skyrtunum mínum – nú átti ég bara eina eftir – og öll sjö koparmörkin sem ég hafði unnið mér inn hjá malaranum í Birkihlíð sumarið áður. En það var vel þess virði, fannst mér. Bara ef mamma uppgötvaði ekki þetta með skyrturnar. Að minnsta kosti ekki alveg strax…

    „Davín, viltu fara með hýðið út til geitanna?"

    Ég veit ekki hvernig hún fer að því. En í þriggja miina fjarlægð getur móðir mín fundið á sér ef ég er að gera eitthvað skemmtilegt eða spennandi, eitthvað sem henni myndi ekki lika, og þá dettur henni alltaf eitthvað hundleiðinlegt í hug til að biðja mig að gera. Fara út með hýðið. Dina gat vel farið út með hýðið. Melli gat farið út með hýðið – og hún var ekki nema fimm ára. Þetta var, fjandinn hafi það, ekki verk sem ég átti að vinna. Ég var sextán ára – eða næstum sextán – og ég var nokkuð viss um að mér var næstum farið að vaxa skegg. Þegar ég strauk yfir efri vörina fann ég fyrir mjúkri ló, ekki beinlínis skeggbroddum, en þetta var byrjunin. Fara út með hýðið! Ég hafði mikilvægari hnöppum að hneppa.

    Ég laumaðist leiftursnöggt fyrir hornið og hljóp yfir hlaðið og inn í hestaréttina. Kannski gæti ég talið sjálfum mér trú um að ég hefði ekki heyrt í henni. Kannski gat ég fengið hana til að trúa því að ég væri farinn. Það var reyndar ekki mjög sennilegt – ekki konu sem gat fengið forherta morðingja til að viðurkenna sekt sína með því einu að horfa á þá – en ég bægði þeirri hugsun frá mér. Og þar sem ég hljóp þarna yfir Háhlíðina, alveg uppi undir himinröndinni, langt, langt frá geitum og hýði og ávítaraaugum mömmu, þá fannst mér ég fullkomlega frjáls innra með mér. Frjáls.

    „Nú, þarna ertu, kunningi. Við vorum í þann veginn að gefast upp á að bíða."

    Kallan, Kinni og Púðurrass stóðu og biðu eftir mér framan við litla kofann hans Kallans. Þetta er merkilegur kofi. Kallan er breiður sem hús og á hæð við eikartré. Þegar maður horfir á hann utan við húsið hvarflar ekki að manni að hann komist fyrir þar inni. En ég hef komið inn til hans og það er pláss bæði fyrir hann og aldraða og hokna móður hans, sem býr hjá honum og gætir kofans þegar Kallan er einhvers staðar með mömmu, eða niðri á Láglandinu þar sem hann vinnur við að gæta flutningalestanna.

    „Hann hefur sjálfsagt ekki fengið að fara fyrir mömmu sinni, sagði Kinni. Stundum fer Kinni dálítið í taugarnar á mér. Hann er alltaf svo upptekinn af mér og mömmu, en ég hef tekið eftir því að hann lýtur höfði og kallar hana „Medama Tonerre eins og flestir aðrir þegar hún er nærri. Pabbi hans er kaupmaður og hann borgar Kallan fyrir að kenna honum að fara með sverð. Þá kann ég nú betur við Púðurrass. Hann heitir það náttúrlega ekki í raun og veru. Nafn hans er Allín en hann er aldrei kallaður það. Hann er óður í allt sem hann getur framleitt hávaða með og einhvern tíma hafði hann komist yfir dálítið af saltpétri og steinolíubrúsa og pang! skyndilega átti Debbí grasakona ekki lengur neinn kamar. Þegar hún sá Allin þar sem hann hljóp í buřtu með sótblett á buxunum æpti hún á eftir honum: „Komdu hingað, púður-rassinn þinn, ég skal kenna þér!" Og síðan hefur hann aldrei verið kallaður annað.

    Púðurrass er sá sem kemst næst því að geta heitið vinur minn hérna. Væri ég fæddur hérna upp frá værum við áreiðanlega bestu vinir. En í augum hans og allra annarra er ég ennþá „sonur ávítarans neðan af Láglendinu" og þótt langflestir hér séu kurteisir og góðir og sýni okkur hjálpsemi þá finnum við samt alltaf fyrir því að við erum aðkomufólk. Hálendingur treystir aldrei fullkomlega neinum sem hann er ekki í ætt við eða hefur ekki þekkt síðan hann var smábarn. Því lengur sem ég er hér, þeim mun betur geri ég mér grein fyrir hversu mörgum leynd-armálum þau búa yfir. Og þótt Púðurrass kunni miklu betur við mig þá færi hann frekar til Kinna ef hann væri í einhverjum vandræðum. Kinni er frændi hans og ég er bara Láglendingur. Þótt ég bùi hér í fimmtán ár verð ég alltaf Láglendingur. Þannig er bara Púðurrass. Stundum verð ég svo fúll út af þessu að mig langar mest til að gefa dauðann og djöfulinn í þau öll og fara aftur niður í Birkihlíð þar sem ég er reyndar ennþá sonur ávítarans en fólk hefur þó þekkt mig síðan ég var lítill. Ég fæ stundum svo mikla heimþrá að ég gæti grenjað. Og það er fúlt því við getam ekki flutt aftur heim. Lindarbrekka, húsið sem við bjuggum í, er ekki annað en brunarústir og menn Drakans eru enn á höttunum eftir mömmu og systur minni. Og eftir Nikó, sem átti sök á þessu öllu, þannig séð.

    Kallan finnur alltaf nýjan og nýjan stað handa okkur fyrir hverja æfingu. Hann segir að þeir sem ætli að vinna við flutningalestirnar verði að vera undir það búnir að berjast hvar sem er og hvenær sem er – í bleytasvaði, í fjallshlíð, í skógi eða úti í mýri. Það er aldrei hægt að vita hvar ræningjar sitja fyrir manni.

    Í þetta skipti fór hann með okkur í þröngt gil þar sem einu sinni hafði runnið lækur en var nú þornaður. Í gilbotninum voru stórir og smáir ávalir steinar sem erfitt var að fóta sig á. Gleymdi maður sér eitt augnablik missti maður fótanna. Og það var lika slæmt að hugsa um of um það hvar maður setti niður fæturna því Kallan gerði árás þegar maður maður missti einbeitinguna. Ég slapp aldrei frá æfingunum án marbletta einhvers staðar á líkamanum. Kinni kvartaði nokkrum sinnum en Kallan hlustaði ekki á það.

    „Hvort viltu frekar – marbletti núna eða sverðshögg seinna? Ef þú lærir ekki að verja þig núna þá missirðu handlegginn í fyrsta alvörubardaganum þínum."

    Ég hlustaði á þetta en sagði ekki neitt. Það var nógu slæmt að vera láglendingur – ég vildi ekki lika vera bleyða.

    Við æfðum okkur þangað til fór að dimma. Fyrst notaðum við prik en undir lokin lét Kallan okkur prófa með sverðunum og þá ómaði gilið af klingjandi hljóði í hvert sinn sem þau mættust. Það

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1