Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Leyndarmál suðurhafsins
Leyndarmál suðurhafsins
Leyndarmál suðurhafsins
Ebook118 pages1 hour

Leyndarmál suðurhafsins

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þegar hinn ungi Howard Thorne er kallaður á fund hjá ástkærum fóstra sínum fær hann loksins að heyra sannleikann um örlög foreldra sinna. Eftir að hafa verið ranglega sakaður um peningaþjófnað flúði faðir hans land en var talinn hafa látist af slysförum á sjó. Nýjar upplýsingar benda þó til annars og leggur Thorne upp í langferð með briggskipinu Naida undir traustri leiðsögn Latimers skipstjóra. Von hans er sú að finna föður sinn á lífi og hreinsa nafn hans af röngum sakargiftum. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 4, 2023
ISBN9788728421093
Leyndarmál suðurhafsins

Related to Leyndarmál suðurhafsins

Related ebooks

Related categories

Reviews for Leyndarmál suðurhafsins

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Leyndarmál suðurhafsins - W. Bert Foster

    Leyndarmál suðurhafsins

    Translated by Óþekktur

    Original title: A Secret of the South Pacific

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1897, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728421093

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Þetta var hlýjan septemberdag. Klukkan var kring um 4, síðdegis. Ungur maður, 23 ára gamall, mikill að vallarsýn og rösklegur, kom gangandi eftir mjóu götunum, sem láu niður að höfninni. Hann staðnæmdist fyrir utan dyrnar á skrifsstofu útgerðarfjelagsins Undercliff & Monckton. Ekki varð hjá því komist að veita manni þessum eftirtekt, sökurn afburða gerfilegs líkamsvaxtar, enda var það svo, að jafnvel bryggjuslæpingjarnir snjeru sjer við til þess að horfa á eftir honum.

    Þegar maðurinn kom inn, var þar fult af skrifstofuþjónum. Hópuðust þeir kringum ungan mann er hallaðist makindalega upp að einu skrifborðinu. Hann var grannvaxinn, dökkur yfirlitum og mjög vel búinn.

    Einn þjónanna kastaði kveðju á kcmu mann: „Hvernig gengur það, Thorne?Thorne tók hlýlega kveðjunni, en virtist ekki taka eftir velklædda manninum við skrifborðið. Og þegar hann heilsaði, hneigði Thorne sig kæruleysislega og gekk að dyrum sem láu inn úr skrifstofunni. Yfir þeim stóð »Chas Undercliff. Einkaskrifstofa

    Í þessari stofu var maður fyrir, um fimmtugs aldur, með hæruskotið yfirskegg. Framkoma hans öll var hin fyrirmannlegasta. Þegar Thorne kom inn, var Underclíff að ganga um gólf, en undir eins og hann varð var unga mannsins, rjetti hann honum höndina og bauð hann velkominn.

    „Jæja Howard sagði hann. „Það gleður mig mjög að sjá þig. Jeg hefi beðið þín heila klukkustund.

    „Jeg var úti á ánni þegar jeg fjekk kortið yðar, og þurfti þess vegna fyrst heim að hafa fataskifti" sagði ungi maðurinn og hló.

    „En hvað gengur annars á?"

    Á andliti aldraða mannsins voru auðsæ svipbrigði. Djúpar áhyggju hrukkur komu á enni hans, „Já, drengur minn, jeg veit naumast hvernig jeg á að segja þjer það. jeg fjekk frjettir í dag, sem alveg hafa ruglað mig".

    „Þarfnist þjer minnar reynslu í þessum efnum?" spurði Thorne, sem Undercliff nefndi með skírnarnafni.

    Augnablik ljek bros um varir Undercliffs.

    „Nei ekki beint þannig, drengur minn. Þó er hjer að ræða um atriði sem þú átt að vita."

    „Nú, látið mig þá heyra það, herra minn."

    „Jeg vildi óska að jeg gæti það sagði eldri maðurinn hikandi. „En ef satt skal segja, veit eg naumast, hvar byrja skal.

    Ungi maðurinn varð hvorutveggja í senn undrandi og forvitinn.

    „Þú furðar þig á, hvað hafi getað komið mjer í slíkt uppnám sagði Undercliff. „Gamlar endurminningar, sem hafa sofið í mörg ár, hafa vaknað á ný í dag, svo það er ekki eins undarlegt og virðast mætti, þótt jeg hafi mist jafnvægið í svipinn.

    „Er það nokkuð mjer viðkomandi?" spurði ungi maðurinn, sem sá eldri kallaði Howard.

    „Já"

    „Áhrærir það beinlínis mig?"

    „Nei drengur minn, það áhrærir föður þinn."

    Thorne spratt upp af stólnum.

    „Föður minn, endurtók hann. „Mjer væri kært að heyra eitthvað um föður minn. Jeg held að þjer hafið aldrei sagt mjer neitt um hann. Hann dó fyrir tuttugu árum — áður en jeg gat farið að muna eftir honum, var ekki svo?

    Undercliff hætti að ganga um gólf og leit á Thorne. svo studdi hann báðum höndum á borðið og hallaði sjer áfram um leið og hann virti unga manninn fyrir sjer.

    „Það er satt Howard, jeg hefi aldrei sagt þjer neitt um foreldra þína. En jeg held að jeg hafi gjört skyldu mína gagnvart þjer" sagði hann og virtist hrærður í huga.

    „Kæri vinur sagði Thorne „þjer hefðuð ekki getað gert meira fyrir mig þó jeg hefði verið sonur yðar.

    „Þakka þjer fyrir drengur minn. Jeg hefi líka skoðað þig sem son minn. Ef til vill hefði jeg átt að segja þjer fyr, eitthvað um föður þinn, en jeg hefi altaf haldið að hann væri dauður."

    „Í dag hafa mjer borist frjettir sem koma mjer til að halda að hann sje á lífi," sagði Undercliff.

    „En skýrið þetta þá fyrir mjer, mælti ungi maðurinn. „Haldið þjer í raun og veru að faðir minn sje enn á lífi.

    „Já atvik sem komið hefir fyrir hinumegin á hnettinum, og jeg hefi fengið vitneskju um í dag, styrkir mig í þeirri trú. En sestu niður Howard og taktu þessu rólega. Nú skal jeg segja þjer alla söguna, þótt hún sje því miður einkar sorgleg. Jeg vona að þú fyrirgefir mjer yfirsjón sem jeg gjörði mig sekan í fyrir mörgum árum,"

    Röddin var óstyrk og hann snjeri sjer undán.

    „Góði fóstri sagði ungi maðurinn. „Jeg get fyrirgefið yður alt.

    „Þakka þjer fyrir, drengur minn og hlustaðu nú á."

    „Faðir þinn. Edgar Thorne, og jeg vorum vinir öll okkar æskuár og í háskólanum bjuggum við í sama herbergi. Þegar faðir minn dó og jeg tók við rekstri skipaútgerðarinnar, gerði jeg föður þinn strax að æðsta fulltrúa mínum. Áður hafði Monckton haft þá stöðu, en nú gerði jeg hann að meðeiganda, eftir ósk föður míns. Skömmu eftir að faðir þinn hafði fengið stöðu hjá mjer giftist hann móður þinni. sem var ein sú fegursta kona, er jeg hefi sjeð. Hún dó nokkrum vikum eftir að þú fæddist. Jeg hefi látið þig halda að faðir þinn hafi dáið stuttu síðar. Svo var ekki. En hann var naumast með sjálfum sjer upp frá þessu.

    Á háskólaárunum var hann að vísu dálítið hneigður til nautna en hjelt sjer þó frá öllu slíku, fyrir mín orð og eftir giftinguna, var móðir þín verndarengill hans, Nú mun hann hafa byrjað að drekka til þess að sljófga sorg sína og seinna fór hann að spila fjárhættuspil um stórar upphæðir.

    Þegar það barst mjer til eyrna hvernig hegðun föður þíns væri, eftir konumissirinn, talaði jeg við hann, fyrst sem vinur, síðar sem yfirboðari. Því miður hefi jeg kann ske farið of óvægilega að þó jeg vildi honum sannarlega gott eitt. Hann tók aðfinslum mínum vel og lofaði að sjá að sjer.

    Svo var það nokkrum dögum seinna, að hann skifti um stillingu á lás peningaskápsins. við gerðum slíka breytingu á honum ársfjórðungslega. Faðir þinn skrifaði sjálfur upp nýju stillinguna og lagði blaðið ofan í skrifborðið sitt. Hann var því eini maðurinn sem vissi að nú þurfti aðra snúninga, en áður til þess að opna skápinn og sömuleiðis hverjir þeir voru. Morguninn eftir, þegar að skápurinn var opnaður, kom það í ljós, að pakki með 5 þúsund Dollurum var horfinn. Daginn áður höfðu peningarnir verið teknir úr bankanum í sjerstöku augnamiði. Við leituðum alstaðar. Starfsmennirnir fullyrtu að þeir hefðu sjeð pakkan látinn inn í járnskápinn og faðir þinn sagðist líka hafa sjeð hann þar. En nú var pakkin horfinn og ómöglegt að finna hann, hvernig sem leitað var.

    Jeg átti bágt með að trúa að Thorne hefði tekið peningana, en mjer var sagt að hann væri í spilaskuldum, og að hann kvöldið áður, hefði greitt eitthvað af þeim. Monckton fullyrti að engin annar en faðir þinn hefði stolið peningunum, og jeg varð að fallast á það. Jeg vildi þó ekki afhenda lögreglunni málið til rannsóknar, eins og fjelagi minn lagði til, heldur tók Thorne tali og bað hann að játa sekt sína og bæta ráð sitt. Hann brást reiður við og neitaði harðlega að eiga nokkurn þátt í stuldi þessum eða v ta nokkuð um hann; álasaði hann mjer mjög fynr að gruna sig um slíkt athæfi.

    Yfirgaf hann mig, æfur af reiði, og hefi jeg aldrei sjeð hann síðan."

    Undercliff þagnaði um stund, til að fá vald yfir rödd sinni og hjelt því næst áfram:

    „Jeg vildi ekki trúa því að faðir þinn væri þjófur, en fullyrðingar Moncktons gjörðu mig efablandinn. Mjer var ómögulegt að sætta mig við þessa óvissu og þegar jeg varð þess var að faðir þinn væri farinn úr landi, fjekk jeg lögregluna í lið með mjer. Hann hafði farið vestur að Kyrrahafi og tekið sjer far þaðan til Ástralíu með skipi sem hjet „Juan Fernandes." Til skipsins hefur aldrei spurts og álitum við því að faðir þinn hefði farist með því.

    Í tvö ár hjelt lögreglan áfram rannsóknum hjer í Boston, en varð einskis vísari.

    Þá bar svo við er verið var að breyta skrifstofunni og umbæta múrhvelfinguna, sem peningaskápurinn er í, að einn verkamannanna fann peningaböggul, sem á einhvern hátt hafði komist á milli múrsins og járns þess er hann var fóðraður með að innan. Þetta voru peningarnir sem faðir þinn var grunaður um að

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1