Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Yrsa - Hin gleymda drottning Danmerkur
Yrsa - Hin gleymda drottning Danmerkur
Yrsa - Hin gleymda drottning Danmerkur
Ebook293 pages3 hours

Yrsa - Hin gleymda drottning Danmerkur

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Fallega drottningin Yrsa er eins og lifandi ljós á myrkum tímum í norrænni sögu. Hún var konungsdóttir og því var líf hennar ákvarðað frá fæðingu. Hún var viljasterk drottning og mótaði bæði örlög sín og norrænu þjóðanna.

Þjóðflutningatímarnir frá 400 til 600 e.Kr. voru erfiðir. Til eru ótal sögur um hetjur og afrek þeirra. Yrsa drottning er ein fárra kvenna í þeim hópi.

"Þeim fáu ykkar sem frjálsir eru, elskið Yrsu og viljið eiga hana, segi ég þetta: Ég tek ekki einn ykkar fram yfir annan." Konungur lamdi stafnum sínum í gólfið. "Ég tek hana sjálfur."

Yrsa er þjóðhöfðingi Svíaríkis þegar hún giftist konungi Dana. Þjóðirnar eiga í stríði og lífið er erfitt. En Yrsa upplifir líka hlýju og blíðu.

Margit Sandemo rekur söguna frá sjálfri sér til ættmóður sinnar, Yrsu drottningar, og segir hana eins og hún gæti hafa verið.
LanguageÍslenska
PublisherSkinnbok
Release dateJan 27, 2022
ISBN9789979642091
Yrsa - Hin gleymda drottning Danmerkur

Read more from Margit Sandemo

Related to Yrsa - Hin gleymda drottning Danmerkur

Related ebooks

Reviews for Yrsa - Hin gleymda drottning Danmerkur

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Yrsa - Hin gleymda drottning Danmerkur - Margit Sandemo

    DK-ISFOLKET_12_stor.jpg

    Yrsa - Drottning Danmerkur

    © Margit Sandemo, 1977

    Bókin heitir „Yrsa, den glömda drottningen" á frummálinu.

    © Katrin Agency, 2013

    Íslensk útgáfa: JENTAS ehf., 2013

    Þýðing: Snjólaug Bragadóttir

    © kápa: Katrin Agency, 2012

    Hönnun kápu: Imperiet

    ISBN 978-9979-64-209-1 (epub)

    Samningar er varða verk höfundar, þýðingu, kápu og útlit texta og notendarétt á þeim eru í eigu © Katrin Agency.

    www.jentas.is

    www.isfolkid.is

    www.galdrameistarinn.is

    JENTAS gefur bókina út á íslensku og dönsku.

    Öll réttindi áskilin.

    Bók þessa, eða hluta af henni, má ekki afrita með neinum hætti, hvorki með ljósmyndun, prentun, hljóðritun né á annan hátt, án skriflegs leyfis útgefanda.

    Til minningar um Yrsu, ættmóður mína í 47. lið, drottningu ýmist Svía eða Dana á sjöttu öld.

    Ótrúlegar mega teljast sögurnar um bæði hetjurnar og mannleysurnar í lífi hennar. Frásagnir um það sem þessir menn gerðu eru til í ótal útgáfum en saga Yrsu er alls staðar eins. Hún er ein fárra kvenna frá þessum tímum sem enn er þekkt með nafni.

    Kannski ekki furða... eins og örlög hennar voru sérkennileg.

    1

    Frásögn Eyglóar

    Það kemur fyrir þegar dimmt er að nóttu og svo hljótt að aðeins heyrist daufur ymur golunnar í rifum veggjanna og skyndilega bætist við ókunnugt hljóð... að ég minnist þess þegar ég sá Yrsu fyrst.

    Þá var einmitt slík nótt.

    Einkennileg ógæfunótt, hugsaði ég þá. Ég vissi ekki af hverju ég fékk þá tilfinningu, allt var svo hljótt. Líklega hafði kveinið í vindinum þessi áhrif.

    Ég var þá ellefu vetra og bjó ásamt foreldrum mínum og yngri systkinum í kofaræksni skammt frá saxnesku konungshöllinni Haithabu, hættulega nálægt Dönunum sem reyndu hvað eftir annað að ná henni aftur á sitt vald.

    Það var ekki sanngjarnt að við byggjum svona illa. Pabbi hafði verið mikilsvirtur maður á eynni sem við komum frá. Þannig var að við höfðum hýst strokumann að sunnan og hann var hjá okkur í heilt ár á eynni þegar ég var miklu yngri. Ég man óljóst eftir honum, hann var mjög snjall... stöku sinnum, og þeir pabbi spjölluðu langtímum saman um alla skapaða hluti. Hann hafði ferðast víða og kunni mörg tungumál. Hann kenndi pabba að lesa og skrifa og seinna kenndi pabbi okkur elsta bróður mínum það. Ég kann það enn þann dag í dag.

    Pabbi reyndi að kenna okkur börnunum kurteisi, innra stolt, um fugla, fiska og önnur dýr, svo og sólina og stjörnurnar. Pabbi var svo vitur.

    En strokumaðurinn sagði svo margt skrýtið! Hann var eltur af frönkum og Söxum, þeir voru kaldrifjaðir og neituðu að taka kristna trú... sem rétttrúaðir, hvað sem hann meinti með því. Ég man að hann talaði um einn guð sem hafði leyft að einkasonur sinn væri drepinn, helgur maður fyrir 500 árum. Sá sonur myndi síðan koma aftur og dæma lifendur og dauða og þeir góðu fengju að fara til himna en þeir vondu til heljar. Hann kallaði það helvíti.

    Þvílíkt bull! Nú höfðu menn beðið í 500 ár! Af hverju kom hann ekki? Hvernig var hægt að trúa svona löguðu? Ég meina, við sjáum Þór á hverju sumri þegar hann þýtur yfir himinhvelið með hafrana sína og hefur svo hátt að maður verður hræddur og Óðinn, hann...

    Nei, nú er ég farin út af sporinu. Mamma sagði að það gerði ég alltaf. Þú byrjar að segja frá og svo spinnurðu aðrar sögur inn í frásögnina og svo aðrar þar til þú ratar ekki út aftur. Það er alveg satt. Ég ætlaði að segja frá Yrsu núna.

    Annars heiti ég Eygló. Það þýðir sólskin yfir eyju, sagði pabbi. Þar sem ég var elst átti ég að vera duglega stelpan hennar mömmu og hjálpa til í húsinu og með litlu börnin, það kom nýtt á hverju ári. Alltaf er gott að finna að einhver þarfnist manns og ég var sterk. Þurfti að bera margar þungar byrðar og var alltaf sárhent en það gerði ekkert til. Mér þótti vænt um foreldra mína, þeir voru svo góðir.

    Svo vorum við sótt út í eyna. Sótt er kannski of fallega orðað. Við vorum rekin í land því að Skjaldmeyju drottningu vantaði fleiri þræla. Hún tók helminginn af íbúum eyjarinnar og lét okkur hafa aumasta greni til að búa í. Tvö hálf hálmþök sem stóðu skáhallt og studdu hvort annað. Við fengum ekki að búa í hlýju, góðu húsunum sem voru byggð inn í stallana kringum garðinn þar sem stóra höllin gnæfði. Þau voru úr torfi og það var hægt að ganga í annað hús, það þriðja og fjórða án þess að þurfa út. Slíks öryggis nutum við ekki, vinnufólkið og íbúar þorpsins. Við höfðum bara grindverk úr oddhvössum staurum til varnar gegn óvinum. En þrátt fyrir allt leið fjölskyldunni sæmilega... hvernig þrælarnir bjuggu vil ég ekki einu sinni hugsa um. Við töldumst leiguliðar, héldum kýr, sauðfé og geitfé þótt afskaplega þröngt væri. Húsið var lítið en pabbi skipti því í tvö herbergi og það taldist mikið.

    En aftur að fyrstu fundum okkar Yrsu þessa vindkveinandi nótt... nú verð ég að halda mig við efnið.

    Ég vaknaði við að dyr lokuðust og að einhver sussaði. Ókunnug, lágvær rödd og fætur sem læddust hratt. Rödd smábarns. Fyrst hélt ég að það væri yngsti bróðir minn sem var bara tveggja tungla gamall en hann var vanur að orga hátt og reiðilega... svo um munaði. En þessi rödd var bara nokkur aumleg kvein.

    Á náttserknum einum smeygði ég mér fram úr milli systkina minna og fram að dyrum. Ég gægðist út um gættina, varlega svo enginn sæi mig.

    Þar stóð ein kvennanna úr innri bústöðunum með agnarlítið barn í fanginu. Svo rétti hún mömmu það, hún sýndist mjög áhyggjufull í bjarmanum frá tjörustautnum.

    –Ég held ekki að... byrjaði mamma, en það var fljótt gripið fram í fyrir henni.

    –Þú hefur mjólk handa tveimur. Já! Annastu hana vel en angraðu okkur aldrei með rausi um velferð hennar. Biddu manninn þinn að hjálpa þér. Gerir hann nokkuð annað en að búa til börn?

    Ég sá að mamma ætlaði að mótmæla og mig langaði til þess líka en konan hélt áfram í sama hvassa tóninum... eins og hún talaði við undirsáta: –Hún á að heita Yrsa, bara svo þið vitið það.

    –Yrsa? Er hún birna? Það var þunglamalegt nafn á litla telpu. Einn hundanna okkar heitir það. Hver á hana? Þú?

    –Nei, hvað ertu að hugsa? Ekki spyrja!

    Með þeim orðum stikaði konan ákveðin út. Þá kom mamma auga á mig, ég hafði fært mig nær.

    –Eygló! hvíslaði hún. –Þú verður að hjálpa mér með þetta. Þú skilur, ég er ekki sterk núna og get varla meira. Mér batnar bráðum en núna... við verðum að hjálpast að.

    –Já, mamma, sagði ég og teygði úr mér til að sjá barnið. Ég varð hissa. –Nei, hvað hún er falleg! Eins og...

    –Uss, þú talar of hátt! Hún verður að vera í vöggunni hjá litla bróður. Hún er nógu breið handa þeim báðum.

    Við vöfðum út teppið sem hún var vafin í. –Gott efni, sagði mamma. Svo hrökk hún við. –Ja, hérna... það er ekki búið að ganga frá naflastrengnum. Hún er bara nýfædd. Sæktu eitthvað til að skera með.

    –Kindasaxið?

    –Já. Nei, það er allt of grófgert. Sæktu fína bronshnífinn hans pabba en ekki vekja hann.

    Ég flýtti mér inn að leita. Það var erfitt að ná hnífnum, pabbi gætti hans vel og hafði stungið honum undir höfðalagið á dýnunni. En mér tókst að ná honum án þess að vekja hann. Pabbi vann mjög mikið. Hann þurfti að annast húsdýrin og stöðugt komu skipanir frá höllinni um meiri vinnu svo hann vann oft myrkranna á milli án hvíldar.

    Ég rétti mömmu hnífinn og sagði flissandi: –Sax hefði verið betra af því við erum Saxar.

    –Við erum ekki Saxar, hvíslaði mamma í ávítunartón. –Danir áttu eyjuna, mundu það. En við erum Englar.

    –Já, en mörkin eru svo óljós. Það er alltaf verið að færa þau.

    –Ég veit það. Haltu nú hér, svo skerum við. Ég fékk sting af því að sjá beittan hnífinn svona fast við litla barnslíkamann. En mamma hafði fætt mörg börn, stundum ein og hún vissi hvað þurfti að gera.

    Eftir að við höfðum reifað þá litlu og mamma svæft hana sagði hún lágt. –Nú tekur þú við Yrsu, Eygló. Ég megna varla að hugsa um litla bróður... og öll hin. Þú mátt leita ráða hjá mér og ég skal mjólka henni en meira get ég ekki.

    Ég hafði vitað þetta lengi. Mamma var svo gráföl og tekin í andlitinu. Hún hreyfði sig varla án þess að stynja eða kveina og þegar hún brosti náði brosið ekki til augnanna.

    Ég kinkaði hátíðlega kolli og horfði niður á ókunnuga, sofandi barnið með fínu, hreinu drættina.

    –Litla systir mín, hvíslaði ég.

    –Já, hugsaðu þannig um hana. Ef einhver spyr segirðu að hún sé tvíburasystir litla bróður en ég hafi haldið henni fjarri af því hún var svo lítil og veikbyggð.

    Já, þau litu ekki beint út eins og tvíburasystkini en ég mótmælti ekki mömmu. Hún vissi alltaf best.

    Yrsa stækkaði og varð fallegasta barn sem ég hafði séð. Við í fjölskyldunni vorum stórskorin, höfðum það frá mömmu. Pabbi var öllu fíngerðari, hugsuður sem neyddist til að vinna erfiðisvinnu. Hann söng fyrir kýrnar og féð og sagði okkur ævintýri en alltaf var verið að senda eftir honum frá höllinni um heyannir, til varðstöðu og ásóknar í fátæklegar afurðir okkar, svo hann hafði lítinn tíma fyrir börnin og við fengum allt of lítið í okkar hlut til að bíta og brenna. En við spjöruðum okkur. Þrælarnir áttu enn erfiðara. Mamma hafði styrkst smám saman. Fæðing litla bróður hafði tekið mjög á hana og hún eignaðist ekki fleiri börn. Ég verð að segja að fleirum en mér létti yfir því. Hún reyndi að hjálpa þeim af þrælunum sem verst voru staddir en það var varasamt því það spurðist út og aðrir þrælar komu og hótuðu henni til að fá mat líka. Svo hún varð að hætta. Sjálf hafði hún marga munna að metta.

    Yrsa varð besta vinkona mín og skjólstæðingur. Það var svo gott að finna litlu höndina hennar í minni þegar hún arkaði við hliðina á mér eða hlustaði á sögur pabba. Hún var svo skynsöm, sagði hann alltaf. Og ævintýralega falleg.

    Ég heyrði einu sinni til þeirra: –Haithabu hlýtur að vera stærsti bærinn í heiminum, sagði Yrsa og augun ljómuðu af stolti.

    –Nei, sagði pabbi hlæjandi. –Ef maður sleppir höllinni er Haithabu ekkert í samanburði við risastóru bæina sem vinur okkar sagði frá, hann sem hafði ferðast um heiminn. Róm... Köln í Frankaríki... og við erum illa varin fyrir árásum hér svo kannski hrynur allt yfir okkur einhvern daginn. En þetta er góður staður til að byggja stóran bæ og kannski verður það gert seinna.

    –Þú veist svo mikið, pabbi.

    –Þú veist bráðum eins mikið og ég, sagði hann og brosti til Yrsu. –Þú átt svo auðvelt með að læra. Ég hef reynt að kenna ykkur börnunum góða siði. Hvernig maður á að koma fram og haga sér. Það er mikilvægt. Yrsa kinkaði ákaft kolli. –Allt sem þið Eygló segið skiptir máli.

    Takk, hugsaði ég og roðnaði af gleði.

    En auðvitað varð þetta erfitt þegar ég komst á þann aldur að ég fór að líta á stráka og þeir á mig. Þá fannst mér Yrsa stundum vera fyrir en seinna sá ég að hún var besta vörnin sem meydómur minn gat haft. Ég freistaðist aldrei til að gera það sem var bannað og hún var mjög háð mér, heilum ellefu vetrum yngri en ég.

    Einu sinni kom hún til mín og vildi ræða trúnaðarmál.

    –Ég veit ekki hvað það er, Eygló, sagði hún lágt svo enginn heyrði. –En það er eins og einhver horfi á mig. Einhver sem ég sé ekki.

    Ég skildi ekki alveg hvað hún átti við. –Eins og einhver hafi auga með þér? spurði ég hissa og vantrúuð. Hún var bara sex ára og varla hefðu ljótir karlar fengið augastað á henni.

    –Hafi auga með? Já, það má kannski segja það. Mér líkar það ekki.

    –Ekki mér heldur. Komdu, við skulum tína gul vorblóm handa mömmu!

    Við stukkum af stað í grasinu sem var rétt að byrja að grænka og lutum yfir blómin. En nú orðið gafst lítill tími til slíks því við Yrsa vorum báðar komnar í vinnu fyrir konungshöllina. Stundum allt of erfiða vinnu, fannst mér, fyrir barn eins og Yrsu, en fyrirmælin voru ströng.

    Ég horfði á sólgulu blómin sem hún hélt svo varlega á í fíngerðum höndunum og sökk ofan í hugsanir meðan hún lét dæluna ganga. Ég lokaði augunum og hugsaði um nóttina sem hún kom til okkar, nýfædd og yfirgefin. Þeirri nótt myndi ég aldrei gleyma.

    Ég skildi það ekki.

    Nei, hvernig ætti Eygló að skilja það sem gerst hafði áður en Yrsa fæddist?

    2

    Tveimur árum áður

    Eiginlega var rangt að tala um konungshöll. Konungurinn var dáinn og nú réð þarna dóttir hans, Ólöf drottning, og það hentaði henni prýðilega.

    Hún var um þessar mundir einn eftirsóttasti kvenkostur á Norðurlöndum og vonbiðlarnir stóðu í röðum. Ólöf mikla var hún kölluð og falleg var hún vissulega og rík líka en hún hafði sínar sérkennilegu hliðar.

    Skopskyn hennar gat ekki beinlínis kallast góðlátlegt. Hún hagaði sér eins og herforingi og naut þess að niðurlægja biðla sína á tilþrifamikinn hátt. Oftast lét hún nægja hæðnisorð en stöku sinnum greip hún til handanna. Hún kærði sig bara ekkert um mann, það var staðreyndin. Skjaldmey drottning var hún kölluð og kunni því vel.

    Hún stóð oft lengi við dýrmæta silfurspegilinn sinn og virti fyrir sér fremur óljósa myndina meðan hún lagaði á sér brynjuna, spennti sverðið um mjótt mittið, setti hjálminn á höfuðið og greip skjöldinn. Með yfirlætislegu brosi hugsaði hún um biðla sína.

    Svo sem prinsinn sem var sannfærður um að hann gæti heillað hana. Hún hellti hann fullan og þegar hann hafði sofnað þungum svefni á gæruskinnsklæddum bekk í salnum gaf hún fyrirmæli um að hann yrði afklæddur og fötunum fleygt út. Þegar hann vaknaði um morguninn stóðu þjónustufólk og gestir og horfðu flissandi á hann.

    Eða sá sem hún hafði sparkað út um dyrnar svo hann steyptist á höfuðið í rigningarforina.

    Áður en biðill kom var hún vön að kynna sér hetjuskap hans í bardögum. Ef honum leið best með að halda sig til hlés og hvetja hina til að berjast og falla lét Ólöf hann heyra það. Slíkir menn yfirgáfu höllina hvæsandi af reiði yfir auðmýkingunni og skömminni.

    Og svo framvegis. Dæmin um illkvittni hennar voru mýmörg.

    Faðir hennar hafði eiginlega valið henni mann. Höfðinginn Geirþjófur var efnaður og hentaði vel að mörgu leyti en átti ekki konungdæmi svo Hatihabu hefði komið sér vel fyrir hann. Hann var kannski einum of bardagaglaður, var flestum stundum úti að berjast en eflaust hefði Ólöfu líkað það vel, hún kærði sig ekkert um að hafa karlmann á heimilinu. Faðir hennar hafði vitað að Geirþjófur var áhugasamur en hann hafði ekki komið því í verk að bera upp bónorðið, var alltaf í herferðum og svo dó gamli konungurinn.

    Ólöf réð því ein ríkjum í konungshöllinni. Hún var ekki beinlínis elskuð af þegnum sínum en óneitanlega virtu þeir hana og óttuðust.

    Dag einn stóð hún og dáðist að spegilmynd sinni þegar lúðrar gullu. Löngu, bognu hornin gáfu frá sér viðvörunarmerki yfir þorpið.

    Ólöf drottning andvarpaði. Hver kom nú? Enn einn biðillinn? Hún var að verða leið á öllu þessu tilstandi. Var það kannski Geirþjófur?

    Nei, ekki var það hann.

    Þjónn kom inn, heilsaði innvirðulega og eilítið smeykur. Hvort það var drottningin eða heimsóknin sem hræddi hann var óvíst.

    Jú, það var lítill floti á leið inn Slien-fjörðinn...

    –Schlei, leiðrétti saxneska drottningin hvasst. Líktist það ekki skipum Dana?

    Jú, þeir kæmu frá Hleiðru í friðsamlegum erindum, var sagt.

    Hleiðru. Drottningin velti vöngum. Höfuðborg Dananna. Hún þornaði í munninum og vætti varirnar snögglega. Það hlaut að vera hinn nafntogaði sækonungur Helgi Hálfdanarson, stríðshetjan sem herjaði bæði á Eystrasalt og fjarlægari siglingaleið. Hvað skyldi hann vilja?

    Glæsimenni var hann líka sagður. Hún þekkti þá gerðina. Þeir héldu að útlitið gæti veitt þeim allt og þeir væru ósigrandi. Jú, takk!

    Sem snöggvast var Ólöf drottning ráðvillt. Hvernig tók maður á móti náttúrulegum óvini með sæmilegri kurteisi?

    Gæti hún ekki verið í skjaldmeyjarklæðunum sem henni þótti svo vænt um?

    Nei, eitthvað sagði henni að herklæði væru ekki rétti búningurinn. Ekki við þetta tækifæri. Fjárinn, þá yrði hún að sækja græna kjólinn með rauðrefsbryddingunni á pilsfaldinum. Hann sýndi vel háa stöðu hennar, litirnir fóru vel við hárið og augun og allt það, var henni sagt.

    Flogið hafði fyrir að útvaldi biðillinn hennar, Geirþjófur, væri eiginlega svona mikið að heiman að berjast til að sanna karlmennsku sína. Hann ætti víst í vandræðum með að gleðja konur, öll tól væru víst ekki í lagi í rúminu. Meðal annars þess vegna leist henni ekki svo illa á val föður síns.

    –Er flotinn frá Hleiðru stór? spurði hún þjóninn.

    –Nei, bara tvö skip, yðar hátign.

    –Tvö skip? Kallarðu það flota? Jæja, þá er hann líklega í friðsamlegum erindum, sá góði sjóræningi. Sendu hann hingað inn!

    Þegar konungurinn af Hleiðru steig inn í salinn varð Ólöf drottning að leyna andköfum. Glæsilegur var hann svo sannarlega! Mjög aðlaðandi og svo andlitsfríður! Ungur... og svo stæðilegur að karlmennskan geislaði af honum...

    Kvennafarssögurnar af honum höfði vitaskuld borist henni til eyrna. Það ætti að slá svona menn utan undir!

    Hún veitti því athygli að hann var fremur búinn til veislu en bardaga. Það glampaði á gull á belti hans og slíðri og kyrtillinn var með innofnum gullþráðum. Skikkjan var úr dökkbláu flaueli, líklega fengin frá Rómaríki eins og norrænna höfðingja var vandi. Hún setti upp bros og gekk til móts við hann, vel vitandi um að hún hefði átt að hengja á sig meira gull til að sýna ríkidæmi sitt. En Ólöf drottning var lítið fyrir glingur. Hún var nógu falleg án þess, fannst henni. Mörgum árum eldri en hann en hvað um það?

    –Heill sértu, Helgi Hálfdanarson af göfugri ætt Skjöldunga! Hvað rekur svo háættaðan mann til lítilfjörlegra híbýla minna?

    Helgi konungur litaðist um í salnum og brosti. Þessi bústaður var ekki beint lítilfjörlegur.

    Að vísu var ekki hægt að bera höll Ólafar saman við hans eigin í Hleiðru þar sem risavaxnir trjábolir, fagurlega útskornir, héldu þakinu uppi, tjöld úr vefnaði og skinnum klæddu veggina og gólfið var lagt í mynstur úr steinhellum og að hluta þakið mjúkum húðum. Hér var allt einfaldara, ekki nógu mikið skreytt. Hann hafði líka séð ömurlega bústaði vinnufólksins, gerða úr engu nema sveigjanlegum, ungum trjám, viðju fléttað á milli og svo leir klesst í til að þétta. Það var varla boðlegt manneskjum, skepnurnar höfðu það betra, í húsum úr torfi og grjóti.

    Svo svaraði hann kveðju hennar. –Hvað rekur mig hingað, já? sagði hann næstum stríðnislega. –Eiginlega bara forvitni. Ég var í strandhöggi við Eystrasaltsströndina og þar sem ég hafði heyrt svo margt um stoltu, ungu jómfrúna sem ræður ríkjum hér í Saxlandi langaði mig til að heimsækja hana.

    Augnaráðið leyndi því ekki að honum geðjaðist vel að því sem hann sá.

    Svo Ólöf sló upp veislu og nú skyldi ekkert til sparað. Enga leirfanta, takk, gullkrúsir skyldu það vera. Bestu, gljáfægðu kertastjakarnir og matur og drykkur eins og hver gat í sig látið. Hann skyldi fá að sjá, þessi strákhvolpur frá Hleiðru, hvort þeirra var ríkara. Var hún kannski ekki kölluð Ólöf hin ríka og mikla? Hann skyldi fá að sjá hvað matur væri!

    Hún skar ekkert við nögl. Mikið var borðað og drukkið þetta kvöld...

    Helgi Hálfdanarson varð æ jákvæðari. Hún var álitleg, þessi kuldalega, unga kona

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1