Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Gröfin skærgula
Gröfin skærgula
Gröfin skærgula
Ebook91 pages1 hour

Gröfin skærgula

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Andrési líður eins og hann sé fastur í stað eftir að hafa klárað 10. bekk. Það er alltof mikil óreiða í líkama hans. Það eru átökin innan fjölskyldu hans, ástarsambandið sem hann hefur átt í og svo þessar blárauðu neglur í himinbláu skónum. Er hann að verða brjálaður?-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 1, 2020
ISBN9788726629514

Read more from Hans Hansen

Related to Gröfin skærgula

Related ebooks

Related categories

Reviews for Gröfin skærgula

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Gröfin skærgula - Hans Hansen

    Gröfin skærgula

    Vernharður Linnet

    Den skriggule grav

    Copyright © 1982, 2020 Hans Hansen and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726629514

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 3.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    1. það má enginn snerta

    Hann veit hvar sönnunargagnið liggur.

    Hann veit hver hinn seki er.

    Ennþá veit enginn að glæpur hefur verið framinn…

    Morgungangan er einkamál hans. Hans og hundsins hans – Kargós. Þetta er þeirra leið. Engir aðrir fara þessa leið. Engum öðrum dettur í hug að fara þessa leið.

    Hann tekur stefnuna frá einbýlishúsahverfinu gegnum skóginn og áfram…

    Loksins kemur hann að malargryfjunni sem ekki er lengur malargryfja, heldur gróin laut á engi. Þar vex yllir og birki og stört beykitré sem sést alla leið frá veginum.

    En það liggur hvorki stígur né slóð að malargryfjunni. Það er auðfarnari leið og fallegri að fara gegnum skóginn og niður að firðinum. Þangað fer fólk. Ekki yfir engið par sem öskuhaugarnir voru Our. Mold var ekið þangað, en grasrótin er gisin. Svo gisin að lyfti maður ekki fótunum almennilega hnýtur maður um gamalt drasl. Það tók tímana tvo að venja hundinn af að grafa niður í þunnt moldarlagið. Hann verður að láta slíkt bíða þar til þeir korna að malargryfjunni. Og Par verður hann líka að gæta að sér því gamalt rusl leynist Par líka innan um þéttar breiður af grasi og brenninetlum.

    Petta eru menjar frá liðnum tima, Our en stóru grænu gámunum var komið fyrir í einbýlishúsahverfinu. Vogrek af gnægtarhafinu.

    Nú er engu hent hingað.

    Nema einu sönnunargagni.

    Það liggur á botni skærgulu grafarinnar.

    Og enginn veit um það.

    Þegar vindurinn þýtur í lautinni bylgjast stórar blómkrónurnar fyrir ofan það. Á síðsumri hvelfist frjósamur gróðurinn yfir það. Gengi maður þangað, stryki hann axlir og herskarar af flugum mundu fljúga til himins.

    Hann stendur á brúninni – hátt uppi. Fyrir honum er þetta aðeins skærgulur reitur umvafinn grængresi.

    Hundurinn heldur sig í hæfilegri fjarlægð. Þegar hann ætlaði að hlaupa niður í lautina var hrópað, skipað og hótað. Hann skildi að hugur fylgdi máli. Hann snuðrar um gras og brenninetlubreiðurnar – en skóginn gula má enginn snerta.

    Hann þefar upp slóð að yfirgefnu greni. Inngangurinn er hruninn. Grábrún mölin er blönduð mold, eins og tættur blævængur sem gráðugur gleypir hitann á sólríkum degi.

    Við blævænginn er steinninn hans.

    Hann er næstum eins og sæti. Það er gott að sitja, styðja olnbogunum á hnén og fela andlitið í lófunum.

    Héðan sér hann vel gröfina skærgulu. Hér sekkur hann sér í hugsanir sínar. Gleymir sjálfum sér og hverfur aftur í tímann, en fylgist samt með því að hundurinn haldi sig fjarri reitinum gula.

    Hann má enginn snerta.

    2. Andrés önd

    Lengi hefur hann verið kallaður Andrés Ond, þó að hann heiti auðvitað bara Andrés.

    Hann veit vel að miðað við aldur er hann heldur hjáróma og á oft erfitt með að hemja röddina.

    Auðvitað talar hann ekki einsog Andrés Ond, ekki lengur – en röddin hefur verið dálítið skrýtin og hann heitir Andrés – þess vegna var hann kallaður Andrés Ond.

    Það var ekkert verra en við var að búast.

    Hann lauk skyldunni á síðasta vori og síðan hefur hann aðallega slæpst. Búið heima og slæpst.

    Hann langar að verða dýralæknir, en þá verður hann að fara í menntaskóla – ganga menntaveginn.

    Hann var ekki nógu vel undirbúinn fyrir menntaskóla. Í fyrra hafði hann hætt að læra og gengið ömurlega á prófunum og ekki gekk það betur í vor.

    Hann lá í dvala.

    En hann tæki stúdentspróf fyrr eða seinna – færi kannski í öldungadeildina – og yrði dýralæknir.

    Það var pottþétt.

    En þegar allt er í steik fer allt þrekið í að þrauka.

    Þegar allt er svona ruglað…

    Það er löng saga að segja frá því.

    Hann býr einn með Jörgen af kví að mamma hans og litli bróðir eru flutt að heiman.

    Útaf Vívían.

    Réttara sagt útaf Jörgen og Vívían.

    Jörgen er endurskoðandi, hálffimmtugur, rekur eigin skrifstofu og hefur fólk í vinnu. Hann er virkur í Rótary og virtur borgari.

    Enginn trúir neinu illu um hann. En auðvitað veit fólk ekki allt.

    Ekki allt það sem Andrés veit.

    Andrés getur ekki alveg gert sér grein fyrir tilfinningum sínum gagnvart Jörgen.

    Að ýmsu leyti kann hann vel við hann – en hann hatar hann líka.

    Fyrst og fremst út af glæpnum. Því sem Andrés telur vera glæp. Hrottafengnum verknaði.

    Samband hans og Jörgens er einsog hringur än upphafs og endis.

    Vítahringur.

    Allar tilfinningar Andrésar eru í klessu en hann reynir að hugsa skýrt. Hann reynir að halda líkamanum utan við hugsanirnar. Það er nauðsynlegt.

    Stundum liggur hann vakandi á nóttunni og hlustar á myrkrið og veggina. Hann dregur sængina upp að höku svo höfuðið eitt stendur út undan henni. Líkaminn er ósýnilegur – hann er horfinn.

    Tímunum saman liggur hann og kannar herbergið með hlustunum. Heyrn hans líður um einsog næmt leitartæki. Skref fyrir skref. Yfir veggi, gólf og loft. Rennir sér upp rúðurnar, þræðir hverja glufu og sprungu. Þrengir sér gegnum gluggann. Út í dimman garðinn og svífur milli vörpulegra laufkróna hárra birkitrjánna.

    Stundum sofnar hann svo skyndilega að hann nær ekki að kalla heyrnina til sín aftur. Hún dvelur áfram í myrku laufskrúðinu, og pegar hann vaknar er hann heyrnarlaus.

    Allt Par til hann sér greinarnar bærast og skugga þeirra leika á sæng sinni og veggjum og fer að hugsa um að heyrn sin sé úti í garði…

    Stundum nær hann valdi á hugsunum sínum og þá veit hann að hann er eðlilegur. – Eða kannski

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1