Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Einkamál
Einkamál
Einkamál
Ebook101 pages1 hour

Einkamál

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Einkamála auglýsing í blaðinu: "Þroskuð stúlka (32 ára) leitar eftir sambandi við ungan/einmana/ljóðrænan strák". Þá tvítugur Eiríkur les auglýsinguna og sér fyrir sér mikil ævintýri. Hann skrifar til hennar og upphefst þá samband þeirra Helenu.En fljótt fara dularfullir hlutir að eiga sér stað... Þetta var allt klikkað... Eiríkur, tvítugur, hefur lokið námi, vinnur í bankanum, frekar feiminn ungur maður fer að líða eins og persónu í sjónvarpsþáttaröð. Þegar "röddin" byrjar að hringja í hann veltir hann því fyrir sér hvort hann verði að slíta sambandinu við Helenu.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 1, 2020
ISBN9788726693560

Read more from Hans Hansen

Related to Einkamál

Related ebooks

Reviews for Einkamál

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Einkamál - Hans Hansen

    Einkamál

    Vernharður Linnet

    Hjertesår

    Copyright © 1981, 2020 Hans Hansen and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726693560

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 3.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    1. Röddin

    Þegar Eiríkur var rétt kominn undan sturtunni hringdi síminn. Hann var að byrja að þurrka sér á bakinu þegar hringingin glumdi um litlu íbúðina hans.

    Hann hrökk í kút og hjartað tók að slá hraðar.

    Þessi djöfuls sími…

    Hann langaði ekki að hlusta á fleiri hótanir – þetta var ekki hans sök…

    Hann lét símann hringja – stóð kyrr með handklæðið fyrir aftan bak og lét hann hringja og hringja.

    Það varð þögn eitt augnablik en svo hringdi hann aftur, aftur og aftur, hélt áfram og áfram.

    Sá sem hringdi hlaut að hafa lagt tólið á, tekið það upp og hringt strax aftur.

    Þetta voru algjörar ofsóknir.

    Ef þetta var sá sem hann hélt.

    Ef þetta væri „röddin".

    Loksins varð allt hljótt. Það var einsog þögnin hríslaðist um herbergið. En í þögninni bjó ekki öryggi. Hún var næstum eins ógnvekjandi og símhringingarnar.

    Hann tyllti öðrum fætinum uppá klósettsetuna og þurrkaði hann. Hann var með langa hvíta spóaleggi. Á öðrum var áberandi ör rétt fyrir ofan hnéð. Hann hafði fengið það þegar hann var tólf ára. Það hafði verið skorið á kýli. Á þessum átta árum sem síðan voru liðin hafði örið dofnað en ekki horfið. Það var enn hvítara en fölir fæturnir.

    Hann þurrkaði sér í klofinu og dökkt hárið sem óx í gisnum þríhyrning uppá magann þurrkaði hann vel.

    Svo klæddi hann sig í nærbuxur og fór inní stofu.

    Eiríkur Svendsen, tuttugu ára, útskrifaður bankamaður eftir eitt ár – bjó í eigin piparsveinaíbúð, nýtískulegri með baði – átti ástkonu sem var tólf árum eldri en hann sjálfur.

    Hann gekk að glugganum en sveigði vandlega hjá litla borðinu þarsem síminn stóð.

    Það var dimmt úti. Hann leit á klukkuna – hún var að verða tólf. Hann hafði alltí einu langað í sturtu og hafði staðið undir bununni í hálftíma.

    Íbúðin hans var á fyrstu hæð. Það var stutt niðrí kjarrið sem teygði sig útað göngustígnum sem var baðaður bláleitu götuljósi. Útsýnið var ekkert – hann sá aðeins leikvöllinn og blokkina hinumegin sem einnig stóð við Kolle-Parken.

    Hann sneri sér að símaborðinu einsog hann fyndi á einhvern dularfullan hátt að síminn myndi hringja. Honum flaug í hug að taka hann úr sambandi en það var of seint.

    Hann starði á símann. Það var einsog hann stækkaði allur við hringinguna. Hann varð einsog grá ófreskja sem tútnaði og blés út.

    Þetta getur verið hver sem er, hugsaði hann með sjálfum sér, hver sem er…

    En það var „röddin"!

    Hann vissi það áðuren orð var sagt. Hann heyrði það á þungum andardrættinum sem hvein í eyra hans.

    Hann ætlaði að skella á en það var einsog tólið væri límt við hann.

    „Þetta er síðasta aðvörun! sagði röddin. „Ég veit að hún hefur enn einusinni verið hjá þér. Ég veit að þið hafið legið saman.

    Andardráttur Eiríks var óreglulegur.

    „Hættu þessu, sagði hann. „Hættu þessum hótunum!

    „Þetta er síðasta aðvörunin," endurtók röddin.

    „Við hverju? hrópaði Eiríkur í tólið. „Síðasta aðvörun við hverju?

    „Ég veit hver þú ert."

    Síðan var tólið lagt á. Málmkenndur smellur og sónn.

    Ég veit hver þú ert…

    Orðin bergmáluðu í höfði hans. Þau héldu áfram að hljóma og vildu ekki hverfa.

    Ég veit hver þú ert… ert… ert…

    Hann var með hjartslátt og svo fór hann framí eldhús og hellti sér vodka í glas. Vökvinn var svo kaldur að glasið hrímaði milli fingra hans.

    Hann þoldi þetta ekki lengur.

    Það varð að binda endi á þetta.

    Þegar hún kæmi á morgun ætlaði hann að segja henni að þau yrðu að binda endi á þetta…

    Þetta var of hættulegt.

    En þá myndi hann missa hana. Þá myndi hún hverfa úr lífi hans og þá… Hann yrði einmana á ný.

    Þegar hann fór aftur inní stofu stansaði hann í dyrunum og horfði útum gluggann.

    Það var einsog hann byggist við að sjá skugga fyrir utan gluggann – skugga sem væri svartari en myrkrið.

    Síðan hleypti hann í sig kjarki og gekk að glugganum og dró fyrir. Svo tók hann símann úr sambandi og gekk úr skugga um að útidyrahurðin væri vandlega læst.

    Þetta vár algjör geggjun. Svona gerðist bara í glæpamyndum í sjónvarpinu. Það var fáránlegt að þetta ætti sér stað í Kolle-Parken – og það fáránlegasta var að þetta henti hann.

    Eiríkur Svendsen, 20 ára, var að ljúka bankanámi – dálítið feiminn en ósköp venjulegur ungur maður sem hvorki líktist eða fannst hann líkjast sjónvarpshetju.

    Allt var þetta vegna þess að hann hafði hitt Helenu, 32ja ára!

    Helenu sem ekki vildi taka afstöðu til „raddarinnar". Helenu sem leyndi hann einhverju. Helenu sem var ráðgáta. Helenu sem sagðist ekki geta verið án hans.

    Alveg einsog hann gat ekki verið án hennar…

    Allt var þetta vegna þess að hann hafði hitt hana.

    Þó var „hitt" ekki rétta orðið.

    Það var flóknara en svo.

    2. Leynilegt Stefnumót

    Eiríkur var frá litlu þorpi. Hann hafði hætt í menntaskóla í öðrum bekk. Honum leið illa þar, átti enga félaga – og gekk þessvegna illa í náminu.

    Pabbi hans var fasteignasali og hafði góð sambönd. Hann hafði komið honum að í banka.

    Foreldrar hans höfðu borgað bróðurpartinn af íbúðinni í Kolle-Parken. Símann líka. Það var lífsnauðsynlegt fyrir móður hans að geta hringt til að vita hvort hann væri heima.

    Tíma sínum eyddi hann í bankanum og íbúðinni – og í ferðir þar á milli.

    Mamma hans gat hringt í hann í bankann og heima og hún náði alltaf sambandi við hann – eða svo gott sem.

    Hann var fastur í kerfinu.

    Þar til Helena kom til sögunnar…

    Hann kynntist henni í gegnum einkamálaauglýsingu.

    „Þroskuð stúlka (32) vill kynnast ungum/einmana/ ljóðelskum pilti. Svar merkt 2844".

    Hann hafði lengi lesið einkamálaauglýsingarnar í blaðinu. Hann las þær einsog ævintýri.

    Hann rakst alltaf á einhverja sem örvaði hugmyndaflugið. Það þurfti ekki mikið til þess hann færi að skálda – ímynda sér þá sem auglýstu og hvað gæti gerst ef hann svaraði þeim. Alla sem hann gæti hitt, allt sem hægt væri að tala um, allt sem hægt væri að gera saman…

    Hann þurfti á þessum skáldskap að halda því í raunveruleikanum gerðist ekkert. Það var næstum einsog raunveruleikinn stæði kyrr.

    Bankinn og Kolle-Parken. Aðra hverja helgi heim til foreldranna. Það sama endurtók sig í sífellu.

    Það unnu fleiri á hans reki í bankanum þó að þetta væri lítið útibú. En hann náði ekki sambandi við þá – nema í vinnunni. Þar fyrir utan

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1