Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Paradís í sjónmáli
Paradís í sjónmáli
Paradís í sjónmáli
Ebook183 pages3 hours

Paradís í sjónmáli

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

"Mamma dó. (…) Hún var einbirni. Ég var einbirni. Það kom enginn í heimsókn."
Á þessum nótum hefst fyrsta bókin í ritröðinni um Elling, einmana sérkennilegan mann sem lesendur komast ekki hjá að þykja vænt um, enda sjá þeir sig sjálfa í honum. Elling býr í blokk í Osló með móður sinni og virðast þau aðeins hafa félagsskap hvort af öðru. Þegar móðir Ellings deyr tekst hann á við einmanaleikann með því að kaupa sér stjörnukíki sem hann notar til að fylgjast með nágrönnum sínum og lifa sig inn í tilveru þeirra. Þannig uppgötvar hann að allir eiga sér leyndarlíf og enginn er eins og hann virðist vera út á við.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 16, 2024
ISBN9788727049885
Paradís í sjónmáli

Related to Paradís í sjónmáli

Titles in the series (3)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Paradís í sjónmáli

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Paradís í sjónmáli - Ingvar Ambjørnsen

    Paradís í sjónmáli

    Translated by Einar Ólafsson

    Original title: Utsikt til paradiset

    Original language: Norwegian (Bokmål)

    Cover image: Midjourney

    Copyright ©1993, 2024 Ingvar Ambjørnsen and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788727049885

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Mamma dó. Það gekk allt mjög átakalaust fyrir sig. Ef hægt er að nota orð eins og „átakalaus" um umskiptin yfir til Hinnar miklu óvissu, hins algera. Jú, það er hægt. Ég las nýlega í Arbeiderbladet um konu frá Beirut. Hún var pynduð til dauða með því að rottu hafði verið troðið upp í móðurlíf hennar. Rottan þurfti að finna leiðina út úr líkama hennar aftur með gulu nagtönnunum sínum. Slíkan dauðdaga má með réttu kalla átakamikinn samanborið við það að líða út af í nýuppbúnu sjúkrahúsrúmi án teljanlegra verkja. Krabbinn hafði búið um sig í lifrinni á henni, það var ekkert við því að gera, eins og læknarnir sögðu en þeir önnuðust hana vel er leið að lokum.

    Hún dó 11. nóvember. Ég er búinn að gleyma hvaða vikudagur það var. Þeir hringdu frá sjúkrahúsinu um níuleytið um morguninn og sögðu að ég yrði að koma strax en þegar ég kom var það yfirstaðið. Það var búið að leggja hana til, ég man hvað hún virtist lítil, næstum eins og vaxbrúða. Þeir sögðu að ég mætti ekki vera leiður yfir að hafa ekki náð í tíma; hún hafði ekki vaknað heldur farið beint úr svefninum yfir í dauðann.

    Svo fór ég út í rigninguna. Það var enginn vindur, bara þétt kyrrt regn, ég gekk stefnulaust um göturnar í miðbænum, ég grét ekki, ég var ekki einu sinni sérlega sorgmæddur, og einmitt þess vegna skammaðist ég mín svolítið. En að þeirri skömm undanskilinni, sem var reyndar ekkert sérstaklega óþægileg, það verð ég að viðurkenna, þá fannst mér ég bara tómur. Ekki í neikvæðum skilningi, ekki eins og orðið er oft notað þegar á að lýsa tilgangsleysinu, nei tómur – ástand sem fól í sér algert hlutleysi. Ég hlýt raunar að hafa hugsað, það gerir maður þó alltaf en ég man ekki um hvað ég hugsaði. Ég staðnæmdist fyrir utan Dagbladet og lét augun renna yfir síðurnar sem voru hengdar upp bak við glerrúðurnar en ég get ekki munað hvað stóð þar, ég held ég hafi ekki lesið það.

    Viðbrögðin komu fyrst seinna, eftir að ég var kominn heim. Guð minn góður, ég hafði þó verið í mjög nánu sambandi við móður mína, ekki móðursýkislegu, ekki hættulegu eins og ég hafði lesið um í bókum og séð í kvikmyndum – en þó verður ekki litið fram hjá því að alla mína ævi, í þrjátíuogtvö ár, vorum það bara við, ég og hún. Föður minn hafði ég aldrei hitt, hann dó í vinnuslysi fjórum vikum áður en ég fæddist. Fyrir mér var hann bara minningar móður minnar og söknuður sem ég gat ekki tengt við hann fyrr en á fullorðinsárum. Hann var karlmaðurinn sem mamma var með á gulnuðu myndunum í ljósmyndaalbúminu, karlmaðurinn í pokabuxum og skíðasokkum í Kikut veturinn 46, karlmaðurinn í dökkri sundskýlu úr ullarefni með hvítum röndum á hliðunum sem hélt utan um brosandi móður mína einhvers staðar úti á Snar-eyju sumarið 50. Það voru ekki til neinar brúðkaupsmyndir af þeim, allavega ekki heima hjá okkur, hvers vegna hef ég ekki hugmynd um. Pabbi varð að vofu, einhverjum krafti sem bjó undir fægðum steini í Vestre Aker kirkjugarði, mamma varð að konu sem dró sig inn í sig sjálfa og tók mig með. Hún var einbirni. Ég var einbirni. Það kom enginn í heimsókn.

    Ég sat þarna í tómri stofunni. Arbeiderbladet lá opið á borðinu, hálftómur tebolli stóð við hliðina. Allt nákvæmlega eins og ég hafði skilið við það eftir þetta stutta símtal nokkrum tímum áður. Mér fannst það algerlega óraunverulegt að ég myndi aldrei aftur heyra hægt fótatak mömmu í stigaganginum, lykilinn í skránni, hljóðið frá innkaupatöskunni sem lögð var á gólfið í forstofunni, röddina hennar sem barst til mín meðan hún hengdi frá sér kápuna, sagði mér frá einhverju sem hafði borið fyrir hana í Irmu eða á leiðinni. Já, óraunverulegt.

    Nokkrum dögum seinna hringdi ég í Hjálpræðisherinn. Síðdegis sama dag komu þrír menn frá fatasöfnuninni og tóku með sér fötin hennar mömmu og húsgögnin úr svefnherberginu. Þegar ég stóð í tómu hvítu herberginu eftir að þeir voru farnir fann ég fyrir djúpri ró. Hið óraunverulega var nú orðið raunverulegt.

    Um nóttina, eftir að ég hafði slökkt á sjónvarpinu, fór ég aftur inn í herbergið hennar mömmu. Ég kveikti ekki ljós. Úti var minnkandi tungl en þó var það ennþá stórt; bláleit birta féll á hvíta fletina. Ég fór út að glugganum og leit út yfir blokkirnar og skóginn, úthverfið þar sem ég hafði alist upp og dvalist nánast hvern einasta dag ævi minnar. Undarlegt. Þrjú herbergi og eldhús í hæfilegri fjarlægð frá Ósló. Sautján mínútur með neðanjarðarlestinni, til að vera alveg nákvæmur. Sextíuogfimm skref niður að útidyrum. Sex mínútna rólegur gangur að stöðinni. Ef einhver hefði spurt mig einhvern tíma fyrr hefði ég fullyrt að ég þekkti hvern millimetra í þessari litlu blokkaríbúð, að ég gæti gert grein fyrir hverjum krók og kima. En samt: Nú þegar ég stóð inni í herberginu hennar mömmu og leit út yfir blokkirnar í hlíðinni fyrir neðan rann upp fyrir mér að ég hafði í rauninni ekki stigið fæti hingað inn síðan ég var lítill drengur, og ég meina lítill drengur, lítill drengur sem sefur hjá mömmu þegar skuggarnir á veggnum í barnaherberginu verða ógnvekjandi. En samt sem áður: Nú þegar gluggatjöldin höfðu verið tekin niður og herbergið algerlega tæmt rann upp fyrir mér að ég leit á blokkirnar úti, þetta kunnuglega landslag með hörðum gráum hornum móti dökkum fjaðrandi grenitrjám, malbikaðar slaufur gangstíganna og lýsandi deplana á ljósastaurunum, frá nýju og djarflegu sjónarhorni. Ég hef ekki hugmynd um af hverju orðið „djarflegur" kom mér í hug en það gerði það sem sagt. Tilvera mín rúmaði nýtt hvítt herbergi og nýja leið til að skoða veröldina, veröld sem ég hafði fyrir löngu vanist eins og hverri annarri mynd sem aldrei breytist. Vissulega hafði ég séð börn vaxa upp og fjölskyldur flytja út og inn. En sjálfur ramminn um þetta allt, þetta rými sem fólk bjó í, hafði verið óbreyttur. Frá neðanjarðarlestinni og heim. Heiman og að neðanjarðarlestinni. Heiman og útí Irmu. Frá Irmu og heim. Sömu hornin, sömu fletirnir. Útsýnið frá stofunni, frá herberginu mínu, eða frá eldhúsinu: Bara árstíðirnar sem liðu hjá gátu valdið einhverju óvæntu, í líki skyndilegrar snjókomu í lok apríl eða sól og hita í nóvember. Stöku sinnum hafði ég á tilfinningunni að það þyrfti fellibyl til að vekja mig, í önnur skipti gat ég allt í einu hoppað af kæti yfir skyndilegum sólargeisla sem skaust yfir gaflinn á blokkinni á móti. Eins og ég stóð núna, í miðju rökkvuðu herberginu með handleggina niður með síðunum og horfði, fannst mér næstum eins og ég hefði svipt þetta úthverfi einhverju af leyndardómi þess; af einhverjum ástæðum, sem ég hafði ekki hugmynd um þá en virkuðu mjög sterkt á undirvitund mína, fékk ég á tilfinninguna að ég hefði stjórn á hlutunum.

    Og ég hugsaði: Nú er þessu lokið. Nú byrjar það. Þannig er tilfinningin þegar einhver deyr frá þér og kemur þér fyrir á krossgötum í þínu innra landslagi.

    Það hljómar kannski undarlega en ég held að sú staðreynd að ég gat tekið dauða mömmu svona vel eins og ég gerði, hafi heilmikið með Gro Harlem Brundtland að gera. Strax sama kvöld, meðan hugsanir mínar snerust stöðugt um þessa konu sem ég hafði séð liggja sviplausa og kalda niðri á spítalanum, birtist Gro bæði í kvöldfréttunum og seinna í umræðuþætti í sjónvarpinu. Það hafði alltaf virkað róandi á mig að sjá hana. Einbeitingarlaus eins og ég var tók ég ekkert eftir af hverju hún var á skjánum en hún var þar og sendi mér, bara með nærveru sinni, einhvers konar leynileg boð, kveðju frá henni til mín um að hverful viðdvöl mannanna á jörðinni sé að vísu óvéfengjanleg en engu að síður sé þær manneskjur að finna meðal okkar sem geta gefið öðrum trú á hið óhagganlega, hið bjargfasta. Og það gera þær einfaldlega með því að vera til.

    Gro í rigningu. Gro í vindi. Gro í sól og Gro í skugga. Stinn eins og sæljón. Óttalaus, föst fyrir og skemmtileg. En fyrst og fremst traust. Þegar mamma dó stjórnaði Gro landinu. Það gerir hún enn. Sem stendur er óhugsandi að nokkur önnur manneskja geti stjórnað þessu landi. Samt finnst mér ég viss um að þetta öryggi sem hún gefur mér, og hefur gefið mér lengi, byggist ekki endilega á því. Bara vissan um að Gro sé þarna, einhvers staðar úti í myrkrinu, nægir mér. Fellið ríkisstjórnina og ýtið henni út í kuldann. Svo lengi sem hún er þarna, óttalaus og með sína óþreytandi kappsemi, er hún tákn um öryggi í þessum æ ruglingslegri pólitíska veruleika – hún getur hvenær sem er komið til baka. Hún er eins og birna með húna í híði. Það er vissulega hægt að tefja heimferð hennar með fenginn. En það er samt bara spurning um tíma, svolitla töf áður en hún kemst aftur þangað sem hún réttilega á heima. Gro Harlem Brundtland er ekki sköpuð til að eyða starfsævinni á læknastofu. Ekki sköpuð til að biðja krakkaorma að gapa og segja aaa eða stinga vísifingri upp í endaþarminn á gömlum mönnum til að finna hvort blöðruhálskirtillinn hafi stækkað. Gro er fædd til forystu og hún hefur gáfur til að takast á við það. Gro er ekki valdamanneskja. Gro er vald. Manneskja.

    Sjálfur er ég safnari. Sem barn safnaði ég frímerkjum og mynt, gostöppum og fuglseggjum. Sem ungur maður fór ég að safna Gro Harlem Brundtland. Ég þekki lífshlaup hennar út og inn en það er ekki fyrst og fremst persónulegar og pólitískar upplýsingar sem ég hef áhuga á. Það sem ég safna, og sem ég klippi stöðugt út úr dagblöðum og tímaritum, eru myndir af henni, svipur Gro, limaburður. Ég á Gro í alls konar veðri, ég á hana í pólitískum stormi í Stórþinginu og í kalsaveðri á Finnmerkurheiðum. Ég á Gro í Ríó, ég á Gro í Vín og í Odda. Ég á Gro í blússu og pilsi, í hversdagsbuxum og peysu, ég á hana í galakjól og í Samabúningi. Og ég á hana í blautbúningi. Á seglbretti. Gro í eggjandi stellingu þar sem hún hallar sér á móti vindinum – hér stillir hún upp sjálfri táknmynd sjálfrar sín. Hún er valkyrjan sem býður storminum birginn, konan sem þrífst best með storminn í fangið. Ég man ekki alveg hvar ég fann myndina en ég held það hafi verið í Dagbladet einhvern tíma á níunda áratugnum. Ég hef plastað hana af praktískum ástæðum. Því verður ekki neitað að myndarlegur bakhluti Gro Harlem Brundtland, einungis íklæddur þunnri gúmmíhimnu, er sýn sem höfðar til hægri handar einhleyps manns. Það er raunar ekki oft sem ég snerti sjálfan mig á þann hátt. Ég fæ á tilfinninguna að ég sói einhverju, kasti frá mér einhverju af mér sjálfum. Og ég hef alltaf verið varkár drengur. Nægjusamur. Langt frá því að vera meinlætamaður en nægjusamur. Ég kaupi ekki Bjellandmakríl í tómatsósu ef annað merki er fimmtíu aurum ódýrara. Makríll í tómatsósu er makríll í tómatsósu. Hér áður fyrr reykti ég. Því hef ég hætt. Á yngri árum drakk ég af og til um helgar. Nú drekk ég af og til á gamlárskvöld. Ég kaupi nýtt brauð þegar það gamla er búið, ekki þegar það gamla er orðið þurrt. Ég kemst ágætlega af á bótunum.

    Þrem dögum eftir að mamma dó, það var sem sagt 14. nóvember, stóð ég mig að því að vera aftur kominn inn í autt herbergið hennar. Ég segi „stóð mig að því því að það var einmitt það sem gerðist. Ég man ekki eftir að hafa farið þangað inn né heldur af hverju ég gerði það. Man bara að ég stóð þar nokkurn veginn á miðju gólfinu. Eins og síðast var orðið dimmt en regn og þoka huldu blátt tunglsljósið. Nóvemberveður. Blautt. Grátt. Niðri á gangstígunum var ekki nokkurn mann að sjá. Það hefði verið næstum því óhugnanlegt ef ekki hefðu verið mörg hundruð ljósfletir sem lýstu á móti mér þarna úti. Gluggar. Gluggar út móti kvöldinu, veröldinni. Eða öfugt. Gluggar sem sneru inn að fólkinu. Fjölskyldur, einhleypir, gamlir og ungir. Það var einhvern veginn orðin vinsæl skoðun að það væri næstum niðurlægjandi að búa í blokk. Á sínum tíma þegar blokkirnar voru byggðar hér uppi í hlíðunum á sjötta áratugnum voru þær þjóðarstolt. Þær voru ávextirnir sem jafnaðarmenn færðu fólkinu. Nú á tíunda áratugnum voru þær greinilega ekki nógu góðar lengur. Hvað eftir annað rakst ég á ummæli í blöðunum, jafnvel í Arbeiderbladet, sem ekki urðu skilin öðruvísi en að það væri eitthvað meira en lítið að hjá fólki sem bjó í blokk. „Veslings fólkið mátti lesa milli línanna. Árum saman hafði ég látið fara í taugarnar á mér hvernig fólk var lítilsvirt, já nánast gert gys að hundruðum þúsunda manna hér í þessu landi. Sjálfur hafði ég átt góð uppvaxtarár hérna í hverfinu. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég hef verið svolítill einfari alla mína ævi. En ég hef fundið, og ég finn, samkennd með fólkinu sem ég deili kjörum með hérna. Við erum náin í beinlínis líkamlegum skilningi, næstum 40 þúsund manns sem búum hér þétt saman, yfir og undir hvert öðru, bara með þunna veggi milli okkar og við erum fljót að venjast klósettsiðum nýrra nágranna. En samtímis er ekkert vandamál að halda uppi þeirri fjarlægð sem þarf til þess að hver geti átt sitt einkalíf í friði. Og meðan ég stóð þarna og horfði á ljósið sem streymdi út um gluggana fylltist ég yl, samkennd. Innan við sérhvern þessara lýsandi ferninga var herbergi sem var nákvæmlega eins og það sem ég bjó í sjálfur en samt blómstraði margbreytileikinn fyrir framan mig. Ramminn um líf okkar var sá sami. En hvernig við lifðum lífi okkar var svo ólíkt, svo ólíkt. Og ég stóð mig að því að óska þess að Gro byggi líka hér innan sama ramma og við, lifði við sömu skilyrði og við, þessi 40.000 hérna úti við skógarjaðarinn. Ég tilheyri ekki þessum nöldrandi hluta þjóðarinnar sem getur ekki unnt Gro og hinum flokksleiðtogunum að búa í einbýlishúsum og fínum íbúðum niðri í Frogner-hverfinu, þetta var bara ósk sem sló niður í mig af því að ég hefði svo gjarnan viljað deila þessu samfélagi með henni, að hún gæti staðið alveg eins og ég stóð og hugsað: við!

    Úr þessum glugga sem sneri móti austri gat ég séð heilar átta blokkir fyrir neðan mig. Hver með fjörutíu íbúðum sem skiptust á þrjár hæðir. Fjórar voru við Seljaveginn, sem mamma kallaði „Matveginn" af því að hann lá í áttina að Irmu. Hinar fjórar voru fyrir neðan, við Greifingjastíginn, en stóðu þannig að ég gat séð næstum hálfar blokkirnar milli endanna á þeim fyrir ofan. Ég var einmitt að telja gluggana sem ljós var í þegar ég tók fyrst eftir Rigemor Jølsen. Það hafði tvímælalaust eitthvað með mömmu að gera að mér varð svona starsýnt á hana. Í þriðju hæð, í einni af blokkunum við Greifingjastíginn, stóð nefnilega roskin kona og týndi visin blöð eða blóm af stofublómunum á gluggakistunni. Og meðan hún sinnti þessu mjög svo hversdagslega verki hallaði hún höfðinu svolítið, alveg eins og mamma var vön að gera þegar hún var að snyrta og spjalla við begóníurnar sínar. Mér brá við það. Auðvitað hélt ég ekki að það væri mamma sem stóð þarna á þriðju hæð við Greifingjastíginn en í nokkrar sekúndur var ég ekki alveg í jafnvægi. Svo náði heilinn réttum tengingum aftur og túlkaði myndina sem ég sá. Svipbrigðin í andliti hennar gat ég ekki greint í þessari fjarlægð, bara þessa friðsælu skuggamynd, þessar varfærnislegu handahreyfingar. Á þessari stundu hafði ég auðvitað ekki hugmynd um að konan héti Rigemor Jølsen. En eins og í leiftri sá ég fyrir mér dásamlegan möguleika á að

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1