Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Leynigarðurinn
Leynigarðurinn
Leynigarðurinn
Ebook269 pages4 hours

Leynigarðurinn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

"Tveir verstu hlutirnir sem geta komið fyrir barn er að fá aldrei sínu framgengt – eða að fá öllu sínu framgengt." Þegar foreldrar Maríu, sem er bæði dekruð og vanrækt, falla frá þarf hún að ferðast frá Indlandi til Englands til þess að lifa hjá fjarverandi frænda sínum. Þegar hún uppgötvar leynigarð og fer að sjá um blómin, lifnar hún öll við. Einn daginn heyrir hún grátur berast innan úr stórhýsinu og lærir fljótt að hún er ekki sú eina sem þarf á frísku lofti að halda.Leynigarðurinn er ein ástsælasta barnabók allra tíma en sagan er bæði töfrandi og hjartnæm. Gerð hafa verið ótalmörg leikrit og kvikmyndir út frá sögunni, en frægasta útfærslan var gerð árið 1993 af Francis Coppola með Dame Maggie Smith í einum af aðalhlutverkunum. Árið 2020 var nýjasta útfærslan gerð í formi kvikmyndiar, en bæði Colin Firth og Julie Walters koma þar við sögu.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 1, 2022
ISBN9788726920628
Author

Frances Hodgson Burnett

Frances Hodgson Burnett (1849--1924) was born in Cheetham, England. After her father's death in 1852, the family found itself in dire financial straits and in 1865 immigrated to the United States, settling near Knoxville, Tennessee. Frances began writing to help earn money for the family, publishing stories in magazines from the age of 19. While the novel Little Lord Fauntleroy (1886) made her a well-known writer of children's fiction, her romantic adult novels were also very popular. From 1898 to 1907, Burnett resided at Great Maytham Hall, a country house in Kent, England. It was the sprawling manor's walled garden that provided the inspiration for The Secret Garden, now considered a classic of English children's literature.

Related to Leynigarðurinn

Related ebooks

Reviews for Leynigarðurinn

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Leynigarðurinn - Frances Hodgson Burnett

    Leynigarðurinn

    Translated by Jóhanna G. Erlingsson

    Original title: The secret garden

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1911, 2021 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726920628

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Til minningar

    um móður mina

    1. Kafli

    Það er ekki sála eftir

    Þegar mary lennox var send til Misselthwaite-óðalsins fannst fólki hún hreinasta hryggðarmynd. Það var satt. Andlit hennar var smágert, hún var þunn á vangann, svipurinn þvermóðskulegur, líkaminn lítill og horaður og hárið þunnt, rytjulegt og gulleitt, og andlitið líka. Hún var fædd á Indlandi og hafði aldrei verið hraust. Faðir hennar, sem starfaði fyrir ensku stjórnina var alltaf önnum kafinn, og í ofanálag sífellt lasinn. Móðir hennar var ábyrgðarlaus fegurðardís sem hafði ekki áhuga á öðru en veisluhöldum og kátu fólki. Hún hafði ekki viljað eignast litla stúlku og kærði sig ekki hætishót um hana, heldur fékk hana í hendur Ayah, innfæddri barnfóstru, sem var látið skiljast, að ef hún vildi þóknast húsmóður sinni skyldi hún halda litlu stúlkunni sem mest úr augsýn. Þar sem Mary var heilsulítið, óvært og ófrítt barn var þess gætt að hún truflaði ekki móður sína. Þegar hún óx úr grasi og var orðin að veiklulegum, rellnum smákrakka, þurfti enn frekar að gæta þess að hún þvældist ekki fyrir. Hún átti því engar minningar um foreldra eða fjölskyldulíf, það fyrsta sem hún mundi var dökkt andlit fóstrunnar og annarra innfæddra sem þjónuðu á heimilinu, og þar sem þeir hlýddu auðsveipir og létu hana fara sínu fram í einu og öllu – húsmóðirin hefði reiðst ef heyrst hefði barnsgrátur – var Mary orðin eigingjarn og frekur harðstjóri aðeins sex ára gömul. Unga, enska kennslukonan, sem átti að kenna henni að lesa og skrifa þoldi hana ekki og gafst upp eftir þrjá mánuði, og þær sem á eftir komu tolldu jafnvel enn skemur í vistinni. Ef Mary hefði ekki verið fróðleiksfús að eðlisfari hefði hún aldrei lært að lesa, hún hefði ekki einu sinni lært að stafa.

    Morgun einn – kæfandi heitan morgun – þegar hún var tæplega níu ára vaknaði hún í skelfilega vondu skapi og ekki batnaði það þegar hún sá að þjónustan sem stóð við rúmið var ekki fóstra hennar.

    „Hvað ert þú að gera hér? spurði hún snúðug. „Ég vil ekki sjá þig. Sendu Ayah mína!

    Konan virtist hrædd og stundi því upp að Ayah gæti ekki komið, og þegar Mary trylltist, braust um í rúminu á hæl og hnakka og lét höggin dynja á veslings konunni, varð hún bara enn hræðslulegri og endurtók í sífellu að Ayah gæti alls ekki komið til ungfrúarinnar.

    Það lá eitthvað í loftinu, eitthvað dularfullt og ógnandi. Ekkert var eins og það átti að vera, engin regla á hlutunum og þjónustufólkið virtist hreinlega hafa gufað upp. Þær fáu hræður sem Mary sá ráfuðu um með skelfingarsvip á öskugráu andlitinu. Enginn yrti á hana, enginn skipti sér af henni og fóstru sína sá hún hvergi. Hún var látin afskiptalaus allan morguninn og loks varð henni reikað út í garðinn. Þar settist hún í skuggann af stóru tré sem óx rétt við veröndina og fór að leika sér. Hún þóttist vera að búa til blómabeð, sleit upp skrautjurtir og stakk þeim í moldina – og allan tímann tautaði hún bölbænir sem hún ætlaði að láta dynja á fóstru sinni þegar henni loks þóknaðist að láta sjá sig.

    „Svín! Svín! Gyltudóttir!" tautaði hún, því hún vissi að ekkert var eins lítilsvirðandi.

    Sem hún sat þarna, gnísti tönnum og endurtók bölbænir og formælingar í sífellu, heyrði hún að móðir hennar gekk ásamt einhverjum öðrum út á veröndina. Þau töluðu saman í lágum hljóðum. Mary kannaðist við þennan drengjalega, ljóshærða mann. Hún hafði heyrt að hann væri liðsforingi, nýkominn frá Englandi. Telpan starði á unga manninn, en mest starði hún þó á móður sína. Alltaf þegar hún kom auga á hana starði hún úr sér augun – af því að „Memsahib" – þjónustufólkið ávarpaði hana þannig og Mary kallaði hana það oftast í huganum – var svo grannvaxin, svo fögur og alltaf svo fallega klædd að Mary gat ekki haft af henni augun, þá sjaldan hún sá henni bregða fyrir. Hár hennar bylgjaðist eins og silki, nefið var fíngert og fallega formað, þó var ekki laust við að hún bretti upp á það líkt og hún hefði andúð á flestum hlutum, og augun voru stór og full af kátínu. Fötin hennar voru úr örþunnu efni og einhvern veginn líkt og flögrandi, eins og álfar hefðu spunnið vefinn, og Mary fannst sem hún klæddist aðeins silki, kniplingum og blúndum. Þennan morgun var hún raunverulega klædd silki, kniplingum og blúndum, en það ljómaði engin kátína í augunum. Þau voru galopin og full skelfingar og störðu á unga manninn.

    „Er það svona hræðilega slæmt?Ó, er það virkilega?'heyrði Mary hana segja.

    „Hryllilegt, svaraði ungi maðurinn titrandi röddu. „Hryllilegt, frú Lennox. Þú hefðir átt fara upp í fjöllin, fyrir tveim vikum að minnsta kosti.

    Unga frúin neri saman höndum.

    „Ég veit að ég hefði átt að gera það, kveinaði hún. „Ég vildi bara ekki missa af þessu heimskulega boði. Skelfilegt flón gat ég verið!

    Um leið og hún sleppti orðinu fylltist loftið margradda kveinstöfum sem bárust frá hreysum þjónustufólksins. Unga frúin þreif í unga manninn og Mary skalf eins og ösp í vindi. Kveinstafirnir urðu sífellt hærri.

    „Hvað er þetta? Hvað er um að vera?" stundi frú Lennox.

    „Einhver hefur dáið, svaraði ungi liðsforinginn. „Þú sagðir aldrei að þjónustufólkið hefði fengið pestina.

    „Ég vissi það ekki, kveinaði Memsahib. „Komdu með mér! og hún snerist á hæli og hljóp inn í húsið.

    Í kjölfarið fylgdu skelfilegir hlutir og undarlegheit morgunsins skýrðust fyrir Mary. Það geisaði alvarlegur kólerufaraldur og fólk hrundi niður eins og flugur. Fóstra hennar hafði veikst um nóttina og hún var einmitt að gefa upp öndina þegar kveinstafirnir voru sem hæstir. Næsta dag dóu þrír, og þeir sem enn voru ósýktir, flúðu þetta hræðilega pestarbæli. Allt var á ringulreið og dauðveikt þjónustufólkið sem bjó í hreysunum lá í andarslitrunum á fletum sínum.

    Annan dag þessa hræðilega ástands hélt Mary sig í barnaherberginu. Það var eins og allir hefðu gleymt henni. Enginn skipti sér af henni, enginn kærði sig um hana og undarlegir hlutir gerðust án þcss að hún hefði hugmynd um. Hún ýmist grét eða svaf, vissi að fólkið hlaut að vera hræðilega veikt og framandi og ógnvekjandi hljóð bárust að eyrum hennar. Einu sinni læddist hún inn í borðstofuna, þar var enginn, þótt hálfetinn matur væri á borðum. Stólarnir voru á tvist og bast, diskar á víð og dreif, eins og þeir sem sátu að borði hefðu skyndilega misst lystina og rokið í burtu. Telpan át fáeina ávexti og nokkrar kexkökur, og þar sem hún var dauðþyrst, drakk hún glas af víni sem stóð ósnert á borðinu. Það var sætt á bragðið og hún vissi ekki hve áfengt það var. Fljótlega færðist höfgi yfir hana og hún fór aftur inn í barnaherbergið og lokaði á eftir sér, þar sem hún hræddist kveinin og hljóðið frá hlaupandi fótum sem bárust að utan. Hana syfjaði svo af víninu að hún gat tæpast haldið augunum opnum, svo hún lagðist á rúmið og vissi ekki af sér um langan tíma.

    Margt gerðist þessar stundir sem hún svaf djúpum svefni, en kveinin og háreystin sem barst að utan truflaði ekki værð hennar.

    Þegar hún vaknaði, starði hún lengi á auðan vegginn. Það ríkti dauðaþögn. Hún hafði aldrei áður skynjað slíka dauðaþögn. Hún heyrði engar raddir, ekkert fótatak og velti fyrir sér hvort fólkið hefði sigrast á kólerunni, öllum væri batnað og erfiðleikarnir yfirstaðnir. Hún velti einnig fyrir sér hver mundi nú annast sig fyrst fóstra hennar var dáin. Hún fengi trúlega nýja fóstru sem segði hennar nýjar sögur. Mary var orðin leið á gömlu sögunum. Hún harmaði ekki fóstru sína, felldi engin tár. Hún var kaldlynt barn og hafði aldrei þótt vænt um nokkra manneskju. Kveinstafirnir og skarkalinn höfðu aðeins hrætt hana og hún hafði reiðst því að enginn skyldi aðgæta hvort hún væri lifandi. Fólkið var of skelfingu lostið til að muna eftir barni sem það kærði sig ekkert um. Á meðan það var veikt hafði það ekki hugsun á neinu, en þegar því væri batnað hlaut einhver að koma og sinna henni. En enginn kom, hún beið og húsið virtist sífellt kyrrara og hljóðlátara. Hún heyrði skrjáf og þegar hún litaðist um sá hún lítinn snák skríða yfir gólfið. Augu hans voru eins og dökkar, gljáandi perlur. Hún var ekki hrædd, þetta var meinlaust lítið dýr, alveg hættulaust og virtist þar að auki vera að flýta sér út úr herberginu. Hún hafði auga með honum og sá hann skríða undir hurðina og hverfa.

    „En hve allt er undarlega hljótt, sagði hún. „Það er engu líkara en hér sé enginn nema ég og snákurinn.

    Í sama bili heyrði hún fótatak utan af grasflötinni og að gengið var upp á veröndina. Þetta var fótatak karlmanna og þeir töluðu saman lágum rómi. Enginn virtist taka á móti þeim, enginn tala við þá, hún heyrði að hurðir voru opnaðar og vissi að þeir voru að líta inn í hvert herbergi.

    „Hvílík hörmung! heyrði hún. „Þessi fagra unga kona! Barnið trúlega líka. Ég heyrði að þau hefðu átt barn þótt enginn hafi nokkurn tíma séð það.

    Mary stóð á miðju gólfi, þegar þeir opnuðu hurðina nokkrum mínútum síðar. Hún var ekki falleg ásýndar, ófríð og frekjuleg og grett á svip. Hvort tvegga var, hún var sársvöng og svo hræðilega yfirgefin og einmana. Maðurinn sem opnaði hurðina var hávaxinn liðsforingi sem hún hafði einu sinni séð áður, þá á tali við föður sinn. Hann virtist bæði þreyttur og áhyggjufullur en þegar hann kom auga á hana brá honum íbrún. „Barney! kallaði hann. „Hér er barn! Aleitt og það á svona stað! Hamingjan hjálpi mér, hver er þetta?

    „Ég er Mary Lennox, svaraði telpan þóttalega og reigði sig. Henni fannst ruddalegt af manninum að kalla hús föður síns „svona stað. „Allir voru veikir, ég sofnaði og var að vakna. Af hverju kemur enginn?"

    „Þetta er telpan sem enginn sá! sagði maðurinn við félaga sinn. „Hún hefur hreinlega gleymst!

    „Af hverju gleymdist ég? spurði Mary og stappaði niður fætinum. „Af hverju kemur enginn?

    Barney, en það hét ungi maðurinn, horfði dapur á hana. Mary sá að hann deplaði augunum eins og til að verjast því að tár rynni.

    „Veslings litla barn, sagði hann. „Það kemur enginn, allir eru farnir. Þannig var það, á svipstundu og á þennan skelfilega hátt rann upp fyrir Mary að hún átti engan föður, enga móður; þau höfðu dáið og lík þeirra verið flutt burtu um nóttina. Þeir fáu þjónar sem enn voru á lífi höfðu flúið eins og fætur toguðu og enginn munað eftir telpunni. Þess vegna var allt svona kyrrt og hljótt. Það var ekki sála eftir – enginn nema hún og snákurinn.

    2. Kafli

    Ungfrú Mary, þrjósk og þversum

    Mary hafði dáðst að móður sinni úr fjarlægð og fundist hún ákaflega falleg. Þar sem hún hafði látið telpuna afskiptalausa var ekki hægt að ætlast til þess að hún syrgði eða saknaði hennar þegar hún var dáin. Það var einmitt þannig, Mary syrgði hana ekki, reyndin var sú að hún var upptekin af sjálfri sér og hafði alla tíð verið. Ef hún hefði verið eldri er allt eins víst að hún hefði af því miklar áhyggjur að vera einstæðingur í veröldinni, en þar sem hún var svona ung og hafði alltaf verið í umsjá annarra, fannst henni sem það yrði ætíð þannig. Hugsanir hennar snerust um það hvort henni yrði komið fyrir hjá geðugu fólki sem kæmi kurteislega fram við hana og leyfði henni að fara sínu fram eins og fóstran hennar og innfædda þjónustufólkið hafði alltaf gert.

    Hún vissi að dvöl hennar hjá enska prestinum yrði ekki löng. Hún vildi ekki vera þar. Enski presturinn var blásnauður, börnin vom fimm, sitt á hverju árinu, sífellt að kýta og rífa leikföngin hvert af öðru og þar fyrir utan vom þau óhrein og illa klædd. Mary þoldi ekki sóðalegt heimilið og var svo þverúðug að það kom að því að ekkert barnanna kærði sig um leika sér við hana. Á öðrum degi höfðu þau gefið henni uppnefni sem gerði hana óða.

    Það var Basil sem átti hugmyndina. Basil var smápatti, með hrekkjaleg blá augu og uppbrett nef og Mary hataði hann. Þennan dag sat hún undir tré og var að leika sér alveg eins og þegar kólerufaraldurinn braust út. Hún ætlaði að búa til garð, hafði mokað mold í hrúgur sem áttu að vera blómabeð og var að búa til gangstíga á milli þeirra. Basil fylgdist með.

    „Af hverju læturðu ekki möl þama og hefur hana fyrir steinhæð? spurði hann.,,Þarna í miðjunni, hann benti.

    „Farðu! æpti Mary. „Ég þoli ekki strákafífl. Snautaðu burt!

    Í fyrstu var eins og Basil hefði reiðst en svo fór hann að stríða. Hann var sístríðandi systrum sínum. Hann hoppaði og dansaði kringum hana, gretti sig og geiflaði og söng hástöfum:

    „Ungfrú Mary þrjósk og þversum,

    þykist rœkta garð.

    Á silfurhnapp og seljukolla

    setur lambasparð!"

    Hann söng þar til hin börnin runnu á hljóðið. Þau skellihlógu og tóku undir sönginn, og því gramari sem Mary varð, því oftar sungu þau „ungfrú Mary, þrjósk og þversum. Og þessu linnti ekki allan tímann sem hún dvaldi hjá þeim. Þau kölluðu hana aldrei annað en „ungfrú þversum, líka þegar þau töluðu um hana sín á milli.

    „það á að senda þig heim, sagði Basil einn daginn,, í vikulokin, og við erum fegin að losna við þig.

    „Ég líka, svaraði Mary. „Hvar á ég heima?

    „Hún veit ekki hvar hún á heima! hreytti Basil út úr sér með allri fyrirlitningu sjö ára snáða. „Englandi, auðvitað. Amma býr þar og Mabel systir var send til hennar í fyrra. Þú ferð ekki til ömmu þinnar, þú átt enga ömmu. Þú ferð til frænda þíns sem heitir Archibald Craven.

    „Ég þekki hann ekki," svaraði Mary þrjóskulega.

    „Það veit ég vel, svaraði Basil. „Þù veist ekki nokkurn skapaðan hlut, stelpur vita ekkert í sinn haus. Ég heyrði mömmu og pabba tala um hann. Hann býr í gríðarstóru, eldgömlu húsi úti í sveit og enginn þorir að koma þangað. Hann er svo sérvitur og skapillur að engum dytti í hug að koma nærri húsinu þótt hann leyfði það. Hann er kroppinbakur og hann er hryllilegur.

    „Ég trúi þér ekki," sagði Mary, sneri við honum baki og stakk fingrunum í eyrun.

    En hún hugsaði því meira. Dagur leið að kvöldi. Þegar frú Crawford sagði henni að eftir nokkra daga færi hún með skipi til Englands til ættingja síns, Archibalds Cravens, sem byggi á Misselthwaite-óðalinu, var svipur hennar steinrunninn. Hún var svo áhugalaus að prestshjónin vissu ekki hvað þau áttu að halda. Þau vorkenndu henni og vildu vera henni góð, en þegar prestsfrúin ætlaði að kyssa hana á vangann, sneri hún sér undan, og þegar presturinn klappaði henni hughreystandi á öxlina, stifnaði hún.

    „Hún er svo óásjáleg, veslingurinn, sagði prestsfrúin vorkunnlát síðar við vinkonu sína., JVIóðir hennar – blessuð sé minning hennar – var undurfalleg, og kurteis svo af bar. Telpan er gjörsneydd öllu slíku, kann enga mannasiði og bömin uppnefna hana „ungfrú þversum. Þótt það sé ljótt, skil ég þau svo sem."

    „Ef móðir hennar hefði einhvern tíma rekið sitt fallega smetti inn um gættina á barnaherberginu, og telpan einhvem tíma séð þessa fögru móður sína, hún sinnt henni, kennt henni mannasiði og elskað hana, hefðum við ekkert við hegðun hennar að athuga. Það er sorglegt til þess að vita, nú þegar þessi fagra kona er farin fyrir fullt og allt, að svo fáir skuli hafa vitað að hún átti barn."

    „Ég held að hún hafi tæpast séð hana, andvarpaði prestsfrúin. „Þegar fóstra hennar dó mundi enginn eftír telpunni. Hugsaði þér bara, þjónustufólkið forðar sér og skilur hana eftir aleina í galtómu húsinu. McGrew liðsforingi sagði mér að hann hefði næstum hrokkið upp af, sér hefði brugðið svo við að sjá hana standa þama á miðju herbergisgólfinu.

    Svo Mary fór til Englands í umsjá ungrar konu sem var að fylgja bömum sínum í heimavistarskóla. Hún var upptekin af eigin bömum og þeirri stundu fegnust að geta komið henni í hendur konunnar sem Archibald Craven hafði sent til Lundúna til að taka á móti hinum unga skjólstæðingi sínum. Sú hét Medlock og var ráðskona á Misselthwaite-óðalinu. Gildvaxin, miðaldra kona, með ákaflega rjóðar kinnar og hvöss, kolsvört augu. Klæðnaður hennar var í meira lagi furðulegur, fjólublá ferðadragt, svart silkisjal með kögri, svartur hattur með fjólublárri rykktri pífu að framan og fjólubláum blómum sem dingluðu upp og niður í hvert sinn sem hún hreyfði höfuðið. Mary leist illa á hana, en þar sem henni leist jafnan illa á fólk var ekkert markvert við það, og auk þess var augljóst að frú Medlock var lítið hrifin af henni.

    „Drottinn minn, en sá afturúrkreistingur! Og svo er sagt að móðir hennar hafi verið allra kvenna fegurst. Hún hefur lítið erft af fegurð móður sinnar – svo mikið er víst."

    „Hún á kannski eftir að fríkka, svaraði unga frúin glaðlega. „Bara að hún væri ekki svona horuð og þvermóðskuleg. Hún hefur góða beinabyggingu – það er aldrei að vita – böm breytast og þroskast með aldrinum.

    „Hún þarf þá að breytast svo um munar, svaraði frú Medlock. „Misselthwaite er nú ekki líklegt til að þroska nokkurn mann, hvað þá heldur litla telpu, hélt hún áfram, „ef ég má segja eins og mér býr í brjósti!"

    Þær héldu að Mary heyrði ekki samtalið. Hún hafði gengið út að glugganum á hótelinu og fylgdist með umferðinni. Horfði stórum augum á sporvagnana, hestvagnana og fólkið sem var á gangi um strætið. Það var ekkert að heyrn hennar og henni stóð alls ekki á sama um það sem þær vom að segja. Hvernig var þetta hús og hvernig maður var frændi hennar? Var hann krypplingur? Hún hafði aldrei séð kryppling, kannski vom engir krypplingar á Indlandi.

    Frá því að henni var komið fyrir hjá ókunnu fólki hafði einmanaleiki hennar ágerst. Hún átti enga Ayah, enga fóstru og hún var altekin framandi og skelfilegum hugsunum. Hún var farin að undrast að hún virtist engan eiga að í veröldinni, jafnvel ekki á meðan foreldrar hennar vom á lífi. Ónnur böm áttu bæði föður og móður, en hún tilheyrði engum. Hún hafði aldrei verið litla stúlkan hennar mömmu eða augasteinn pabba. Hún hafði haft þjóna á hverjum fingri, yfrið nóg að borða og ekki skorti hana fatnað, en enginn hafði skipt sér af henni, engum hafði þótt vænt um hana. Hún vissi ekki að það var vegna þess að hún var fráhrindandi og ógeðfellt bam, auðvitað vissi hún það ekki sjálf. Henni hafði oft fundist fullorðið fólk vera fráhrindandi og ógeðfellt, en hún vissi ekki að þannig var hún sjálf.

    Henni þótti frú Medlock, með sínar rjóðu kinnar, fáránlega sparihatt og afdalamálfar, einna ógeðfelldust allra þeirra sem hún hafði hitt á sinni stuttu ævi. Næsta dag lögðu þær af stað til Yorkshire. Mary gekk á undan eftir brautarpallinum og að járnbrautarvagninum. Hún var hnarreist og reyndi að halda ákveðnu bili milli sín og frú Medlock svo ekki sæist að þær væru saman. Hún hefði orðið stórmóðguð ef einhver hefði haldið að hún væri dóttir hennar.

    Frú Medlock lét sig þetta engu skipta. Hún var þannig gerð að kenjar í krökkum höfðu engin áhrif á hana. Hún kærði sig kollótta, að minnsta kosti hefði hún sagt svo hefði hún verið spurð. Frú Medlock hafði ekki haft nokkra löngun til að fara til Lundúna, systurdóttir hennar var að gifta sig einmitt þennan dag. En þar sem hún var í góðri stöðu, með ágæta góð laun sem ráðskona á Misselthwaite, og eina leiðin til að halda stöðunni var að fara í einu og öllu eftir fyriskipunum Archibalds Cravens, gerði hún orðalaust eins og fyrir hana var lagt. Hún spurði ekki einu sinni.

    „Kapteinn Lennox og kona hans em bæði dáin úr kóleru, hafði Archibald Craven sagt stuttaralega. „Kapteinn Lennox var bróðir konu minnar og ég er þar með orðinn umsjármaður dóttur hans. Telpan verður send hingað, þú verður að fara til Lundúna og taka á móti henni.

    Svo hún hafði látið niður í litla tösku og lagt af stað.

    Mary sat í horni lestarvagnsins, vansæl og fýld. Hún hafði ekkert að lesa og ekkert að skoða, svo hún sat bara með litlar hanskaklæddar hendur í kjöltunni og lét sér leiðast. Svarti kjóllinn undirstrikaði enn

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1