Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Mannrán og mansal
Basil fursti: Mannrán og mansal
Basil fursti: Mannrán og mansal
Ebook72 pages1 hour

Basil fursti: Mannrán og mansal

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þegar að Alice Rescfor, dóttir bandarísks milljónamærings, er numin á brott á næturklúbbi í New York fær Basil fursti boð um að sérþekkingar hans sé þörf. Útsmoginn og samviskulaus glæpamaður sem stundar mansal á ungum stúlkum gengur laus um götur borgarinnar. Furstinn er þó hvergi smeykur frekar en endranær og býður hættunni birginn.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728420874

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Mannrán og mansal

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Mannrán og mansal

    Translated by Óþekktur

    Original title: Mannrán og mansal (English)

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420874

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Mannrán og mansal

    1. KAPÍTULI

    Alicu rænt.

    Hinir töfrandi fögru tónar negrahljómsveitarinnar flæddu yfir danssalinn. Margt gestanna sat og skemmti sér við að horfa á dansinn og í þeim hóp var milljónamæringurinn Reschfor, sem sat við eitt borðið ásamt konu sinni og dóttur.

    Það var mikið líf í dansinum, og með tindrandi augum horfði unga stúlkan á alla þessa dýrð. Hún var skínandi fögur, og hafði ljómandi falleg augu. Hár hennar var vel greitt og lá eins og falleg umgerð kringum fagra ennið.

    Við og við leit þessi fallega stúlka til dyranna eins og hún ætti von á einhverjum.

    — Þú ert óróleg, Alice mín, sagði faðir hennar. Hann var sjálfur órólegur, þótt hann léti ekki á því bera.

    — Nei, nei, góði pabbi, sagði Alice, — það er ekkert sem amar að mér. Svo kveikti hún sér í vindling, til þess að láta minna bera á óróa sínum, og blés reyknum í alla vega bogum upp í loftið.

    Tónarnir smá dóu út og að síðustu varð hlé á dansinum, en fólkið gekk á milli borðanna og ræddi saman. Hér hittust ástvinir og gamlir kunningjar, sem nú voru að endurnýja kunningsskapinn. Kvæntir eiginmenn og konur, sem voru að leita gleðinnar sem ekki var lengur að finna á heimilunum. Og að síðustu þeir, sem engin heimili eiga, en flýja út á skemmtistaðina, til þess að njóta augnabliks gleði.

    Danssvæðið var nú autt, ljósin lýstu upp salinn og settu sinn einkennilega töfrablæ á allt. Þjónarnir voru á þönum með hressingu til gestanna, sem voru að hvíla sig, þar til dansinn byrjaði að nýju.

    Veizlusalurinn var eins og töfrahöll, sem hljómaði af margrödduðum mállýskum, þvi hér voru menn og konur frá mörgum þjóðum. Þarna voru Egiptar, Frakkar, Indverjar, Englendingar og Ameríkumenn, sem allir réttu hvor öðrum hendina og mæltu til vináttu. Hér í þessu skrautlega musteri ástarguðsins Amors voru allir í góðu skapi og það leit ekki út fyrir, að neinn væri meðal bessa sundurleita hóps, sem hefði illverk í huga.

    Það var eins og allt þetta fólk væri samhuga um að skemmta sér og njóta lífsins í sem fyllstum mæli.

    Frú Reschfer leit þó óánægjulega til manns síns um leið og hún horfði yfir mannfjöldann með lítilsvirðingu og mælti:

    — Ekki veit ég hvað Verner hefur meint, þegar hann óskaði eftir að við hittum hann hér.

    — Ó, hann hefur ætlað að lofa okkur að kynnast næturlífinu í New York, svaraði maður hennar hógværlega, — og mér finnst ekkert vera að því að sitja hér.

    — Jæja, svo þér finnst bað ekki? svaraði hún drembilega.

    Alici leit enn þá einu sinni á úr sitt og í sömu svipan sló klukkan í salnum þrjú.

    — Nú hlýtur hann að fara að koma, andvarpaði unga stúlkan, — hann lofaði að vera kominn klukkan þrjú. Þau litu öll fram að stóru vængjahurðunum, en þar var engin hreyfing.

    Skyndilega kvað við skot fyrir utan dyrnar og um leið barst að eyrum fólksins skerandi neyðaróp.

    Eitt augnablik var grafarhljóð í veizlusalnum.

    Alica varð náföl, svo hvíslaði hún svo að vart heyrðist: — Pabbi, það var hann — Róbert.

    Nú þyrptist fólkið til dyranna, en þegar þeir fyrstu komu út á þrepin, þá sáu þeir hvar ungur maður lá í blóði sínu.

    Rescfor ruddist í gegnum fólksþröngina. — Róbert, stundi gamli maðurinn forviða og kraup niður hjá særða manninum.

    Hann lyfti höfði særða mannsins upp, en ungi maðurinn var sem stirnaður í örmum hans.

    Læknir, sem var meðal gestanna kom nú á vettvang. Hann kvaðst heita Stuart, strax og hann hafði nafngreint sig laut hann niður að meðvitundarlausa manninum.

    — Þessi særði maður er tengdasonur minn, sagði Rescfor milljónamæringur.

    — Vilja ekki einhverjir gera svo vel og bera manninn inn í húsið? spurði læknirinn, er hann hafði litið litla stund á Róbert.

    Nokkrir menn gáfu sig fram og báru Róbert Verner inn í skrifstofu klúbbsins.

    Frú Rescfor stóð undrandi og kallaði á dóttur sína. — Alica, hrópaði hún, — hvar er Alica?

    Eins og skuggi staðnæmdist einn þjónanna fyrir aftan frúna og stóð þar eins og stytta.

    Í sama bili kvað við í bílflautu úti í hinni

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1