Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Kalviðir: Smásagnasafn
Kalviðir: Smásagnasafn
Kalviðir: Smásagnasafn
Ebook103 pages1 hour

Kalviðir: Smásagnasafn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Kalviðir samanstendur af sjö sögum: Rússneskir flóttamenn, Einmana sálir, Blómasalinn, Hans bókhaldari, Pólski málarinn, Ekkert og Ljettfeti. Bókin er sögð vera skrifuð út frá reynslu og tilfinningum Davíðs, sem missti móður sína þegar hann bjó í Frakklandi og afleiðingarnar sem því fylgdu. Sögurnar eru grípandi og eiga sér sér stað í Frakklandi, Belgíu, við Miðjarðarhaf og á Íslandi og segja frá persónum sem lýst er með fallegum, tilfinningaríkum skrifum.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 1, 2022
ISBN9788726960952

Related to Kalviðir

Related ebooks

Related categories

Reviews for Kalviðir

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Kalviðir - Davíð Þorvaldsson

    Davíð Þorvaldsson

    Kalviðir

    Smásagnasafn

    SAGA Egmont

    Kalviðir: Smásagnasafn

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1930, 2021 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726960952

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Rüssneskir flóttamenn

    Allir eru farnir úr kránni nema þeir þrír. Gegnum opnar dyrnar stara þeir á rigninguna, sem streymir niður í kyrlátt strætið. Á þessum vordegi er friður, næstum sveitafriður í gamla hverfinu í miðri stórborginni. Einstöku sinnum berst þangað, eins og af hendingu, ómurinn af vagnskrölti og rifrildi einhversstaðar að.

    Það er mollulegur hiti, og í kránni er loftið þungt af matarsvækju. Óhreinir dúkarnir með rauðum vínblettum og hálfjetnum hveitibrauðsstönglum hjer og hvar, liggja ennþá á borðunum. Það er ekki búið að sópa sagið af gólfinu. (Þessu sagi hafði verið dreift á gólfið áður en borðað var, eins og siður er á ódýrari matsöluhúsum í Frakklandi. Með þessu móti þarf sjaldnar að þvo gólfin).

    Þjónninn, gugginn og sviplaus, stendur með þurkuna dinglandi á bakinu og starir út um gluggann.

    Þegar gengið er eftir þessari þröngu og óhreinu götu, sem knæpan er í, þarna bak við Panthéon og á landamærum Quartier Latin, þá er ekkert sjerstakt, sem dregur athyglina að þessari krá. Framhliðin er alveg jafn ellileg og veggirnir jafn sprungnir og á húsunum í kring. Þó er þar eitt, sem augun staðnæmast ósjálfrátt við. Það er áletrunin fyrir ofan dyrnar. Þar stendur á rússnesku: „Heima". Stafirnir sjást frekar ógreinilega, því að gyllingin er víða dottin af þeim. Fyrir ofan þá er mynd af litlum fugli, sem baðar út vængjunum. Ef sá fugl kynni að tala, þá gæti hann sagt frá mörgum dularfullum atburðum, sem hæglátu frönsku verkamennirnir í næstu húsum myndu varla trúa. Hann myndi segja þeirn, að sumar af þessum fátæklega klæddu konum, sem koma þangað um hádegisbilið, til þess að borða einn disk af rússneskri súpu og brauðbitann, sem þær koma með, hafa eitt sinn skipað tignustu stöður í Rússlandi, og að nú draga þær fram lífið á því að selja blöð eða ávexti á einhverri götunni. Sama máli væri að gegna um þessa úlpuklæddu bílstjóra og suma þeirra manna á mórauðum vinnufötum, sem koma þangað labbandi í hægðum sínum með vindlinginn í öðru munnvikinu. Nú vinna þeir ef til vill við nýju neðanjarðargöngin, sem verið er að grafa þarna uppfrá, eða þá í einhverri verksmiðju úti i Levallois eða einhverri annari útborginni.

    Þeir þrír, sem eftir eru, totta þegjandi vindlingana og dreypa við og við á svörtu kaffi með vodka út í. Það hefir verið borið fram fyrir þá í litlum postulínsbollum með rússneskri áletrun.

    „Hvar hefir þú verið í dag, Fiôdor Pétrôvitch?" segir einn þeirra og lygnir augunum. Það er grannvaxinn maður, fölleitur, með rauða díla í kinnunum. Hann hóstar þegar hann talar.

    „Jeg vann niður við Les Halles ¹ ) í morgun. Það kom mikið af grænmeti utan úr Normandie. Annars er þessi hlaupavinna svo þreytandi og auðmýkjandi, að ég held, að jeg gefist aiveg upp á henni", svaraði sá, sem ávarpaður var og hann geyspaði langan. Hann var dökkhærður maður, brúnn á hörund og með stórt ör á kinninni. Hann talaði hægt og hallaði sjer þunglamalega áfram, eins og hann væri þreyttur.

    Úti í eldhúsinu voru tveir þjónar að rífast. Annar þeirra talaði hægt og syngjandi á rússnesku, hinn svaraði óðmáll og önugur á frönsku. Hvorugur skildi annan. Hvorugur vissi í rauninni eiginlega um hvað þeir voru að rífast. En einmitt vegna þess urðu þeir ennþá grimmari og ákafari. Ef til vill voru þeir ekki að leita að öðru. — Þessi senna þeirra var einskonar farvegur fyrir gremju þeirra og reiði í garð annara, sem höfðu móðgað þá viljandi eða í hugsunarleysi, en sem þeir höfðu ekki þorað eða mátt stöðu sinnar vegna, svara í sömu mynt.

    Þegar þjónninn frammi í veitingasalnum heyrði sóninn utan úr eldhúsinu, þá sneri hann sjer við ánægður á svipinn og guggna, litla andhtið hans varð að einu brosi. — Flugurnar, sem komu fljúgandi inn um opnar dyrnar suð-uðu enn þá hærra, þegar þær sáu dúkana með fitublettunum. — Rigningin úti líktist bláleitri slæðu í ljettum andblæ. Aldrei opnast blómin betur, aldrei sjer maður betur inn í sál sína og annara en á slíkum hlýjum vordögum, þegar regnið drýpur.

    Rússarnir þrír sitja þögulir og reykja. Tveir þeirra reykja hægt og anda reyknum að sjer með sýnilegri nautn. Úr andlitum þeirra skín slafnesk ró og afskiftaleysi. Maður gæti haldið, að þeir væru friðsamir moujiks ² ), nýkomnir úr vinnu og að þeir ættu enga heitari ósk en þá, að mega sitja sem lengst þarna í kyrðinni, og anda að sér reyknum úr svörtu tóbakinu.

    Sá þriðji er gjörólíkur hinum. Hann er renglulegur unglingur, veiklulegur í útliti. Fíngerður líkaminn, svipmikið festulegt andlitið með stóru ástríðufullu augun bentu á, að hann væri einn af þeim mönnum, sem fæddir eru til mikillar gæfu — eða mikillar ógæfu.

    Hann var sonur frægs dýrafræðings í Leningrad, sem hafði orðið kyr eftir byltinguna og stjórnaði nú stórri rannsóknarstofu þar eystra, og gat í algerðu næði gefið sig að rannsókn á einfrumungum, en hann hafði alt frá því í æsku haft lifandi áhuga á þeim athugunum. Hann hafði gert merkilegar rannsóknir á frymi og vísindamenn í Vestur-Evrópu lásu ætíð með athygli greinar eftir hann.

    Fyrir Pavlovitsh, syni hans, sem nú sat þarna í rússnesku kránni í Quartier Latin hafði hann verið ráðgáta, hræðileg ráðgáta. Fjölskyldunni hafði verið varpað í fangelsi, þegar kommúnistar hófust til valda. Móðir hans, sem var veikluð kona, hafði ætíð lifað rólegu, borgaralegu lífi. Hún dó úr hjartabilun, þegar þau höfðu verið þar nokkurn tíma. Allar þær skelfingar, sem hún sá í kringum sig og hugsunin um, að á næstu mínútu yrði ef til vili hún og börnin drepin, var henni um megn.

    „Lofaðu mjer því að hata ætíð kommúnista", voru síðustu orð hennar við son sinn, og hann hafði lofað því.

    „Hún var tilfinningarík kona með takmarkaðan skilning á mannlífinu, því að hún dæmdi ætíð aðra eftir því, hvernig þeir breyttu við hana og hennar nánustu", sagði maður hennar um leið og hann lokaði augum hennar, og hann hjelt áfram: „Þegar dæma á eitthvert mál, þá eru tilfinningarnar hættulegur ráðgjafi. Þær freista manns til þess að álykta frá einstöku atriði til heildarinnar. Sú ályktun verður mjög oft röng. Það liggur í hlutarins eðli, einkum að því er mannlífið snertir. Það er ekki hægt að taka neitt meðaltal af sálarlífi allra Rússa og segja að útkoman sje meðal Rússi. Grunur minn er sá, að þá myndi koma fram stærð, sem ekki ætti heima í veruleikanum. Til þess að sú rannsókn gæti nokkuð nálgast hið sanna, þyrfti sami maður að þekkja alla Rússa, alt frá Hvítahafi og suður til Kaukasusf jalla. Hann þyrfti að þekkja hvern einstakan þeirra eins vel og sjálfan sig.

    Hugsum okkur nú að þetta væri hægt, sem það vitaskuld er ekki. Jafnvel eftir að hafa gert þessa tilraun, þá yrði sá, sem framkvæmdi hana að játa, að hann vissi alls ekki, hvort hún væri rjett. — Athugið það líka, að jeg ætlast til, að til þess að framkvæma þessa tilraun, væri fenginn maður, sem vegna vitsmuna og hæfileika váeri best fær um að komast að jákvæðri niðurstöðu. — Og þó væri þetta að miklu leyti unnið fyrir gýg, þó gæti hann ekki gripið þennan margumtalaða sannleika. — Vegna hvers? Vegna þess meðal annars, að dómurinn var uppkveðinn af manninum, sem er síbreytilegur. Eftir eitt ár verð jeg ef til vill orðinn alt annar maður en jeg er nú. Dómar mínir geta þá orðið alt aðrir. Þannig er því farið um alla menn.

    Í öðru lagi er ástæðan sú til þess, að menn eiga svo erfitt með að nálgast hinn „objectiva" sannleika — og í rauninni er ekki um annan sannleika að ræða — að hinn ytri heimur endurspeglast í mjög

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1