Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Eitur
Eitur
Eitur
Ebook206 pages3 hours

Eitur

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Maríus litli, aðalpersóna sögunnar, er feiminn en uppátækjasamur piltur á skólabekk. Hann er ekki mikill námshestur og er eftirbátur bekkjarsystkina sinna í öllu - nema latínu. En hann kemst í gegnum námsefnið með aðstoð frá vini sínum, Abraham. Skáldsagan fylgir nokkrum ungum mönnum í gegnum skólagöngu, þeir hafa allir mismunandi hæfileika, eru mis iðnir og bóknám liggur ekki eins fyrir þeim öllum. Eitur kom út á norsku árið 1883 en í íslenskri þýðingu Benedikts Bjarnasonar nokkru síðar. Skáldsagan er sögð vera ádeila á nám og hvernig því er hagað í norskum skólum á 19. öld. Höfundur veltir upp ýmsum spurningum í gegnum frásögnina um skólakerfið og kennsluaðferðir samtíma síns.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 23, 2023
ISBN9788728421116
Eitur

Related to Eitur

Related ebooks

Reviews for Eitur

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Eitur - Alexander Kielland

    Eitur

    Translated by Benedikt Bjarnason

    Original title: Gift

    Original language: Norwegian

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1883, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728421116

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I.

    Maríus litli sat háttprúður og hljóður á bekknum. Módökku augun hans, sem voru alt of stór, gerðu svipinn óttablandinn á litla föla andlitinu; og þegar hann var spurður einhvers, sem hann átti ekki von á, dreyrroðnaði hann og stamaði.

    Maríus litli sat á næstneðsta bekknum dálítið boginn í baki, því þar var engin bakfjöl og stranglega fyrirboðið að halla sér aftur á bak að næsta borði.

    Í þetta sinn var landafræði, frá klukkan ellefu til tólf, heitan dag í ágústmánuði að enduðu leyfi. Sólin skein yfir garði skólastjóra og litla eplatrénu hans; á því voru fjögur stór epli. Bláu gluggatjöldin voru fyrir insta glugganum, en í næsta glugga hafði Abraham útbúið sólskífu af hagleik miklum með bleklínum í gluggakistunni: Nú sendi hann hraðskeyti um það til allra, sem spurt höfðu í bekknum, að klukkan væri meir en hálfgengin tólf.

    »Fleiri bæir — «sagði kennarinn uppi á kennarapalli og blés í fjaðrapenna. Það var sérgáfa hans að skera fjaðrapenna, og í öllum þeim bekkjum, þar sem hann kendi, var ofurlítið snoturt pennasafn, sem enginn notaði nema skólastjóri.

    Reyndar átti Borring kennari fullt í fangi með að halda þeim í röð og reglu. Því það bar oft við, að einhver spiltur lærisveinn tók pennana í stundarhlénu, stakk þeim ofan í blekbyttu og hrærði í henni þangað til að snáparnir stóðu í allar áttir og fjöðurstafirnir fyltust af bleki.

    Þegar Borring kom svo í næsta skifti inn í bekkinn og æpti: »Nei, guð minn góður, hver hefir eyðilagt pennana mína? — «þá svaraði bekkurinn jafnan örugt ogí einu hljóði: »Aalbom!«

    Það var alkunna, að kennararnir Borring og Aalbom hötuðu hvor annan af hjarta.

    Kennarinn skóf fjöðurstafina og blés örsmáum spónum bæði hvítum og bleksvörtum út um kennaraborðið.

    »Fleiri bæir —«því næst tautaði hann fáein blessunarorð fyrir munni sér um Aalbom, »fleiri bæir, fleiri bæir!«

    En ekki drógst orð úr drengjunum: því að í dag átti að hlýða þeim yfir, sem neðstir sátu í bekknum, en frá þeim fekst aldrei nokkurt svar. Þetta vissu líka allir; en sakir góðrar reglu var þeim hlýtt yfir einusinni í mánuði, svo einkunnabókin gæti sýnt að þeir hefðu fengið »fjóra« eins og vant var.

    Og ekki var heldur að sjá svo á þessum fjórum eða fimm snáðum, er næstir sátu, að þeir kærðu sig mjög mikið hvort svarað var eða ekki; og þessvegna vildi enginn þeirra, sem á efri bekkjunum sátu, eiga við það að stofna sér í hættu með því að hvísla þangað niður.

    Að eins sá, sem nú var verið að spyrja, sat órór og fiktaði við landabréfabókina, sem lá lokuð á borðinu framan við hann. Því meðan stóð á yfirheyrslu, varð bæði sá, er sþurður var, og þeir, sem næstir honum sátu, að loka bókum sínum.

    »Landafræði er engin landsuppdráttament,« sagði Borring.

    Gagnstætt venju hafði hann lesið lítið í dag — hann Þorleifur langi; það voru bæir í Belgíu; hann hafði lesið námskaflann tvisvar heima og einusinni í skólanum.

    En þessi þögn og kyrð milli þess að kennarinn sagði »fleiri bæir«, mjög óljósar endurminningar um bæina í Belgíu og æfingarleysi í því að svara, — alt saman þetta lokaði munni hans, og þó vissi hann fyrir víst um einn bæ enn að minsta kosti, — hann sat og nefndi nafnið í huganum, en hann þorði ekki að opna munninn; ef til vill væri það nú hringlandi vitlaust og svo yrði almennt hlegið að því eins og vant væri; því var bezt að þegja.

    Sessunautar hans á neðsta bekknum biðu örlaga sinna með rórri þverúð. Þeir voru stærstu og sterkustu drengirnir í bekknum; þeir hugsuðu um að komast á sjóinn og kærðu sig kollótta um einkunnabókina. Einn þeirra laumaði þó landafræðinni undir borðið og las dálítið um bæina í Belgíu og það, sem þar fer á eftir.

    Maríus litli sat háttprúður í sæti sínu; hann starði á kennarann stóru augunum sínum með stöðugri athygli, en jafnframt því var hann eitthvað að dunda undir borðinu eins og hann væri að hnýta hnúta og reyrði að þeim af öllu afli.

    I öllum bekknum var ofurlítill kliður þessa heitu hádegisstund; flestir höfðu eitthvað fyrir stafni. Sumir gerðu ekki neitt, en sátu með hendur í vösum og góndu út í loftið; einn var að skrifa latneskar orðskýringar bak við fjallháan bókahlaða; annar hafði látið höfuðið hníga fram á handleggina og svaf í kyrþey; einn sat við gluggann og starði á eplin fjögur, sem skólastjóri átti; hann reyndi að sjá það í huganum, hve mörg epli kynnu að geta verið hinumegin á trénu, sem hann gat ekki séð og líka hvort það mundi vera tiltækilegt að klifrast yfir múrinn einhvern tíma að kvöldlagi þegar skuggsýnt færi að verða.

    Tveir höfðu í félagi stóran uppdrátt af Norðurálfu, og um hann sigldu þeir á skfpum úr smáspónum, sem þeir skáru undir borðinu. Grenjandi suðvestan stormur blés í Ermarsundi, svo bæði »Freyja« og »Flugan« urðu að sigla norðan við Skotland. En suður við Njörfasund lá annar í leyni með langan blýantsklofning, sem hann hafði drepið ofan í blekbyttuna; það átti að vera sjóræningjaskip frá Alzír.

    »Fleiri bæir, — fleiri bæir!«

    »Namur« — sagði Þorleifur alt í einu.

    Allir í bekknum litu steinhissa við, og einn af þeim, er sátu á næstneðsta bekk, var svo ónærgætinn, að hann stakk höfðinu alveg undir borðið hjá Þorleifi til að vita, hvort hann hefði ekki landafræðina á hnjánum.

    »Namúr, — ekki Namur,« sagði kennarinn gremjulega og leit í bókina fyrir framan sig, »nei, hún kemur ekki enn þá. Það er — við skulum sjá, — það eru þrír bæir áður en þessi kemur, sem þú nefndir; hvaða bæir eru það, — nú, hvaða þrír bæir eru það?«

    En nú var því lokið, sem Þorleifur vissi og hann féll í nokkurs konar þverúðardvala án þess að gefa því gaum, þó kennarinn blési hvað eftir annað í fjöðurstaf og segði: »hvaða þrír bæir eru það«?

    Maríus litli hlaut að hafa lokið hinu dularfulla starfi undir borðinu, því alt í einu fleygði hann einhverju í sessunaut sinn og huldi síðan andlitið í höndunum, svo augun sáust að eins og horfðu á einn af öðrum.

    Sessunautur Maríusar sendi það nágranna sínum, sem hann hafði fengið, og svona hélt það áfram upp bekkinn; sumir hlógu, aðrir tóku því spaklega eins og þeir væri vanir við þetta, sendu það leiðar sinnar og héldu áfram iðju sinni, — hver sem hún var.

    En Abraham var rétt í þessum svifum að endurbæta sólskífuna sína í gluggakistunni, og þegar sessunautur hans fleygði í hann bláum smábögli, þá varð honum gramt í geði. Hann þekti svo vel rotturnar hans Maríusar, sem búnar voru til úr bláum vasaklút, og hann var orðinn svo leiður á þeim, að hann tók bara rottuna og þeytti henni ofan eftir bekknum án þess að líta við.

    En nú vildi svo til, að vasaklútur Maríusar kom niður á Spáni og sópaði bæði sjóræningjum og kaupförum ofan á gólf, en félagarnir tveir, sem nú áttu í ákafri orustu í Njörvasundi, hoppuðu upp á bekknum.

    Nú varð kennarinn þess var, að eitthvað var á seyði. »Hvað var þetta?«

    »Það var rotta,« svaraði einhver undireins. Og þegar hin alkunna rotta Maríusar hékk á halanum í höndum þeirra, þá skeltu allir upp yfir sig; því Maríus var viðurkendur snillingur að búa til rottur; einkum voru eyrun góð hjá honum.

    En kennarinn varð reiður: »Svei, Maríus, — ertu nú enn þá kominn með þessar flónsku-rottur; guð stjórni mér; — eg hélt þó að þú ættir að vera vaxinn upp úr öðrum eins bernskupörum.«

    Maríus fekk vasaklútinn aftur og fór nú að leysa upp hnútana fremur daufur í dálkinn; þó varð hann nú reyndar oftar en einu sinni að halda niðri í sér hlátrinum; honum fanst það svo átakanlega hlægilegt þegar Abraham fleygði rottunni.

    Kennarinn leit á klukkuna; stundin var rétt að segja liðin; hann lagði frá sér blessaða fjaðrapennana, blés ruslið af borðinu, smelti hnífnum aftur og greip bókina.

    »Jæja, Þorleifur! — æ, þú kant ekki neitt, aldrei kant þú neitt. — Jæja, þú þá — Reinert! getur þú sagt mér um bæi í Belgíu á eftir Bryssel, — Namúr hefir líka verið talin, nú, nú, — fleiri bæir, fleiri bæir! þú ekki heldur? — nei, auðvitað; þið eruð allir úr sama súrdeiginu þarna niðurfrá. Jæja, þú þá, — Sörensen! fleiri bæir í Belgíu á eftir Bryssel, — hana nú! — svona!«

    »Klukkan er búin að slá,« sagði skólaþjónninn í dyrunum.

    »Já, já, sjáið þið nú! svona gengur það! hér sitjum við stund eftir stund og eyðum tímanum fyrir letingjana þarna niðurfrá, sem ekkert vilja læra; það er ekkert, sem ber ávöxt hjá ykkur nema dugleg hýðing, og hana skylduð þið fá ef eg mætti ráða.«

    Því næst gaf hann hverjum þeirra »fjóra« í mesta flýti og æpti svo upp úr öllum þeim hávaða, sem nú var hafinn í bekknum: »í næsta skifti að fljótum á Frakklandi!«

    »Að fljótum á Frakklandi,« át hver eftir öðrum niður bekkinn. Sá efsti gerði dálítið merki í bókina sína með nöglinni; tveir bræður, sem báðir höfðu sömu bókina, hlupu óþreyjufullir aftur og fram til að fá alveg óyggjandi vissu um það, hve langt þeir ættu að fara.

    »Að fljótum á Frakklandi,« hrópaði Reinert og sletti viljandi stórri blekslettu til merkis í bókina sína; því næst lét hann bókina aftur svo klessan gæti litað að gagni.

    Maríus litli horfði á hann með ótta og aðdáun.

    Í næstu stund átti að skifta bekknum. Gagnfræðanemendurnir — og með þeim taldist auðvitað öll neðsta röðin — áttu að véra kyrrir og læra ensku; en latinusveinarnir tíndu saman bækur sfnar og fóru yfir í hitt skólahúsið.

    Lægri bekkirnir, sem þar voru, höfðu nefnilega lókið skólavistinni klukkan tólf, svo latínusveinar fengu eina af stofum þeirra, seinustu kenslustundina. Með Abraham í broddi fylkingar ruddu nú átta eða tíu latínusveinar sér veg gegnum þvögu mikla af þessum smælingjum, sem streymdu út í ganginn og fram á riðið.

    »Fi donc!« hrópaði Abraham, þegar þeir komust loksins inn í stofu þá á öðru lyfti, sem þeir áttu að vera í; »hér verður að lofthreinsa duglega eftir þefdýrin.«

    Allir gluggar voru opnaðir, og nokkurum þefdýrum, sem orðið höfðu of sein og voru eitthvað að dunda í hillum sínum, var vægðarlaust fleygt út á ganginn.

    Í hvert skifti sem einhverjum var fleygt út ráku félagar hans; sem úti voru, upp grenjandi hefndaróp; en latínusveinar virtu það að vettugi; þeir lokuðu hurðunum, og Marteinn digri, sem bar með stillingu viðurnefnið togsperra — það er ekki gott að segja því hann var kallaður þetta — var látinn halda vörð.

    Því þefdýrin ofstopafull og óeirðagjörn, sem treystu riðinu og fjöldanum, hrundu hvert öðru í dyrnar og ryktu í handfangið.

    Sá efsti, sem ætíð var vanur að halda djarfyrtar ræður, stakk nú upp á því að gera úthlaup með latínusveinum öllum í eínu; en það var ekki mikil orustulaungun hjá þeim í þetta sinu. Abraham sat uppi á kennarapalli og reyndi að stinga upp skrána á borðskúfunni; honum hafði dottið í hug að gaman væri að sjá bekkjarbók þefdýranna.

    En alt í einu kváðu við drynjandi siguróp fyrir utan. Marteinn togsperra gægðist út um dyrnar og hrópaði svo í ofboði til félaga sinna: »Hjálp, hjálp! Þeir hafa náð í rottukónginn.«

    Abraham æddi niður af kennarapallinum, og hinir fylgdu honum. Sá efsti fór síðastur. Maríus litli var fallinn í hendur þefdýrunum.

    Latínusveinum var jafnan sárt um Maríus litla; hann var ekki stærri en miðlungsmenn meðal þefdýranna og gat ekki vaxið; félagar hans höfðu því ávalt nákvæmar gætur á honum.

    En í þetta sinn höfðu þeir gleymt honum; hann varð eftir af þeim og tíndi saman orðskýringar sínar og athuganir, sem voru svo áríðandi fyrir hann. Og þegar hann ætlaði nú inn til félaga sinna, var hann hrifinn hátt á loft af einum þrjátíu húðdökkum höndum og dreginn burt frá dyrunum, og nú brauzt Maríus litli þarna um í klónum á fjandmönnum sínum; hann var þeim einmitt svo mikið hærri, að aðeins sáust augun hans stóru og tveir grannir handleggir, sem lömdu út í loftið; úr augunum skein ótti og örvænting.

    En þeir börðu hann í kviðinn og klipu hann að aftan, rifu í hárið á honum og eyrun og fleygðu bókunum hans sjálfs í höfuð honum, svo dýrmætu orðskýringarnar hans fuku í blöðum út í veður og vind.

    Á þessu varð nú skjótur endir bundinn, þegar latínusveinar hófu úthlaupið; smælingjunum var varpað frá og hurfu þeir á bak við hurðina og riðið, en latínusveinar höfðu hrifið Maríus úr höndum þeirra og leiddu hann nú inn með sér. En varla höfðu þeir lokað borgarhliðum sínum þegar aftur varð troðfult á ganginum af þefdýrum, sem æptu nú fagnaðaróp.

    »Hefnd!« — hrópaði Abraham.

    »Já, — hefnd, hefnd!« endurtók sá efsti og hvarf bakvið félaga sína.

    »Þú skalt vera hinn æfi Akkilles!«

    »Já,« svaraði Maríus litli með leiftrandi augum.

    Þar sem Maríus var nú hinn æfi Akkilles, skyldi hann sitja á háhesti Abrahams, og þaðan átti hann að höggva vægðarlaust í höfuð fjandmönnum sínum með langri reglustiku.

    Latínusveinar gripu til vopna. Reglustikur allar voru hrifsaðar úr hillunum; slöngvarar og skyttur öfluðu sér birgða af krítarmolum úr krítarkassanum; jafnvel sá efsti þreif ofurlitla reglustiku og veifaði henni með áköfum eggjunarorðum — inst inn við stafn í bekknum á bakvið kennaraborðið

    Abraham skýrði í snatri frá ráðagerð sinni. Undireins og hinn æfi Akkilles gæfi merki, skyldu þeir æpa heróþ, Marteinn togsperra skyldi hrinda dyrunum opnum, skyttur og slöngvarar skyldu láta dynja yfir þá örfadrífu og grjótflug um leið og riddaraliðið geystist fram mót óvinunum með þungvopnaða skjöldunga að baki, til að gera þá viðskila við meginherinn; síðan gætu menn í makindum handleikið hin tvístruðu þefdýr og ráðið þau af dögum eitt og eitt.

    Alt var í lagi; og í öllum þessum ákafa tók enginn eftir því, að alt var orðið kyrt og hljótt úti á ganginum. Hinn æfi Akkilles varpaði sér á bak hesti sínum, og í sama vetfangi gall við í einu hljóði hið hræðilega heróp latínusveina. Marteinn togsperra hratt upp hurðinni, skotvopnadrífan myrkraði loftið; spjótsmenn og framliðar æddu fram með aðhlaupi, en fremstur allra keyrði hinn æfi Akkilles hest sinn sporum og veifaði þungu kesjunni sinni.

    En þögn, — þögn, sem kom alt í einu nístandi sem leiftur af himni, — djúp þögn og ógæfuþrungín, sem kæmi hún úr undirheimum, — kæfði á svipstundu hið æðisgengna vopnabrak, og hinar sigurvönu hersveitir latínusveina stóðu sem negldar við gólfið.

    Því að í miðjum dyrunum, sem nú voru galopnar, stóð lítill feitur maður í gráum aðhneptum frakka með græna húfu og gleraugu; á kviðnum hafði hann væna krítarskellu eftir slönguskot, sem hitt hafði ágætlega.

    Orðlaus starði hann á hvern af öðrum. Sá efsti hafði fyrir löngu snúið baki við öllu og sat nú með nefíð niðri í málfræðinni; slöngvarar sleptu krítarmolum sínum, hinir þungvopnuðu skjöldungar héldu reglustikunum aftan við bakið; en hinn æfi Akkilles dró að sér fæturna, rýrnaði nú allur og rann eins og blóðsuga ofan bakið á Abraham.

    »Já, eg skal kenna ykkur«, hrópaði skólastjóri loksins, þegar hann fekk málið aftur, »eg skal kenna ykkur að gera hávaða og gauragang og allskonar fíflalæti! Hvað gekk hér á? Hver átti þátt í þessu, — sá skal þó rétt fá að kenna á því! Broch þú hefir þó ekki átt þátt í þessu.«

    »Nei«, svaraði sá efsti og brosti sakleysislega.

    »En Maríus! — Maríus, þú áttir þátt í þessu,« hrópaði skólastjórí beisklega; þvf Maríus litli var eftirlætisgoðið hans; »hvernig gat þér annars dottið þetta í hug? Uppi á bakinu á Abraham, — hvað ælaðirðu! að gera þar? — Svaraðu mér! «

    »Eg átti að vera hinn æfi Akkilles«, svararði Maríus litli með titrandi röddu og leit upp óttaslegnu augunum.

    »Nú, var því svona varið, — hm. Jaeja, þú áttir

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1