Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hákarl í kjölfarinu
Hákarl í kjölfarinu
Hákarl í kjölfarinu
Ebook157 pages2 hours

Hákarl í kjölfarinu

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þessi sakamálasaga á sér stað á norsku skipi sem er á siglingu frá Spáni í kjölfar spænsku borgarastyrjaldarinnar. Skipið er á leið til Ameríku og er fjöldi farþega um borð. Farþegarnir þekkja ekki hvort annað og mannaflið veit lítið sem ekkert um bakgrunn þeirra, sem flækir málin verulega þegar dularfull morð eiga sér stað á skipinu.Sagan kom út árið 1939 og er síðasta verk Max Mauser. Skáldsagan er frásögn Dyre Skaug, sjómanns, af dularfullum atburðum sem eiga sér stað í skipsferð. Bókin hlaut sigurverðlaun í Norðurlandasamkeppni á sínum tíma.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 4, 2022
ISBN9788728421086

Related to Hákarl í kjölfarinu

Related ebooks

Reviews for Hákarl í kjölfarinu

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hákarl í kjölfarinu - Max Mauser

    Hákarl í kjölfarinu

    Translated by Óþekktur

    Original title: En hai fölger båten

    Original language: Norwegian

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728421086

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I.

    Hasta la vista — sjáumst aftur — heyrðist hrópað gegnum hitasvækjuna frá litla einkennisbúna hópnum, sem stóð á bryggjunni. Maðurinn, sem stóð við borðstokkinn, tók stóran, rauðtiglóttan vasaklút upp úr vasa sínum og veifaði, svo þurrkaði hann svitann af enni sér og starði fjarhuga í áttina til brúnu, sólbrenndu hæðanna, sem voru umgerð hinna hvítu húsa borgarinnar. Hvítfextar öldur sáust á dimmbláu hafinu, stakur már gargaði angistarlega uppi yfir okkur, svo stakk hann sér eins og örskot niður að öldunum, vængjaði sig þar andartak og hóf sig því næst á loft aftur með fisk í gogginum. Skipið fór hálfa ferð í vesturátt fram með landi og golan mætti okkur þrungin saltlykt; það söng í reiðanum. Það var klukkutími til myrkurs. Við vorum á leiðinni.

    — Fjandinn hirði þig, drengur! Stendurðu þarna og glápir? Kvöldverðurinn þarf að vera tilbúinn bráðlega! Rödd brytans vakti mig. Augu hans skutu eldingum, en annars hélt hann sér á mottunni: Hann mundi, að ég hafði látið hann snýta rauðu einu sinni uppi í Rúðuborg.

    Ég varð að sinna mínum þýðingarmiklu skyldustörfum sem káetuþjónn; maðurinn hafði lög að mæla, ég var enginn farþegi, ég var sendur til sjós vegna ýmsra orsaka — af því að ég var latur menntaskólanemi, hafði rótgróna fyrirlitningu á lærdómslistum og vísindaiðkunum, hafði að enduðu skólaballi misst hnefann upp undir hökuna á lögregluþjóni, sem hafði í mesta sakleysi ætlað að segja okkur til vegar heim; og ef til vill af því, að ég var hrifnari af Brit en hæfilegt þótti — í stuttu máli af því, að ég var hinn golsótti sauðarpeyi fjölskyldunnar . . . . sendur af stað í grænum hvelli upp á gamla móðinn, en ekki til heiðarlegrar vinnu á þilfari í særoki og saltdrifi, heldur sem auðvirðilegur káetuþjónn, ja svei.

    Skipið velti súðavöngum framan í bylgjurnar og glápti starandi kýraugum til beggja handa.

    Brytinn stóð inni í eldhúsinu með hráa gulrófu í munninum. — Nú eru hinir góðu dagar liðnir, sagði hann vingjaranlega. Hann var ekki reiður lengur. — Það er mikið að gera, þegar farþegar eru um borð, en þá hafa líka stundum fáeinar grúnkur vasaskipti. Hádegisverðurinn var grænsúpa, nýr fiskur og maísbúðingur. Brytinn tók bumbuna og sló nokkur högg. — Þú verður að bera á borð, sagði hann, — ég þarf að ausa upp. Þeir eru nokkuð margir.

    — Já, sagði ég — hve margir?

    — Það eru fjórir að skipstjóranum meðtöldum. Enska kerlingin er komin í kojuna, en hinir virðast ætla að þola veltinginn. Þú verður að fara niður og hygla kerlingunni á eftir.

    Skipstjórinn var kominn niður í borðsalinn. Það leit svo út sem hann yrði ekki var nærveru minnar, enda þótt hann hefði drukkið eigi allfáa sjússa heima hjá mér fyrir tæpu hálfu ári og verið mjög hrifinn bæði af systur minni og módelflugunni minni, sem ég hafði í smíðum og fékk seinna verðlaun fyrir. En um borð var hann fyrst og fremst skipstjórinn. Hann aðeins kinkaði kolli til mín — án þess að gefa til kynna, að hann þekkti mig — og gerði mér skiljanlegt, að ég ætti fyrst að bera á borð fyrir dömuna. Hún sat hægra megin við hann; hún var lítil vexti, grannvaxin, freknótt, með stór hornspangagleraugu. Að vissu leyti var hún mjög lagleg, en brúna hárið hennar var í óreiðu, og hún virtist ekki bera mikla umhyggju fyrir útliti sínu; varir hennar og neglur voru rauðar. Hún var frá Argentínu og var lagsmær hjá gömlu, ensku frúnni. Þær bjuggu í sömu káetu. Gamla frúin hét Bessie Cherrington og unga stúlkan hét Annabella Alonzo, það hafði ég séð í farþegaskránni. Hægra megin við hana sátu, hvor á móti öðrum, tveir Spánverjar, Jose Almerigo og Ferdinando Lopez; það var sagt, að þeir væru sendimenn spönsku stjórnarinnar — og ætluðu til Ameríku eða Mexico. Almerigo var þéttvaxinn og þunglamalegur, með kolsvart hár og skegg, húðin var gulleit og rök af svita; það var hann, sem hafði staðið við borðstokkinn. Hinn var lítill og magur og snar í snúningum; hann var fljótmæltur og taugaóstyrkur og pataði mikið, þegar hann talaði. Timburmeistarinn hefði kallað þá alla dagos og fullyrt, að þeir væru afkomendur Darwins; hann hafði siglt með ströndum Suður-Ameríku, hafði kynlegar hugmyndir um upphaf mannkynsins og hafði í því sambandi heyrt nafn Darwins og hélt, að hann væri einskonar ættfaðir mannkynsins.

    Það var töluð enska við borðið, en ég skildi samræðurnar vegna þess, að ég hafði eitt sinn dvalið sumarlangt í Englandi. Skipstjórinn spurði, hvernig frú Cherrington liði. Ungfrú Alonzo svaraði, að hún hefði lagt sig til frekara öryggis, en það væri máske óhætt að senda henni mat á eftir. — Segið brytanum það, segði skipstjórinn við mig.

    Það var orðið verra í sjóinn, þegar ég fór með bakka niður í káetu nr. 3, og ég átti erfitt með að halda súpunni á diskinum. Káetudyrnar voru læstar og ég varð að banka. Ungfrú Alonzo opnaði þær skömmu síðar. Gamla, enska konan virtist vera veik, hún hafði hvíta nátthúfu á höfðinu, snéri sér til veggjar og stundi. Reyndar kom í ljós, að hún hafði lokið bæði súpunni, fiskinum og eftirmatnum — svo að hún var þá ekki alveg á grafarbakkanum. Ungfrú Alonzo brosti til mín.

    Allt gekk sinn venjulega gang um borð, tíminn leið við uppþvotta og undirbúning undir næstu máltíð. Það þurfti að bera á borð fyrir rúmlega þrjátíu manns þrisvar sinnum á dag — það var erfitt púl. Við gleyptum í okkur matinn og tókum svo til aftur í molluhita inni í eldhúsinu. Það hafði verið slæmt í byrjuninni, einkum þegar vont var í sjóinn, en smám saman vandist maður við það. Léttadrengnum, Ágústi, sem var langur, freknóttur og heilsuveill labbakútur, leið verst. Kokkurinn, Hermóður Larsen, var verkstjóri í eldhúsinu. Hann var stór, feitur og stríðalinn, hafði skarð í vör og var holgóma. Hann talaði oft við okkur um brytann, sem hann gat ekki þolað, og ég hafði vaxið mjög í augum hans eftir bardagann uppi í Rúðuborg. Hann gat heldur ekki þolað timburmeistarann; hann kallaði hann gamla hákarlinn.

    Ágúst stóð við brauðhnífinn og blístraði „Melancoly Baby".

    Það var orðið koldimmt og síðustu máltíð lokið. Himininn var bjartur og heiðskír og þúsundir stjarna tindruðu. Skipið var á fullri ferð.

    — Komdu hérna inn snöggvast!

    Brytinn stóð í dyrunum á káetu sinni. Ég sá flösku þar á borðinu:

    — Have a drink?

    Ég varð undrandi og dálítið upp með mér. Það var í fyrsta sinn frá því í Rúðuborg, að brytinn var í svona skapi. Máske var hann nú búinn að átta sig á því, að hann átti sjálfur sök á því. Hann hellti víni í hálf glösin og fyllti þau svo af vatni.

    — Kanntu vel við þig til sjós?

    — Jæja, svona.

    — Það er enginn vandi, ef maður bara þolir sjóinn. Við fáum nú að sjá, hvernig léttadrengnum gengur að þola veltinginn. Ég sá glytta í fáeinar gulltennur, þegar hann brosti. Hann talaði með amerískum hreim.

    — Ég þykist heyra, að þú hafir verið í Ameríku?

    — Já, ég hefi verið í förum á ameríkönskum skipum frá því ég var sextán ára — nú er ég þrjátíu og níu. Skál!

    — Áttu ættingja í Noregi?

    — Hefi ekki hugmynd um það; ég hefi verið erlendis í meir en tuttugu ár. Svona er sjómennskan. Hann bauð mér einn drink til. Ég skildi það á honum, að honum lá eitthvað á hjarta; enn um stund sat hann og þvaðraði um eitt og annað. Svo kom það:

    — Heyrðu, Dyre, — þú ert vonandi búinn að gleyma þessu þarna uppi í Rúðuborg; það var heiðarlegur bardagi og ég varð undir. Annars ertu helvítis harðjaxl. Hann hló, en hláturinn var gretta. Ég sá, að hann átti samt sem áður erfitt með að sætta sig við þetta.

    — Það var bara tilviljun, sagði ég; það verður öfugt næst.

    — All right, sagði hann og honum létti. — Það er gott, að þú tekur það á þennan hátt. Shake hands, gamli kunningi! Þú gætir gert mér greiða. Hvernig leizt þér annars á þig í Malaga?

    — Ég var aðeins tvo tíma í landi.

    — Mér leizt ekki á mig þar, sagði brytinn. Það er andstyggilegt að sjá alla þessa hermenn og öll þessi sundurskotnu hús. Ég tek afstöðu með hvorugum þar, en ég hefi samúð með börnunum og gamalmennunum og mig mundi langa til þess að geta hjálpað þeim. Langar þig ekki til þess líka?

    — Jú, sagði ég, ef maður bara gæti nokkuð.

    — Þá ætla ég að segja þér ofurlítið, hvíslaði brytinn. En þú mátt ekki þvaðra um það. Þegar ég var hjá matvörukaupmanninum í gær, bauð hann mér inn á innri skrifstofuna og lokaði hurðinni. Svo skýrði hann mér frá því, að nokkrir vinir sínir hefðu beðið sig að hjálpa úr landi spönskum herforingja og ungri stúlku, frænku hans. Þau væru allauðug bæði tvö, rauðliðar væru á eftir þeim og þau hefðu falið sig í Malaga frá því að uppreisnin byrjaði. Þau myndu áreiðanlega verða drepin, ef þau fyndust — svo að þú skilur, að hér var um líf eða dauða að tefla.

    — Og gerðirðu það?

    Brytinn kinkaði kolli.

    — Það var ekki auðvelt að segja nei. Matvörukaupmaðurinn hætti lífinu sjálfur, og ef þetta kæmist upp, gætum við bara sagt, að þetta væru laumufarþegar.

    — En það stóðu vopnaðir verðir á bryggjunni?

    — Já, það var þess vegna, sem við urðum að vera dálítið sniðugir. Stúlkunni var laumað um borð í tómum appelsínukassa og herforinginn kom um borð dulklæddur sem hafnarverkamaður. Hann hafði aðgöngumiða frá matvörukaupmanninum og yfirvöldin treysta honum. Þetta gekk vel og ég faldi þau í birgðageymslunni.

    — En skipið var allt rannsakað, rétt áður en við fórum.

    Brytinn kinkaði kolli.

    — Það var ekki nákvæm rannsókn, get ég látið þig vita. Sá sem stjórnaði leitinni hafði fengið góð laun fyrir, að loka augunum á réttum stað og stundu. Hann hafði fengið skipun um að rannsaka tankana aðeins lauslega og ganga algerlega fram hjá tanka númer 13. Og þar inni voru þau tvö. Skipstjórinn undirskrifaði pappírana í góðri trú.

    — En hvað segir skipstjórinn, ef hann kemst að öllu saman?

    — Ekkert, því að hann fær ekkert að vita; við geymum þau í númer 13 alla leiðina og komum þeim áreiðanlega í land. En við verðum að láta þau fá mat. Er þetta ekki vel reiknað með nr. 13?

    Ég skildi ekki almennilega, hvað hann var að fara.

    — Sá tank liggur undir brúnni og enginn getur séð okkur, þótt við förum þangað niður á nóttunni. Við, þú og ég, verðum að koma til þeirra mat á nóttunni.

    — Það geri ég aldrei, svaraði ég. — Ég vil ekki láta blanda mér í þetta mál, það er þitt verkefni.

    — Jæja, sagði hann móðgaður. Hann þagði stundarkorn.

    — Þér er sennilega ljóst, að það er hægt að hafa allmikið upp úr þessu, sagði hann, til þess að reyna fyrir sér. — Þau borga konunglega.

    Ég svaraði ekki.

    — Nei, nei, hélt hann áfram. — Ég sé nú, að ég var heimskur að láta mér detta í hug að tala við þig um

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1