Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Doktor Nikola
Doktor Nikola
Doktor Nikola
Ebook291 pages5 hours

Doktor Nikola

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Bókin er að mestu leyti þekkt fyrir að kynna til sögunnar glæpaheilann og dulhyggjumanninn Doktor Nikola og langri leit hans að ódauðleika, en Nikola kom meira fyrir í framhaldsbókum eftir sama höfund og varð áhrifarík sögupersóna í heimi spæjarasagna. Richard Hatteras er aðalhetja sögunnar en hann dregst fljótt inn í hættulega atburðarás þegar hann kynnist illmenninu Doktor Nikola og fylgdarliði hans.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 4, 2023
ISBN9788728281819
Doktor Nikola

Related to Doktor Nikola

Related ebooks

Related categories

Reviews for Doktor Nikola

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Doktor Nikola - Guy Boothby

    Doktor Nikola

    Translated by Jón Leví

    Original title: A bid of fortune

    Original language: English

    Copyright © 1937, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728281819

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I.

    Það var síðara hluta laugardags — klukkan var stundarfjórðung yfir fjögur, ef jeg man rjett. Maluvegurinn, er liggur að »Vellandi uppsprettunni«, sem er eini staðurinn í Shanghai þar sem hægt er að ná andanum — var yfirfullur af vögnum, hestum og hjólandi mönnum, svo maður minnist nú ekki á handkerrurnar, þessar svo kölluðu ricksawa, sem kínverjar ganga fyrir; en röð þeirra var næst um því óslitin eins og skrúðganga, alla leið til uppsprettunnar. Flest allir Norðurálfumenn og all stór hluti þarlendra borgarabúa voru að þyrpast út úr borginni til þess að horfa á veðreiðar, sem að vísu voru ekki sjerstaklega merkilegar, en nokkurs virði þó, af því að þær voru eina skemtunin, sem völ var á í nýlendunni þetta kvöld.

    Fyrst gekk jeg all lengi, en fjekk mjer svo rickshaw, meira fyrir fordildar sakir, en af því að jeg hefði efni á því; því að ef satt skal segja, og sannleikurinn kemst alt af upp hversu sem jeg reyni að dylja hann með því að sýnast fyrir öðrum, að þótt jeg hallaði mjer makindalega aftur á bak í kerrunni og reykti vindil minn með höfðinglegu látbragði, þá hafði jeg það þó alt af í huga, að þegar jeg væri búinn að greiða kínverjanum, þá yrði buddan svo að segja tóm.

    Jeg hafði verið meira en í meðallagi óheppinn síðan jeg kom til Shanghai. — Jeg var búinn að sækja um allar hugsanlegar stöður þar í borginni, alt frá þeim virðulegustu og niður að ritarastöðu við klúbb sem hafði á sjer kommunístablæ og var einhversstaðar rjett út við kínverjahverfið; en alt kom fyrir ekkert.

    Til þess að fá hinar fyrnefndu, vantaði mig stuðningsmenn, en hvað hið síðar snerti, þá strandaði það á því að jeg kunni ekki nógu vel að smjaðra; en það er aðalatriðið þegar um vissa hluti er að ræða.

    Meðan á þessu stóð, lækkuðu útgjöld mín ekkert og mjer varð það brátt ljóst að ef ekkert skeði og það meira að segja fljótt, þá leit ekki út fyrir annað en að jeg myndi missa alt sem jeg átti og verða að leita mjer næturgistingar einhversstaðar niður með fljótinu. — Yrði jeg svo að leika stórt hlutverk í hinum blandaða rjetti, sem hver einasti Norðurálfumaður óttast og það af gildum ástæðum, af því að jeg skuldaði Gyðingi nokkrum frá Cochinkina, ofurlitla fjárhæð. Ástæður mínar voru alt annað en glæsilegar hvernig sem jeg velti þeim fyrir mjer, en jeg hafði orðið fyrir öðru eins þó nokkrum sinnum áður og ætíð sloppið óskaddaður að mestu, en ef til vill ekki alt af með aukna sjálfsvirðingu.

    Þegar út að lindinni kom, greiddi jeg kínverjanum ökulaunin og staðnæmdist þar sem síðasta stökkið átti að fara fram. Hindrunin var grindverk, all hátt og skurður öðrum megin við það, þetta var mjög svo erfitt stökk. Jeg kom alveg á síðasta augnabliki, því að einmitt í þessu komu knaparnir þeysandi. Sumir hestarnir stukku yfir hindrunina, aðrir vildu als ekki reyna að stökkva og enn aðrir völdu meðal veg. Þeir lyftu framfótunum upp á grindverkið, stungust svo á höfuðið og vörpuðu knapanum af sjer, ofan í skurðinn. Þetta var að vísu ekki tiltakanlega fögur sjón, en skemtilegt var það.

    Þegar síðasti hesturinn var komin hjá og jeg hjelt að alt væri búið, ætlaði jeg að fara að hafa mig á burt, en í því var kallað upp og menn beðnir að vara sig; snjeri jeg mjer þá við aftur og sá mann koma þeysandi; hafði hann orðið svona langt á eftir hinum. Þótt hann færi geist, væri einbeittur og augsýnilega fastráðinn í því að enda daginn með failegu stökki, þá var það öllum ljóst að hestur hans var ekki á sama máli, því að þegar hann var spölkorn frá hindruninni, hægði hann á sjer og stóð loks kyr. Árangurinn var annar en til var ætlast; knapinn lamdi hestinn með svipunni, hesturinn ætlaði að reyna að stökkva, en hóf sig of seint upp, rak fæturnar í grindina og stakst kollhnís yfir. Knapinn fór á kaf í skurðinn, en jeg flýtti mjer að draga hann upp úr. Hann var ekki fagur á að líta, þegar hann kom á þurt, en það hindraði hann þó ekki í því að þekkja mig tafarlaust.

    — Nú er mjer nóg boðið, sagði hann; er ekki Wilfred Bruce hjer kominn. Hann þerraði framan úr sjer með forugum vasaklút. — Þetta var sann arlega happilegt. Jeg skal segja yður, að jeg eyddi í morgun tveim stundum í það að leita yðar.

    — Mjer þykir leitt að þjer skylduð hafa svona mikið fyrir, svaraði jeg. — En segið mjer; er það víst að þjer hafið ekki meitt yður?

    — Já, áreiðanlega, svaraði hann og þegar hann var búinn að skafa mestu forina af sjer, snjeri hann sjer að hesti sínum, sem brölt hafði upp úr skurðinum og starði sljóum augum út í loftið.

    — Leyfið mjer fyrst að losa mig við þessa gangstirðu skepnu, sagði hann. — Að því búnu skal jeg ná í vagninn minn og ef yður er það ekki á móti skapi, ek jeg yður síðan til borgarinnar.

    Þetta fór eins og til var ætlast. Við stigum upp í vagninn og snjerum heim á leið til nýlendunnar.

    Þegar við vorum búnir að hagræða okkur, snjeri George Barkston, sem jeg, milli sviga sagt, var búinn að þekkja í meira en tíu ár, sjer að mjer, lagði svipuna frá sjer og sagði:

    — Já, kæri Bruce minn; hann var ekki alveg laus við það að vera vandræðalegur. — Jeg ætla ekki að eyða tímanum í óþarfa málalengingar, heldur koma tafarlaust að efninu.

    Við erum gamlir vinir og þó að við höfum ekki oft sjest upp á síðkastið, — ekki eins oft og við vorum vanir í gamla daga, þegar þjer voruð full trúi einhversstaðar og jeg lotningarfullur undirmaður yðar, þá held jeg samt að jeg viti nákvæmlega um ástæðu yðar. Þjer megið ekki halda að þetta sje slettirekuháttur í mjer, en jeg vil hafa það að þjer leyfið mjer að hjálpa yður, ef jeg get það.

    — Þetta er meira en vinsamlegt af yður, svaraði jeg ofurlítið órór, því að hann var í þann veginn að rekast á amerískan ljettivagn.

    — Satt að segja, þá vantar mig tilfinnanlega atvinnu sem stendur, því að buddan mín er sorglega ljett eins og stendur. Þótt jeg sje fátækur, þá hefi jeg þó svo mikinn sjálfsþótta eftir í fórum mínum, að mjer óar við að verða dreginn fyrir blandaða rjettinn á miðvikudaginn, vegna þess að jeg get ekki greitt veitingamanninum tuttugu dollara fyrir fæði og húsnæði.

    — Mig undrar það ekki, sagði Barkston. En ef þjer viljið leyfa mjer að hjálpa yður, þá dettur mjer nokkuð í hug, sem ef til vill getur rjett yður við aftur svo um muni. Svo er mál með vexti, að jeg átti í gær, í klúbbnum, samræður við mann, sem vakti áhuga minn meira en nokkur annar maður hefir gert. Hann er áreiðanlega kynlegasti maður, sem til er á jarðríki. Aldrei hefi jeg hitt annan eins mann. Þjer ættuð bara að horfa í augu hans — já, það er ekki hægt að lýsa þeim; það er eins og hann horfi þvert í gegn um mann. — Þekkið þjer Benwell gamla? Hann kom inn meðan jeg var að tala við mann þennan.

    — Hvað er þetta. Barkston hjerna, sagði hann. — Jeg hjelt að þjer væruð á veiðum með Jimmy Woodrough. Það gleður mig sannarlega að hitta yður. — Um leið og hann slepti orðinu, kom hann auga á manninn, sem jeg var að tala við. Hann steinþagnaði, leit hvasslega til hans. Svo tautaði hann eitthvað óskiljanlegt í hálfum hljóðum, rjetti mjer höndina, kvaddi og fór í snatri.

    Jeg skildi ekkert í þessu háttalagi, svo að mjer varð það fyrst fyrir að elta hann; náði jeg honum í forsalnum.

    — Heyrið mig Benwell, sagði jeg. — Hvað gengur að yður? Hvernig stendur á því að þjer þjótið svona fyrirvaralaust í burtu? Móðgaði jeg yður?

    Hann togaði mig til hliðar til þess að þjónninn skyldi ekki heyra hvað við sögðum, og sagði í trúnaði:

    — Barkston, jeg er engin raggeit. Jeg hefi lifað lengi og haldið hlut mínum meðal Evrópumanna, Zulumanna, Sómalia. Malaja, Japana og Kínverja að mörgum öðrum ónefndum og það mun mjer einnig takast framvegis. — En þegar jeg stend augliti til auglitis víð doktor Nikola, þá hugsa jeg mig ekki tvisvar um, heldur legg tafarlaust á flótta. Það skuluð þjer líka gera, vinur minn.

    Hann hefði alveg eins getað talað hebresku við mig, svo lítið skildi jeg í þessu. Jeg reyndi að spyrja hann spjörunum úr, en þá fyrirhöfn hefði jeg getað sparað mjer, því að jeg fjekk ekkert orð úr honum hvernig sem jeg reyndi. Hann tók aftur í hönd mjer, ljet þjónana ná í rickshaw handa sjer stökk upp í kerruna þegar hún kom og var þegar horfinn.

    Þegar jeg kom aftur inn í knattborðssalinn, var Nikola þar enn þá. Hann ljek við sjálfan sig og sló kúlurnar af mikilli bíræfni og áhuga.

    — Jeg mun hafa sjeð vin yðar fyr, sagði hann þegar jeg settist niður til þess að horfa á hann. Það er Benwell skipstjóri á tollgæslubátnum í Y-Chang og ef jeg fer ekki vilt, þá þekkir Benwell mig líka.

    — Já, það er svo að sjá að hann þekki yður, sagði jeg hlæjandi.

    — Já, hjelt Nikola áfram eftir stutta þögn. Mjer veittist sú ánægja að hitta herra Benwell einu sinni áður. Það mun hafa verið í Hapihong. Svo hjelt hann áfram og lagði einkennilega áherslu á orðin: Jeg veit ekki hvernig honum hefir fallið við Hapihong; en mjer finst einhvern veginn að hann muni ekki kæra sig um að koma þangað aftur.

    Að svo mæltu þagnaði hann um stund; svó tók hann brjef upp úr vasa sínum og las það mjög vandlega; þegar því var lokið, skoðaði hann umslagið í krók og kring.

    — Þjer þekkið mann, sem Bruce heitir, er ekki svo? Hann hefir verið embættismaður í Kína og mjer var sagt að hann gæti dulklætt sig sem Kínverji, svo vel að sjálfur Li-Chang-Tung gæti ekki annað sjeð, en að hann væri þarlendur maður.

    — Já, svaraði jeg; hann er gamall og góður vinur minn og er einmitt nú sem stendur í Shanghai. Jeg frjetti það í morgun af hreinni tilviljun.

    — Komið honum á minn fund, flýtti Nikola sjer að segja. Jeg heyrði sagt að hann vantaði vinnu. og komi hann til mín fyrir klukkan tólf á miðnætti, held jeg að jeg geti útvegað honum vel launað starf. — Já, Bruce, svona er nú þetta og jeg held að jeg hafi gert mitt besta fyrir yður í þessu efni, gamli vin.

    — Og jeg er þjer afar þakklátur, svaraði jeg. — En hvaða maður haldið þjer að þessi Nikola sje — og hvers konar starf ætlar hann mjer að vinna?

    — Jeg get ekki fremur sagt yður hver hann er, en jeg get flogið, en sje hann ekki skilgetinn frændi kölska sjálfs, þá hefi jeg ekkert vit á ættarmóti.

    — Ekki verð jeg mikils vitrari um hann af þessu, svaraði jeg. — Hvernig er hann útlits?

    — Já, það er nú það. — Hann sýnist mjög hár vexti, en er það þó í raun og veru ekki. Hana er grannur, en svo gott samræmi er í líkamsbyggingunni, að jeg hefi aldrei sjeð annað eins. — Aldrei lætur hann sjer vaxa skegg og alt er hann fölur einhvern veginn daufgulur á hörund og vekur það óhjákvæmilega athygli hvers manns og gleymist aldrei. — Augu hefir hann kolsvört og hann er svo snyrtilegur að það er fyrirmynd. Þegar hann horfir á mann, er alveg eins og hann horfið í gegn um mann og á vegginn bak við mann og þegar hann segir eitthvað, neyðast menn ósjálfrátt til þess að veita því sjerstaka athygli hvort sem þeir vilja eða ekki. Alt er vandlega yfirvegað sem hann segir, — Því sjaldnar sem jeg sje hann, því betur geðjast mjer að honum.

    — Þetta er síður en svo girnileg lýsing á væntanlegum húsbónda mínum. Hvað ætli hann vilji mjer þá?

    — Hann er sjálfur engill dauðans, svaraði Barkston hlæjandi, og vantar líklega bryta. Jeg þykist vita að hann áliti yður vel fallinn til stöðunnar.

    Malnvegurinn var nú á enda og við vorum komnir inn í borgina.

    — Og hvar á jeg svo að leita að þessum kynlega manni? spurði jeg þegar við vorum að komast þangað sem jeg ætlaði úr úr vagninum.

    — Við skulum aka til klúbbsins og vita hvort hann er þar, sagði Barkston og sló um leið í hestana. — En svo við sleppum öllum gamni. Það er svo að sjá sem honum sje mjög svo umhugað um að finna yður og af því að hann veit að jeg er að leita að yður, þá efast jeg ekki um að einhver boð frá honum bíði okkar í klúbbnum.

    Þegar við komum til ferðamannaklúbbsins, sem er alt of vel kunnur til þess að jeg fari að lýsa honum hjer, gekk Barkston inn og ljet mig gæta hestana á meðan. Að fimm mínútum liðnum kom hann aftur og hjelt á brjefi.

    — Nikola er alveg nýfarinn hjeðan, sagði hann og sáust vonbrigði á fríðu andlitinu. — Því miður er hann farinn heim til sín, en hann skildi þetta brjef eftir til mín. Hann segir í brjefinu, að ef jeg finni yður, skuli jeg tafarlaust senda yður til húss síns. Jeg hefi komist að því að það er húsið hans Feres, sem einu sinni var, — og er í Rue de la Fayette í frönsku nýlendunni; þriðja hús á hægri hönd þegar þjer standið þar sem þessi trúnýðingur — þessi franski markgreifi, skaut konu sína. Jeg skal skrifa doktor Nikola með yður, ef þjer viljið. Þjer getið borðað miðdegisverð og hugsað málið í ró og næði. Þjer ráðið því svo auðvitað hvort þjer takið boði hans eða ekki.

    — Já, það er víst rjettast, svaraði jeg. Jeg held að það væri ekki verra að átta sig ofurlítið, áður en maður fer að semja við hann.

    Barkston fór aftur inn í klúbbinn og þegar hann kom aftur stundarfjórðungi síðar, — hjelt hann á brjefinu sem hann var búinn að lofa mjer.

    — Á jeg að aka yður þangað, sem doktor Nikola býr, spurði hann.

    — Nei, það held jeg ekki, svaraði jeg — og það vegna ástæðna, sem þjer vafalaust tækjuð gildar, ef jeg segði yður þær. Samt sem áður þakka jeg boðið mjög vel. Hvað Nikola snertir, þá ætla jeg að hugsa mig vandlega um þangað til í kvöld og ef mjer svo líst á þetta, ætla jeg að því búnu að færa honum brjef yðar.

    Jeg fór út úr vagninum á götuhorninu og þegar jeg enn einu sinni var búinn að þakka vini mínum fyrir greiðvikni hans, — kvaddi jeg hann og fór. —

    Jeg gekk niður á Strandgötuna, settist á bekk undir skuggsælu trje og tók að athuga málið í ró og næði. Þetta var töluvert flókið. Þótt jeg ekki nefndi það við Barkston, hafði jeg þó heyrt doktor Nikola nefndan. — Hann var svo kynlegur og ólíkur öllum öðrum mönnum að það gat ekki hjá því farið að hann vekti á sjer eftirtekt í fámenni Evrópumanna hjer í Austurlöndum; gengu því manna á milli óteljandi sögur um hann. Þótt jeg þekti meðbræður mína og vissi að ekki var nema helmingnum trúandi af því sem þeir sögðu, þá gat jeg samt ekki annað en verið mjög forvitinn þegar um mann þennan var að ræða.

    Að stundu liðinni fór jeg heim og fjekk mjer te og um átta-leytið tók jeg svo hatt minn og lagði á stað til frönsku nýlendunnar, Veðrio var alt annað en skemtilegt. Það var óvenju dimt og gekk á með hryðjum, en vindurinn stóð með ofsa í fang mjer. — Þótt gott útlit væri fyrir það að jeg feugi nú það, sem mig vanhagaði mest um — atvinnu — þá gat jeg ekki með sanni sagt að jeg væri ánægður. — Jeg var þarna að koma mjer i kynni við mann, sem allir óttuðust og hafði á sjer slíkt orð að fáir vildu nokkur skifti við hann eiga. Þetta var svo sem ekkert skemtileg tilhugsun, en fátækt mín varnaði mjer frá því að vera vandlátur. — Þess vegna hafði jeg Rue de la Paix á vinstri hönd og gekk inn á Rue de la Fayette, þar sem hús doktorsins var.

    Kolamyrkur var í öllu húsinu, en þegar jeg var búinn að berja tvisvar að dyrum, sá jeg að einhver kom með ljós út í forstofuna. Dyrnar opnuðust og kínverskur þjónn stóð frammi fyrir mjer með ljós í hendi.

    — Býr doktor Nikola hjerna, spurði jeg dálítið vandræðalega.

    Þjónninn kinkaði kolli og fjekk jeg honum þá brjefið og bað hann þess að fá doktornum það tafarlaust. Hann var svo fljótur að afljúka þessu erindi, að hann var kominn aftur innan tveggja mínútna: gaf hann mjer merki um að fylgja sjer eftir. — Jeg gekk á eftir honum inn í ganginn og inn í lítið herbergi til vinstri handar. Hann lokaði þegar dyrunum á eftir mjer. Enginn var í herberginu og hafði jeg því góðan tíma til þess að skoða mig um eins og mig lysti og draga ályktanir af, áður en Nikola kom.

    Eins og jeg gat um var herberbergið lítið og að einu eða tvennu undanteknu, var ekkert athyglisvert við búnað þess. Þegar komið var inn, var gluggi til vinstri handar og milli hans og dyranna var stór bókahilla og í henni bækur um alt mögulegt milli himins og jarðar, alt frá byrjunar málmfræði og upp í óhlutrænar Konfúsíusarkenningar. Á gólfinu var þykk ábreiða og þung dyratjöld fyrir inngangi, beint á móti dyrunum sem jeg kom inn um. Ýmsar myndir hjengu á veggjunum og jeg veitti því athygli að þær voru allar óvenjulegs eðlis. Þar var til dæmis mynd af heimsókn Sáls konungs til galdraornarinnar í Endor, önnur var af egypskum galdramönnum frammi fyrir Farao og ein af því þegar beininn í eyðimörkinni breyttust í menn. Klukka tifaði á bókahillunni; annars var alt kyrt í herberginu.

    Jeg mun hafa verið búinn að bíða í fimm mínútur eðá svo þegar jeg heyrði mjúkt fótatak í næsta herbergi; svo opnuðus dyrnar á bak við tjöldin, þau voru dregin til hliðar, og inn kom maður, sem eigi gat verið annar en doktor Nikola. Hann var alveg eins og Barkston hafði lýst honum. Augu hans höfðu einmitt þessi einkennilegu áhrif, sem vinur minn hafði minst á og það sló mig hversu vel hann hafði að orði komist um undarlega daufgult hörund doktorsins. Hann var svartklæddur, í vönduðum samkvæmisklæðnaði, og fór það vel við svart hár hans og augu. Það var ómögulegt að giska á hversu gamall hann var, en síðar komst jeg að því, að hann var þrjátíu og átta ára að aldri. Hann gekk til mín, rjetti mjer hendina og sagði:

    — Þjer eruð þá Wilfred Bruce?

    — Já, leyfist mjer að spyrja hvort þjer eruð doktor Nikola?

    — Já, jeg er doktor Nikola, svaraði hann, og úr því að við erum nú búnir að nefna nöfn okkar, getum við þegar farið að ræða um viðskiftin.

    Meðan hann var að segja þetta gekk hann með sínum einkennilega yndisleik, er einkendi allar hreyfingar hans, að dyrunum, sem hann kom inn um, opnaði þær og gaf mjer bendingu um að ganga inn á undan.

    Jeg hlýddi og kom nú inn í stóra stofu, um það bil tíu metra á annan veginn, en sex á hinn. Gluggi með fögrum glermálverkum var á fjarri enda stofunnar. Skrautofin, japönsk tjöld hjengu hjer og þar á veggjunum, og víða voru vopn hengd á milli þeirra til prýðis. Þar voru bæði sverð og bardaga-axir, og auk þess nokkrar indverskar brynjur, Auk þessa var í stofunni töluvert af bókum, og mikið af dýrmætu postulíni. Stofan var lýst með þrem listavel gerðum hengilömpum, og um alt gólfið voru mjúkir hægindastólar og legubekkir. — Við einn legubekkinn sá jeg fagurlega gerða, tyrkneska reykjapípu, svo kynlega í laginu, að aldrei hefi jeg sjeð aðra eins utan múra Konstantínópelborgar.

    — Gerið svo vel að fá yður sæti, sagði doktor Nikola, og benti um leið á stól, er stóð afsíðis nokkuð. Jeg settist og tók að hugleiða hvað næst myndi nú ske.

    — Mjer hefir verið sagt að þetta sje ekki í fyrsta sinni sem þjer komið til Kína, hjelt hann áfram, um leið og hann settist á móti mjer og athugaði mig vandlega með hinu kynlega augnaráði sínu.

    — Rjett er það, sagði jeg. — Jeg er búinn að vera hjer í mörg ár, og jeg held að mjer sje óhætt að segja að jeg þekki Kína eins vel og nokkur annar Englendingur.

    — Það mun rjett vera. Þjer voruð viðstaddur á fundi, sem haldinn var í húsi Quong Sha í Wanhsiu 23. ágúst 1889, ef jeg man rjett, og vikuna næsta þar á eftir hjálpuðuð þjer Mahpoo til þess að flýja frá mandaríunum.

    — Hvernig í dauðanum getið þjer vitað þetta? spurði jeg alveg forviða. Hingað til hefi jeg verið alveg sannfærður um það, að enginn lifandi maður vissi um þátttöku mína í þessu.

    — Það frjettist margt undarlegt hjerna í Austur-Asíu, svaraði Nikola. — Annars getur atvik þetta, sem jeg mintist á, kent manni það, hversu margt er hægt að vita, og hversu lítið maður í raun og veru veit hver um annars æfi. Það væri næstum því hægt að segja að búast mætti við jafnmiklu af skynlausum skepnum.

    — Jeg er hræddur um að jeg skilji yður ekki til fullnustu, sagði jeg.

    — Ekki það? svaraði hann. — Þetta er þó alveg augljóst. Leyfið mjer að gefa yður raunhæft dæmi um það, sem jeg á við. Ef þjer sjáið nokkuð annað í því sem jeg ætla að sýna yður, þá er það yður sjálfum að kenna.

    Á borði, sem stóð rjett hjá honum lá stór, hvít pappírsörk. Nikola tók hana og lagði hana á gólfið. Að því búnu tók hann svartkrítarmola og blístraði um leið með einkennilegu móti. Á næsta augnabliki kom einkennilegur köttur, engu síður kolsvartur en kjóll Nikola, stökkvandi einhversstaðar frá. Staðnæmdist kötturinn frammi fyrir okkur, setti upp kryppu og veifaði rófunni.

    — Það eru til allmargir menn hjer í heimi, sagði doktor Nikola um leið og hann strauk svarta kettinum, sem gjarnan vildu fullvissa sig um það að köttur þessi sje » spiritus familiarus « minn, það er að segja þjónustureiðubúinn andi, og að jeg með hans hjálp geti leikið ýmsar galdralistir. Auðvitað eruð þjer ekki svo heimskur að trúa slíku þvaðri. — En því til sönnunar sem jeg sagði áðan, ætla jeg að reyna að gera tilraun með hjálp kattarins. Vera má að jeg geti sagt yður eitthvað, sem fyrir yður hefir komið, annað en það sem jeg gat um áðan.

    Hann laut niður og skrifaði tölustafi á pappirs-örkina, frá einum til tíu, og tvöfaldaði þá svo næstu línu fyrir neðan. Svo tók hann köttinn í keltu sína, strauk honum og hvíslaði einhverju að honum. Undir eins stökk kvikindið niður á gólfið, lagði aðra framlöppina á efri töluröðina, og hvort sem það var af tilviljun eða einhverju öðru, þá lagði hann hina á neðri töluröðina.

    — Tuttugu og fjórir, sagði doktor Nikola og brosti einkennilegu brosi. Að því búnu tók hann blaðið, snjeri því við og skrifaði nöfn mánaðanna í árinu þeim megin. Lagði hann það svo á gólflð aftur og fór eins að við köttinn og fyr. Í þetta sinn lagði kötturinn löppina á júní. Því næst skrifaði Nikola stafroflð, og kattarófjetið stafaði nafnið «Apia«.

    — Hinn 24. júní eitthvert ár hafið þjer verið í Apía. Við skulum vita hvort við getum komist að því hvaða ár það var.

    Enn skrifaði hann tölurnar, og kötturinn var ekki seinn á sjer að finna ártalið 1875.

    — Er þetta rjett? spurði hinn einkennilegi maður, þegar kvikindið var hætt.

    — Já, það er rjett, svaraði jeg.

    — Það gleður mig. Er það nokkuð sjerstakt, sem þjer viljið vita í þessu sambandi? spurði hann. — Ef þjer viljið, þá getum við ef til vill sagt yður bvað þjer voruð að gera þar.

    — Jeg sagðist ekki kæra mig um það og til þess hafði jeg ágæta ástæðu. Nikola brosti íbygginn, fljettaði löngu og grönnu fingrunum saman og horfði á mig.

    — Segið mjer nú hreinskilnislega hvað þjer álítið um köttinn minn, sagði hann.

    — Eftir því að dæma sem jeg hefi sjeð til hans gæti maður freistast til þess að eigna honum blátt áfram djöfullega hæfileika.

    — Og þó er það svo, að það sem yður finst svo dásamlegt við köttinn, kemur einmitt af því að jeg hefi alið hann upp á vissan hátt. Dýr, og þá sjerskaklega kettir, eru gædd ýmsum hæfileikum, sem fáir okkar hafa nokkra hugmynd um; en fyrst að dýrin nú eru þessum gáfum gædd, hversu miklu fremur má þá ekki búast við þeim hjá

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1