Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Sjortarinn
Sjortarinn
Sjortarinn
Ebook318 pages3 hours

Sjortarinn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þegar einnar nætur gaman vindur upp á sig er voðinn vís ...Lauren Stillwell er engin venjuleg kona, heldur er hún lögreglukona í New York. En lögreglukonur geta einnig orðið afbrýðiseminni að bráð og þegar Lauren uppgötvar að eiginmaðurinn hefur haldið framhjá henni ákveður hún að hefna sín með því að svara í sömu mynt. Áður en hún veit af er hún flækt í vef lyga og glæpa og það versta er að henni er falið að leysa morð sem hana hefði aldrei grunað að hún þyrfti að leysa. Í ljós kemur að ekkert er eins og það sýnist og Lauren þarf að hafa sig alla við til að komast lífs af í bók sem heldur lesandanum í greipum sínum allt til síðustu blaðsíðu.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJun 16, 2023
ISBN9788728541982

Related to Sjortarinn

Related ebooks

Related categories

Reviews for Sjortarinn

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Sjortarinn - Michael Ledwidge

    Sjortarinn

    Translated by Magnea J. Matthíasdóttir

    Original title: The Quickie

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright ©2007, 2023 James Patterson and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728541982

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Til Johns og Joan Downey – takk fyrir allt.

    Inngangur

    ENGINN VILL LÁTA KOMA SÉR Á ÓVART

    EINN

    Þó að ég segi sjálf frá vissi ég að það væri frábær hugmynd að koma Paul á óvart á skrifstofunni hans við Pearl Street og bjóða honum í hádegisverð.

    Ég hafði gert mér ferð niður á Manhattan og klætt mig í uppáhalds „litla, svarta kjólinn minn. Ég var tiltölulega glæsileg. Kjóllinn var vel við hæfi á Mark Joseph-steikarhúsinu og Paul hafði líka dálæti á honum og valdi hann yfirleitt ef ég spurði: „Í hverju ætti ég að vera í þessu boði, Paul?

    Hvað um það, ég var spennt og hafði hringt í ritarann hans, Jean, til að fullvissa mig um að hann yrði á skrifstofunni – en sagði henni að vísu ekki að ég ætlaði að koma honum á óvart. Þegar öllu var á botninn hvolft var Jean aðstoðarkona Pauls en ekki mín.

    Og svo kom Paul.

    Þegar ég beygði fyrir hornið á Mini Coopernum mínum sá ég hann koma út úr byggingunni í fylgd með rúmlega tvítugri konu.

    Paul hallaði sér alveg að henni, spjallaði við hana og hló svo dátt að mér varð ómótt um leið og ég sá þau.

    Hún var ein af bjartleitu, geislandi fegurðardísunum sem líklegra er að rekast á í Chicago eða Iowa City en í New York. Hávaxin og hárið eins og silkimjúkt hvítagull. Rjómahvít húð sem virtist alveg lýtalaus úr þessari fjarlægð. Hvorki hrukka né blettur.

    Hún var að vísu ekki alfullkomin. Hún hnaut um ójöfnu á gangstéttinni á Manolo-skónum þegar þau Paul ætluðu að setjast inn í leigubíl og ég horfði á Paul grípa riddaralega undir lystarstolstærðan olnboga í bleikri kasmírullarermi. Þá leið mér eins og köldum meitli hefði verið höggvið beint í hjartastað.

    Ég veitti þeim eftirför. Ja, ætli veita eftirför sé ekki einum of kurteislegt. Ég njósnaði um þau.

    Ég hékk á stuðara leigubílsins eins og við værum tengd með dráttartaug alla leiðina upp í Midtown. Þegar leigubíllinn nam allt í einu staðar við inngang St. Regis-hótelsins á East 55th Street og Paul og kvenmaðurinn komu brosandi út læstist frumstæð hvöt um allan líkama minn, allt niður í hægri fót sem vomaði yfir bensíngjöfinni. Svo tók Paul um handlegginn á henni. Upp í huga minn kom mynd af þeim báðum klemmdum á milli útidyratrappa stóra hótelsins og húddsins á ljósbláa Mininum mínum.

    Svo hvarf myndin og þau sömuleiðis. Ég sat ein eftir og grét við undirleik flautandi leigubílaraðarinnar fyrir aftan mig.

    TVEIR

    Um kvöldiđ gaf ég Paul eitt tækifæri í stað þess að skjóta hann um leið og hann kom inn úr dyrunum. Ég beið meira að segja þangað til við vorum að borða kvöldmatinn eftir því að hann segði mér hvað hann var að bralla á St. Regis-hótelinu í hádeginu.

    Kannski var einhver haldbær skýring á því. Ég gat ekki ímyndað mér hver hún gæti verið, en svo ég vitni í merki sem ég sá einu sinni á stuðara bíls: Kraftaverk geta líka gerst.

    „Jæja, Paul, sagði ég eins kæruleysislega og nístingskalt fljótandi köfnunarefnið sem streymdi um æðar mínar leyfði. „Hvað gerðirðu í hádeginu í dag?

    Þetta vakti athygli hans. Þó að ég horfði niður á diskinn og sagaði hann næstum því í sundur um leið og matinn fann ég á mér að Paul hnykkti upp höfðinu og leit snöggt á mig.

    Þegar hann hafði þagað sakbitinn dálitla stund leit hann aftur niður á diskinn.

    „Ég borðaði samloku á skrifstofunni, tautaði hann. „Eins og venjulega. Þú veist hvernig ég er, Lauren.

    Paul skrökvaði – upp í opið geðið á mér.

    Ég missti hnífinn sem hrökk af diskinum með háværu glamri. Ofsóknarbrjálæði og alls kyns myrkir möguleikar fylltu hugann. Fáránlegar hugsanir sem voru ólíkar mér og fjarri öllum raunveruleika.

    Kannski var vinnan hans ekki einu sinni raunveruleg, hugsaði ég. Kannski hafði hann látið búa til bréfsefnið og blekkti mig á hverjum degi þegar hann hélt niður í bæ. Hvað þekkti ég eiginlega samverkafólk hans vel? Það gæti verið leikarar sem hefðu verið ráðnir til að mæta alltaf þegar ég ætlaði að reka inn nefið.

    „Af hverju spyrðu?" sagði Paul á endanum, mjög kæruleysislega. Mér sárnaði það. Næstum því eins mikið og að sjá hann með glæsilegri ljósku á Manhattan.

    En ekki alveg.

    Ég veit ekki hvernig mér tókst að brosa til hans þó að mannskæður fellibylur geisaði innra með mér, en einhvern veginn tókst mér að toga munnvikin upp með samanherptum vöðvum.

    „Ég er bara að spjalla, sagði ég. „Bara að rabba við manninn minn við kvöldverðarborðið.

    Fyrsti hluti

    SJORTARINN

    1. KAFLI

    Þetta kvöld , þetta brjálaða, brjálaða kvöld, var mikil umferð suður eftir Major Deegan og enn meiri á leiðinni til Triborough.

    Ég var ekki viss hvort olli meiri fjörkippum í auganu þegar við ókum leiðarspottann á löturhraða – flaut bílanna sem sátu pikkfastir í báðar áttir allt í kringum okkur eða pípið og lúðraþyturinn í spænskri tónlistarstöð leigubílstjórans.

    Ég var á leiðinni til Virginíu á vinnutengt námskeið.

    Paul ætlaði að sýna einum af stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins síns smettið á sér.

    Eina ferðalagið sem nútímalegu og vinnusömu Stillwellhjónin á framabrautinni færu í saman í þessari viku yrði bíltúrinn út á LaGuardia-flugvöll.

    Ég hafði að minnsta kosti frábært útsýni yfir Manhattan út um gluggann minn. Stóra Eplið virtist enn tilkomumeira en venjulega þar sem blikandi turna úr gleri og stáli bar við svört óveðursskýin sem hrönnuðust upp á himninum.

    Á meðan ég horfði út hugsaði ég um litlu íbúðina þar sem við Paul bjuggum einu sinni í vesturborginni. Laugardagar á Guggenheim- eða MOMA-safninu; pínulitli, ódýri franski veitingastaðurinn í NoHo; kalt hvítvín úti í „bakgarði", á brunastiga stúdíóíbúðarinnar okkar á fimmtu hæð. Öll rómantísku uppátækin okkar áður en við giftumst, á meðan tilveran var óútreiknanleg og fjörug.

    „Paul," sagði ég áköf og næstum með trega. „Paul?"

    Hefði Paul verið „sannur karlmaður" hefði ég ef til vill freistast til að telja það sem var að gerast í sambandi okkar óumflýjanlegt. Fólk eldist, verður kannski tortryggnara á lífið og tilveruna og hveitibrauðsdagarnir renna á endanum sitt skeið. En við Paul? Við vorum öðruvísi.

    Við höfðum verið ein af þessum óþolandi bestu-vinahjónum. Svona sálufélagar sem vilja deyja á sama andartaki eins og Rómeó og Júlía. Við Paul höfðum verið svo yfir okkur ástfangin – og ekki bara af því að ég vildi muna það þannig. Við vorum það.

    Við kynntumst á fyrsta ári í Fordham-lögfræðiháskólanum. Við vorum á sama sviði í námi og umgengumst sama fólkið en höfðum aldrei talað saman af neinu viti. Ég hafði tekið eftir Paul af því að hann var mjög myndarlegur maður. Hann var nokkrum árum eldri en flest okkar, lagði heldur meiri rækt við námið og var alvörugefnari. Ég trúði hreinlega ekki eigin eyrum þegar hann samþykkti að koma með okkur í klíkunni til Cancún í páskafríinu.

    Kvöldið áður en við áttum að fljúga heim lenti mér saman við þáverandi kærastann minn og datt óvart í gegnum glerhurð á hótelinu og skarst á handlegg. Kærastinn svokallaði tilkynnti að hann „meikaði bara ekki svona" en þá kom Paul aðvífandi og tók málið í sínar hendur.

    Hann fylgdi mér á sjúkrahúsið og vék ekki frá rúminu mínu. Allir hinir hlupu aftur á móti stundvíslega um borð í flugvélina og flýttu sér heim til að missa ekki úr tíma.

    Þegar Paul kom inn um dyrnar á mexíkönsku sjúkrastofunni minni með morgunglaðning, mjólkurhristing og tímarit, rifjaðist upp fyrir mér hvað hann var sætur, hvað augun í honum voru dimmblá, hvað hann var með æðislega spékoppa og magnað bros.

    Spékoppar og sjeik og hjarta mitt.

    Hvað hafði gerst síðan þá? Ég var ekki alveg viss um það. Ég reiknaði með að við hefðum orðið föst í fjötrum vanans eins og gengur í mörgum nútímahjónaböndum. Við vorum svo djúpt sokkin í kröfuhörð og ólík störf og leikin við að uppfylla þarfir og þrár okkar sjálfra að meginatriðið hafði gleymst: Að við áttum að setja hvort annað í fyrsta sæti.

    Ég var ekki enn búin að spyrja Paul um ljóshærðu konuna sem ég hafði séð hann með á Manhattan. Ef til vill var það af því að ég var ekki tilbúin til að gera upp málin við Paul í eitt skipti fyrir öll. Og ég vissi auðvitað ekki fyrir víst hvort hann héldi framhjá mér. Kannski var ég hrædd við endalok okkar. Paul hafði elskað mig; ég vissi að hann hafði gert það. Og ég hafði elskað Paul með öllu sem í mér bjó.

    Kannski gerði ég það enn. Kannski.

    „Paul," kallaði ég aftur.

    Hann sneri höfðinu þegar hann heyrði í mér og leit til mín í leigubílnum. Mér fannst hann vera að taka eftir mér í fyrsta sinn í margar vikur. Hann varð afsakandi og næstum hryggur á svipinn. Hann opnaði munninn.

    Þá glumdi í bannsettum gemsanum hans. Ég mundi að ég hafði valið „Tainted Love sem hringitóninn hans til að stríða honum. „Flekkuð ást. Það var kaldhæðnislegt að kjánalegt lag sem við dönsuðum einu sinni við, drukkin og hamingjusöm, skyldi nú lýsa hjónabandi okkar svona vel.

    Ég gaf símanum illt auga og var alvarlega að hugsa um að hrifsa hann af Paul, fleygja honum út um gluggann og á milli brúarkaplanna út í East River.

    Kunnugleg þokumóða lagðist yfir augu Pauls þegar hann sá númerið.

    „Ég verð að svara þessu," sagði hann og opnaði símann með þumalfingri.

    En ég þarf ekki að þola það, Paul, hugsaði ég þegar Manhattan leið framhjá okkur á milli stálvafninganna.

    Þarna kom hann, hugsaði ég. Dropinn sem fyllti mælinn. Hann var búinn að eyðileggja allt sem við áttum saman, ekki satt?

    Og þarna sem ég sat í leigubílnum rann upp fyrir mér nákvæmlega hvenær maður á að gefa sambandið upp á bátinn.

    Þegar þið getið ekki einu sinni horft saman á sólarlagið.

    2. KAFLI

    Uggvænlegar þrumur kváðu við í fjarska þegar við ókum af Grand Central Parkway inn á flugvöllinn. Síðsumarshiminninn gránaði stöðugt og óveðrið nálgaðist óðfluga.

    Paul var að blaðra eitthvað um bókfært verð þegar við komum að dyrunum á Continental-flugstöðinni þar sem ég átti að fara út. Ég átti ekki von á að hann legði á sig það þrekvirki að kyssa mig bless. Þegar Paul hjalaði með lágu „viðskiptaröddinni" í símann dugði ekki einu sinni sprengja til að hann hætti því.

    Ég flýtti mér að grípa í hurðarhúninn þegar bílstjórinn skipti um stöð í útvarpinu og stillti á fjármálafréttir í staðinn fyrir spænsku stöðina. Ég var hrædd um að ef ég legði ekki strax á flótta myndi skordýrasuð fjárfestingaþruglsins í græjunum koma mér til að garga.

    Þangað til blæddi úr hálsinum á mér.

    Þangað til ég missti meðvitund.

    Paul veifaði án þess að líta á mig út um bakgluggann um leið og leigubíllinn ók burt.

    Mig langaði til að veifa með einum putta á móti þegar ég dró ferðatöskuna á milli rennihurðanna. En ég veifaði Paul ekki.

    Nokkrum mínútum seinna var ég sest á barinn, beið eftir því að flugið mitt yrði kallað upp og var í mjög þungum þönkum. Ég tók upp miðann og saup á cosmopolitan-kokteilnum.

    Í hátölurunum í loftinu hljómaði lyftutónlistarútgáfan af Clash-laginu „Should I Stay or Should I Go?". Eigum við að ræða það eitthvað? Lyftutónlistarmennirnir höfðu uppgötvað æsku mína.

    Sem betur fór var ég æst og ör af því að yfirleitt fannst mér ég vera gömul og niðurdregin þegar þetta rann upp fyrir mér.

    Ég danglaði miðanum í neðri vörina en reif hann svo í tvennt með tilþrifum og kláraði úr glasinu í einum teyg.

    Svo notaði ég barservéttuna til að þurrka af mér tárin.

    Ég ætlaði að taka næsta skref.

    Það myndi örugglega valda heilmiklum vandræðum. Allt í grænum sjó og dillidó.

    Mér var alveg sama. Paul hafði of oft sýnt mér skeytingarleysi.

    Ég hringdi símtalið sem ég hafði frestað fram að þessu.

    Svo rúllaði ég ferðatöskunni minni aftur út, settist í aftursætið á næsta leigubíl og sagði bílstjóranum heimilisfangið mitt.

    Fyrstu regndroparnir lentu á rúðunum um leið og við ókum af stað og allt í einu sá ég fyrir mér eitthvað risavaxið renna ofan í dimmt vatn og síga niður, eitthvað gríðarstórt sökkva hægt í djúpið fyrir fullt og allt. Neðar, neðar, neðar.

    Eða kannski ekki – það gat líka hugsast að ég væri á leiðinni upp í fyrsta sinn í langan tíma.

    3. KAFLI

    Það var komin hellirigning þegar ég kom aftur inn í dimma, mannlausa húsið mitt. Mér leið heldur skár þegar ég var komin úr blautu dragtinni og í gamlan leikfimibol og þægilegar gallabuxur.

    Og ennþá betur eftir að hafa sett Stevie Ray Vaughan í spilarann til að halda mér félagsskap.

    Ég ákvað að sleppa því að kveikja ljósin og opna í staðinn rykfallinn pakka af ilmkertum sem leyndist í skápnum í anddyrinu.

    Fyrr en varði minnti húsið á kirkju eða kannski klikkað myndband með Madonnu af því að gluggatjöldin feyktust til og frá. Það veitti mér innblástur til að skruna iPodinn niður að „Dress You Up" með sjálfri poppdrottningunni og hækka í græjunum.

    Tuttugu mínútum síðar hringdi dyrabjallan og lambakóteletturnar sem ég pantaði í leigubílnum á leiðinni heim voru komnar.

    Ég tók við litla, dýra pakkanum í brúnu pappírsumbúðunum af sendlinum, fór inn í eldhús, hellti Santa Margheritarauðvíni í glas og fór að saxa hvítlauk og sítrónur. Síðan setti ég yfir rauðar kartöflur í hvítlaukskartöflustöppuna og lagði svo á borðið.

    Fyrir tvo.

    Ég tók rauðvínsglasið með mér upp.

    Þar tók ég eftir því að rauða ljósið á símsvaranum blikkaði í sífellu.

    „Já, sæl. Lauren. Þetta er Marcuse læknir. Ég var að fara af stofunni og vildi bara láta þig vita að niðurstöðurnar þínar eru ekki enn komnar. Ég veit að þú ert að bíða eftir þeim. Ég læt þig vita um leið og við heyrum frá rannsóknarstofunni."

    Þegar símsvarinn þagnaði tók ég hárið í tagl og skoðaði daufar hrukkurnar á enninu á mér og í augnkrókunum í speglinum.

    Ég var komin þrjár vikur fram yfir tímann. Að öllu jöfnu hefði það ekki verið áhyggjuefni.

    Nema af því að ég var ófrjó.

    Niðurstöðurnar sem hjálpfúsi kvensjúkdómalæknirinn minn, Marcuse, talaði um voru úr blóðprufum og sónar sem hann hafði hvatt mig til að fara í.

    Nú var brostið á mikið kapphlaup. Æðisgenginn sprettur niður bratta brekku.

    Hvort færi fyrr á hausinn? hugsaði ég og lyfti glasi.

    Hjónabandið mitt eða heilsan?

    „Takk fyrir að láta vita, Marcuse læknir, sagði ég við símsvarann. „Þú hefðir ekki getað valið betri tíma.

    4. KAFLI

    Um þetta leyti var ég komin með öran hjartslátt. Kvöldverður fyrir tvo – og hvorugur var Paul.

    Þegar ég hafði tæmt vínglasið fór ég niður og gerði það eina sem vit var í við þessar aðstæður. Ég sótti flöskuna og tók hana með mér upp.

    Eftir að ég fyllti þriðja glasið fór ég með það og brúðkaupsmyndina okkar að rúminu mínu.

    Ég sat og drakk og starði á Paul.

    Fyrst í stað hafði ég sætt mig nokkurn veginn við þær breytingar sem urðu á framkomu Pauls eftir að hann fékk nýjustu stöðuhækkunina og streitan jókst um helming. Ég taldi vissulega að það væri óhollt fyrir hann að vera undir svona miklu og stöðugu álagi en ég vissi líka að hann vann við fjármögnun fjárfestinga. Hann hafði margoft sagt mér að hann væri góður í því og að hann skilgreindi sig þannig.

    Ég leiddi þetta því hjá mér. Hvað hann hafði fjarlægst mig. Að hann léti allt í einu sem hann sæi mig ekki við matarborðið og í svefnherberginu. Honum veitti ekki af allri sinni einbeitingu og orku í vinnunni. Og þetta var bara tímabundið, sagði ég við sjálfa mig. Þegar hann tæki að venjast þessu myndi hann smám saman skila sér heim aftur. Eða mistækist að minnsta kosti. Þá myndi ég sleikja á honum sárin og allt kæmist aftur í eðlilegt horf. Ég fengi aftur að sjá spékoppana hans og brosið. Við yrðum aftur perluvinir.

    Ég opnaði náttborðsskúffuna og tók upp lukkuarmbandið mitt.

    Á fyrsta afmælinu mínu eftir að við giftum okkur hafði Paul keypt það handa mér í, þó lygilegt sé, unglingaversluninni Limited Too. Núna átti ég sex lukkugripi en hélt mest upp á þann fyrsta, gervisteinshjarta „sem táknar ást mína", hafði hann sagt.

    Ég vissi ekki hvers vegna en á hverju ári skiptu þessir billegu hvolpaástargripir mig milljón sinnum meira máli en máltíðin á fína veitingahúsinu sem hann bauð mér alltaf á.

    Í ár hafði Paul komið okkur inn á Per Se, nýja og eftirsótta tískustaðinn í Time Warner Center. En það kom engin gjöf, ekki einu sinni þegar eftirrétturinn var búinn.

    Hann hafði gleymt að kaupa heillagrip á armbandið mitt. Gleymt því eða ákveðið að sleppa því.

    Þetta var fyrsti vísirinn að alvarlegum vandamálum.

    Það kviknaði á risastóru neonskilti vandamálanna þegar ég sá rúmlega tvítugu ljóskuna fyrir framan skrifstofuna hans á Pearl Street – dömuna sem hann fór með inn á St. Regis-hótelið.

    Þessa sem Paul laug um upp í opið geðið á mér.

    5. KAFLI

    Ég var niđri í eldhúsi að leggja bleikar kótelettur í snarkandi smjörið þegar bankað var fast á gluggann á bakdyrahurðinni. Fiðrildin sem sveimuðu í maganum á mér þyrluðust upp og breyttu um stefnu. Ég leit á klukkuna á örbylgjuofninum.

    Á slaginu ellefu.

    Nú var komið að því, hann var kominn, hugsaði ég og strauk svitann af enninu með eldhúsrúllublaði á leiðinni til dyra. Þetta var í raun og veru að gerast.

    Einmitt hérna.

    Einmitt núna.

    Ég dró andann mjög djúpt og tók úr lás.

    „Sæl, Lauren."

    „Sæll sömuleiðis. Þú lítur vel út. Frábært."

    „Miðað við hvað ég er blautur, ekki satt?"

    Regnið sem barst inn um dyrnar myndaði sveim af dökkum og blautum stjörnum á ljósum steinflísunum á eldhúsgólfinu.

    Svo kom hann inn. Og ég verð að játa að innkoman var stórfengleg.

    Það var eins og herðabreiður, hundrað og níutíu sentimetra hár líkaminn fyllti herbergið. Ég sá í kertaljósinu að dökkt hárið var nýklippt og á litinn eins og blautur, hvítur sandur þar sem það var rakað þétt uppi við höfuðleðrið.

    Vindurinn næddi inn og lyktin af honum fyllti á mér vitin, rakspíri og rigning og leðrið í vélhjólajakkanum hans.

    Oprah hefur ugglaust varið nokkrum klukkustundum í það hvernig maður kemst í þessa aðstöðu, hugsaði ég og reyndi að finna upp á einhverju til að segja. Meinlaust vinnustaðardaður sem breytist í hrifningu sem breytist í laumulega vináttu sem breytist í ... Ég vissi ekki enn hvað ég ætti að kalla þetta.

    Ég þekkti nokkrar giftar starfssystur sem tóku þátt

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1