Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Fyrirsætumorðin
Fyrirsætumorðin
Fyrirsætumorðin
Ebook331 pages3 hours

Fyrirsætumorðin

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Paradís verður aldrei söm við sig ...Við strendur Havaí hverfur hin íðilfagra ofurfyrirsæta Kim McDaniels eftir sundfatamyndatöku. Þegar foreldrar hennar komast að því að hún er horfin hoppa þau um borð í næstu flugvél til Havaí. En þau eru ekki ein um að leita Kim. Fyrrum lögreglumaðurinn og blaðamaðurinn Ben Hawkins er hvumsa yfir vanhæfni lögreglunnar á staðnum og fer af stað með sína eigin rannsókn. Á meðan er annar glæpur í undirbúningi og hryllingurinn sem paradís felur undir yfirborðinu kemur smám saman í ljós. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJun 9, 2023
ISBN9788728541975

Related to Fyrirsætumorðin

Related ebooks

Related categories

Reviews for Fyrirsætumorðin

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Fyrirsætumorðin - Maxine Paetro

    Fyrirsætumorðin

    Translated by Magnea J. Matthíasdóttir

    Original title: Swimsuit

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright ©2009, 2023 James Patterson and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728541975

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Tileinkað heimaliðinu:

    Suzie og John, Brendan og Jack

    Inngangur

    TÓMAR STAÐREYNDIR

    Ég veit ýmislegt sem ég vil ekki vita.

    Raunverulega geðsjúkur morðingi er ekkert líkur hversdagslegum og nauðavenjulegum morðingja. Hann er ekki eins og ræninginn sem fer á taugum og tæmir byssuna í ólánsaman afgreiðslumann í áfengisverslun eða maðurinn sem ræðst inn til verðbréfasalans síns og skýtur af honum hausinn, og hann er ekki heldur líkur eiginmanninum sem kyrkir konuna sína út af raunverulegu eða ímynduðu framhjáhaldi.

    Siðblindingjar stjórnast ekki af ást eða ótta eða bræði eða hatri. Þeir finna ekki til slíkra tilfinninga.

    Þeir finna ekki til neins. Ykkur er óhætt að trúa því.

    Gacy, Bundy, Dahmer, BTK og hin stórstirnin í meistaradeild sálsjúkra morðingja lifðu sig ekki inn í hugarástand fórnarlambanna heldur létu stjórnast af kynferðislegri ánægju og nautninni af því að drepa. Ef það hvarflar að þér að þú hafir lesið iðrun úr augum Teds Bundy eftir að hann játaði á sig morð á þrjátíu ungum konum var það tóm ímyndun, af því að munurinn á siðblindingjum og öllum hinum morðingjunum er að þeim stendur nákvæmlega á sama. Þeim er sama um líf fórnarlamba sinna. Þeim er sama um dauða sinn.

    En siðblindingjar geta látið eins og þeim standi ekki á sama. Þeir herma eftir mannlegum tilfinningum til að geta valsað um á meðal okkar og lokkað til sín fórnarlömb. Nær og nær. Og þegar þeir hafa drepið einhvern leita þeir uppi nýja og betri skemmtun, án nokkurra takmarkana, án allrar bannhelgi og láta ekkert aftra sér.

    Mér hefur verið sagt að það sé „truflandi" að vera svona gagntekinn af áfergju og þess vegna verði siðblindingjum á í messunni.

    Stundum gera þeir mistök.

    Kannski manstu eftir vorinu 2008, þegar sundfatafyrirsætunni Kim McDaniels var rænt af sandströnd á Hawaii. Engar lausnargjaldskröfur bárust. Löggan á staðnum var silaleg, hrokafull og úti að aka og engin vitni eða aðrir gáfu sig fram með vitneskju um hver hefði rænt þessari fallegu og hæfileikaríku ungu konu.

    Á þeim tíma hafði ég hætt í lögreglunni til að skrifa glæpasögur en af því að síðasta bókin mín hafði farið næstum beina leið úr sendingarkassanum í útsölurekkann var ég búinn með síðasta sénsinn sem rithöfundur og farinn að fást við það næstbesta á eftir því að skrifa reyfara.

    Ég fjallaði um glæpi fyrir L.A. Times. Bjarta hliðin á því var auðvitað að þannig kom metsöluhöfundurinn Michael Connelly undir sig fótunum.

    Ég sat við skrifborðið mitt sólarhring eftir að Kim hvarf. Ég var að ganga frá enn einni hversdagslega sorglegri frétt um dauðsfall vegna skotárásar úr bíl þegar Daniel Aronstein ritstjóri rak höfuðið inn í básinn minn, sagði „gríptu" og fleygði til mín miða til Maui.

    Þá var ég að nálgast fertugt, farinn að dofna andlega af glæpafréttaþreytu og enn að telja mér trú um að ég væri í kjöraðstöðu til að krækja mér í hugmynd að skáldsögu sem gæti breytt allri tilveru minni á betri veg. Það var lygi sem ég trúði af því að hún var kjölfestan fyrir visnandi von minni um bjartari framtíð.

    Það skrítna er að þegar stóra hugmyndin skoraði mig á hólm – tók ég ekki einu sinni eftir henni.

    Flugmiði Aronsteins til Hawaii var hvatning sem mér veitti ekki af. Ég sá fyrir mér fimm stjörnu dútl, með hellingi af baðstrandarbörum og hálfnöktum stúlkum. Og ég sá mig í anda skjóta keppinautunum ref fyrir rass – allt þetta, og í ofanálag borgaði L.A. Times brúsann.

    Ég hrifsaði flugmiðann og flaug til fundar við stærstu frért á öllum mínum ferli.

    Ránið á Kim McDaniels var eins og sinueldur, rauðglóandi saga sem ómögulegt var að vita hvað entist lengi. Allar fréttaveitur á jörðinni voru teknar að fylgjast með málinu þegar ég slóst í fréttamannaskarann framan við lögregluborðana hjá Wailea Princess.

    Fyrst hélt ég það sama og allir hinir, að Kim hefði að öllum líkindum drukkið sig fulla og orðið á vegi vondra stráka sem hefðu nauðgað henni, þaggað niður í henni og losað sig við líkið. Að „týnda fegurðardísin" yrði helsta fréttin í viku eða kannski mánuð, þangað til frægur fordómaseggur eða Heimavarnarráðuneytið legðu forsíðuna aftur undir sig.

    En ég þurfti samt enn að halda lífi í sjálfsblekkingunum og réttlæta útgjaldareikninginn, svo að ég tróð mér inn í kolsvart hjarta andstyggilegrar og krefjandi glæpaöldu.

    Það var af þeim sökum en ekki af eigin ásetningi sem ég varð hluti af sögunni, útvalinn af alvarlega sturluðum morðingja, sjálfum höldnum sjálfsblekkingu sem var honum kær.

    Bókin sem þú hefur í höndunum er sönn frásögn af snjallri, viðsjálli og að flestra mati fyrsta flokks ófreskju sem nefndi sig Henri Benoit. „Kobbi kviðrista lét sig ekki einu sinni dreyma um að það væri hægt að drepa svona," eins og Henri sagði mér sjálfur.

    Ég hef búið á afviknum stað mánuðum saman á meðan ég fékkst við að skrá sögu „Henris". Rafmagnið dettur iðulega út hérna, svo að ég er orðinn leikinn á venjulega ritvél.

    Ég reyndist ekki þurfa á Google að halda, af því að það sem ekki er að finna í upptökunum mínum, minnispunktunum og úrklippunum er óafmáanlega þrykkt í hugann.

    Sundföt fjallar um fordæmalausan mynsturmorðingja sem lagði meira undir en áður hafði þekkst, launmorðingja sem átti engan sinn líka. Ég hef tekið mér visst skáldaleyfi í frásögninni af því að ég get ekki vitað hvað Henri eða fórnarlömb hans hugsuðu á hverjum tíma.

    Hafðu engar áhyggjur af því, ekki eitt einasta andartak, af því að staðreyndir sanna það sem Henri sagði mér með eigin orðum.

    Og staðreyndir leiða sannleikann í ljós.

    Og sannleikurinn gengur fram af þér, alveg eins og mér.

    Benjamin L. Hawkins

    Maí 2009

    Fyrsti hluti

    MYNDAVÉLIN ELSKAR HANA

    1. KAFLI

    Kim McDaniels var berfætt og klædd blá- og hvítröndóttum pínukjól. Hún hrökk upp við högg á mjöðmina, högg sem gæti valdið marbletti. Hún opnaði augun í myrkrinu og spurningar brutust fram í hugann.

    Hvar var hún? Hvað í fjandanum var á seyði?

    Hún barðist við að losa teppið af höfðinu, tókst á endanum að ná því frá andlitinu og áttaði sig á nokkrum atriðum. Hún var bundin á höndum og fótum. Og hún var í einhverju þröngu rými.

    Kim hristist til við annað högg og í þetta sinn hrópaði hún upp yfir sig. „Heyrðu!"

    Kallið barst ekki langt, kafnaði í þrengslunum og titringnum frá vélinni. Það rann upp fyrir henni að hún væri í farangursgeymslu bíls. En það var algjörlega út í hött! Vaknaðu, skipaði hún sjálfri sér.

    Hún var aftur á móti vakandi, fann í raun og veru fyrir hristingnum og því streittist hún við og reyndi að losa nælonkaðalinn um úlnliðina en hann lét ekki undan. Hún velti sér á bakið, dró hnén upp að brjósti og bang! Hún sparkaði í lokið á farangursgeymslunni en það haggaðist ekki vitund.

    Hún sparkaði aftur, aftur, aftur og nú fóru sársaukastingir um hana frá iljum upp í mjaðmir en hún var enn læst inni og núna fann hún til. Skelfingin læsti sig um hana svo að hún nötraði öll.

    Hún var fangi. Hún var í sjálfheldu. Hún vissi ekki hvernig þetta hafði gerst eða hvers vegna, en hún var ekki dáin og hún var ekki slösuð. Hún skyldi komast undan.

    Kim beitti bundnum höndunum eins og kló og fálmaði eftir verkfærakassa, tjakki eða kúbeini en fann ekki neitt og loftið var tekið að þynnast og fúlna þarna sem hún másaði alein í myrkrinu.

    Hvers vegna var hún hérna?

    Kim reyndi að rifja upp það sem hún mundi síðast eftir sér en hugurinn var sljór, eins og einhver hefði líka breitt teppi yfir heilann. Hún giskaði á að sér hefði verið byrluð ólyfjan. Einhver hafði laumað ofan í hana dópi, en hver? Hvenær?

    Hjáááálp! Hleypið mér út!" æpti hún, sparkaði í skottlokið og rak höfuðið í harða málmbrík. Augun voru að fyllast af tárum og hún var tekin að reiðast auk þess að vera viti sínu fjær af ótta.

    Kim grillti í tólf sentimetra langa stöng fyrir ofan sig í gegnum tárin. Það hlaut að vera handfangið sem opnaði skottið innan frá. „Þakka þér fyrir, Guð," hvíslaði hún.

    2. KAFLI

    Krepptar hendur Kim skulfu þegar hún fálmaði upp fyrir sig, krækti fingurgómunum um handfangið og togaði það niður. Sláin hreyfðist – of auðveldlega – en skottið opnaðist ekki.

    Hún reyndi aftur, togaði hvað eftir annað og reyndi af alefli að bæla niður vissuna um að opnunarbúnaðurinn hefði verið gerður óvirkur og vírarnir skornir – en svo fann hún að dekkin runnu út af malbikinu. Ökulagið varð mýkra og henni flaug í hug að nú æki bíllinn yfir sand.

    Var hann á leiðinni út í sjó?

    Skyldi hún drukkna þarna í skottinu?

    Hún æpti aftur, háu, orðlausu skelfingarópi sem breyttist í sundurlausa bæn. Elsku Guð, láttu mig sleppa lifandi frá þessu og ég lofa þér að – en þegar veinið dó út heyrði hún tónlist fyrir aftan sig. Söngkona var að syngja blúslag sem Kim þekkti ekki.

    Hver ók bílnum? Hver hafði gert henni þetta? Og til hvers í ósköpunum?

    Nú rofaði til í huga hennar og hún tók að rifja ýmislegt upp, svipmyndir frá síðustu klukkutímunum. Hún fór að muna þetta. Hún hafði vaknað klukkan þrjú. Farið í förðun klukkan fjögur. Var komin á ströndina klukkan fimm. Hún og Julia og Darla og Monique og fimmta stelpan, hin fallega en skrítna Ayla. Gils ljósmyndari hafði verið að drekka kaffi með starfsfólkinu og karlmenn vappað í kringum þau, handklæðastrákar og árrisulir skokkarar sem góndu á stúlkurnar í litlu bikinífötunum, himinlifandi yfir að hafa rambað á sundfatamyndatöku fyrir Sporting Life einmitt þarna.

    Kim sá sig í anda sitja fyrir með Juliu og hlusta á Gils: „Brosa minna, Julia. Þetta er fínt. Frábært, Kim, frábært, dugleg stelpa. Beindu augunum til mín. Fullkomið."

    Hún mundi að símhringingarnar höfðu byrjað eftir þetta, í morgunmatnum, og héldu áfram allan daginn.

    Tíu óþolandi hringingar þangað til hún slökkti á símanum.

    Douglas hafði verið að hringja í hana, senda henni boð, hundelta hana og gera hana brjálaða. Þetta var Doug!

    Og hún rifjaði upp það sem gerðist fyrr um kvöldið, eftir kvöldmat, þegar hún sat á hótelbarnum með listræna stjórnandanum, Del Swann. Hann átti að fylgjast með myndatökunum og vera siðgæðisvörðurinn hennar þegar þeim lauk. En Del hafði farið á karlaklósettið og einhverra hluta vegna höfðu þeir Gils horfið, hoppandi hýrir báðir tveir.

    Og hún mundi að Julia var að tala við mann á barnum og hún hafði reynt að ná athygli hennar en Julia vildi ekki horfast í augu við hana ... svo að Kim skrapp í gönguferð niður á strönd ... Og meira mundi hún ekki.

    Farsíminn hennar hafði verið festur við beltið en slökkt á honum. Og nú hélt hún helst að Doug hefði trompast – hann var brjálaður í skapinu – fyrst hann var orðinn eltihrellir. Kannski hafði hann mútað einhverjum og fengið hann til að setja eitthvað út í glasið hennar.

    Núna var hún farin að fá botn í þetta. Heilinn var kominn í gott lag.

    Hún kallaði: „Douglas? Dougie?"

    Svo var engu líkara en Guð almáttugur hefði loksins bænheyrt hana. Farsími hringdi í farangursgeymslunni.

    3. KAFLI

    Kim hélt niðri í sér andanum og lagði við hlustir.

    Sími hringdi en það var ekki hringitónninn hennar. Þetta var lágt suð, ekki byrjunin á „Beverly Hills" Weezers, en það var eins með þennan síma og flesta aðra, hann var stilltur á talhólf eftir þrjár hringingar.

    Hún mátti ekki láta það gerast!

    Hvar var fjandans síminn?

    Hún krafsaði í teppið og skrámaði sig á fjötrunum um úlnliðina. Hún teygði sig niður, fálmaði eftir botninum á skottinu, fann þúst undir ldæðningunni lengst úti í horni, ýtti henni fjær með klaufaskap ... æi nei!

    Önnur hringingin var á enda, sú þriðja að hefjast og hjartslátturinn varð hamslaus af óðagotinu og úlnliðirnir löðursvetttir en loksins náði hún símanum, þykkum, gamaldags grip, og krækti um hann titrandi fingrum.

    Hún sá uppljómað símanúmer þess sem hringdi en ekkert nafn og þekkti ekki númerið.

    En það skipti ekki máli hver þetta var. Bara að það væri einhver.

    Kim ýtti á senditakkann og bar símann upp að eyranu. „Halló? Halló? Hver er þar?" kallaði hún rám.

    Í staðinn fyrir svar heyrði Kim söng, í þetta sinn Whitney Houston syngja „I’ll al-ways love you-ou-ou". Söngurinn barst úr hljómflutningstækjum bílsins en var orðinn hærri og skýrari.

    Hann var að hringja í hana úr framsætinu! Hún kallaði til að yfirgnæfa Whitney. „Dougie? Dougie, hver fjandinn gengur á? Svaraðu mér."

    Hann svaraði engu og Kim nötraði öll í þröngu skottinu, svínbundin og bullandi sveitt. Henni fannst rödd Whitney hæða sig.

    „Doug! Hvað á þetta eiginlega að þýða?"

    En svo vissi hún það. Hann var að sýna henni hvernig það væri þegar enginn skeytti um mann, veita henni ráðningu, en hann skyldi ekki sigra. Þau voru á eyju, ekki satt? Þau kæmust varla langt.

    Kim notaði reiðina til að kynda undir heilanum sem hafði komið henni inn í undirbúningsnám í læknisfræði í Columbia-háskóla og fór að hugsa upp ráð til að telja Doug hughvarf. Hún yrði að leika á hann, segja honum að hún sæi eftir öllu saman og útskýra blíðlega að hann yrði að skilja að þetta væri ekki henni að kenna. Hún prófaði þetta í huganum.

    Sjáðu til, Doug, ég má ekki svara símanum. Samningurinn minn hefur ströng ákvæði sem banna að ljóstra upp við nokkurn mann hvar myndatakan verður. Ég gæti verið rekin. Þú skilur það, ekki satt?

    Hún skyldi sýna honum fram á að þó að þau hefðu slitið sambandinu og þó að hann væri sturlaður að fara svona með hana, það væri jafnvel glæpsamlegt, þá væri hann ennþá elskan hennar.

    En – og það hafði hún einsett sér – um leið og hann gæfi færi á sér ætlaði hún að reka hnéð í klofið á honum eða sparka í hnén. Hún kunni nóg fyrir sér til að gera hann ósjálfbjarga – þó að hann væri stórvaxinn. Síðan myndi hún flýja eins og hún ætti lífið að leysa. Og að því búnu myndi löggan taka hann til bæna.

    „Dougie? kallaði hún í símann. „Elsku, svaraðu mér. Gerðu það. Þetta er í alvöru talað ekkert fyndið.

    Allr í einu var lækkað í græjunum.

    Enn á ný hélt hún niðri í sér andanum í myrkrinu og hlustaði á þungan æðasláttinn í eyrunum. En í þetta sinn ávarpaði hana rödd, karlmannsrödd, og hún var hlýleg og allt að því ástúðleg.

    „Satt að segja, Kim, er þetta dálítið fyndið og eiginlega líka yndislega rómantískt."

    Kim þekkti ekki röddina.

    Vegna þess að þetta var ekki Doug.

    4. KAFLI

    Nýr ótti læsti sig um Kim eins og kaldur eldur og hún var að því komin að falla í öngvit. Henni tókst samt að ná stjórn á sér, klemmdi hnén fast saman og beit sig í höndina til að líða ekki út af. Svo rifjaði hún röddina upp í huganum.

    Þetta er dálítið fyndið og eiginlega líka yndislega rómantískt."

    Hún þekkti ekki þessa rödd, kannaðist ekkert við hana.

    Allt sem hún hafði ímyndað sér áðan, andlit Dougs, veikleiki hans fyrir henni, hvernig hún hafði lært að vinna hann á sitt band þegar hann missti stjórn á sér – það var allt horfið.

    Hér var nýi sannleikurinn.

    Bláókunnugur maður hafði bundið hana og troðið henni í skottið á bíl. Henni hafði verið rænt – en hvers vegna? Foreldrar hennar voru ekki ríkir! Hvað ætlaði hann að gera við hana? Hvernig kæmist hún undan? Hún myndi sleppa – en hvernig?

    Kim hlustaði og þagði, en spurði svo: „Hver er þetta?"

    Röddin sem svaraði var þýð og róleg.

    „Afsakaðu dónaskapinn, Kim. Ég skal kynna mig eftir nokkrar mínútur. Það fer að líða að því. Og hafðu engar áhyggjur. Þetta fer allt saman vel."

    Sambandið slitnaði.

    Hugur Kim tæmdist þegar slokknaði á símanum. Það var engu líkara en hann hefði líka verið tekinn úr sambandi. Svo komu hugsanirnar æðandi. Hughreystingarorð ókunnuga mannsins vöktu með henni von og hún hélt dauðahaldi í hana. Hann virtist vera ... viðkunnanlegur. „Þetta fer allt saman vel," hafði hann sagt.

    Bíllinn tók krappa vinstri beygju og Kim valt upp að hlið farangursrýmisins og spyrnti fótunum í vegginn. Þá áttaði hún sig á að hún var enn með símann í hendinni!

    Hún bar lyklaborðið alveg upp að andlitinu. Hún gat með naumindum greint númerin í daufri skímunni af símaskjánum en tókst samt að slá inn neyðarnúmerið 911.

    Hún hlustaði á þrjár hringingar, svo fjórar en loks svaraði röddin á skiptiborðinu. „Níu-einn-einn. Hvert er neyðartilfellið?"

    „Ég heiti Kim McDaniels. Mér var –"

    „Ég náði ekki nafninu. Vertu svo væn að stafa það."

    Kim valt fram fyrir sig um leið og bíllinn nam staðar. Svo heyrðist hurðinni bílstjóramegin skellt – og hún heyrði lykli snúið í skránni á skottinu.

    Kim greip fastar um símann. Hún óttaðist að rödd símastúlkunnar væri svo há að hún kæmi upp um hana, en var samt ennþá hræddari um að GPS-sambandið við lögregluna slitnaði ef hún legði á og það var besta björgunarvonin.

    Það var hægt að rekja símtalið.Varþað ekki örugglega rétt?

    „Mér var rænt," sagði hún hraðmælt.

    Lykli var snúið til og frá í skránni en lásinn opnaðist ekki alveg og á því mínútubroti fór Kim örvæntingarfull yfir ráðagerðina. Hún var ennþá góð. Setjum sem svo að mannræninginn vildi hafa samfarir við hana. Hún gæti augljóslega lifað það af, en hún yrði að vera klók, vingast við hann og leggja allt á minnið svo að hún gæti sagt lögreglunni frá því.

    Farangursgeymslan opnaðist og tunglið skein á fæturna á henni.

    Kim steingleymdi öllum ráðagerðum sínum um að tæla ræningjann. Hún dró undir sig fæturna og sparkaði fast í lærin á manninum. Hann hrökklaðist frá, reyndi að forðast fæturna á henni, en áður en hún sá framan í hann fleygði hann teppi yfir höfuðið á henni og reif af henni farsímann.

    Svo – stakkst nál í mjöðmina á henni.

    Kim heyrði til hans um leið og höfuð hennar kastaðist aftur og henni sortnaði fyrir augum.

    „Það er ekki til neins að streitast á móti mér, Kim. Þetta snýst ekki um þig og mig. Það er miklu stærra en svo, því máttu treysta. En af hverju ættirðu svo sem að treysta mér?"

    5. KAFLI

    Kim raknaði úr rotinu.

    Hún lá á bakinu í rúmi í uppljómuðu, gulmáluðu herbergi. Handleggirnir voru bundnir og tjóðraðir fyrir ofan höfuðið. Fótleggirnir voru í órafjarska og bundnir með kaðli við rúmgrind úr málmi. Hvítt satínlak var breitt upp að hökunni á henni og hafði verið sveipað á milli fótanna. Hún var ekki alveg viss en hélt að hún væri nakin undir lakinu.

    Hún rykkti í bandið sem hélt handleggjunum föstum og sá fyrir sér skelfileg myndbrot af því sem kynni að koma fyrir hana næst. Ekkert af því samræmdist loforði mannsins um að „þetta færi allt saman vel". Svo heyrði hún stunur og snörl berast úr barka sínum, hljóð sem hún hafði aldrei gefið frá sér áður.

    Henni varð ekkert ágengt með fjötrana, svo að hún reisti upp höfuðið og skimaði í kringum sig eins vel og henni var unnt. Herbergið var óraunverulegt eins og sviðsmynd.

    Hægra megin við rúmið voru tveir lokaðir gluggar og fyrir þeim þunn gluggatjöld. Undir gluggunum stóð borð þakið logandi kertum af öllum stærðum og gerðum og þar voru líka hitabeltisblóm.

    Paradísarfuglablóm og engiferplanta – mjög karlmannlegar jurtir, fannst henni, eiginlega kyntákn – stóðu teinréttar í vasa við hliðina á rúminu.

    Hún leit aftur í kringum sig og sá myndavélar, tvær vélar eins og atvinnumaður kynni að nota. Þær stóð á þrífæti sitt hvorum megin við hana.

    Hún

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1