Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Til hinstu stundar - Einkaritari Hitlers segir frá
Til hinstu stundar - Einkaritari Hitlers segir frá
Til hinstu stundar - Einkaritari Hitlers segir frá
Ebook315 pages5 hours

Til hinstu stundar - Einkaritari Hitlers segir frá

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Árið 1942 var Traudl Junge tuttugu og tveggja ára og átti sér draum um að verða dansari. Þegar henni bauðst starf á skriftstofu Foringjans í Berlín eygði hún möguleika á að komast burt frá tilbreytingarsnauðu lífi í heimaborg sinni, München. Stuttu síðar gerði Adolf Hitler hana að einkaritara sínum. Allt til endaloka Þriðja ríkisins vélritaði hún ræður hans og sendibréf að ótöldum öllum kvöldverðunum sem hún snæddi með hirðinni í kringum Foringjann. Stuttu eftir stríðslok skráði Traudl Junge minningar sínar úr vistinni hjá Hitler, þar á meðal lýsir hún örlagaþrungnum síðustu klukkustundunum í foringjabyrginu í Berlín þar til yfir lauk. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateApr 19, 2021
ISBN9788726085136

Related to Til hinstu stundar - Einkaritari Hitlers segir frá

Related ebooks

Related categories

Reviews for Til hinstu stundar - Einkaritari Hitlers segir frá

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Til hinstu stundar - Einkaritari Hitlers segir frá - Traudl Junge

    Til hinstu stundar - Einkaritari Hitlers segir frá

    Translated by

    Arthúr Björgvin Bollason

    Original title

    Bis Zur Letzten Stenede

    Copyright © 2002, 2019 Melissa Muller, Traudl Junge and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726085136

    1. e-book edition, 2019

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    „Við getum ekki leiðrétt ævi okkar eftir á, heldur verðum við að lifa með henni. Hinsvegar getum við leiðrétt okkur sjálf."

    Reiner Kunze

    Formáli

    eftir Traudl Junge

    Þessi bók er engin síðbúin réttlæting. Engin sjálfsásökun. Ég vil heldur ekki að hún verði skilin sem lífsjátning. Hún er miklu fremur tilraun til að sættast, ekki við samferðafólk mitt, heldur við sjálfa mig. Henni er ekki ætlað að falast eftir skilningi, heldur á hún sjálf að hjálpa öðrum til að skilja.

    Ég var einkaritari Hitlers í tvö og hálft ár. Að öðru leyti hefur líf mitt verið fremur fábrotið. Á árunum 1947-48 skrásetti ég endurminningar mínar um líf mitt í nærveru Hitlers sem þá voru enn mjög ferskar. Þetta var á þeim tíma þegar við öll horfðum fram á við og gerðum lítið úr þeirri reynslu sem við höfðum orðið fyrir og reyndum jafnvel að gleyma henni – með furðulega góðum árangri. Á þessum tíma gekk ég hispurslaust til verks, með þeim ásetningi einum að halda til haga mikilvægustu viðburðum og atvikum þessa tímabils, áður en einstök smáatriði, sem seinna gætu þótt áhugaverð, fölnuðu í minninu eða féllu jafnvel alveg í gleymsku.

    Þegar ég las handritið aftur, nokkrum áratugum seinna, brá mér í brún og ég skammaðist mín fyrir það hvað ég hafði gengið umhugsunar- og gagnrýnislaust til verks á sínum tíma. Hvernig í ósköpunum gat ég verið svona barnaleg og kærulaus? Það er hinsvegar aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég hef fram að þessu ekki viljað leyfa að handritið væri prentað í heimalandi mínu. Önnur ástæðan er sú að andspænis öllum þeim fjölda bóka um Adolf Hitler og þúsundáraríkið hans, sem hefur flætt yfir okkur eftir hrun Þriðja ríkisins, fannst mér örlög mín og endurminningar ekki nógu merkilegt efni. Þar við bætist að ég hafði áhyggjur af því að óæskilegir aðilar myndu grípa þessa frásögn mína á lofti og gera sér mat úr henni.

    Ég hef aldrei reynt að draga fjöður yfir fortíð mína, en þó verður að segjast að viðmót fólks í minn garð, á árunum eftir stríð, auðveldaði mér mjög að bægja henni frá: Það var sagt að ég hefði verið of ung og óreynd til að sjá í gegnum yfirboðara minn, sem undir góðborgaralegu yfirbragði hafi verið gagntekinn af glæpsamlegri valdafíkn. Þetta var ekki aðeins skoðun nefndarinnar, sem hafði það hlutverk að uppræta nasismann, og sem bar blak af mér sem meðreiðarsveini. Þetta var líka skoðun allra sem ég þekkti og deildi reynslu minni með, ekki bara þeirra sem voru sjálfir sakaðir um að hafa tekið þátt, heldur líka hinna sem höfðu verið ofsóttir af stjórnvöldum. Ég var alltof viljug til að fallast á þessa sakaruppgjöf. Þegar allt kom til alls var ég nýbúin að halda upp á 25 ára afmælið mitt, þegar Þýskaland nasismans hrundi til grunna, og þá komst ekkert að hjá mér nema eitt: Að lifa.

    Það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem ég byrjaði smám saman að horfast af fullri alvöru í augu við fortíð mína og þá sektarkennd sem fór að láta á sér kræla í auknum mæli. Undanfarin 35 ár hefur þessi sektarkennd orðið sífellt sársaukafyllri, mér hefur reynst sífellt erfiðara að skilja sjálfa mig og það sem mér gekk til á sínum tíma. Ég hef lært að sætta mig við að ég skyldi árið 1942, 22 ára stúlkan, full af ævintýraþrá, hafa heillast af Adolf Hitler, að mér skyldi hafa fundist hann þægilegur yfirmaður og föðurlegur vinur, og að ég skyldi af ásettu ráði hafa skellt skollaeyrum við rödd í brjósti mínu, sem varaði mig við, og þess í stað notið samvistanna við Hitler allt þar til yfir lauk. Eftir að glæpir þessa manns voru afhjúpaðir verð ég að lifa til hinstu stundar með þeirri tilfinningu að ég hafi verið meðsek.

    Fyrir tveimur árum kynntist ég rithöfundinum Melissu Müller. Hún heimsótti mig til að spyrja mig, sem samtíðarmann, nokkurra spurninga um Adolf Hitler og listrænan áhuga hans. Þetta samtal varð að fleirum, þar sem við ræddum líf mitt og þau áhrif sem kynni mín af Hitler höfðu á mig, þegar til lengri tíma var litið. Melissa Müller er af seinni eftirstríðsárakynslóðinni, sýn hennar er mótuð af þekkingu sem hún hefur aflað sér um glæpsamleg athæfi í Þriðja ríkinu. Hún er hinsvegar ekki ein þeirra sem þykjast vita allt betur eftir á. Hún fer ekki svo auðvelda leið. Hún hlustar á það sem við, sem vorum eitt sinn heilluð af Foringjanum, höfum að segja og reynir síðan að skilja, hvernig þetta gat gerst.

    „Við getum ekki leiðrétt ævi okkar eftir á, heldur verðum við að lifa með henni. Hinsvegar getum við leiðrétt okkur sjálf." Þessi tilvitnun úr Dagbók eins árs eftir Reiner Kunze hefur orðið að einkunnarorðum lífs míns. „Við getum ekki alltaf vænst þess að fólk falli opinberlega á kné fyrir framan okkur, heldur Kunze áfram. „Það er til þögul skömm, sem segir meira en öll orð – og er stundum einlægari. Melissu Müller tókst að lokum að sannfæra mig um, að hvað sem tautaði og raulaði, þá væri rétt af mér að leyfa að handrit mitt yrði gefið út. Ég hugsaði með mér að úr því að mér tækist að gera henni skiljanlegt, hversu auðvelt það var að heillast af Hitler, og hversu erfitt það er að lifa í þeirri vissu að hafa þjónað fjöldamorðingja, þá hlyti líka að vera hægt að gera lesendum þetta skiljanlegt. Það er í það minnsta von mín.

    Ásíðasta ári kynnti Melissa Müller mig fyrir André Heller, sem ég tel ekki aðeins vera óvenju spennandi listamann, heldur jafnframt mjög velviljaða og staðfasta manneskju í pólitísku og siðferðilegu tilliti. Þær innilegu samræður sem ég átti við hann voru enn ein óendanlega mikilvæg hvatningin til að gera upp sakirnar við stúlkuna Traudl Humps, sem ég hafði svo lengi verið ósátt við. Stór hluti af samtölum okkar átti sér stað fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Úr þessum upptökum bjuggu André Heller og Ortthmar Schmiderer til heimildamyndina Im toten Winkel, sem kemur fyrir sjónir almennings samhliða þessari bók.

    Í bókinni sem hér fer á eftir tala hin unga Traudl og hin aldna Traudl á víxl. Hin unga Traudl hefur látið tilleiðast að gefa út endurminningar sínar, vegna mikils og sívaxandi áhuga á vitneskju þeirra sem þekktu náið til í innstra hring nasistastjórnarinnar, og hún vonar að þessi texti varpi betra ljósi á viss atriði. Hin aldna Traudl vill alls ekki vera neinn siðferðispostuli, samt vonast hún til að geta komið nokkrum hugmyndum á framfæri sem séu ekki jafn yfirborðslegar og þær virðast við fyrstu sýn: Fallegar framhliðar geta villt mönnum sýn, það borgar sig alltaf að skyggnast á bak við þær. Manneskjan á að hlusta á rödd samvisku sinnar. Fólk þarf ekki nærri jafn mikinn kjark og það heldur til að gangast við eigin yfirsjónum og læra af þeim. Manneskjan er í heiminum til að þroskast við að læra af reynslunni.

    Traudl Junge

    í janúar 2002

    Bernska og unglingsár

    í Þýskalandi

    Melissa Müller

    Millibilsástand. München 1947. Höfuðborghreyfingarinnar liggur í rúst. Fólk er örmagna af hungri og kulda, en stendur á þröskuldi nýrra tíma. Ótrúleg blanda af skelfilegri neyð og takmarkalausum lífsþorsta. Traudl Junge er 27 ára gömul, glaðlynd og lífsþyrst ung kona. Hún hefur verið úrskurðuð sýkn saka, ekki síst vegna þess hve ung hún er, það hefur hún skriflegt frá nefndinni sem var falið það hlutverk að uppræta nasismann. Hún starfar sem einkaritari en skiptir oft um starf. Fólk lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Traudl Junge nýtur álits sem góður starfskraftur, „sérstaklega ber að taka fram, eins og það er orðað í meðmælabréfi frá þessum tíma, „hvað hún er fljót að skilja, hvað hún stílar bréfin vel og hvað færni hennar í vélritun og hraðritun er langt yfir meðallagi. Á kvöldin er hún fastagestur á kabarettsýningum og í litlu leikhúsunum í borginni, sem spretta upp eins og gorkúlur. Það er skortur á peningum og matvörum sem og sígarettum. Vinir og grannar standa saman og deila því sem þeir eiga hver með öðrum. Traudl Junge á allt lífíð framundan og hún vonar að hún eigi líka eftir að finna stóru ástina og höndla hamingjuna. Hún hefur engar skýrar hugmyndir um framtíðina, en trúir á hana.

    Klipping.

    München 1947. Höfuðborg hreyfingarinnar liggur í rúst. Traudl Junge er 27 ára gömuí og búin að vera ekkja í þrjú ár. Síðasti atvinnurekandi hennar, „sá þægilegasti sem hún hefur haft til þessa," eins og hún segir, er dáinn, margir af nánustu starfsfélögum hennar frá stríðsárunum eru fyrir löngu taldir af. Hún hefur ekki hugmynd um hvort þeir hafa verið hnepptir í rússneskar fangabúðir eða framið sjálfsmorð. Sjálf sat hún marga mánuði í rússneskum fangabúðum og lifði af, bæði langvinna niðurfallssýki og ævintýralegan flótta frá Berlín til München. Hún sneri aftur með blendnar tilfinningar í brjósti, hún kveið fyrir því að verða fyrir áreiti eða að fólk myndi sniðganga hana. Hún dregur enga fjöður yfir að hafa verið einkaritari Hitlers í tvö og hálft ár og henni léttir þegar hún kemst að því að öllum stendur á sama um fortíð hennar. Mamma hennar vill ekki einu sinni vita neitt meira. Hún heyrir að vísu oft þessa hnýsnu spurningu: Segðu mér, er Hitler í alvörunni dáinn? – Það virðist hinsvegar enginn hafa áhuga á smáatriðum, að ekki sé minnst á einhverjar tilraunir til að skýra eða réttlæta. Fólk tekur ekkert mark á ruglingslegum sjálfsásökunum hennar, fyrir að hafa verið í þjónustu fjöldamorðingja og gert sig þar með meðseka um þá glæpi sem hann framdi. Þú varst svo ung ... árið 1947 er fólk löngu farið að gleyma; illvirkjarnir, tækifærissinnarnir og fórnarlömbin – allir voru í sjálfsvörn.

    Ein aðalleikkona, tvö ólík svið – en bæði eru sönn.

    Fyrstu árin eftir stríð er líf Traudl Junge klofið. Annars vegar eru þungbærar endurminningar um áhyggjulausan tíma í hópi Hitlers og félaga hans og örlagaþrungin endalokin sem hún þarf ein að lifa með. Á hinn bóginn er svo hvunndagurinn í rústunum með öllum sínum þjáningum og gleði, sem hún getur deilt með öðrum; vinum, kunningjum, móður og systur.

    Traudl Junge minnist þess að henni hafi, strax eftir endalok Þriðja ríkisins, tekist að losa sig undan aðdráttarafli Hitlers. Ástæðan er hugsanlega sú að hún var að vísu hrifin af því sem hún kallar heillandi, föðurlegu og vingjarnlegu hliðinni á persónuleika þess manns sem hún hafði náið samneyti við í tvö og hálft ár, en aftur á móti stóð henni alveg á sama um nasistastjórnina og lét sig engu skipta hugmyndafræðilegar skýjaborgir og ómennsku hennar. Fortíð hennar er óunninn hrærigrautur úr góðum persónulegum minningum og skelfilegri vitneskju, sem hún hefur smám saman verið að fá í brotum eftir stríðið, en byrjaði ekki að taka neitt inn á sig fyrr en seinna. Traudl Junge lenti fyrir tilviljun í innsta hring Hitlers og skynjun hennar var mjög takmörkuð, sem er nánast óskiljanlegt frá sjónarhorni okkar tíma, líka fyrir hana sjálfa. Hún komst undir áhrifavald Hitlers og fannst mikill sómi að, en hún tók ekki eftir neinu nema því sem snerti hana sjálfa persónulega. Barnaskapur? Fávísi? Hégómaskapur? Þægileg einfeldni? Áunnið eðli fylgisveinsins? Vanhugsuð undirgefni? Árið 1947 spurði hún sig ekki slíkra spurninga. Hún lifði af og byrjar nú – í krafti æsku sinnar, eins og hún segir – að lifa og láta fortíðina lönd og leið. Það er ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem spurningarnar fara að verða sársaukafullar. Og sá sársauki hefur varað allt til þessa dags.

    1947 kemur vinur hennar, Heinz Bald, Traudl Junge í kynni við hollvin sinn sem er auðugur atvinnurekandi. Hann hrífst af fortíð hennar og hvetur hana til að skrásetja endurminningar sínar um tímann sem hún starfaði með Foringjanum. Hann leggur til að fyrrverandi eiginkona hans bjóði bandarísku dagblaði textann til birtingar. Hún er af þýskum gyðingaættum og hefur búið í Bandaríkjunum frá því að hann þröngvaði fram skilnað við hana á þriðja áratugnum, en þau eru samt í góðu sambandi. Traudl Junge líst vel á þessa hugmynd og tekur fljótlega til óspilltra málanna. Seinna segist hún líka hafa sjálf haft þörf fyrir að halda þessum mikilvægu tímum til haga, áður en minningarnar færu að dofna. Önnur ástæða eru þær vitfirringslegu bollaleggingar sem eru á sveimi um dauða Hitlers og sem hún heyrir stöðugt. Ef hún verður yfirheyrð aftur, eru hæg heimatökin að vísa á það sem stendur í textanum.

    Á næstu mánuðum vélritar hún um það bil 170 blaðsíður, þegar hún á frí á kvöldin og um helgar – henni finnst gaman að skrifa. Textinn kemst hinsvegar ekki á prent, því „lesendur hafa engan áhuga á svona sögum," eins og það er orðað árið 1949. Fyrir Traudl Junge var þessi vinna hinsvegar nokkurs konar sálarhreinsun. Það er að vísu sjaldgæft að hún reyni með einhverju móti að vinna úr reynslu sinni, hún dregur þó ekkert undan og reynir ekki að réttlæta sjálfa sig. Hún skrásetur einungis viðburði, atvik, persónuleg hughrif, og setur síðan punktinn aftan við þessa fortíð í bili – endurminningar hennar liggja ólesnar í langan tíma.

    Af handriti Traudl Junge má ráða að á fyrstu árunum eftir stríð er hún ekki enn búin að gera upp hug sinn til Adolfs Hitlers. Þess vegna hlýtur nútímalesanda á köflum að bregða nokkuð í brún. Þegar hún les textann sjálf, mörgum áratugum seinna, er henni brugðið og hún skammast sín fyrir hvað hann er á löngum köflum barnalegur og gagnrýnislaus. Henni finnst hann kjánalegur og tónninn á köflum alltof kæruleysislegur. Hún kemur ekki auga á hvað hann er mikilvægur frá sjónarhorni samtímasögu, það fer einungis í taugarnar á henni hvað hann er hreinskilnislegur og blátt áfram. Hún áttar sig ekki á því að lýsingar hennar á góðborgaralegu hversdagslífi Hitlers í Úlfsvíginu eða á Berghof, sem virðast í fljótu bragði ofur meinleysislegar, eru mikilvæg rök fyrir frægri kenningu Hönnu Arendt um hvað illskan er hversdagsleg. Það er henni lítil huggun þó að skrif hennar geti reynst mótvægi við staðhæfingu þeirra, sem vilja gera Hitler og nánustu aðstoðarmenn hans að algjörlega ómennskum skrímslum, til þess eins að friðþægja sjálfa sig. Í hennar augum er frásögnin, framar öðru, vitnisburður um tíma sem hún lifði umhugsunarlaust, nokkurs konar endalok áhyggjulausrar æsku sem hún lifði við ekki alveg hættulausar aðstæður.

    Gertraud Humps, kölluð Traudl, fæðist 16. mars 1920 í München. Mánuði áður, þann 24. febrúar, kynna Adolf Hitler og Anton Drexler, stofnandi þýska verkamannaflokksins (DAP), stefnuskrá þýska Nasistaflokksins NSDAP, sem er full af útlendingahatri, á fjölmennum fundi í bjórkjallaranum Hofbräuhaus í München. Þetta er merkilegur fundur, ekki síst vegna þess að honum er ætlað að ná til hinnar þjökuðu þjóðar!

    Og vissulega búa stórir þjóðfélagshópar við ömurlegar félagslegar aðstæður og veldur það óróa og pólitískum mótmælum. Frá desember 1918 og fram í miðjan febrúar 1919 fjölgar atvinnulausum gífurlega, úr 8000 í 40000, það ríkir neyðarástand í húsnæðismálum og það er skortur á matvælum og brenni til upphitunar.

    Faðir Traudl, Max Humps, fæddur 1893, er ölgerðarmaður og liðsforingi í varaliðinu, hann er sagður vera aðlaðandi skýjaglópur og ekki beint æskilegur eiginmaður. Móðirin Hildegard, fædd Zottmann, er þremur árum yngri og dóttir hershöfðingja, hún þykir hafa tekið niður fyrir sig. Parið unga flytur í litla risíbúð í Schwabing. Skömmu eftir að Traudl fæðist missir heimilisfaðirinn, sem er ættaður frá Regen í Neðra Bæjaralandi, vinnuna hjá Löwenbräu-ölgerðinni og þegar harðnar á dalnum kemur æ betur í ljós, hversu gjörólíkir persónuleikar hjónin eru. Hildegard er staðföst, en um leið mjög tilfinningasöm kona með óhagganlega lífsskoðun og sterka siðferðiskennd, Max er aftur á móti vingull, tekur lífinu létt og hefur ríka kímnigáfu – sem veldur því að það er erfitt að reiðast við hann, en líka ómögulegt að treysta nokkuð á hann.

    Hinn reikuli Max Humps, sem unir sér miklu betur með félögum sínum og svokölluðum leikbræðrum en í faðmi fjölskyldunnar, gengur, líkt og mikill fjöldi atvinnulausra á þessum dögum, til liðs við Oberlandsveitina, en það eru samtök öfgasinnaðra hægrimanna, þar sem ægir saman andlýðræðislegum, þjóðernissinnuðum og andgyðinglegum sjónarmiðum. Þetta er öguð bardagasveit, þýsk-þjóðernissinnuð og full af kynþáttafordómum, sem stofnuð var í apríl 1919 af stórum hópi manna úr héraðinu Oberland, til að berjast gegn nýstofnuðu ráðalýðveldinu í München. Samtökin sóttust stíft eftir félögum og fengu góðan hljómgrunn í karlaheimi þessa tíma þar sem mikil óvissa og óöryggi ríkti. Ósigurinn í fyrri heimstyrjöldinni og reiptog um samningana í Versailles, aukið kvenfrelsi í kjölfar stríðsins og nýfenginn kosningarréttur kvenna, efnahagsleg neyð – karlahópar, sem fela sig bak við einkennisbúninga og flíka vopnum sínum og orðum, eiga að sporna gegn öllu þessu. Bæjaraland laðar að sér hægrisinnaða öfgahópa, því ný og hægrisinnuð ríkisstjórn landsins sýnir slíkum hópum mjög mikið umburðarlyndi.

    Eftir að sveitin marsérar inn í München í maí 1919 til að brjóta ráðalýðveldið á bak aftur, berst hún í apríl 1920 gegn uppreisn kommúnista í Ruhrhéraðinu og frá maí og fram í ágúst 1921 gegn Pólverjum í stríðinu um landamæri Oberschlesiens. Max Humps tekur þátt í vopnaðri árás á Annaberg í Oberschlesien, sem verður til þess að skapa sveitinni mikið álit meðal íhaldsamra stjómmálamanna. Hershöfðinginn sér fyrir konu og dóttur en er sjálfur sjaldan á staðnum. Þegar bandamenn fyrirskipa, sumarið 1921, að allar óformlegar hersveitir verði leystar upp, stofna félagar úr Oberlandsveitinni svokölluð Oberlandsamtök, með höfuðstöðvar í München. Í stofnskrá samtakanna er boðuð barátta gegn innri óvininum og er henni beint gegn lýðveldinu. Nýr leiðtogi, Friedrich Weber, stefnir að nánu samstarfi við Nasistaflokkinn, NSDAP. 1. maí 1923 ráðast vopnaðar Oberland- og SA-sveitir gegn jafnaðarmönnum og kommúnistum sem taka þátt í mótmælagöngu á Oberwisenfeld í München. Í september ganga Oberlandsamtökin í nýstofnuð þýsk baráttusamtök, sem Adolf Hitler fer fyrir.

    Oberland-samtökin taka, ásamt fjölda annarra sveita, þátt í Hitlersuppreisninni 8. og 9. nóvember 1923. Max Humps marsérar með og er sæmdur svokallaðri blóðsorðu Nasistaflokksins fyrir vikið. Eftir þetta eru samtökin bönnuð, en þau halda þó áfram starfsemi sinni undir nýju nafni (Deutscher Schützen- und Wanderbund).

    Það er ekki ljóst hvort Max Humps styður uppreisnartilraun Hitlers af pólitískri sannfæringu, eða vegna þess eins að hann hefur ekkert sérstakt fyrir stafni, eða hvort hann treystir Hitler í raun og veru til að koma þjóðarskútunni aftur á réttan kjöl. Dóttir hans lítur í öllu falli á hann sem þjóðernissinnaðan dreifbýlisdurg, sem greip tækifærið fegins hendi til að geta marsérað og smjattað á þjóðernissinnuðum tuggum með félögum sínum, þar á meðal Sepp Dietrich, sem seinna varð yfirmaður SS-sveitar. Hann er ekki tekinn fastur þegar uppreisnin fer út um þúfur, til þess skiptir hann of litlu máli. Hann fær þó enga fasta vinnu frekar en fyrri daginn. Mánuði eftir uppreisnartilraunina, fæðist þeim önnur dóttir, Inge, í desember 1923. Eiginkonan og dætur eru í sárri neyð, móðirin veit oft ekki hvað hún á að gefa börnunum að borða næsta dag. 1925 flyst Humps búferlum til Tyrklands, þar sem Mustafa Kemal, sem síðar nefnist Kemal Atatürk, ræður ríkjum. Tyrkland er að efla tengslin við Evrópu og þarf á kunnáttu vestrænna fagmanna að halda. Max Humps fær loksins aftur vinnu í sínu fagi sem ölgerðarmaður. Hann skilur fjölskylduna eftir í München, – og nú er Hildegard endanlega búin að fá sig fullsadda af eiginmanninum. Hún vill ekkert af honum vita framar og flyst með börnin heim til foreldra sinna, enda á hún ekki annarra kosta völ sem tekjulaus móðir og húsmóðir. Þegar Max Humps kemst nokkuð í álnir í Tyrklandi, reynir hann margsinnis að fá fjölskylduna til Smyrna, sem nú heitir Izmir. Hildegard þvertekur fyrir að hlýða kallinu og fer þess í stað fram á skilnað.

    Traudl er fimm ára, þegar faðir hennar yfirgefur þær. Þó að hann hafi ekki sinnt hefðbundnum skyldum sínum sem faðir og verndari fram að þessu, minnist hún hans sem indæls og hugmyndaríks leikfélaga, þær fáu stundir sem hann átti með fjölskyldunni.

    Árið 1926 byrjar hún í skóla. Það að hún skuli vera send í skólann í Luisienstrasse í München, þar sem börn af öllum trúflokkum fá inni, stafar ekki af víðsýni móðurinnar, heldur af hinu, að skólinn er í næsta nágrenni við heimili móðurforeldra hennar í Sophienstrasse, við gamla grasagarðinn. Traudl er skírð til lúterskrar trúar, en elst upp án nokkurra tengsla við kirkjuna, hún stundar það jafnvel að láta sig vanta í barnamessur á sunnudögum.

    Í fimm herbergja íbúðinni í Sophienstrasse, sem er nánast ríkmannleg, ræður afinn, Maximilian Zottmann, ríkjum. Traudl finnst hann vera strangur og smámunasamur drottnari sem skipuleggur hvern dag upp á mínútu, leggur mesta áherslu á aga og skipulag og er ekki gefinn fyrir spaug. Hann getur ekki komið í staðinn fyrir föðurinn. „Reyndu að ala þessa villinga þína betur upp," fær móðirin að heyra þegar Traudl og Inge hlæja aðeins of hátt, eins og börnum er tamt. Á meðan amman lifir er heimur barnanna samt sem áður í lagi. Agathe Zottmann virkar róandi á heimilisfólkið. Traudl tilbiður þessa konu frá Leipzig sem kynntist manninum sínum á hressingarhæli í Bad Reichenhall. Seinna lýsir hún ömmu sinni sem ótrúlega hlýrri og skilningsríkri konu. Traudl hlustar hugfangin á sögur hennar af bernskunni í Leipzig og þegar hún á að skrifa ritgerð í skólanum um draumastaðinn sinn, velur hún – ólíkt skólasystrum sínum sem láta sig dreyma um Hawaiieyjar og Himalajafjöll – að sjálfsögðu Leipzig.

    Árið 1928 deyr Agathe. Traudl er þá átta ára gömul og saknar hennar sáran. Nú gerist afinn enn meiri harðstjóri en áður og reynist hinn mesti nískupúki í þokkabót. Honum líkar vel að leika aldraðan piparsvein og gerist eins konar sugar-daddy ungrar dansmeyjar sem heitir Thea. Hann lætur dóttur sína, sem sér um heimilið, þráfaldlega finna fyrir því að þær mæðgurnar séu honum fjárhagsleg byrði. Þegar Traudl skiptir um skóla 1930 og byrjar í Luisenkvennaskólanum, sækir móðirin um afslátt af skólagjöldunum, því heimilispeningarnir – 4,50 mörk á dag fyrir fjóra – hrökkva ekki til að borga fullt gjald. Þegar bekkurinn hennar fer í ferðalög, verður Traudl oft að skrá sig veika, því móðirin á ekki 2,70 mörk til að borga farareyrinn. Samt er Traudl alls ekki vansæl þegar hún vex úr grasi. Þrátt fyrir að mæðgurnar búi við harla döpur kjör, efla þessir erfiðleikar sterka samstöðu þeirra þriggja. Hildegard Humps er að vísu ekki sérstaklega blíðlynd kona – hún er lítið gefin fyrir líkamleg atlot – samt sem áður finnst dætrunum hún sýna þeimbæði ást og skilning. Móðirin veitir þeim öryggi, uppeldisaðferðir hennar eru í samræmi við tíðarandann: Dæturnar eiga að verða heiðarlegar manneskjur, ekki skrökva, vera hjálpsamar og nægjusamar, þær eiga að vera eftirlátar og tillitssamar og skifta sér ekki af málefnum annarra.

    Stúlkurnar verða að rækta sérstaklega þá dyggð að vera tillitssamar þegar yngri bróðir móðurinnar flytur inn á heimilið. Hans er ungur maður með listræna hæfileika og nám í byggingarlist að baki, en þjáist af geðklofa. Ofsóknaræði hans og fjarstæðukenndar hugmyndir valda börnunum oftast kátínu, stundum þó líka hugarangri. Þegar þeim verður ljóst hvað móðir þeirra verður að líða fyrir ranghugmyndir og ásakanir bróður síns, fer þeim að líða illa. Um miðjan fjórða áratuginn er Hans Zottmann neyddur til að gangast undir ófrjósemisaðgerð – líkt og í það minnsta 360.000 Þjóðverjar, sem talið er að séu með erfðagalla. Ættingjarnir gera sér enga rellu út af aðgerðinni, heldur taka henni eins og hverju öðru hundsbiti. Þeir telja hvort sem er ekki forsvaranlegt að Hans stofni fjölskyldu.

    Traudl litla er lífsglöð. Hún elskar náttúruna og dýrin, það eru alltaf hundar eða kettir á heimilinu. Og henni finnst gaman í skólanum, ekki vegna þess að hún sé sérlega fróðleiksfús, heldur vegna þess að henni líður vel í bekknum og finnst gaman að vera með vinkonum sínum. Eftir á lýsir hún sér sem hjarðdýri, hún hafi alls ekki verið gefin fyrir einveru, heldur frábitin hvers kyns einstaklingsbrölti og andófi. Hún hafi miklu fremur sóst eftir öryggi, vernd og viðurkenningu umhverfisins og verið haldin ríkri þörf fyrir að lifa í sátt og samlyndi. Námsárangur hennar er vel í meðallagi, eftirlætisfögin eru teikning og leikfimi, eins gengur henni vel í þýsku og ensku. Hún þykir líflegt barn og þegar það kemur fyrir að galsinn gengur fram af afanum eða móðurinni, sendir hún að kvöldi einlæga hvatningarbæn til himna: „Viltu láta mig vera þæga. Hún reynir að gera ekki á hlut móður sinnar, því það fer ekki framhjá henni að hún er mjög vansæl í einkalífinu. Samt er alltaf ákveðinn léttleiki í loftinu. Þegar móðirin setur ofan í við hana og segir: „Æ, Traudl, bara að þú værir ekki svona villt, þá svarar sú stutta, sex ára gömul, með lævísri athugasemd: „En sjáðu til, hvað ef góður guð vill nú hafa mig svona?" – Þetta tilsvar verður fleygt í fjölskyldunni. Hápunktarnir á bernskuárunum eru hinar fágætu bíóferðir – bíómiðinn í Bogenhausen kostar 70 aura, Traudl og Inge ganga heila klukkustund hvora leið til að komast í bíó. Nú eða sumarleyfin við rætur bæversku Alpanna, þar sem afinn er með veiðilönd á leigu: Lengi vel er það í Aschau, síðan í Seeon og að lokum við vatnið Ammersee, þar sem hann skýtur síðasta hjörtinn sinn um áttrætt.

    Árið 1933 er í fleiri en einum skilningi örlagaríkt ár í lífi Traudl, sem nú er orðin þrettán ára. Í skólanum er haldin mikil hátíð til að fagna valdatöku Hitlers – í augum Traudl er þetta greinilegt tákn um nýja tíma og skjótan bata í þjóðfélaginu sem sé alveg á næstu grösum. Henni hryllir við fátæklegum, einhvern veginn grunsamlega útlítandi mönnum með skuggaleg andlit, sem slæpast á torginu við Sendlinger-Tor. Allt saman atvinnuleysingjar, var henni sagt. Nú á þetta að breytast ...

    1933 skýtur Max Humps líka aftur upp kollinum. Hann er bandamaður frá baráttutímanum og handhafi blóðsorðunnar og býðst því starf í höfuðstöðvum Nasistaflokksins. Dóttur hans stendur á sama um stöðu hans þar, enda er hún löngu búin að slíta öll tengsl við föður sinn. Hún heimsækir hann 1934 eða 1935 á skrifstofu hans í Barer Strasse, – aðeins einu sinni, enda er móðirin ekki mjög hrifin af því að hún hafi samband við hann. Í húsi númer 15 við Barer Strasse eru ýmsar flokksskrifstofur, svo sem Reichsorganisationsleitung, NS-Betriebszellenorganisation og Hauptamt für Volksgesundheit. Forysta SA er á þessum tíma með skrifstofur í hótelunum Marienbad

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1