Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hryðjuverk
Hryðjuverk
Hryðjuverk
Ebook103 pages1 hour

Hryðjuverk

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hryðjuverk í víðasta skilningi er hugtak sem hefur verið til staðar svo lengi sem menn hafa deilt í heiminum og viðræður hafa ekki getað leyst málin og því hafa menn gripið til harðari aðgerða til að þvinga kröfur sínar í gegn. Það sem einkennir hryðjuverk er að stríðið, sem er háð, er háð í leyni og fórnarlömbin eru aðallega óbreyttir borgarar sem af tilviljun eru staddir þar sem hryðjuverkamaðurinn, sem er rekinn áfram af pólitík eða trú, ákveður að fremja hryðjuverkið. Á seinni hluta 20. aldar var heimurinn þjakaður af mörgum svæðisbundnum hryðjuverkaógnum og er þá vandinn í Palestínu undanskilinn en hann hefur sett mark sitt víðar en í Mið-Austurlöndum, einnig í Danmörku. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 18, 2020
ISBN9788726523638
Hryðjuverk

Read more from Forfattere Diverse

Related to Hryðjuverk

Related ebooks

Related categories

Reviews for Hryðjuverk

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hryðjuverk - Forfattere Diverse

    Hryðjuverk

    Hryðjuverk

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2004, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726523638

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Hryðjuverk pólitískt og trúarlegt vopn litið á dönsk viðhorf til hryðjuverka

    Eftir Per Larsen, yfirlögregluþjón hjá rannsóknarlögreglunni í Kaupmanna-höfn.

    Hryðjuverk í víðasta skilningi er hugtak sem hefur verið til staðar svo lengi sem menn hafa deilt í heiminum og viðræður hafa ekki getað leyst málin og því hafa menn gripið til harðari aðgerða til að þvinga kröfur sínar í gegn. Það sem einkennir hryðjuverk er að stríðið, sem er háð, er háð í leyni og fórnarlömbin eru aðallega óbreyttir borgarar sem af tilviljun eru staddir þar sem hryðjuverkamaðurinn, sem er rekinn áfram af pólitík eða trú, ákveður að fremja hryðjuverkið. Á seinni hluta 20. aldar var heimurinn þjakaður af mörgum svæðisbundnum hryðjuverkaógnum og er þá vandinn í Palestínu undanskilinn en hann hefur sett mark sitt víðar en í Mið-Austurlöndum, einnig í Danmörku.

    11. september 2001 var tímamótadagur fyrir alveg nýjan og miskunnarlausan hugsunarhátt og hafði mikil áhrif á fólk sem trúir á lýðræðið og finnst óhugsandi að einhver sé gjörsamlega reiðubúinn til að meta líf annarra að engutil að koma öfgakenndum boðskap sínum á framfæri.

    Nú eru 15 ár liðin síðan hinn svokallaði Blekingegade-hópur var handtekinn í Danmörku og látinn svara til saka fyrir grófa glæpastarfsemi og upp komst að hópurinn var stuðningshópur PFLP (Fólkið til frelsunar Palestínu). Sterk pólitísk sannfæring eða öllu heldur ofstæki var undirstaðan í þeirri aðferðafræði sem félagar í hópnum fylgdu.

    Inngangur

    „Heimurinn er ekki samur eftir 11. september 2001". Hversu oft höfum við ekki heyrt þetta sagt eftir 11. september? Það er setning sem við getum ekki leitt hjá okkur því að í henni er fólginn mikill sannleikur. Atburðirnir í Bandaríkjunum skóku heimsbyggðina og höfðu mikil áhrif á almenning. Þetta leiddi meðal annars til þess að í blaðinu Politi Idræt (blað íþróttafélags danskra lögreglumanna) nr. 8, sem gefið var út í október 2001, birtist eftirfarandi leiðari:

    „Viðbjóður, reiði – og djúp samúð. Venjulega fjöllum við ekki um pólitík í leiðaranum nema um íþróttapólitík. Þriðjudagurinn 11. september breytti þessari venju okkar. Þennan dag voru íþróttafélagar voru samankomnir á Fan0 til að taka þátt í og fylgjast með einum erfiðasta ratleik sem fram hafði farið í langan tíma. Eftir mjög erfiða keppni úti í náttúrunni þar sem ró ríkir yfir öllu söfnuðumst við saman í íþróttahöllinni til að fylgjast með afhendingu verðlauna til meistara dönsku lögreglunnar í ratleik. Kyrrðin og friðurinn voru skyndilega rofin, fyrst með hringingu í farsíma frá vakthafandi aðalvarðstjóra í Kaupmannahöfn sem skýrði frá geðveikislegri hryðjuverkaárás í Bandaríkjunum. Eftir símtalið hafði maður næma tilfinningu fyrir því hvílíkar hörmungar höfðu dunið yfir í Bandaríkjunum, allur hávaðinn, skelfingin og hinar hræðilegu afleiðingar þessara óhugsandi hryðjuverka stóðu manni ljóslifandi fyrir sjónum. Við, eins og aðrir í þjóðfélaginu, urðum fyrir miklum áhrifum vegna atburðanna. Fyrst er það vanmáttur sem gagntekur mann en fljótt kemur mikil reiði í staðinn ásamt ósk um að geta gert eitthvað til aðstoðar.

    Úr starfi okkar sem lögreglumenn þekkjum við vel afleiðingarnar af hræðilegum slysum, óhöppum og grófum afbrotum en enginn skilur umfangið þegar maður margfaldar atburðina hundraðfalt eða jafnvel þúsundfalt. Það var gerð hryllileg árás á heiminn sem okkur líkar svo vel við. Heim, sem gefur öllum rými og tækifæri í nafni lýðræðis og mannréttinda en þetta frjálsræði var misnotað á ruddalegan hátt af hryðjuverkamönnum. Maður getur ekki sett sig í spor þeirra sem eiga um sárt að binda eftir voðaverkin og ímyndað sér þjáningar þeirra, hvort sem um er að ræða þær þúsundir sem týndu lífi, eftirlifandi ættingja þeirra eða þeirra sem björguðust úr hörmungunum á ótrúlegan hátt. Ef maður getur leyft sér að sjá eitthvað jákvætt við þessar hörmungar eru það viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið þar sem stór hluti af íbúum jarðarinnar staldraði við, lagði daglegt argaþras til hliðar og sameinaðist í djúpri og tilfinningaríkrisamúð með fórnarlömbunum og íbúum Bandaríkjanna. Þótt nokkuð sé um liðið frá hryðjuverkunum kraumar reiðin enn í okkur af miklum krafti og við vonum að félagar okkar í FBI nái góðum árangri í rannsókn málsins þannig að allir þeir er bera ábyrgð á voðaverkunum sæti afleiðingum gjörða sinna, sama hvar þeir fela sig.

    Við sendum okkar hlýjustu hugsanir til Bandaríkjanna og vottum fórnarlömbunum, ættingjum fórnarlambanna, björgunarfólki og ekki síst starfsfélögum okkar í lögreglunni sem lögðu sitt eigið líf að veði til að bjarga öðrum okkar dýpstu samúð."

    Al-Qaida hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens settu svo um munar mark sitt á þennan þriðjudag í september með úthugsuðum og þaulskipulögðum aðgerðum í New York og Washington þar sem flugvélar, sem hafði verið rænt, voru notaðar í geðveikislegum og áður óhugsandi sjálfsmorðsárásum þar sem þúsundir saklausra manna létu lífið. Fyrir þessa árás og miklum mæli eftir hana hefur heimurinn fengið hverja hryllingskveðjuna á fætur annarri. Ekki er hægt að tengja þær allar beint við Al-Qaida en það dregur ekki úr hörmungunum og allar þessar árásir eru til þess fallnar að hræða íbúa jarðarinnar, ekki síst vegna þess að við stöndum ekki augliti til auglitis við óvininn heldur verðum fórnarlömb óvæntra árása án þess að sjá óvininn. Eftir árásirnar í september 2001 hafa m.a. verið gerðar mjög alvarlegar árásir, t.d. í október 2002 á Bali þar sem Danir voru m.a. meðal saklausra fórnarlamba, í Kenýa í nóvember 2002, í Sádí-Arabíu og Marokkó í maí 2003. Átök Ísraelsmanna og Palestínumanna færa okkur reglulega fregnir af sjálfsmorðsárásum og einnig eru alvarleg hryðjuverk tíð í Tjétseníu svo einhver dæmi séu tekin.

    Hvað eru hryðjuverk?

    Á einfaldan hátt hafa hryðjuverk verið skilgreind sem „vopnuð barátta með hernaðarlegum hætti gegn borgaralegum skotmörkum. Þessi skilgreining lýsir vel þeim veruleika sem fólk víða í heiminum upplifir þegar það verður fórnarlömb hryðjuverka eða verður vitni að hryðjuverkum. Erlendis hafa menn einnig reynt að skilgreina hryðjuverk og ein skilgreiningin sem hefur orðið til er „pólitískt, félagslega eða trúarlega rökstuddar glæpsamlegar aðgerðir til þess fallnar að breiða út hræðslu meðal almennings. Hryðjuverk eru að stofni til ofbeldisglæpir en þó eru ekki allir ofbeldisglæpir hryðjuverk, langt frá því. FBI skilgreindi eitt sinn hryðjuverk sem „ólöglega valdbeitingu eða ofbeldi gegn fólki eða eignum til að hræða eða þvinga stjórnvöld, almenning eða aðra til að styðja pólitískt eða félagslegt markmið". Þegar við í Danmörku hugleiðum skilgreiningar á hryðjuverkum liggur beinast við að hafa einhverja af ofangreindum skilgreiningum í huga og reyna að líta betur á hina glæpsamlegu verknaði sem eru í raun aðalinnihaldið í hryðjuverkum.

    Hryðjuverkalögin

    Ef reyna á að líta til einhvers jákvæðs í tengslum við hryðjuverkin 11. September 2001 er hugsanlegt að benda á að alls staðar í heiminum varð fólki ljóst að baráttan gegn hryðjuverkum er sameiginlegt hagsmunamál flestra þar sem allir verða að leggja sitt af mörkum ef takast á að hindra þessa aðferð ósýnilegra glæpamanna. Lög, sem voru samþykkt á danska þinginu þann 6. júní 2002, voru hluti af framlagi Dana í baráttunni gegn hryðjuverkum. Í þessum lögum er staðfest samþykkt SÞ um baráttu gegn fjármögnun hryðjuverka og ályktun Öryggisráðs SÞ nr.1373 (2001) ásamt fleiri forgangsatriðum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þessi forgangsatriði eru einnig mjög ofarlega á baugi hjá ESB og umræðum þar um hryðjuverkaógnina.

    Löggjöf, sem náði yfir hryðjuverk í Danmörku fyrir þessa lagasetningu, var tengd tveimur flokkum. Flokki sem náði til valdbeitingar af pólitískum

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1