Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Lögreglumorðin í Malexander
Lögreglumorðin í Malexander
Lögreglumorðin í Malexander
Ebook85 pages1 hour

Lögreglumorðin í Malexander

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Fallegan vordag í lok maí 1999 varð sænska þjóðin aftur gripin óhug vegna hrylli- legs glæps. Síðast hafði þjóðinni liðið svona þegar Olof Palme forsætisráðherra var myrtur á köldu vetrarkvöldi í febrúar árið 1986. Í þetta sinn var um að ræða morð á lögreglumönnunum Olov Borén og Robert Karlström í Östergötaland. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 11, 2020
ISBN9788726523263
Lögreglumorðin í Malexander

Read more from Forfattere Diverse

Related to Lögreglumorðin í Malexander

Related ebooks

Related categories

Reviews for Lögreglumorðin í Malexander

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Lögreglumorðin í Malexander - Forfattere Diverse

    Lögreglumorðin í Malexander

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2001, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726523263

    1. ebook edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.sagabooks.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Lögreglumorðin í Malexander

    Eftir Benniet Henricson yfirlögregluþjón, Östergötland.

    Fallegan vordag í lok maí 1999 varð sænska þjóðin aftur gripin óhug vegna hryllilegs glæps. Síðast hafði þjóðinni liðið svona þegar Olof Palme forsætisráðherra var myrtur á köldu vetrarkvöldi í febrúar árið 1986.

    Í þetta sinn var um að ræða morð á lögreglumönnunum Olov Borén og Robert Karlström í Östergötaland.

    Malexander er fallegur bær, ekki bara fyrir nafnið eitt, heldur er bæjarstæðið fallegt. Bærinn er sunnarlega í Östergötaland við Sommen vatnið með eyjunum 365. Já, það er rétt að á Sommen vatninu sem liggur á milli Östergötaland og Smålanda eru jafn margar eyjar og dagarnir í árinu.

    Þennan föstudag hafði ég sjálfur nýlokið rannsókn á morðmáli með Anders Selvik frá héraðslögreglunni í Östergötaland. Síðastliðið ár hafði verið óvenjumikið um morð og gróf afbrot í Östergötaland og allir í héraðinu voru orðnir þreyttir á ástandinu.

    Um þrjúleytið hringdi ég í vinnufélaga minn, Peter Claeson, til að ræða við hann um mál sem við höfðum unnið að saman og átti að fara fyrir rétt innan skamms.

    Þegar við höfðum spjallað saman stutta stund, sá ég og heyrði að margir lögreglubílar yfirgáfu stöðina með sírenur og blá ljós í gangi.

    Þar sem vaktaskipti voru klukkan þrjú hafði ég varann á mér þegar aðvörun barst frá Östgöta Enskilda bankanum í Kisa klukkan tíu mínútur í þrjú.

    „Nú er best að drífa sig heim," sagði ég í gríni við Claeson. En við vorum staðráðnir í að vinna saman aftur ef stórt mál kæmi uppá borðið. Við vissum ekki þá, hvað stutt var í að slíkt mál kæmi upp.

    Frá 29. maí og þar til réttarhöldum lauk, þann 22. desember átti ég ekki einn einasta frídag frá þessu máli. Ég stýrði yfirheyrslum og Peter Claeson stjórnaði rannsóknarvinnunni með Lisbeth Johanson. Þar fyrir utan tók ég saman málskjölin með Ulf Jacobsson. Þegar búið var að grisja frumgögn sem voru um 12.000 síður voru málsskjölin um 7.500 síður, 17 fylgiskjöl og mikið að aukafylgiskjölum.

    Rannsóknin varð ein umfangsmesta lögreglurannsókn sem farið hefur fram í Svíþjóð. Við hana unnu reyndir rannsóknarlögreglumenn frá Östergötaland, Sörmland, Vástmannland og Uppland ásamt mönnum frá héraðs og glæpadeildum lögreglunnar í Stokkhólmi. Allt í allt voru það um 60 lögreglumenn sem störfuðu við málið.

    Rannsókninni stjórnaði Thommy Håkansson, lögregluforingi frá héraðslögreglunni í Östergötaland. Aðstoðarmaður hans var Roger Jansson frá ríkislögreglunni. Dag Andersson sem líka kom frá ríkislögreglunni stjórnaði þeim sem sáu um yfirheyrslur. Conny Petterson frá tæknideild héraðslögreglunnar í Östergötaland hafði yfirumsjón með tæknilegum hluta rannsóknarinnar.

    Þessi umfangsmikla rannsókn leiddi í ljós að atburðarásin sem endaði með því að tveir lögreglumenn voru myrtir í Malexander þann 28.maí 1999 hófst í Trollhättan 1. nóvember 1998. Þá byrjuðu hinir grunuðu lögreglumorðingjar röð af vopnuðum ránum í búðum og bönkum til að fjármagna herferð nasista. Nöfn þeirra eru Andreas Axelsson, 29 ára, Tony Olsson, 26 ára, og Jackie Arklöv, 26 ára.

    Friðarsinninn Andreas Axelsson

    Andreas Axelsson ólst upp í Kalmar hjá foreldrum sínum og fimm systkinum. Hann kynntist Tony Olsson í október eða nóvember 1998 þegar hann flutti til úthverfis í Stokkhólmi til að læra kerfisfræði. Hann hafði slasast illa í vinnuslysi og misst fingur. Hann hafði ekki komist í kast við lögin og hafði ekki lokið herskyldu sinni. Hann hafði losnað við hana á þeirri forsendu að hann væri strangtrúaður maður og friðarsinni. Við rannsókn málsins og við réttarhöldin hélt hann því stöðugt fram að hann væri friðarsinni og á móti stríðsrekstri og valdbeitingu. En hann hefur verið meðlimur í ýmsum nasískum samtökum, m.a. SA í Smálöndum. Hann hefur líka verið ritstjóri nasíska blaðsins Strompressen og skrifaði nokkrar greinar í það blað. Hann sagði að maður sem hann vildi ekki nefna, en er sennilega Mats Nilsson, hefði sagt sér að Olsson væri góður félagi. Axelsson hafði því samband við Olsson þegar hann sat í Tidaholmsfangelsinu.

    Axelsson kynntist Jackie Arklöv seinna, líklega í nóvember–desember 1998. Hann hafði þekkt Mats Nilsson lengi, m.a. gegnum sameiginlegan áhuga þeirra á nasisma.

    Hann hafði þekkt „hin þrjú ungu" frá Kalmar síðan í skóla. Þau höfðu líka áhuga á nasisma.

    Leigumorðinginn Tony Olsson

    Tony Olsson fæddist í Stokkhólmi en ólst upp nálægt Örebro. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur. Hann á mörg alsystkini og hálfsystkini. Tony ólst upp hjá móður sinni og fósturföður. Hann hætti í skóla eftir 8. bekk og einkunnir hans voru frekar slakar. Þá var hann þegar byrjaður afbrotaferilinn með þjófnuðum og skemmdarverkum og var slyngur bílaþjófur. Hann fékk sinn fyrsta dóm 1989.

    3. september 1990 stal hann Saab 9000 bifreið í Norrköping ásamt félaga sínum. Þeir óku til Örrebro og frömdu rán á bensínstöð. Tony ógnaði starfsmanni með Colt 45 skammbyssu sem hann hafði keypt gegnum Hobex.

    „Það skemmtilegasta var að sjá svipinn á henni þegar ég tók öryggið af byssunni," sagði Tony við félaga sinn þegar hann kom aftur í bílinn eftir ránið.

    Undirréttur dæmdi hann til þess að vera undir eftirliti fyrir þetta rán en landsréttur dæmdi hann í eins árs fangelsi.

    1993 vaknaði áhugi hans á nasisma og það leiddi m.a. annars til þess að hann hótaði veitingahúseiganda lífláti og sprengdi bíl á bílastæði í loft upp. Fyrir þetta og fleiri hermdarverk var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi.

    Móðir hans fól honum næsta verkefni sem var að myrða konu sem var móðir nokkurra ungra barna. Hann átti að fá 60.000 krónur fyrir ómakið.

    Olsson var gripinn með félaga sínum þegar hann beið í bíl fyrir utan íbúð konunnar, vopnaður sjálfvirkri skammbyssu. Hann var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir morðtilraun. Hann var að afplána þennan dóm þegar hann fékk orlof úr fangelsinu hinn örlagaríka dag, 28.maí 1999.

    Tony Olsson hafði heldur ekki gegnt herskyldu sinni. Í hans tilfelli var það afbrotaferillinn sem gerði hann óhæfan, ekki mannúðarástæður.

    Olsson hóf nám í fangelsinu og gekk vel. Svo vel að hann lét sig dreyma um að verða sögukennari þegar fangelsisvistinni lyki árið 2000. Sá draumur hefði vel getað ræst ef ekki hefðu komið til atburðirnir þann 29. maí.

    Tony Olsson komst í samband

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1