Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Líkfundarmálið
Líkfundarmálið
Líkfundarmálið
Ebook43 pages37 minutes

Líkfundarmálið

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sundurstungið lík af erlendum, óþekktum manni, bundið með kaðli og innpakkað í svarta ruslapoka, sökkt í höfn á fáförnum stað með keðjuhönk og gúmmíbobbingi, var sá veruleiki sem blasti við íslensku lögreglunni í febrúar 2004.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 11, 2020
ISBN9788726512274
Líkfundarmálið

Read more from Forfattere Diverse

Related to Líkfundarmálið

Related ebooks

Related categories

Reviews for Líkfundarmálið

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Líkfundarmálið - Forfattere Diverse

    Líkfundarmálið

    Eftir Svein Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóranum.

    Sundurstungið lík af erlendum, óþekktum manni, bundið með kaðli og innpakkað í svarta ruslapoka, sökkt í höfn á fáförnum stað með keðjuhönk og gúmmíbobbingi, var sá veruleiki sem blasti við íslensku lögreglunni í febrúar 2004.

    Öllum nöfnum manna hefur verið breytt.

    Upphafsdagar febrúarmánaðar árið 2004 höfðu verið óvenju veðrasamir á Austurlandi. Gengið hafði á með miklu hvassviðri, ofankomu og ófærð.

    Miðvikudaginn 11. febrúar hélt Páll Jónasson kafari til vinnu sinnar. Honum hafði verið falið að kanna skemmdir á netagerðarbryggju Friðriks Vilhjálmssonar í Neskaupstað, en vikuna áður hafði togarinn Bjarni Ólafsson AK legið þar við bryggju í miklu óveðri. Í veðurofsanum hafði skipið rekist harkalega á bryggjuna og valdið þar skemmdum. Það hafði létt mikið til og veður lægt þegar Páll bjó sig til köfunar við netagerðina.

    Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar er í stóru, tveggja hæða húsi í „Llaga" byggingu sem stendur við bryggjuna. Ekkert skip lá þar við bryggju þennan morgun en stæður af loðnunótum voru við austur og vesturenda bryggjunnar, auk þess sem nokkrir bobbingar, bönd og kaðlar voru við suðurgafl hússins.

    Líkfundur

    Páll kafaði meðfram bryggjunni og niður á bryggjubotninn á allt að sex metra dýpi. Hann var með vatnshelda, stafræna myndavél við vinnu sína og ljósmyndaði skemmdir á bryggjustæðinu. Páll kafaði þar fram á hrúgald sem lá við bryggjubotninn og áttaði sig strax á því að þetta væri lík af manni. Líkið var innpakkað í tvo svarta ruslapoka og kaðall vafinn um háls, miðjan búk og fætur þess. Keðjuhönk var bundin um hálsinn á líkinu og gúmmíbobbingur bundinn um fætur þess.

    Páll synti þegar í stað upp á yfirborðið og kallaði til lögreglu. Varðstjóri úr lögreglunni kom strax á vettvang, girti svæðið af og lokaði því fyrir allri umferð. Skömmu síðar komu fleiri lögreglumenn á vettvang. Lögreglan leitaði aðstoðar hjá Páli við að ná líkinu úr sjónum. Ákveðið var að nota netagrind til verksins og var henni slakað niður að haffletinum. Páll kafaði aftur niður að líkinu og tók ljós og hreyfimyndir af líkinu og umbúnaði þess. Að því búnu losaði hann fargið af líkinu og færði það í líkpoka. Líkinu renndi hann í netagrindina sem síðan var hífð í land.

    Öllum sem á bryggjunni stóðu var það ljóst að voveiflegur atburður hafði átt sér stað og refsivert athæfi. Við fyrstu skoðun kom í ljós að líkið var af karlmanni, milli þrítugs og fertugs, sem enginn kannaðist við. Hinn látni virtist því vera óþekktur aðkomumaður, jafnvel útlendingur. Allt benti til þess að manninum hefði verið ráðinn bani.

    Umfangsmikil morðrannsókn blasti við lögregluembættinu á Eskifirði. Allt tiltækt lið lögreglustjórans var kallað til starfa. Fyrstu aðgerðir þess voru að vernda og rannsaka vettvang, leita upplýsinga hjá öllum þeim sem séð höfðu grunsamlegar mannaferðir á hafnarsvæðinu síðustu sólarhringana á undan og reyna að varpa ljósi á það hver hinn látni væri. Lögreglumenn ræddu við starfsmenn á hafnarsvæðinu, áhafnarmeðlimi skipa sem og starfsfólk í verslun og þjónustu þar. Fjölmargar ábendingar bárust frá tugum fólks sem reyndi að aðstoða lögreglu við að upplýsa um mannaferðir á svæðinu.

    Lögreglustjórinn á Eskifirði ákvað að óska eftir liðsauka frá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans, sem aðstoðaði lögregluembætti landsins við rannsókn flókinna sakamála, og tæknideild lögreglunnar í Reykjavík. Sú

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1