Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Mál Bobbys skók sænsku þjóðina
Mál Bobbys skók sænsku þjóðina
Mál Bobbys skók sænsku þjóðina
Ebook56 pages54 minutes

Mál Bobbys skók sænsku þjóðina

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Það er ekki hægt að lýsa með orðum þeim hryllingi og vanlíðan sem Bobby, sem var aðeins tíu ára, varð að þola heima hjá sér. Á margra vikna tímabili í kringum áramótin 2005–2006 þurfti drengurinn að þola grófar misþyrmingar, svo grófar að síðar ákváðu dómstólar að flokka þær sem pyntingar. Þessar misþyrmingar leiddu að lokum til dauða Bobbys.Eftir að Bobby var látinn reyndu móðir hans og unnusti hennar að fela dauðsfallið með því að tilkynna að Bobby væri horfinn, á svipuðum tíma og þau sökktu líki hans í vatn nærri heimili þeirra.Það var röð ýmissa aðstæðna sem að lokum kom lögreglunni á sporið og varð til þess að málið upplýstist.Móðirin og unnusti hennar voru handtekin og dæmd til langrar fangelsisvistar, þó ekki fyrir morð. "Stjúpfaðir" drengsins áfrýjaði dómi sínum til Hæstaréttar sem í árslok 2006 ákvað að mál hans væri ekki tækt fyrir Hæstarétt.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 11, 2020
ISBN9788726512380
Mál Bobbys skók sænsku þjóðina

Read more from Forfattere Diverse

Related to Mál Bobbys skók sænsku þjóðina

Related ebooks

Related categories

Reviews for Mál Bobbys skók sænsku þjóðina

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Mál Bobbys skók sænsku þjóðina - Forfattere Diverse

    Mál Bobbys skók sænsku þjóðina

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2007, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726512380

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Mál Bobbys skók sænsku þjóðina

    Eftir Karl-Olof Ackerot, rannsóknarlögreglumann í Gautaborg.

    Það er ekki hægt að lýsa með orðum þeim hryllingi og vanlíðan sem Bobby, sem var aðeins tíu ára, varð að þola heima hjá sér. Á margra vikna tímabili í kringum áramótin 2005–2006 þurfti drengurinn að þola grófar misþyrmingar, svo grófar að síðar ákváðu dómstólar að flokka þær sem pyntingar. Þessar misþyrmingar leiddu að lokum til dauða Bobbys.

    Eftir að Bobby var látinn reyndu móðir hans og unnusti hennar að fela dauðsfallið með því að tilkynna að Bobby væri horfinn, á svipuðum tíma og þau sökktu líki hans í vatn nærri heimili þeirra.

    Það var röð ýmissa aðstæðna sem að lokum kom lögreglunni á sporið og varð til þess að málið upplýstist.

    Móðirin og unnusti hennar voru handtekin og dæmd til langrar fangelsisvistar, þó ekki fyrir morð. „Stjúpfaðir" drengsins áfrýjaði dómi sínum til Hæstaréttar sem í árslok 2006 ákvað að mál hans væri ekki tækt fyrir Hæstarétt.

    Tíu ára drengs saknað

    Um klukkan 17.00 laugardaginn 29. janúar 2006 hringdi maður að nafni Eddy Larsson í lögregluna og tilkynnti að Bobby, sonur sambýliskonu hans, væri horfinn. Lögreglumenn voru sendir heim til hans í Hisingen í Gautaborg til að ræða við móður drengsins, Niinu Äikiä, og Eddy þennan, sambýlismann hennar.

    Eddy Larsson hafði orð fyrir þeim. Hann sagði að þau þrjú hefðu komið akandi frá Smálöndunum og væru á leið til Stenungsund, í heimsókn til Vukko, móður Niinu. Þau hefðu stoppað í Bäckebol til að kaupa smágjöf handa henni.

    Sonur Niinu, en Eddy var ekki faðir hans, þjáðist af sjúkdómi sem heitir Fragil X en það er sjúkdómur sem líkist ADHD. Þessi sjúkdómur veldur því að andlegur þroski viðkomandi einstaklings verður mjög óeðlilegur og hægur og var Bobby sagður vera með andlegan þroska fjögurra til fimm ára barns. Auk þess hafði hann verið greindur með ADHD-sjúkdóminn.

    Eddy sagði líka að sjúkdómar Bobbys hefðu í för með sér að hann ætti við athyglisbrest að stríða, taugaveiklun og ætti erfitt með að hemja skap sitt. Hann sagði að Bobby væri mannfælinn og að síðustu daga hefði hann verið reiður og ekki viljað fara í skólann.

    Hann hafði ekki viljað fara með Eddy og móður sinni inn í verslunarmiðstöðina og því fengið að bíða í bílnum. Þetta hafði að sögn gerst áður en Bobby hafði aldrei áður farið úr bílnum. Eddy og Niina höfðu komið aftur að bílnum eftir um korter og þá hafði Bobby verið horfinn.

    Bobby var lýst svo að hann væri um 150 sentímetrar á hæð og væri dökkur á hörund þar sem móðir hans væri hvít en faðirinn svartur.

    Lögreglumennirnir, sem ræddu við Niinu og Eddy, sögðu að Eddy hefði haft orð fyrir þeim báðum.

    Drengurinn sætti grimmilegum pyntingum heima

    Eddy Larsson fór með lögreglumönnunum í lögreglubílnum og leitaði með þeim í nágrenninu að Bobby. Á meðan sagði hann lögreglumönnunum að Bobby væri mannafæla og þegar hann yrði reiður henti hann sér oftast á rúmið sitt, hann væri hægur í hreyfingum og útskeifur, stirðlegur og liti út eins og gamall maður þegar hann gengi. Hann taldi líklegast að Bobby mundi fela sig ef hann áttaði sig á að einhverjir sem hann þekkti ekki væru að leita hans. Hann mundi ekki sjálfur setja sig í samband við neinn að fyrra bragði.

    Eddy virtist þó ekki vera órólegur. Lögreglumönnunum fannst eins og Niina virtist ekki átta sig á hvað hefði gerst. Hún gat ekki gefið þeim upp símanúmer eða heimilisfang án þess að líta fyrst í minnisbók sína. Hún gat ekki svarað neinum spurningum um Bobby, t.d. vissi hún ekki hvort hann gæti ekið bíl eða hvort hann mundi fela sig fyrir ókunnugum.

    Niina sýndi engar tilfinningar vegna atburðarins og spurði heldur ekki hvers vænta mætti í framhaldinu. Hún virtist ekki hafa neinar áhyggjur af Bobby. Hún svaraði öllum spurningum lögreglumannanna mjög stuttlega.

    Leit að Bobby

    Þar sem það var tíu ára þroskaskertur drengur sem var horfinn setti lögreglan strax af stað umfangsmikla leit með öllum þeim mannskap

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1