Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Morðin þrjú á Orderud-býli
Morðin þrjú á Orderud-býli
Morðin þrjú á Orderud-býli
Ebook40 pages34 minutes

Morðin þrjú á Orderud-býli

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Innbrot, þrjú morð og fá ummerki á staðnum eftir þá sem verkið unnu. Þrefalda morðið í Sörum er án efa mest umtalaða sakamál í Noregi eftir stríð. Enn eru mjög fáir sem vita hvað gerðist eiginlega í hjáleiguhúsinu á Orderud-býli tveim nóttum fyrir hvítasunnudag árið 1999. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 18, 2020
ISBN9788726523546
Morðin þrjú á Orderud-býli

Read more from Forfattere Diverse

Related to Morðin þrjú á Orderud-býli

Related ebooks

Related categories

Reviews for Morðin þrjú á Orderud-býli

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Morðin þrjú á Orderud-býli - Forfattere Diverse

    Morðin þrjú á Orderud-býli

    Morðin þrjú á Orderud-býli

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2004, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726523546

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Morðin þrjú á Orderud-býli

    Eftir Frank Gander, fréttastjóra hjá Verdens Gang og meðhöfund bókarinnar Þegar dauðinn kom til Orderud.

    Innbrot, þrjú morð og fá ummerki á staðnum eftir þá sem verkið unnu. Þrefalda morðið í Sörum er án efa mest umtalaða sakamál í Noregi eftir stríð. Enn eru mjög fáir sem vita hvað gerðist eiginlega í hjáleiguhúsinu á Orderud-býli tveim nóttum fyrir hvítasunnudag árið 1999.

    Tore Kampen lögreglufulltrúi er að skreyta kökuna sem hann ætlar að fara með í fermingarveislu hjá skyldmenni sínu þegar síminn hringir. Það er lögreglan í Lilleström. Þrjár manneskjur hafa fundist látnar sennilega myrtar í hjáleiguhúsinu á Orderud-býli í Sörumsand. Harald Kopperud sýslumaður er í sunnudagsferðalagi og yfirlögregluþjónninn í sumarfríi í sólarlöndum.

    Kampen verður að hætta við að fara í fjölskylduveisluna og hraða sér niður á lögreglustöð til að skipuleggja byrjun á rannsókn sem hann gerir sér fljótlega Kripos.grein fyrir að muni verða umsvifamikil. Enn veit hann þó ekki hversu mikil áhrif þetta morðmál á eftir að hafa á starf hans næstu þrjú árin.

    Tore Kampen þarf ekki að ráðfæra sig við marga samstarfsmenn eða yfirmenn áður en hann hringir til Rannsóknarlögreglu norska ríkisins og biður um bæði tæknilega og aðferðarlega aðstoð. Það er hvítasunnuhelgi og fáir við vinnu. Svo fljótt sem verða má er staðurinn tryggður með ytri og innri lokun á meðan beðið er eftir starfsmönnum frá tæknideild rannsóknarlögreglunnar.

    Grámálaða hjáleiguhúsið á Orderud-býli stendur í skógarjaðri, nálægt húsaþyrpingu í Sörumsand. Þorpið er miðstöð í Sörum-sveit þar sem búa um 12.500 manns. Húsið skiptist í jarðhæð með aðalinngangi og efri hæð en frá þeirri hæð liggja nokkrar dyr út að svölum og pöllum kringum húsið. Nokkur hundruð metra spöl fram og niður af húsinu, á stóru ræktarlandi, stendur sjálft Orderud-býlið, með íbúðarhúsi, brugghúsi og útihúsum.

    Tilkynningin um mannslátin barst lögreglunni kl. 10.50, sunnudaginn 23. maí 1999. Það var Hans Orderud, 69 ára gamall, sem hringdi í neyðarnúmer lögreglunnar í Lilleström. Hann hafði ekið að hjáleiguhúsinu þennan hvítasunnumorgun eftir að hafa mörgum sinnum sólarhringinn á undan reynt að ná símasambandi við eldri bróður sinn og mágkonu. Aðaldyrnar á jarðhæðinni voru læstar en þegar hann fór á bak við húsið kom hann að opnum svaladyrum. Glerið í hurðinni var brotið og fyrir innan kom hann að þremur nánustu ættingjum

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1