Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Gróft rán í Grebbestad
Gróft rán í Grebbestad
Gróft rán í Grebbestad
Ebook48 pages43 minutes

Gróft rán í Grebbestad

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Aðfaranótt 22. apríl, þann þriðja í páskum, árið 2003, var verðmætaflutningabíll á vegum Securitas rændur við skrifstofu Sparbanken Tanum í Grebbestad og voru fimm grímuklæddir menn að verki. Ránið var mjög gróft og mjög vel skipulagt. Ræningjarnir voru vopnaðir AK4 veiðirifflum, afsöguðum haglabyssum og skammbyssum. Þeir voru líka með sprengiefni með sér til að geta sprengt upp dyrnar á flutningabílnum ef verðirnir mundu ekki opna þær. Á meðan á ráninu stóð hótuðu ræningjarnir vörðunum lífláti, meðal annars með að öskra: "Ef lögreglan kemur skjótum við ykkur!"-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateSep 28, 2020
ISBN9788726512205
Gróft rán í Grebbestad

Read more from Forfattere Diverse

Related to Gróft rán í Grebbestad

Related ebooks

Related categories

Reviews for Gróft rán í Grebbestad

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Gróft rán í Grebbestad - Forfattere Diverse

    Gróft rán í Grebbestad

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2006, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726512205

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Gróft rán í Grebbestad

    Eftir Thord Haraldsson lögreglufulltrúa.

    Aðfaranótt 22. apríl, þann þriðja í páskum, árið 2003, var verðmætaflutningabíll á vegum Securitas rændur við skrifstofu Sparbanken Tanum í Grebbestad og voru fimm grímuklæddir menn að verki. Ránið var mjög gróft og mjög vel skipulagt. Ræningjarnir voru vopnaðir AK4 veiðirifflum, afsöguðum haglabyssum og skammbyssum. Þeir voru líka með sprengiefni með sér til að geta sprengt upp dyrnar á flutningabílnum ef verðirnir mundu ekki opna þær. Á meðan á ráninu stóð hótuðu ræningjarnir vörðunum lífláti, meðal annars með að öskra: Ef lögreglan kemur skjótum við ykkur!

    Afrakstur þessa vel skipulagða ráns var rúmlega 12 milljónir sænskra króna. Auk ræningjanna fimm, sem voru að verki í Grebbestad, tengdust fleiri þessu máli. Þeir höfðu tekið að sér að setja naglamottur á E6 þjóðveginn fyrir sunnan og norðan Grebbestad til að stöðva för lögreglunnar á leið á ránsvettvanginn. Við þetta sprungu dekk á fjölmörgum bílum sem voru á ferð eftir E6.

    Á meðan á ráninu stóð ógnuðu ræningjarnir vegfaranda með byssum og ráku hann á brott. Að ráninu loknu óku ræningjarnir í átt að Tanumshede þar sem þeir kveiktu í bíl sínum og héldu flóttanum áfram í öðrum stolnum bíl.

    Ránsnóttin

    Um klukkan 19.30 annan í páskum 2003 mættu þrír öryggisverðir til vinnu sinnar í Vänersborg en þeir voru Urban, Erik og Gustav. Þetta kvöld og um nóttina áttu þeir að sjá um peningaflutninga í norðurhluta Bohusléns. Þeir áttu að fylla á hraðbanka og tæma næturhólf banka. Þeir vissu vel að þeir yrðu með óvenjumikla fjármuni þessa nótt vegna páskahelgarinnar en mikill fjöldi Norðmanna hafði komið yfir landamærin alla helgina til að versla í Svinesund. Þá voru þeir með óvenjulega mikla peninga til að setja í hraðbankana enda hafði ekki verið fyllt á þá síðan á miðvikudag fyrir páska.

    Þessa nótt áttu tveir öryggisverðir að vera í sjálfum verðmætaflutningabílnum og einn í fylgdarbíl sem átti að fara á undan á áfangastaðina til að kanna hvort grunsamlegir menn væru þar á ferli. Gustav átti að vera á fylgdarbílnum þessa nótt. Urban ók verðmætaflutningabílnum og Erik átti að sjá um að bera peninga í bílinn og úr honum. Verðmætaflutningabíllinn var Mercedes Benz sendibíll, merktur Securitas í bak og fyrir. Fylgdarbíllinn var rauður Ford Focus sem var með Securitasmerki á hliðum og vélarhlíf.

    Erik hafði starfað í nokkur ár hjá Securitas, Urban var búinn að starfa hjá fyrirtækinu í nokkra mánuði og Gustav hóf störf hjá því 2002. Þeir höfðu unnið saman nokkrum sinnum áður en þekktust ekki mjög vel. Gustav hafði verið kallaður út á síðustu stundu vegna veikinda. Hann hafði aldrei áður farið í peningaflutninga um þetta svæði.

    Öryggisverðirnir hófu kvöldið á því að ferma bílinn og fylla hann af eldsneyti og hófu síðan ferðina til norðurhluta Bohusléns. Fyrsti viðkomustaður þeirra á leiðinni var í Strömstad þar sem þeir fylltu á hraðbanka og síðan fóru þeir og tæmdu næturhólf í Nordby og Svinesund við landamærin við Noreg. Síðan lá leiðin í banka í Tanumshede og þar á eftir til Grebbestad. Erik og Urban voru í talstöðvarsambandi við Gustav allan tímann. Þeir komu til

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1