Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Sakamálarannsókir í Bosníu og Herzegóvínu
Sakamálarannsókir í Bosníu og Herzegóvínu
Sakamálarannsókir í Bosníu og Herzegóvínu
Ebook53 pages50 minutes

Sakamálarannsókir í Bosníu og Herzegóvínu

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hér fer á eftir kafli eftir Jóhannes, þar sem hann lýsir störfum sínum hjá Sam- einuðu þjóðunum í Bosníu og Herzegóvínu á tímabilinu ágúst 1999 til maí 2000. Jóhannes starfaði í lítilli, fjölþjóðlegri deild lögreglumanna, sem hafði það hlut- verk að vera eftirlitsaðili og til ráðgjafar fyrir staðarlögregluna við rannsóknir á meiri háttar sakamálum. Stóran hluta starfstíma síns starfaði Jóhannes við annan mann við eftirfylgni á rannsókn á morðinu á aðstoðarinnanríkisráðherra landsins, Jozo Leutar, en hann lést eftir sprengjutilræði þann 16. mars 1999. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 18, 2020
ISBN9788726523362
Sakamálarannsókir í Bosníu og Herzegóvínu

Read more from Forfattere Diverse

Related to Sakamálarannsókir í Bosníu og Herzegóvínu

Related ebooks

Related categories

Reviews for Sakamálarannsókir í Bosníu og Herzegóvínu

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Sakamálarannsókir í Bosníu og Herzegóvínu - Forfattere Diverse

    Sakamálarannsókir í Bosníu og Herzegóvínu

    Sakamálarannsókir í Bosníu og Herzegóvínu

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2002, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726523362

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Sakamálarannsóknir í Bosníu og Herzegóvínu

    Eftir Jóhannes Sigfússon, varðstjóra á Akureyri.

    Hérr fer á eftir kafli eftir Jóhannes, þar sem hann lýsir störfum sínum hjá Sameinuðu þjóðunum í Bosníu og Herzegóvínu á tímabilinu ágúst 1999 til maí 2000. Jóhannes starfaði í lítilli, fjölþjóðlegri deild lögreglumanna, sem hafði það hlut-verk að vera eftirlitsaðili og til ráðgjafar fyrir staðarlögregluna við rannsóknir á meiri háttar sakamálum. Stóran hluta starfstíma síns starfaði Jóhannes við annan mann við eftirfylgni á rannsókn á morðinu á aðstoðarinnanríkisráðherra landsins, Jozo Leutar, en hann lést eftir sprengjutilræði þann 16. mars 1999.

    Í upphafi máls

    Þegar ritstjóri þessarar bókar hafði samband við mig með tillögu um að ég skrifaði kafla í bókina um störf mín í Bosníu, sagði ég honum að hann hlyti að hafa hringt í skakkt númer því glæpir í Bosníu teldust tæpast til norrænna sakamála. Ritstjórinn kvað það einu gilda, ég væri norrænn lögreglumaður og fjölbreyttum störfum norrænna lögreglumanna á alþjóðavettvangi hefðu ekki verið gerð nein skil í bókinni enn. Ég féllst því á að skrifa þennan kafla en það sem hér fer á eftir er ekki síður í „ferðasögustíl en „glæpasögustíl, þótt reynt sé að draga helst fram atriði sem tengjast lögreglustörfum. Nöfnum einstakra aðila hefur verið breytt í greininni.

    Borgarastríðið í Bosníu Dayton-samningurinn

    Nokkurra ára blóðugri borgarastyrjöld í Bosníu lauk síðla árs 1995 með samkomulagi sem unnið var að í Dayton í Ohio og hefur verið kennt við þann stað. Þar með lauk stríði sem margir hafa fullyrt að væri hið grimmúðlegasta frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Því fylgdu gífurlegar blóðfórnir og eyðilegging og setti sturlun stríðsins mark sitt á alla sem bjuggu í landinu meðan á átökunum stóð. Í þessu stríði börðust Króatar, (rómversk katólskir), Serbar, (grísk katólskir) og Bosníakkar (múslimar), um völd í landinu og væri of langt mál reyna að skýra orsakir átakanna hér enda liggja rætur þeirra mörg hundruð ár aftur í fortíðina og fléttast þar saman ólíkur uppruni íbúanna, mismunandi trúarbrögð og hugsunar-háttur. Þar við bætist efnahagsleg togstreita og svo loks það sem ekki er minnst um vert valdagræðgi einstakra ráðamanna.

    Með alþjóðlegri íhlutun voru stríðandi aðilar þvingaðir að samningaborðinu og undirrituðu Franjo Tudjman (Króati), Alija Izetbegovic (Bosníakki) og Slobodan Milosevic (Serbi) friðarsamninginn og var gerður við hann sérstakur viðauki, sem jafnframt skyldi gilda sem stjórnarskrá fyrir landið. Með samningnum var landinu í raun skipt í tvennt þar sem teiknuð voru innri landamæri þvert í gegn um það. Öðru megin við þessi landamæri ráða Serbar (Republica Srbska) og hinum megin er sambandsríki Króata og Bosníakka.

    Í öðrum viðauka við þennan samning er þess getið að lögreglulið skuli sett á laggirnar í hvorum hluta fyrir sig en að fjölþjóðlegt lögreglulið (IPTF International Police Task Force) skuli hafa eftirlit með störfum heimalögreglunnar. IPTF er ætlað að kenna lögreglumönnunum að starfa á evrópska vísu, að gæta þess að mannréttindi séu virt, að fólki sé ekki mismunað eftir uppruna eða trúarbrögðum, að jafnræðis sé gætt við val fólks í lögregluskóla o.s.frv.

    Íslenska ríkisstjórnin ákvað að taka þátt í þessu samstarfi og senda þrjá íslenska lögreglumenn til starfa með IPTF, en upphaflegur fjöldi starfsmanna IPTF var um 2000. Íslendingar gengu til samstarfs við Dani, sem hafa langa reynslu af friðar-gæslustarfi, og fengu íslensku fulltrúarnir að fylgja þeim gegnum danskt undir-búningsnámskeið og í raun að vera hluti af danska hópnum sem fór til Bosníu.

    Á vit óvissunnar Sarajevó, Bosnía

    Snemma á árinu 1999 sá ég auglýsingu þar sem ríkislögreglustjóri auglýsti eftir umsóknum íslenskra lögreglumanna um þátttöku í friðargæslustarfi í Bosníu. Eftir að hafa rætt málið við fjölskylduna sendi ég inn umsókn en verð að viðurkenna að sú hugsun leitaði á mig hvort lögreglumaður frá

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1