Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Maðurinn í tunglinu: leynilögreglusaga
Maðurinn í tunglinu: leynilögreglusaga
Maðurinn í tunglinu: leynilögreglusaga
Ebook109 pages1 hour

Maðurinn í tunglinu: leynilögreglusaga

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

"Allt í einu kiptist verkfræðingurinn við og benti á nokkur skóglaus fjöll, sem gnæfðu upp úr morgunþokunni. "Þarna býr hann", hrópaði hann. "Sjáið þér ljósið?" "Það er frá vinnustofu hans"".Ásbjörn Krag fær sent skeyti frá litlum hafnarbæ í Noregi, þar sem stórhættulegur þorpari er á sveimi sem truflar mikilvæg símskeyti og kemur á mikilli ólgu í kjölfarið. Til þess að fletta ofan af því hvað glæpamanninum gengur til, fer Ásbjörn Krag í eltingaleik við hann, manninn sem býr á toppi Mánafjalls, maðurinn í tunglinu.Sagan segir frá leynilögreglunni Ásbirni Krag sem birtist í mörgum skáldsögum Riverton. Hann er leynilögreglumaður, hugljúfur og dularfullur. Bækurnar um hann eru vinsælustu verk höfundar og hafa aðrir höfundar einnig nýtt sér persónur hans í sínum textum. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728421055

Related to Maðurinn í tunglinu

Related ebooks

Reviews for Maðurinn í tunglinu

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Maðurinn í tunglinu - Stein Riverton

    Stein Riverton

    Maðurinn í tunglinu

    Leynilögreglusaga

    SAGA Egmont

    Maðurinn í tunglinu: leynilögreglusaga

    Translated by Óþekktur

    Original title: Manden i maanen

    Original language: Norwegian

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1907, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728421055

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I.

    Fyrstu fyrirboðar.

    Klukkan er kringum fjögur um morgun. Myrkrið er að hverfa fyrir upprennandi dagsljósinu. — Frá húsi nokkru í Akersgötu heyrist skyndilega suða mikil, eins og þegar margar vjelar eru settar af stað. Líkur hávaði heyrist frá nokkrum húsum, sem þar eru í nánd. Það eru vjelar dagblaðsprentsmiðjunnar, sem nú hefja dagsverk sitt. Nú er alt tilbúið frá hendi útgefandans og komið í »pressuna«. — Að nokkrum mínútum liðnum verða fyrstu blöðin tekin fram og breitt úr þeim.

    Er nokkuð nýtt að frjetta? Hvaða viðburðir hafa nú gerst í heiminum?

    Um þetta leyti kom þögull náungi út úr einu af húsunum, er hávaðinn barst frá. Hann hafði brett upp frakkakraga sínum í morgunsvalanum og úðanum. Það var auðsjeð á honum að hann var að hraða sjer heim að næturvinnunni lokinni. Á horninu á Karl Johannsgötu og Akersgötu rakst hann á annan mann, sem starfaði við annað blað.

    »Góðan daginn!«

    »Góðan daginn!« — Þeir áttu samleið, og fóru næstum ósjálfrátt að rabba saman.

    »Það er einkennilegt atvik, sem kom fyrir í nótt«.

    »Jæja, hvað var það?«

    »Það var verið að senda einkaskeyti frá London, er var mörg þúsund orð, og fjallaði um sjerstakt málefni. Eins og venja er til, hlutaði símastöðin það í sundur. Alt í einu var samhandið rofið í heilan klukkutíma. — Undir klukkan tvö kom endirinn á skeytinu, en miðhluti þess eigi«.

    Hinn blaðamaðurinn kiptist við.

    »Alveg eins og hjá okkur«, hrópaði hann. »Það hefir yfirleitt verið ólag á einkaskeytunum frá London, sjerstaklega á tímabilinu frá 12—2.«

    »Hið langa skeyti okkar hefir því sem næst eyðilagst við þetta. Getum ekki fundið rjett samhengi í því«.

    »Hefir það verið rannsakað á símastöðinni?«

    »Já«.

    »Einnig við höfum látið gjöra það. Simstöðin gat ekki ráðið fram úr því. Menn álíta, að orsökin sje bilun einhversstaðar«.

    »Sama svar fengum við. Þetta er einkennilegt tilfelli. — En báðuð þjer ekki um frekari skýringu á því, að slíkt skyldi yfir höfuð geta komið fyrir«.

    »O-jú. En símstöðin hvorki gat nje vildi gefa nánari útskýringu. Í þessari andránni var alt í besta lagi og símskeytin komu án nokkurra hindrana«.

    Blaðamennirnir námu staðar við götuhorn.

    »Jeg ætla að rannsaka þetta á morgun«, sagði annar þeirra. »Sennilegt að hjer búi eitthvað sjerstakt undir«.

    Að svo mæltu kvöddust blaðamennirnir, og hjeldu hver heim til sín.

    Daginn eftir ræddu blaðamennirnir mjög mikið um hin sundurslitnu skeyti.

    Næstum því öll dagblöðin ljetu þessa að einhverju getið. En símstöðin var með öllu ófáanleg að gefa útskýringu. Nú er alt í besta lagi, var eina svarið, sem hún veitti. — Um miðjan daginn varð málið enn ískyggilegra útlits.

    Símskeytin frá kauphöllinni í London, sem um fleiri ára skeið höfðu komið á reglubundnum tíma, hættu alt í einu. Frá því kl. 11—12 kom ekkert skeyti frá London. Um einhverskonar bilun á símalínu hlaut að vera að ræða. En hvar? Það gat sjálf símstöðin als eigi upplýst. Hún skyrði einungis frá því, að duglegur simaverkfræðingur hefði haldið af stað vestur með síðustu lest, og jafnskjótt og vart varð við vöntun kauphallarskeytanna, hefði einnig annar verið af stað sëndur.

    Kl. 12—15 kom fáort Lundúnaskeyti, sem skýrði frá verðlagi hveitis. En að því komnu tókst samband á ný. Hjer var því leikinn sami leikurinn og næstu nótt á undan.

    Nokkrir dagar liðu, og á þeim tíma voru altaf annað veifið truflanir á línunni.

    Símstöðin starfaði dag og nótt að því, að reyna að finna, af hverju truflanir þessar gætu stafað, en það reyndist alt árangurslaust.

    Vjer erum stödd í stórri verslunarskrifstofu í miðhluta bæjarins. Einn af viðskiftavinum forstjórans hefir komið í heimsókn til hans. Þeir ræða um áhugamál sín og gildandi verðlag. Alt í einu segir annar þeirra:

    »Það er ekkert smáræði, sem appelsínurnar hækka nú í verði«.

    »Já, uppskeran hefir alveg brugðist. Í því er orsökina að finna«.

    »En hvað er þetta. Hefir umboðsmaður yðar ekki skýrt yður frá verðhækkuninni nokkrum dögum áður? Þá hefðuð þjer getað útvegað yður miklar birgðir, og grætt á því of fjár«.

    »Jeg áleit einnig, að umboðsmaður minn hefði í þetta sinn vanrækt skyldu sína. En jeg sje nú, að svo hefir eigi verið, þvi að í dag fjekk jeg brjef frá honum, þar sem hann segir, að hann hafi sent svo hljóðandi skeyti þ. 12. þ. m.:

    »Kaupið, kaupið, kaupið appelsínur«.

    Með þessum hætti er hann einmitt vanur að gefa verðhækkun til kynna«.

    »En hvers vegna keyptuð þjer þá ekki?«

    »Af því að jeg hefi alls eigi fengið þetta símskeyti«.

    Mennirnir horfðu hver á annan um stund.

    »Álítið þjer þá að símskeytið hafi á einn eða annan hátt fyrirfarist á leiðinni?«

    »Já, það er mín skoðun. — En jafnframt hefi jeg komist að dálitlu öðru«.

    »Það er?«

    Að alt þetta er einum manni að kenna, sem lætur greipar sópa um verslunarskeyti«.

    »Byggist grunur yðar á nokkru sjerstöku?«

    »Já, jeg er sannfærður um það, að skeytið frá umboðsmanni mínum hefir komist í rangar hendur. Því að einmitt þann 12. þ. m., þegar skeytið átti að vera komið í mínar hendur, þá kaupir einhver maður miklar birgðir af appelsjnum hjeðan frá Kristjaníu. Þessi náungi hefir komist yfir skeyti mitt«.

    »Það er hræðilegt. Getur slíkt komið fyrir?«

    »Það veit enginn hvað duglegur og slyngur símaverkfræðingur getur aðhafst«.

    »Hafið þjer tilkynt símastjórninni alla málavexti?«

    »Jeg var nýbúinn áð því, þegar þjer komuð inn«.

    Hann gekk að símanum og hringdi til símstjórans, og skýrði honum frá þessu atviki.

    »Auk þess óska jeg eftir því, að lögreglunni verði fengið mál þetta í hendur«, mælti verslunarmaðurinn.

    »Við höfum nú þegar sjeð um það«, svaraði símastjórinn. — »Það er langt síðan að okkur varð það ljóst, að það er einhver stórhættulegur þorpari, sem er að fitla við símaþræðina. Við sendum einhvern duglegasta leynilögregiumanninn í Kristjaníu til þess að hafa hönd í hári hans«.

    II.

    Bláu Ijósin.

    Asbjörn Krag fjekk þrjár tilkyuningar í einu, viðvíkjandi símskeytunum. Ein var frá símstjóranum, sem var þeirrar skoðunar, að einhver maður í glæpsamlegum tilgangi leitaðist við að hefta gang einstakra símskeyta. — Önnur var frá appelsínukaupmanninum, og sú þriðja frá kauphöllinni. — Allir kröfðust þeir þess í einu hljóði, að glæpamaðurinn yrði í snatri handtekinn og refsað.

    Á sama tíma tóku dagblöðin að ræða þetta undarlega mál, og kröfðust þess, að yfirvöldin ljetu til skarar skríða, áður en viðskiftalífið biði stórtjón af atferli þessu.

    Ásbjörn Krag sat lengi og braut heilann um þetta. Hjer var um tvo

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1