Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Sjómannalíf
Sjómannalíf
Sjómannalíf
Ebook162 pages2 hours

Sjómannalíf

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þegar Harvey, dekraður fimmtán ára sonur járnbrautareiganda og auðkýfings, fellur frá borði skips er honum bjargað frá drukknun af fiskveiðibát. Áhöfnin, sem er grimm og í senn svo hjartahlý, endar á því að kenna honum margt á bátnum, bæði hvað varðar fiskveiði sem og lífið sjálft. "Sjómannalíf" er skemmtilegt og spennandi ævintýri sem gerist á sjó og er jafnframt eina skáldsaga Kipling sem á sér einungis stað í Ameríku.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 12, 2021
ISBN9788726797398
Author

Rudyard Kipling

Rudyard Kipling (1865-1936) was an English author and poet who began writing in India and shortly found his work celebrated in England. An extravagantly popular, but critically polarizing, figure even in his own lifetime, the author wrote several books for adults and children that have become classics, Kim, The Jungle Book, Just So Stories, Captains Courageous and others. Although taken to task by some critics for his frequently imperialistic stance, the author’s best work rises above his era’s politics. Kipling refused offers of both knighthood and the position of Poet Laureate, but was the first English author to receive the Nobel prize.

Related to Sjómannalíf

Related ebooks

Reviews for Sjómannalíf

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Sjómannalíf - Rudyard Kipling

    Sjómannalíf

    Translated by Þorsteinn Gíslason

    Original title: Captain Courageous

    Original language: English

    Copyright © 1896, 2021 SAGA Egmont

    All rights reserved.

    ISBN: 9788726797398

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser. SAGA Egmont

    www.sagaegmont.com

    Saga Egmont - a part of Egmont, www.egmont.com

    I.

    Dyrnar á reykingasalnum stóðu opnar, svo að hafþokan læddist inn. Hún er áleitin norðan til á Atlantshafinu. Skipið byltist til og stundi, þó stórt væri, og blísturpípan hvein við með litlu millibili, til þess að aðvara fiskiskipin.

    „Hann er ljóta plágan þessi strákhvolpur, þessi Keyne (frb. Kein), sagði maður í vaðmálsyfirfrakka og skellti aftur hurðinni. „Það er ljótt að geta ekki losnað við hann. Hann er óþolandi fyrir frekju.

    Ljóshaerður Þjóðverji beit í brauðsneið og svaraði með fullan gúlinn: „Ég hef séð svona pilta fyrr. Ameríka er full af þeim. Þið ættuð að afnema innfluttningstoll á kaðalspottum".

    „Ojæja! Það er ekkert illt í stráknum; hann er miklu fremur brjóstumkennanlegur, drafaði í manni frá Nýju-Jórvík, sem lá endilangur á legubekknum undir glugganum. „Frá því hann fyrst man eftir sér hefur verið þeyzt með hann frá einni gistihöllinni til annarrar. Ég talaði við móður hans í morgun. Það er inndæl kona. En hún kvartaði um, að hún réði ekkert við drenginn. Nú eru þau á leið til Evrópu, því þar á að setja smiðshöggið á uppeldið.

    „Uppeldið, sem ekki er byrjað á enn, gall við frá Fíladelfíubúa, sem hafði hniprað sig saman úti í horni. „Strákurinn fær tvö hundruð dali í vasapeninga um mánuðinn, að því er hann sjálfur segir, og hann er ekki nema á sextánda ári.

    „Faðir hans er járnbrautaeigandi, eða er ekki svo?" spurði Þjóðverjinn.

    „Jú. Hann á járnbrautir, námur, skóga og skip. Hann á tíu járnbrautir, helminginn af öllu timbri, sem flutt er út frá Kyrrahafsströndinni, og trúir konunni sinni fyrir því að eyða tekjunum, svaraði Fíladelfíubúinn letilega. „Hún segist ekki kunna við sig á Vesturströndinni og þeytist svo fram og aftur með drenginn og hjartveikina frá hafi til hafs, líklega mest til þess að skemmta honum. Að minnsta kosti er hann nákunnugur öllum skemmtistöðum milli Flórídaskagans og Nýju-Jórvíkur. Þegar búið er að kóróna uppeldið í Evrópu, verður hann sönn landplága.

    „Því lætur faðir hans hann lifa svona?" spurði maðurinn í vaðmálsyfirfrakkanum.

    „Hann er að safna peningum og hefur að líkindum nóg að starfa. En ég gæti trúað því, að seinna meir kæmist hann að raun um, að hann hefði ekki breytt sem hyggilegast í þessu. Það er skaði, því í stráknum býr margt gott, ef rétt væri með hann farið".

    „Hann þyrfti að komast í kynni við kaðalspottana", tautaði Þjóðverjinn.

    Aftur var hurðinni þeytt upp og langur, grannvaxinn drengur, á að gizka 15 ára, sté inn á þröskuldinn. Út úr öðru munnvikinu hékk hálfbrunninn vindlingsstúfur. Hörundsliturinn var bleikgulur og ekki viðkunnanlegur á dreng á hans aldri. Svipurinn var óákveðinn, einhver uppgerðarmannalæti í hverjum andlitsdrætti og hverri hreyfingu, og flysjungsbragur á öllu saman. Hann var í rauðri yfirskyrtu, knjábuxum, rauðum sokkum, með sumarskó, og aftan í hnakkanum hékk rauð flónelshúfa. Hann stóð um stund blístrandi í dyrunum og virti fyrir sér þá, sem inni voru með hálfluktum augum, en sagði svo hátt:

    „Hún er í meira lagi dimm, þokan hérna úti á hafinu. Allt í kring heyrist buslið í fiskibátunum. Það væri nógu gaman að því, ef við kaffærðum einhvern þeirra, — finnst ykkur það ekki?"

    „Láttu aftur, Harvey, sagði Nýju-Jórvíkurbúinn. „Láttu aftur, og farðu út. Það hefur enginn gert boð eftir þér hingað.

    „Hver er það, sem lætur sér þóknast að vísa mér út? svaraði drengurinn þurrlega. „Hafið þér máske borgað farseðilinn minn, Marteinn? Ég hélt, að ég hefði engu síður rétt til að vera hé inni en hver ykkar hinna. Að svo mæltu tók hann teninga, sem láu á skákborði þar inni, og fór að leika sér að þeim.

    „Heyrið þið, herrar mínir, sagði hann eftir litla stund, „mér þykir hálfdauflegt hér. Ættum við ekki að fá okkur einn slag?

    Enginn svaraði. Hann hélt áfram að reykja vindlinginn, dinglaði fótunum og sló með hálf óhreinum fingrum lag á borðplötunni. Svo tók hann handfylli sína af bankaseðlum upp úr vasa sínum og lézt vera að telja þá.

    „Hvernig líður móður þinni? spurði einhver. „Ég sá hana ekki við borðið í morgun.

    „Hún hefur líklega lagzt fyrir. Hún er nærri alltaf veik, begar hún ferðast á sjó. Ég held ég verði að gefa skipsjómfrúnni 15 dali til þess að sjá úm hana. Ég vil helzt vera laus við að þurfa að fara niður í skipið. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég ferðast út á opið haf".

    „Engar afsakanir, Harvey".

    „Hver er að afsaka? En þetta er í fyrsta sinn, sem ég fer yfir Atlantshafið, herrar mínir, og síðan fyrsta daginn hef, ég ekki fundið til sjóveiki. Ekki minnsta snert! "

    Hann sló hnefanum í borðið, svo að glumdi við, brá svo fingrinum upp í sig og hélt áfram að telja peningana.

    „Já, þú ert skrokkur, sem segir sex", sagði Fíladelfíubúinn og geispaði.

    „Ég er Ameríkumaður frá hvirfli til ilja. — Það skal ég sýna þeim yfir í Evrópu, þegar ég kem þangað. Uss! Eru það vindlingar! Ég get ekki reykt þetta úrþvætti, sem brytinn selur. Ekki mundi einhver af ykkur, herrar mínir, hafa einn Tyrkja hjá sér?"

    Fyrsti vélameistari, kom sem snöggvast inn, brosandi, rennvotur og með rauðar kinnar. „Nú, Makk, sagði Harvey með gáska, „hvernig gengur.

    „Líkt og vant er, svaraði maðurinn þurrlega. „Ungu mennirnir eru álíka kurteisir og vant er við þá eldri, og þeir sem eldri eru reyna, eins og vant er, að meta það rétt.

    Eitthvað heyrðist líkt hlátri úr einu horninu. Þjóðverjinn opnaði vindlahylki og rétti Harvey mjóan, svartan vindil.

    „Þetta er ósvikin vara, ungi vinur, sagði hann. „Viljið þér reyna hann. Ég efast ekki um, að hann falli yður vel.

    Harvey kyeikti í vindlinum og þóttist góður. Honum fannst hann vera að ná fótfestu í hóp fullorðnu mannanna. „Ég hef séð þá sterkari", sagði hann, án þess að þekkja vindlategundina.

    „Það reynir nú bráðum á það, syaraði Þjóðverjinn. „Hvar erum við nú, herra Makdónald? bætti hann við og sneri sér að vélameistaranum.

    „Við náum stóra fiskisviðinu einhvern tíma í kvöld,svaraði vélameistarinn; „nú sem stendur erum við mitt í fiskiflotanum. Rétt áðan svo að segja strukumst við við þrjár duggur, og það lá við sjálft, að við stýfðum bakhlutann af einni franskri, svo að þér sjáið, að hér er þröngt fyrir.

    „Hvernig líkar yður vindillinn?" spurði Þjóðverjinn; hann sá að augu Harveys voru full af tárum.

    „Ágætlega, ágætlega, svaraði Harvey og beit á jaxlinn. „En mer finnst þeir vera að hægja ferðina; haldið þið það ekki? Ég ætla að skreppa út og gá að, hvað skriðmælirinn segir.

    „Það mundi ég líka gera, ef ég væri í yðar sporum", sagði Þjóðverjinn.

    Þilfarið var vott af sjó. Harvey slangraði yfir það og út að borðstokknum. Honum leið sárilla. Einn af skipsþjónunum var þar skammt frá að binda saman stóla, sem oltið höfðu um koll á þilfarinu. Harvey hafði áður sagt þessum manni, að hann yrði aldrei sjóveikur, hvað sem á gengi, og vildi nú fyrir hvern mun komast hjá, að maðurinn tæki eftir, hvernig nú var ástatt; hann drógst því með veikum burðum aftur eftir Þilfarinu og aftur að öðru farrúmi. Það var aftast í skipinu. Enginn maður var þar á þilfarinu. Harvey skreyddist svo langt aftur sem hann komst, og lét fallast niður við merkistöngina. Hann tók út kvalir. Allt hjálpaðist til þess að pina hann: vindillinn frá Þjóðverjanum, ruggið í skipinu, skröltið í skrúfunni og öldusogin aftan við skipsstafninn. Honum fánnst eins og höfuðið á sér bólgna og þyngjast; skrokkurinn varð afllaus og lagaði sig eins og dauður hlutur eftir öllum hreyfingum skipsins. Harvey sortnaði fyrir augum; hann missti meðvitundina, og þegar skipið hallaðist í næsta sinn á hliðina, valt hann út fyrir borðstokkinn og út á aflíðandi hvolfþak, sem var aftast, yfir skipsstafninum. Svo hófst upp úr djúpinu breið, grá bylgja, skolaði honum út af hvolfþakinu og dró hann niður með sér; blágrænn sjórinn luktist yfir höfði hans og hann steinsvaf.

    Hann vaknaði við að blásið var í horn skammt frá honum.

    Hljóðið var líkt því að verið væri að kalla börnin saman til miðdegisverðar í sumarskóla, sem hann hafði einu sinni verið í í Adírondakfjöllum. Smátt og smátt fór hann að ranka við sér, en þó voru hugsanir hans enn óljósar. Undarleg lykt fyllti nasir hans; hann fann, að hann hafði drukkið ósköpin öll af sjó, og Það var í honum kuldahrollur. Hann opnaði augun og sá, að hann var enn ofansjávar, því allt í kring um hann iðuðu stórvaxnar, hvítfreyðandi haföldur; hann fann, að hann lá á hrúgu af hálfdauðum fiskum, og þegar hann gáði betur að, sá hann rétt hjá sér í bakið á herðabreiðum manni í blárri prjónapeysu.

    „Ég hef dáið, og maðurinn vakir yfir mér", hugsaði drengurinn og stundi. Maðurinn leit þá við, og Harvey sá, að hann hafði litla gullhringa í eyrunum.

    „Þarna ertu raknaður við! sagði maðurinn. „En liggðu kyrr þar sem þú ert; þú gerir bátinn stöðugri. Hann þreif til áranna og reri mót stórri öldu, sem nálgaðist, hóf bátinn hátt upp og lét hann svo sökkva niður í dimmgrænan, djúpan bylgjudal hinumegin. En maðurinn í bláu peysunni skeytti því engu, og hélt áfram talinu. „Það var, svei mér, heppni að ná í þig. Það verð ég að segja, eða hvað? — En þó var það enn meiri héppni, verð ég að segja, að skipið skyldi ekki hvolfa fyrir mér bátnum. En hvernig stóð á því, að ðú skyldir detta útbyrðis?"

    „Ég var sjóveikur, svaraði Harvey, „og gat ekki að því gert.

    „Ég blés í hornið einmitt á réttum tíma, sagði maðurinn, „svo þeir urðu varir við mig. Svo sá ég þig velta niður. Ég hélt fyrst, að knýirinn mundi saxa þig í sundur, en þú flauzt og flauzt, og svo dró ég Þig upp í bátinn eins og vænan fisk. Það mátti ekki miklu muna, skal ég segja þér.

    „Hvar er ég?" spurði Harvey; hann þóttist tæplega sloppinn úr hættunni enn.

    „Nú ertu hérna í bátnum hjá mér. Ég heiti Manúel og er háseti á fiskiskútu, sem heitir Stundvís, frá Gloucester. Þar á ég heima. Nú róum við bráðum til skipsins, því Það er komið undir kvöldmatartíma".

    Hann tók stóran kuðung, sem í bátnum lá, stóð upp og rétti úr sér. Báturinn var flatbotna og mjög óstöðugur, svo að maðurinn varð að halla sér í allar áttir eftir ölduhreyfingunni til þess að halda jafnvæginu. Svo setti hann kuðunginn á munn sér, blés í hann og sendi frá sér skerandi skrækhvelli út í þokuna. Harvey var ékki ljóst, hve lengi stóð á þessu; hann var hræddur við öldudansinn allt í kring og Þorði ekki að hreyfa sig í bátnum. Hann þóttist heyra skot, hornablástur og óp. Yfir bátnum sá hann gnæfa svartan vegg, sem riðaði til og var allur á iði, eins og báturinn. Margar mannaraddir blönduðust saman fyrir eyrum hans; honum var sökkt niður í dimman klefa; í kringum sig sá hann menn í sjóklæðum; þeir drógu hann úr fötunum, helltu einhverju volgu ofan í hann, — og svo steinsofnaði hann.

    Þegar hann vaknaði, fannst honum hann hafa heyrt til morgunverðarklukku eimskipsins gegn um svefninn. Hann leit upp og skildi ekki í, hve lítill svefnklefinn var orðinn. Hann sneri sér við og skimaði allt í kring. Klefinn var þríhyrndur; þar týrði á lampa, sem hékk neðan í gildum loftbita. Þríhyrnt borð stóð rétt við rúmið og skammt frá því ryðgaður ofn, en við ofninn sat drengur á Harveys aldri; hann var rauðhærður, með flata kjamma og breitt andlit, en Ijós og fjörleg augu; í blárri ullarpeysu og með stór sjóstígvél á fótum. Á gólfinu lá hrúga af sjóstígvélum og ullarsokkum, en gulir olíustakkar dingluðu fram og aftur á þilinu. í klefanum var þungt loft og var lyktin af olíuklæðunum þar yfirgnæfandi, en saman við hana blandaðist lykt af steiktum fiski, málningu, pipar og gömlum tóbaksreyk. Þó var hafloftið auðfundið og skipslyktin var í og með öllu. Harvey leit í rúmið og ygldi sig, þegar hann sá, að það var laklaust. Hann lá þarna á skitnu fleti innan um allskonar fatadruslur. Og hreyfingar þessa skips voru állt öðruvísi en hreyfingar eimskipsins. Það ruggaði sér ekki á öldunum hægt og hátíðlega, eins og eimskipið, heldur hoppaði það fram og aftur, reiðulaust og heimskulega, eins og folald í tjóðri. Rétt við eyrað heyrði hann skvampið í öldunum við skipshliðina, og við hverja hreyfingu, sem skipið gerði, brakaði í einhverju. Hann stundi þungan og hugsaði til móður sinnar.

    „Nú, þarna ertu þá vaknaður, sagði drengurinn, sem við ofninn sat, og brosti kýmilega. „Viltu ekki fá þér kaffi? Hann kom með fullan blikkbolla og lét síróp í hann

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1