Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Forsetaránið
Forsetaránið
Forsetaránið
Ebook219 pages3 hours

Forsetaránið

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sögumaður Forsetaránsins er ungur sjómaður sem hefur það að atvinnu að sigla á milli Englands og Suður-Ameríku um aldamótin 1900. Hann lendir í ýmsum ævintýrum, meðal annars mitt í valdabaráttu forseta Mið-Ameríkuríkis. Hetjan okkar gerir sitt besta til að halda heiðri sínum og verða ekki undir í baráttunni, en það reynist erfiðara en hægt er að ímynda sér. Heima bíður hans unnustan, svo honum er mikið í mun að lifa ævintýrið af og komast aftur heim.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 22, 2022
ISBN9788728281796
Forsetaránið

Related to Forsetaránið

Related ebooks

Reviews for Forsetaránið

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Forsetaránið - Guy Boothby

    Forsetaránið

    Translated by Óþekktur

    Original title: The Kidnapped President

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1917, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728281796

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    1. KAPÍTULI.

    Eg geri ráð fyrir, að einhver sá atburður hendi hvern mann einhverntíma á æfi hans, að honum sé ætlað að hugsa til hans síðar meir með þeirri tilfinningu, sem á mjög skylt við undrun. Einhver hefir sagt, að æfintýri hentu að eins æfintýramenn, en hvað mig snertir get eg ekki séð, að sú athugasemd eigi við. Eg var sjómaður í fjórtán ár, en allan þann tíma man eg ekki eftir nokkru atviki, sem mér þætti þess vert að kallast æfintýri að því sleptu, að eg féll einu sinni fyrir borð á Höfðaflóa (Góðrar-vonar-höfða) og svo því mikla málefni, sem er ætlunarverk sögu þessarar að skýra yður frá. Á þessum tímum, tímum hinna risavöxnu gufuskipa, er líf sjómannsins svo gagnólíkt því, sem það var í gamla daga, þegar seglskipin voru að fara sínar löngu ferðir, að maður gæti stórviðburðalaust gengið feril sinn frá vikadrengsstarfinu að skipstjórastöðunni, án þess að stofna lífi sínu í öllu meiri hættu en í verzlunarbúð í London. Samt sem áður var mér, án vitundar minnar, ætlað að rata í æfintýri, áður en sjómensku minni væri lokið, sem var svo tilkomumikið, að það mundi fullnægja hverjum angurgapa.

    Eg man glögt eftir þeim degi, er eg varð fjórði yfirmaður á úthafsskipinu Pernambucó, sem gekk á milli London og Suður-Ameríku. Eg ætti að geta þess hér, að eg hafði fengið prófvottorð sem annar stýrimaður, en þrátt fyrir það þótti mér ráðlegast að taka því, sem bauðst, í þeirri von að geta rutt mér braut til einhvers betra. Það var ekki svo illa af stað farið, þegar á alt var litið, að yfirgefa eldgamla einkisverða flækingsfleytu, en hafa svo nóg að bíta og brenna um borð á póstskipinu. Það var miklu skemtilegra að fara til Argentínu og heim aftur heldur en að vera að þumlungast höfn úr höfn, »hálfan hnöttinn kring,« og komast þó aldrei úr sporunum. Svo var það nú félagsskapurinn. Það var eitthvað viðfeldnara að gaspra við fallegar stúlkur á þilfarinu og sitja við hlið þeim undir borðum, heldur en að geta ekki talað við neinn annan en skipstjórann, sem var dauðadrukkinn fimm daga af sjö, eða gamlan og geðvondan stýrimann eða þá skozkan maskínumeistara, sem gat þulið upp úr sér hverja línu eftir Burns, afturábak eða áfram, eftir því sem hverjum þóknaðist. Eftir að hafa verið misseristíma á Pernambucó var eg gerður að þriðja stýrimanni og í árslok var nafn mitt ritað á skipskjölin sem annar stýrimaður. Að lokum tók eg próf yfirstýrimanns míns og varð fyrsti stýrimaður. — Nú vita það allir, eða ættu að vita, að skyldur fyrsta stýrimanns á stóru úthafsskipi, eða hvaða skipi sem er, eru jafnumfangsmiklar og þær eru fjölbreyttar. Það er þá fyrst, að hann hefir alt framkvæmdarvald á skipinu og ber eigi að eins ábyrgð á útliti þess og umgengni um það, heldur einnig á vinnubrögðum skipshafnarinnar. Er það staf, sem þarfnast hinnar městu lipurðar. Hann verður að vita hvenær hann á að líta eftir og hvenær hann á að vera afskiftasamur, hann verður að kunna að hafa ofan af fyrir farþegjunum, en gæta þó hagsmuna útgerðarinnar, og hann verður að láta fólk sitt vera sístarfandi en fá þó ekki orð á sig fyrir vinnuhörku — og það er ekki hvað minstur vandinn. Að lokum verður hann að gæta þess, að honum sé ekki hælt fyrir verk sín, heldur auki þau veg og virðingu skipstjórans. Ef skipstjórinn er göfugmenni, sem kann að meta verk stýrimanns síns eins og þau eru verð, þá er ekkert líklegra, en að allt fari vel, en sé hann hrottamenni, þá er trúlegt, að stýrimaðurinn óski sér annars verustaðar eða að minsta kosti, að hann væri í annari stöðu. Þetta varð nú hlutskifti mitt á hinni síðustu og markverðustu ferð minni í þarfir eimskipafélagsins nokkurs, sem eg kæri mig ekki um að nefna af ýmsum ástæðum.

    Eg hafði aldrei séð Harveston skipstjóra, fyr en hann kom til okkar í skipakvínni daginn áður en við áttum að fara af stað, en eg hafði heyrt hitt og þetta um hann, af mönnum, sem höfðu verið honum samtíma, og var það ekki alt sem fallegast. Eg verð því að játa, að eg gerði mér ekki miklar vonir um hann. Hann var svo ólíkur sjómanni í framgöngu sem mest mátti verða. Hann var spjátrungslega búinn og áleit sjálfan sig auðsjáanlega einstakan »kvennaljóma.« Hann var ekki fyr kominn um borð, en hann fór að finna að ýmsu, er snerti verkahring minn. Það er nú sjaldnast, að skip séu mjög fáguð meðan þau liggja í skipakví, áður en farþegjarnir eru komnir um borð og meðan á öllum undirbúningi undir ferðina stendur. Vissulega ætti nú skipstjóri, sem hefir verið í förum í þrjá. tíu ár, að bera skyn á þetta, en Harveston skipstjóra þóknaðist nú, af einhverjum ástæðum, sem hann vissi bezt um sjálfur, að byrja viðkynningu okkar með því að skjóta því að mér, að hann vildi hafa skip sitt funsað og fágað og að hann dæmdi stýrimenn sína eftir verkum þeirra.

    »Þér skuluð ekki þurfa að kvarta undan neinu undir eins og verkamennirnir eru farnir, herra,« svaraði eg og var ekki laust við, að eg þyktist við að hann skyldi hreyta í mig ónotum fyrir annan eins hégóma.

    »Eg vona að eg þurfi þess ekki,« svaraði hann drembilega og rigsaði eftir brúnni til káetu sinnar, sem var rétt fyrir aftan sjókortaklefann.

    Það kom á daginn, að ófriðurinn byrjaði jafnskjótt, sem við vorum komnir á móts við eyjuna Wight. Herberts, annar stýrimaður okkar fékk fyrst ádrepuna og svo Harrison, fjórði stýrimaður, þá næstu rétt á eftir. Eg þóttist viss um, að röðin mundi koma að mér innan skamms, og gat eg rétt til. Annan daginn, sem við vorum á ferðinni var eg á verði niðri undir þiljum og var að tala við gjaldkera skipsins inni í káetu hans. Kom þá fjórði stýrimaður með þau boð frá skipstjóranum, að hann vildi finna mig upp á þilfar. Eg fór þangað og fann hann þar sitjandi í stórum kvenfarþegja hóp.

    »Hann fer þó líklega ekki að espa sig frammi fyrir þessum hefðarfrúm,« sagði eg við sjálfan mig um leið og eg gekk til hans.

    Eg komst að því samt sem áður, að það var einmitt það, sem hann ætlaði að gera.

    »Herra Helmsworth,« hóf hann máls. »Mér er sagt, að þér hafið neitað farþegjunum um að setja upp skjólborðið.«

    »Það hefi eg alls ekki gert, herra,« svaraði eg. »Eg sagði einum farþegjanum, sem fór að tala um það við mig, að eg mundi setja það upp jafnskjótt og við kæmum út úr sundinu. Við erum ekki vanir að setja það upp fyrri. Eg hefi hagað mér með það eftir skipun Pomeroys skipstjórą.«

    »Nú er eg skipstjóri á þessu skipi,« svaraði hann. »Gerið svo vel að sjá um, að borðið sá fært upp á þilfar þegar í stað. Eg verð að biðja yður að gera framvegis alt, sem í yðar valdi stendur til þæginda fyrir farþegjana. Það er skylduverk, sem eg hefi rétt til að krefjast af stýrimönnum mínum.«

    »Eins og yður þóknast, herra,« svaraði eg og fór.

    Upp frá þeim degi sá eg fram á það, að eg mundi að líkindum ekki verða ellidauður í þjónustu Harvistons skipstjóra, enda fóru svo leikar, að þegar við vorum komnir til Buenos Ayres þá var að mér komið að segja þegar upp stöðu minni. Hann var aldrei ánægður og gerði ekki annað en ónotast og finna að frá morgni til kvölds.

    Við stóðum hálfan mánuð við eins og venjulega í höfuðstað Argentínu og bjuggumst svo til heimferðar. Fyrsti viðkomustaður okkar var Rio og þar fóru þeir að rífast þriðji stýrimaður og Harveston. Þegar hér var komið hafði öll skipshöfnin tekið saman ráð sín, og eg býst við að hann hafi rent grun í það. En af því að hann var lítilmenni að eðlisfari, þá kendi hann mér um þetta og gerði sér því alt far um, að gera mér veru mína á skipinu svo óbærilega, sem honum frekast var unt. Það má nærri geta hve sárt eg harmaði missi hins fyrri skipstjóra míns, sem var hverjum deginum nærgætnari og alúðlegri.

    Og nú verð eg að fella niður þessa sögu um mínar eigin raunir á þessari leiðinda ferð, til þess að lýsa fyrir yður manni, sem kemur mikið við þessa sögu. Hann kom til okkar í Rio og var einn hinna seinustu farþegja, sem kom um borð, Hann var Spánverji og mjög háttprúður maður, eins og sjá mátti við fyrsta tillit. Hann nefndi sig Don Guzman de Silvestre. Hann var mjög hár vexti, þrjár álnir og nokkrir þumlungar á að gezka, kolsvartur á brún og brá, með hátt nef og hökutopp, sem hann var vanur að strjúka, þegar hann var að hugsa um eitthvað. Hann var mjög þekkilegur maður í einu orði að segja, og þegar hann gekk upp skipsstigann, þá þóttist eg ekki hafa séð öllu gerfilegri mann um langt skeið. Eg tók eftir því, þegar hann spurði mig um hvenær við mundum leggja af stað, að hann talaði ágætlega Ensku og að það var einhver hreimur í röddinni, sem var einkar viðfeldinn. Við höfðum talast við um allskonar málefni þegar fyrstu daga ferðarinnar og var það alls ekki að skąpi Harvestons skipstjóra, því að hann var því mjög mótfallinn, að stýrimenn sínir kæmust í nokkurn kunningskap við farþegjana. Þar sem eg hafði enga löngun til að eiga í illdeilum við yfirboðara minn, þá reyndi eg að forðast hann eftir mætti, en þetta virtist að eins verða til að espa hann upp á móti mér af einhverjum ástæðum.

    Skipið hélt heimleiðis með alfermi og hafði eg í nógu að snúast, ekki sízt fyrir þá sök, að við máluðum það vandlega milli Barbados og Madeira. Það var í sambandi við þessa málun, að það slitnaði upp úr milli okkar skipstjóra. Við vorum komnir fram hjá Indlandseyjunum og stefndum beina leið til Madeira. Hásetarnir voru að vinnu sinni við bakborðshandriðið á þilfarinu, þegar atvik það kom fyrir, sem eg fer nú að segja frá. Einn þeirra, sem hafði staðið fyrir utan riðið klifraði yfir það til þess að gera eitthvað, sem eg hafði skipað honum. Í sama vetfangi reið að löng hafalda og velti skipinu mjög, og þeyttist hann þá eftir þilfarinu, án þess að geta stöðvað sig, beint á stól einn, sem kvennmaður sat á. Þau rákust hvort á annað af miklu afli, svo að litarkollan, sem hann hélt á, og hvítur litur úr henni lenti alt saman í kjöltu stúlkunnar. Eg flýtti mér til að hjálpa henni og gerði alt, sem unt var í svipinn, til þess að bæta úr þessu óhappi, en hún tók þessum atburði með stillingu og jafnaðargeði til allrar hamingju fyrir hásetann, sem bar sig mjög aumlega út af þessu.

    »Þér megið ekki áfella manninn,« sagði hún við mig. »Það var ekki honum að kenna. Eg verð að heimta skaðabætur af hafinu.«

    Að svo mæltu gekk hún hlægjandi undir þiljur til þess að hafa fataskifti.

    Til allrar ógæfu bar skipstjóra þar að rétt eftir að hún var farin og kom hann auga á litarsletturnar.

    »Hvað á þetta að þýða?« spurði hann og snéri sér reiðulega að mér.

    »Einn af hásetunum varð fyrir skakkafelli, herra,« svaraði eg. »Skipið veltist svo að hann misti litarkolluna úr höndunum.«

    »Þér ættuð ekki að láta svoleiðis náunga fara með þess háttar,« svaraði hann og gætti þess ekki, að hann var að gera sig sekan í þeirri óhæfilegu yfirsjón, að ávíta yfirmann í áheyrn hásetanna. »Þér virðist ekki hafa vit á neinu, herra Helmsworth.«

    Að svo mæltu gekk hann burtu og skildi mig þarna eftir svo að eg mátti þola þetta þegjandi. Eftir hádegisverðinn fékk eg skipun um að koma í káetu skipstjórans. Eg sá fram á það, að ekki var alt búið enn, þó að eg vissi ekki hvað eftir væri, en það sá eg glöggt, að hann var hamslaus af reiði.

    »Hvernig stendur á því, herra Helmsworth,« tók hann til máls þegar eg kom inn í káetuna og lét aftur hurðina. »Hvernig stendur á því, að þér leynduð mig í morgun nokkru því, sem var skylda yðar að segja mér?«

    »Eg veit ekki til að eg hafi leynt yður neinu, herra,« svaraði eg svo kurteislega sem eg gat, því eg vildi ekki missa stjórn á mér. — »Ef þér eigið við stýrissveifina á bakborðs-bátnum — — «

    »Það kemur bakborðs-bátnum ekkert við,« svaraði hann grimmilega. — »Eg vil fá að vita hvers vegna þér sögðuð mér ekki, að föt stúlkunnar hefðu orðið fyrir skemdum í morgun. Þér áttuð að láta mig vita það. Eg hefði ekkert um það heyrt, ef brytinn hefði ekki sagt mér það.«

    «Eg áleit það ekki þess vert, að fara að ónáða yður með því, herra,» svaraði eg. «Það gat enginn að þessu gert, og miss Burgess fyrirgaf manninum og játaði, að það væri ekki honum að kenna..»

    »Yður bar að skýra mér frá þessu hvað sem því líð ur,« svaraði hann. »Eg álít að skyldurækni yðar sé mjög ábótavant, herra Helmsworth. Þér hafið sýnt mér mikla óvirðingu í seinni tíð, og eg segi það upp í opið geðið á yður, herra, að skip yðar er hverjum yfirmanni til skammar.«

    »Mér þykir leitt að heyra yður segja það,« svaraði eg og reyndi að stilla skap mitt. »Eg hefi ávalt fengið orð fyrir að halda góðri reglu á skipi mínu. Ef þer viljið benda mér á eitthvað, sem miður fer, þá skal undir eins bætt úr því.«

    »Verið þér ekki að karpa við mig, herra,« hvæsti hann. »Eg á því ekki að venjast af stýrimönnum mínum. Eg endurtek það, að skip yðar er hverjum stýrimanni til skammar og eg skal sjá um, að sjómálastjórnin fái að vita það jafnskjótt og við komum til London.«

    »Máske þér vilduð gera svo vel að segja mér, hvað yður mislíkar, herra?«

    »Alt,« svaraði hann. »Eg hélt eg hefði sýnt yður gat á aftara sóltjaldinu í gær.«

    »Þér gerðuð það, herra, og það er búið að gera við það. Eg lét seglasaumarann gera þau undir eins.«

    Hann reis upp af stól sínum mjög drýgindalegur.

    »Gerið svo vel að ganga með mér aftur eftir,« sagði hann. »Við skulum gæta að því sjálfir.«

    Eg gekk fúslega með honum af því að eg treysti því, að eg hefði farið rétt með, en mér brá heldur en ekki í brún, þegar eg kom á vetfang og sá, að ekkert var farið að gera við gatið, sem gapti þar við okkur.

    »Mér þykir það mjög leit, að þér skylduð álíta þess þörf, að segja mér ósatt til þess að breiða yfir vanrækslu yðar,« sagði hann svo hátt, að nokkrir farþegjar af öðru farrými gátu heyrt til hans.

    Þetta var meira en eg gat þolað.

    »Eg vil hvorki Iíða yður, Harveston skipstjóri, né nokkrum lifandi manni að kalla mig lygara,» svaraði eg og fann, að eg vildi hafa gefið mikið til að mega reka honum utan undir. »Ef þér viljið senda eftir seglasaumaranum, þá mun hann kannast við, að eg hafi sagt honum í morgun að gera við þetta. Það er ekki mér að kenna, þó að hann hafi vanrækt skyldu sína. «

    »Það er yður að kenna og engum öðrum,« svaraði skipstjórinn. »Ef þér hélduð hásetunum að vinnu sinni, þá hefði þetta ekki verið vanrækt. Verið þér viss um, að þetta skal verða skrifað í dagbókina.«

    Að svo mæltu gekk hann snúðugt burtu, en eg fór að leita að seglasaumaranum. Það kom þá á daginn, að hann hafði ætlað sér að gera þetta, en verið þá kallaður til einhvers annars og gleymt þessu svo. Eg gekk því næst til káetu minnar og fór að velta þessu fyrir mér. Það var enginn efi á því, að eg var kominn hér í afleita klípu. Mér var það full-ljóst, að ef Harveston færi að kæra mig, þá mundi sjómálastjórnin að öllum líkindum leggja trúnað á sögusögn hans, og jafnvel þótt hún teldi mig máske ekki útaf eins skeytingarlausan og hann mundi reyna að gera mig í augum hennar, þá mundi hún sennilega hugsa sem svo, að hér væri ekki alt með feldi, samkvæmt þeirri reglu, að ekki ríkur þar sem enginn er eldurinn. En hvernig sem á þetta var litið, þá var það ekki vegur til upphefðar, ef eg fengi orð á mig fyrir kæruleysi og ótrúmensku. Upp frá þessum degi fóru hagir mínir síversnandi. Það virtist alls ómögulegt fyrir mig að gera skipstjóranum til hæfis, hvernig sem eg lagði mig í líma. Og þó tók það út yfir, að eg fór að verða þess var, að honum nægði ekki að leggja mig í einelti sjálfur, heldur reyndi hann einnig að spilla farþegjunum við mig.

    Eins og eg hefi getið um, þá átti eg oft og iðulega tal við Don Guzman de Silvestre á leiðinni yfir Atlantshafið. Eg var mjög hrifinn af þessum manni. Ekki vissi eg fyrir víst í hvaða stöðu hann var, eða hvernig högum hans væri varið, en eg gat mér til af ótal smá-atvikum, að hann væri maður mjög vel fjáður. Hann hafði áreiðanlega reynt sitt af hverju í lífinu. Það hefði enginn getað lagt trúnað á sögur hans, ef hann hefði ekki hjúpað þær þeim sannleiksblæ, sem engin efasemd gat afmáð, Hann hafði tekið þátt í upphlaupum í Mexíkó, Níkaragua og Brasilíu og verið með Balmaecda í Kilí.

    »Eg ímynda mér að uppreistunum í Suður-Ameríku linni ekki fyrri en á dómsdegi,« sagði eg kvöld eitt, þegar við vorum að skrafa saman í káetu minni.

    »Það tel eg næsta líklegt,« svaraði hann, tók vindilinn út úr sér og hélt á honum í greip sinni. »Ef þér takið greinar af öllum óragjörnustu kynkvíslum veraldarinnar og gróðursetjið þær á stofni, sem er enn þá óróagjarnari — hvers má þá vænta? Í slíkum löndum hlýtur ávalt valdið að koma í stað réttarins og sá, sem minnimáttar er að lúta í lægra haldi.«

    »Mig mundi ekki fýsa að verða sljórnarforseti í slíku ríki,« sagði eg.

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1