Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Denver og Helga
Denver og Helga
Denver og Helga
Ebook92 pages1 hour

Denver og Helga

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sagan fjallar um bandaríska spæjarann Denver sem dulbýst sem Rússakeisari vegna þess hve sláandi líkir þeir eru. Denver stendur í þakkarskuld við keisarann og tekur því að sér lífshættulegt verkefni en brögð eru í tafli og óljóst hver er í hvaða liði, þar á meðal hin heillandi og undurfagra Helga sem bandaríski spæjarinn verður brátt ástfanginn af.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 4, 2022
ISBN9788728281703
Denver og Helga

Related to Denver og Helga

Related ebooks

Related categories

Reviews for Denver og Helga

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Denver og Helga - Arthur W. Marchmont

    Denver og Helga

    Translated by

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1903, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728281703

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I. KAPÍTULI.

    Bréf til átthaganna.

    Pétursborgarhöllinni.

    Kæri Miller!

    Síðasta stuttorða bréfið þitt barst mér í hendur í Berlín, rétt þegar ég var að leggja af stað hingað. Héðan held ég rakleikis til Khiva.

    Þú manst víst eftir ævintýrinu, sem ég lenti í á Þýzkalandi fyrir mörgum árum, þegar Rússakeisari bjargaði lífi mínu einu sinni, er ég var á villigaltaveiðum; hann dró mig eða hratt mér inn í runna, svo að óargadýrið missti af mér. Og þá var það, sem við urðum þess varir, báðir í senn, hve líkir við vorum. Það er satt, að við erum býsna líkir í sjón, og ýmsir kynlegir atburðir hafa leitt af því.

    Það vildi nú svo til, eigi alls fyrir löngu, að ég rakst á bók Barnabys um Khiva, og þegar ég var búinn að lesa hana, einsetti ég mér að fara þangað. Hann segir, að þrír Tatarar geti étið heilan sauðarskrokk í einni máltíð, og mig langar til að vita, hvort það er satt. Gamall ferðalangur eins og ég þarf ekki nema að heyra laglega ýkta lygasögu, til þess að leggja af stað í nýjan leiðangur. Þess vegna skrifaði ég Rússakeisara, minnti hann á villigaltaveiðarnar og óskaði leyfis hans til að ferðast austur þangað. Af því leiddi það, að ég er nú gestur hans hér; við höfum rifjað upp gamlar endurminningar, og ég hef fengið leyfi hans til að ferðast hvert sem mér sýnis um allt ríki hans. Hann er mesta ljúfmenni og ég býst við að skemmta mér ágætlega í höll hans. Ekki er margt að byrjuninni að minnsta kosti.

    Það er kvenmaður með í spilinu, eins og þú getur ímyndað þér, og hún er óumræðilega fögur. Há vexti, tíguleg eins og drottning, líkust ásýndum grískri gyðju, og frjálsmannleg í framkomu eins og Bandaríkjastúlka. Ég sá hana fyrst í járnbrautarvagninum, eða öllu heldur sá hún mig, og virtist veita mér sérstaklega mikla athygli, og gaman hafði ég af því, þegar ég fékk að vita ástæðuna til þess. Lestin nam staðar á stöð nokkurri fáar mílur frá höfuðborginni, þar sem svo kynlega vildi til, að hún og ég nálguðumst hvort annað, og urðum snöggvast viðskila við hina farþegana, sem voru að þyrpast út úr vagninum. Sagði hún þá við mig í hálfum hljóðum:

    „Yðar hátign hræðist auðsjáanlega ekki hættuna, sem því er samfara að ferðast óþekktur og einn?"

    „Það er til ánægja, sem vegur upp á móti sérhverri hættu, ungfrú, svaraði ég. „Meðal annars umhyggja yðar. Og ég brosti bæði að hinni kátlegu blekkingu hennar og eigi síður vegna þess, hve stúlkan var falleg. Og til þess að greiða úr þessum misskilningi sagði ég síðan: „Yður skjátlast, ég er engin hátign. Ég er Bandaríkjamaður og heiti Harper C. Denver." Hún brosti, og ég sá, að hún trúði mér ekki og svaraði á frönsku:

    „Bandaríkjamaður, sem skilur rússnesku, talar frönsku, og er sérlega líkur hans hátign, Rússakeisaranum."

    „Bandaríkjamaður, sem langar mjög mikið til að fá að sjá yður aftur, ungfrú."

    „Bandaríkjamaður, sem hefur ekki innilegri löngun til þess en ég. En gefið samt gaum að aðvörun minni, tigni herra." Hún var mjög alvarleg, þegar hún sagði þetta, og svo fór hún út úr vagninum.

    Var þetta ekki nógu skemmtilegt ævintýri? En þetta er aðeins fyrsta atriðið í leiknum. Ég settist niður og hugsaði um það, þangað til lestin rann inn á járnbrautarstöðina í Pétursborg, og þá byrjaði annað atriðið.

    Undir eins og ég steig út úr vagninum, sá ég, að viðhafnar undirbúningur hafði verið gerður til þess að taka á móti einhverjum mikilsmetnum manni, og einmitt þegar ég ætlaði að fara að svipast um eftir honum, kom aldurhniginn maður, klæddur íburðarmiklum skrautbúningi, til móts við mig. Fylgdu honum tveir aðrir skrautlega búnir menn, en að baki þeirra stóðu tvær þéttar varðmannaraðir. Aldraði maðurinn í einkennisbúningnum benti förunautum sínum að hopa frá nokkur skref. Því næst heilsaði hann mér mjög viðhafnarlega, en hvislaði síðan að mér:

    „Þér eruð herra Denver, býst ég við?"

    „Já, það er nafn mitt."

    „Ég leyfi mér að bjóða yður velkominn til höfuðborgarinnar í nafni míns tiginborna herra. Ég er Kalkov prins, og hans hátign hefur boðið mér að fylgja yður til hallarinnar. Viljið þér gera svo vel að fylgja mér?"

    Þegar hér var komið, var múgurinn, sem stóð á stöðvarpall inum, farinn að veita okkur mjög mikla athygli, og hafði ég hina mestu skemmtun af.

    „Mér er það sönn ánægja," svaraði ég. Og að vörmu spori gaf prinsinn merki, og jafnskjótt flykktist að okkur hópur valinna varðmanna, sem fylgdu okkur að langri halarófu af vögnum, sem biðu okkar.

    „Til hallarinnar á harða stökki!" hrópaði prinsinn svo hátt, að allir nærstaddir gátu vel heyrt það.

    Ég heyrði einhverja kalla: „Guð blessi keisarann," og eftir að við vorum komnir á fleygiferð, heyrðum við há köll og velfarnaðaróp mannfjöldans,, sem þyrpzt hafði saman á járnbrautarstöðinni.

    Þannig er rétt lýst hinni viðhafnarmiklu innreið minni í höfuðborgina. Hér er ég nú í höll keisarans, og eftir því, sem mér segir hugur um, býst ég við, að margt muni bera við síðar, eigi ólíkt því, sem á undan er gengið.

    En svo að ég snúi mér að öðru: Ættir þú ekki hægt með að skilja við Wall Street og peningamokstur þinn þar um stundarsakir og mæta mér á heimleiðinni. Ég ætla sem sé að halda austur eftir frá Khiva, yfir Indland og til Kína. Láttu nú sjá og komdu á móti mér og snæddu miðdegisverð með mér t. d. í Peking; og svo skemmtum við okkur eftir því, sem okkur sýnist meðal hinna síðhærðu Kínverja. Sendu mér skeyti til sendiherraskrifstofunnar brezku; þar mun ég vitja skeytisins. Þú gætir margt tekið þér verra fyrir hendur.

    Þinn einlægur vinur,

    Harper C. Denver.

    II. KAPÍTULI.

    Einkennilegt tilboð.

    „Er yður alvara með, að ég eigi að verða staðgöngumaður hans hátignar?"

    „Já, mér er fullkomin alvara, herra Denver."

    „Þetta er mjög einkennileg og óvenjuleg uppástunga."

    „Orsökin til þess er líka mjög einkennileg og óvenjuleg. En ég leyfi mér að taka fram enn einu sinni, að ef þér fallist á tillögu mína, gerið

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1