Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Gæfuskórnir
Gæfuskórnir
Gæfuskórnir
Ebook39 pages35 minutes

Gæfuskórnir

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Í anddyri veislu nokkurrar sitja tvær konur. Þær eru þó ekki allar þar sem þær eru séðar, því þegar betur er að gáð, reynist önnur þeirra vera ein af dísum Gæfunnar en hin er Sorgin sjálf. Gæfudísin hefur farið víða um daginn og gefið fólki af gæfu sinni. Hróðug segir hún Sorginni frá því að í dag sé afmælisdagur hennar, og því muni hún skilja eftir í fatahenginu eitt par af gæfuskóm þeirrar náttúru, að hver sem þá ber fær hverja sína ósk uppfyllta. Sorgin telur litla gæfu muni fylgja þessum skóm, þvert á móti muni eigendur þeirra verða ósælir meðan þeir beri þá. Gæfudísin telur það af og frá, en Sorginni ratast satt á munn. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 31, 2020
ISBN9788726237672

Read more from H.C. Andersen

Related to Gæfuskórnir

Related ebooks

Reviews for Gæfuskórnir

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Gæfuskórnir - H.C. Andersen

    Gæfuskórnir

    Steingrímur Thorsteinsson

    Lykkens galocher

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1838, 2020 H.C. Andersen and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726237672

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Gæfuskórnir

    I. Byrjunin

    Það er upphaf þessa máls, að stórt kvöldsamkvæmi var í húsi nokkru í Kaupmannahöfn, það var í Austurgötu, ekki langt frá Kóngsins Nýjatorgi. Því er nú svo varið, að samkvæmi verður að halda við og við, til þess að manni verði boðið aftur. Annar helmingur samkvæmisins var þegar sestur við spilaborðin, en hinn helmingurinn var að bíða eftir, hvað næst mundi ske, því frúin hafði sagt: „Já, nú verðum við að finna upp á einhverju. Svo langt var nú komið og lifnað vel yfir samtalinu. Meðal annars varð til rætt um miðaldirnar. Héldu ýmsir því fram, að þær hefðu verið miklu betri en vorir tímar, og varði Knapp jústisráð þá skoðun svo ákaft, að húsfreyjan tók óðara í sama strenginn, og reyndu þau bæði að berja niður ritgerð Ørsteds í almanakinu,6 „Um fornar og nýjar tíðir, þar sem okkar öld er í öllu verulegu talin betri en hinar fyrri. Jústisráðið lauk því orði á, að stjórnartíð Hans Danakonungs (1481-1513) hefði verið langbesta og heillaríkasta tíðin.

    Nú er mikið um þetta rætt með og móti og varð ekkert hlé á, nema allra snöggvast, þegar kvöldblaðið kom, en í því stóð nú ekkert, sem vert væri að lesa. En bregðum oss nú á meðan fram í fremra herbergið, þar sem yfirhafnir, stafir, regnhlífar og utanhafnarskór voru á sínum stað. Þar sátu tveir kvenmenn. Var önnur ung, en hin gömul. Menn skyldu ætla, að þær hefðu komið til að fylgja einhverri heim af þeim, sem boðnar voru, gamalli fröken eða ekkjufrú, en þegar betur var að gáð, mátti fljótt sjá, að þetta voru ekki algengar vinnukonur. Hendur þeirra voru fínni, fasið og allur limaburður tígulegri en svo, og þess utan var klæðabúnaður þeirra hinn myndarlegasti að gerð og sniði. Þetta voru tvær dísir. Sú yngri var reyndar ekki Gæfan sjálf, heldur ein af þernum salkvenna hennar, og eru þær þernur til þess settar að bera um meðal manna hinar smærri gjafir Gæfunnar. Hin eldri var nauða alvarleg. Það var Sorgin. Hún rekur ætíð erindi sín sjálf, svo hágöfug sem hún er, í eigin persónu. Hún veit, að þá verða ekki á því misfellurnar.

    Nú sögðu þær hvor annarri, hvar þær hefðu verið þennan dag. Sú, sem send var af Gæfunni, hafði ekki aflokið nema fáeinum ómerkilegum erindum. Hún hafði bjargað nýjum hatti undan regnskúr, útvegað manni nokkrum ráðvöndum þá sæmd, að heldri

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1