Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Milljónarseðillinn
Milljónarseðillinn
Milljónarseðillinn
Ebook55 pages51 minutes

Milljónarseðillinn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sagan segir af hinum unga Henry Adams sem lendir í afdrifaríkum óförum í bátsferð að kvöldlagi. Blessunarlega er honum bjargað af ensku briggskipi og tekur þá við löng og ströng sigling. Þegar skipið kemur loks að landi í Lundúnarborg er Henry bæði auralaus og ráðþrota. Gerist þá hið óvænta og daginn eftir er hann kallaður á fund auðugra bræðra sem vilja lána honum peningaseðil að virði milljón dollara. Með seðilinn í vasanum tekur líf Henrys stakkaskiptum og nú reynir verulega á skynsemi hans og heiðarleika.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 4, 2023
ISBN9788728449141
Author

Mark Twain

Mark Twain, who was born Samuel L. Clemens in Missouri in 1835, wrote some of the most enduring works of literature in the English language, including The Adventures of Tom Sawyer and The Adventures of Huckleberry Finn. Personal Recollections of Joan of Arc was his last completed book—and, by his own estimate, his best. Its acquisition by Harper & Brothers allowed Twain to stave off bankruptcy. He died in 1910. 

Related to Milljónarseðillinn

Related ebooks

Related categories

Reviews for Milljónarseðillinn

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Milljónarseðillinn - Mark Twain

    Milljónarseðillinn

    Translated by Óþekktur

    Original title: The Million Pound Bank Note

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1893, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728449141

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Milljónarseðillinn.

    Ég hafði sjö um tvítugt, þegar ég var í San Francisco. Ég var þar á skrifstofu hjá námaumboðsmanni og vissi góð deili á öllum gerðum verzlunarsamkundnanna. Ég var einmani í heiminum og átti ekki annað til en góða, heilbrigða skynsemi og óflekkað mannorð, en með þeim bakhjörlum lá beint fyrir mér leiðin til hins fyrirheitna hamingjulands, og ég var ánægður yfir framtiðarhorfunum.

    Á laugardagskvöldin var ég minn maður, og var ég þá vanur að sigla mér til skemmtunar á litlum báti úti á víkinni. Þá vildi það einu sinni til að ég hætti mér of langt frá landi og hraktist til hafs. Þegar myrkrið datt á og ég fór að örvænta um lífið, var mér bjargað af briggskipi, sem var á leiðinni til London. Við höfðum langa og stranga útivist, og varð ég að vinna af mér fargjaldið á skipinu. Þegar ég loks kom í land í London, var ég í slitnum og bættum fötum og átti ekki annað en 1 dollar, sem ég hafði í vasanum; á honum lifði ég í sólarhring, en næsta sólarhring fékk ég hvorki mat né húsaskjól.

    Um dagmálabil daginn eftir var ég að ráfa í Portland Place, glorhungraður og í þungu skapi; sá ég þá stúlku með krakka í eftirdragi, sem gekk fram hjá mér. Krakkinn hélt á vænni peru og var búinn að eta eina munnfylli af henni, en missti hana í þessum svifum í göturæsið. Það kom vatn í munninn á mér; maginn krafðist þindarlaust að fá peruna, og ég lagði fram til þess alla líkams- og sálarkrafta. En í hvert sinn, sem ég ætlaði að gera það,varð ég var við einhvern, sem hafði auga á mér og sá, hvað ég ætlaði; ég rétti mig þá úr kengnum og horfði kaldlega í kringum mig, til að sannfæra heiminn um, að mér dytti sízt í hug peran sú arna. Svo leið nú og beið, að ég var að sveima þarna kringum peruna. En þegar ég var orðinn úrkula vonar og mér lá við að bíta höfuðið af skömminni, heyrði ég að glugga var lokið upp fyrir aftan mig og maður kallar út til mín:

    „Heyrið þér, viljið þér koma hér inn sem snöggvast?"

    Prúðbúinn þjónn lauk upp fyrir mér og vísaði mér inn í skrautlegan sal og voru þar tveir tígulegir menn aldraðir. Þjónninn fór, en mér var vísað til sætis. Þeir höfðu nýlokið morgunverði og var ofraun fyrir mig að sjá borðið albúið og finna matarlyktina. Ég gat ekki hugsað um annað en allan þennan mat.

    Ég vil nú ekki draga lesarann á því, að skýra frá hvað gerzt hafði í þessum sal rétt áður en ég kom þangað, þótt ég fengi ekki vitneskju um það fyrr en síðar. Tveimur dögum áður höfðu þessir menn, sem voru bræður, átt í deilu, sem þeim kom saman um að jafna með veðmáli, eins og siður er Englendinga.

    Það er ef til vill mörgum kunnugt, að Englandsbanki gaf eitt sinn út tvo bankaseðla, sem hljóðuðu hver upp á 1 milj. punda, og átti að hafa þá til einhverra ákveðinna fjárgreiðslna við erlend ríki. Hvernig það fór, man ég ekki, en svo mikið var víst, að annar þeirra hafði verið notaður og síðan ónýttur, en hinn var geymdur í kjallara bankans.

    Þeir bræðurnir voru að tala um þessa seðla og fóru að þrætast á um það, hvernig fara mundi fyrir ókunnum manni, ráðvöndum og skynsömum, sem væri sleppt á göturnar í London með miljónarseðilinn í vasanum og ætti enga vini né aðra aðstoð að treysta,

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1