Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Bessi gamli
Bessi gamli
Bessi gamli
Ebook162 pages2 hours

Bessi gamli

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Bessi Gamli er gamansaga sem á sér stað í Reykjavík. Sagt er frá hinum ýmsu litríku persónum borgarinnar, þeim er fylgt í veislur, á fyllirí og jafnvel í gegnum hversdagsleikann. Rætt er um stjórnmál á kímna vegu og rándýrir tanngarðar týnast í öllu fjörinu. Sögumaðurinn dvelur þó helst við Bessa gamla, sérvitran eldri mann sem hefur margt um Reykjavík og lífstíl borgarbúa að segja.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateNov 23, 2023
ISBN9788728281574
Bessi gamli

Related to Bessi gamli

Titles in the series (14)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Bessi gamli

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Bessi gamli - Jón Trausti

    Bessi gamli

    Cover image: Unsplash, public domain

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728281574

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I.

    Það var hátíðisdagur mikill og flögg blöktu á flestum stöngum í bænum. Ekki var þó nein stórhátíð kirkjunnar, því að þær eru aldrei á miðju sumri — því miður, og ekki var það heldur afmæli konungsins, því að nú muna fáir eftir því á Íslandi nema sá einn, er gæta skal þess, að flaggað sé í stjórnarráðinu. Hátíðisdagur var nú samt, og tilefni hátíðarinnar var það, að skip var komið frá útlöndum. Það var nú í sjálfu sér enginn undra-viðburður, því skip koma frá útlöndum til Reykjavíkur nærri því daglega. Enn meira var þó um það vert, að þetta skip hafði ekki komið til Íslands fyrri, en svo var um fleiri skip, og var það ekki tilefni til hátíðar. Það þriðja var mest um vert, og það reið baggamuninn. Skipið var nýtt, hafði hlaupið af stokkunum fyrir svo sem mánuði síðan, byggt beinlínis til Íslandsferða, og þetta var þess fyrsta ferð — meydómsferðin.

    Þess vegna var því heilsað með svo almennri flöggun.

    Hátíðargleðin hefði nú verið mun meiri, hefðu Íslendingar sjálfir átt þetta skip. Þá hefðu verið heilög jól í bænum, að minnsta kosti þá stundina, sem það var að skríða inn á skipalægið og varpa akkerum. Þá hefði orðið að loka búðum af þeirri einföldu ástæðu, að enginn hefði fengizt til að standa þar, og þá hefði verið óhætt að láta allar búðir standa opnar og mannlausar, því að enginn hefði haft rænu á að stela úr þeim. Þá hefðu tvennar eða þrennar lúðrasveitir þeytt horn sín, hver í kapp við aðra, húrra verið hrópað og kvæði sungin. Þá hefði Arnarhólstúnið verið sparkað í flag á fám klukkustundum af forvitnum krökkum og fallegu kvenfólki — eða forvitnu kvenfólki og fallegum krökkum. Þá hefðu bátar af öllu tagi safnazt að skipinu eins og mývargur, og það undireins fyrir utan eyjar, og þá hefðu öll botnvörpuskipin á höfninni tekið til að góla og ýlfra, hvert öðru ámátlegar, svo að fáir hefðu sloppið með óspillta heyrnina og enn þá færri með óbrjálaða skynsemina. Og þá hefði soðið upp úr í öllum blöðunum af logandi ættjarðarást og tröllauknu gumi af íslenzkum dugnaði og íslenzkri framtakssemi.

    En þetta skip var nú ekki íslenzk eign. Það var meira að segja skollans keppinautur við íslenzku útgerðina, beinlínis byggt í þeim „elskulega" tilgangi að koma henni á kné, þótt auðvitað væri annað uppi látið. Þetta vissi hver maður. En menn voru ekkert hræddir við keppinautinn, og þess vegna gátu menn fagnað skipinu sómasamlega. Það var vandað og fallegt og að öllu samsvarandi kröfum tímans. Og það eitt, að það var byggt og sent á stað, var talandi vottur þess, að nú þótti Dönum mikils við þurfa. Loks höfðu þeir séð, að Íslendingum þótti sér ekki hvað eina samboðið. Skipið var sýnilegt sigurtákn Íslendinga yfir dönskum hugsunarhætti og danskri lítilsvirðingu. Til þessa fann hver maður meira og minna ljóst. Þess vegna var fögnuðurinn yfir komu skipsins engin uppgerð.

    Veðrið gerði sitt til að gera viðtökurnar hátíðlegar — eða réttara sagt, það var mörgum aðalástæðan til að fara út og fagna skipinu. Þegar veður er fagurt í Reykjavík — sem allt of sjaldan ber við — má það vera vesöl ástæða, sem skrifstofumenn og búðarlokur grípa ekki til að fá að vera úti, þótt ekki sé nema stutta stund. Veðrið var ljómandi, sólskin og blíða og hægur norðankaldi, rétt svo að úr flöggunum greiddist við og við.

    Skipið lá laust við land, innar af hafnarmynninu, því að allar bryggjur, þær er hafskip gátu lagzt að, voru þá notaðar í bili. Það hafði verið skreytt flöggum frá báðum siglutoppum ofan á borðstokka og naut sín tignarlega með mikinn sjávarflöt og blá fjöll í fjarska að baki sér. Það var líka nýmálað og fágað og prýðilegt, hvar sem á það var litið. Ekkert annað skip á höfninni var jafnhátíðlega til fara.

    Um öll túnin og alla austursíðu bæjarins, þá er að sjónum vissi, voru hópar af fólki, ungu og gömlu, klæddu í alla liti regnbogans. Allra augu hvíldu á skipinu, og um annað en skipið var ekki talað. Mörgum sjónaukum var beint út á höfnina, öllum til að skoða skipið betur. Á tveim eða þrem stöðum sást einhver skrítin skepna standa og beygja sig í áttina að skipinu. Hún var ljósmyndavél að framan, en karlmaður að aftan, og vafið svart klæði utan um samskeytin. Svo skreið „kykvendið" sundur í miðjunni, lítill smellur heyrðist, og næsta dag átti að bjóða mynd skipsins til sölu á bréfspjöldum.

    — Seinni hluta dagsins voru allmargir bæjarbúar boðnir til miðdegisverðar úti í skipinu. Það voru kaupmenn og útgerðarmenn, ritstjórar blaðanna, ráðherrarnir og alþingismennirnir. Átti að sigla með boðsgestina út í flóa þeim til skemmtunar.

    Ég var þá ritstjóri „Alþýðublaðsins" — háloflegrar minningar.

    „Alþýðublaðsins". — Vitanlega eru öll blöð á Íslandi alþýðublöð. Að minnsta kosti væri gaman að sjá framan í það af þeim, sem ekki þættist vera það, að minnsta kosti þegar kosningar fara í hönd. Meira að segja er munurinn á því, hvað mikið þau vilja til alþýðuhyllinnar vinna, furðulítill. — Blaðið mitt hét „Alþýðublaðið" og var alþýðublað í orðsins fyllsta skilningi. Það hafði lítið annað að lifa á en lýðhyllina, og þar sem lýðhyllin var þá ekki enn fengin svo að neinu næmi, hafði það eiginlega ekkert að lifa á. En lifa vildi það samt — eins og hin blöðin. Hvað það hefir haft meira fyrir augum en það að lifa, geta menn sannfært sig um sjálfir, ef menn vilja gera sér það ómak að líta í það frá þeim tíma. Ég efast um, að það hafi verið erindislausara en hin blöðin á sama tíma. En sleppum nú þessu. — Ritstjórinn hafði — með tugt að tala — ekki mikið annað en blaðið að lifa á. Hann var nýkominn frá examensborðinu, skuldum vafinn eins og skollinn skömmunum, og hafði ekki fundið annað vænlegra í svipinn en að ganga á mála hjá þessum „sönnu vinum alþýðunnar, sem stofnuðu „Alþýðublaðið, og pæla fyrir skoðunum þeirra. Þeir eru harla fáir, sem ráð hafa á að halda fram á prenti sínum eigin skoðunum, og engu öðru en þeim. Flestir verða kaupamennskunni fegnir. Þegar ég kom til sögunnar, voru hinar betur launuðu ritstjórastöður allar fastar, svo að ég varð að lúta að þeim magrari. Einhvers staðar varð ég að vinna mér spora mína. Vel gat þá farið svo síðar, að ég kæmist þar að, sem betur væri borgað, en — einhverju öðru haldið fram. Hvað gerði það til? Flestir yrðu þá búnir að gleyma því, sem staðið hafði í „Alþýðublaðinu í minni tíð. Þeir, sem rífast í blöðunum, hafa ekki tíma til að leita í gömlum blöðum, og þó að þeir fyndu eitthvað eða myndu eitthvað, var hægurinn hjá að bera fyrir sig sannfæringarskipti eða æðri og betri þekkingu. O-jæja. Ritstjórar alþýðublaða eru alþýðumenn, og eiga líka að vera það. Og fyrir þessa vesölu „Alþýðublaðs-ritstjórn fékk ég þó að éta — stundum meira að segja vel að éta, því að ritstjórar blaðanna voru þá stöðug prýði í öllum meiri háttar átveizlum.

    Ég er nú sannarlega hissa á því enn, að mér skyldi vera boðið í þessa veglegu veizlu, því að synd væri að segja það, að kaupmenn og stórmenni hefðu miklar mætur á „Alþýðublaðinu, enda var það auðvitað stofnað meðal annars þeim til höfuðs. Þeir voru sem sé þessir margumræddu „milliliðir, sem við, aðstandendur blaðsins, vildum kippa í liðinn. Ég er líka hissa á því, að þeir skyldu ekki allir neita að sækja boðið, úr því þeir vissu, að mín væri þangað von. Ég fer að halda, að þeir, sem mestu réðu um boðið, hafi alls ekki lesið „Alþýðublaðið" og enga hugmynd um það haft, sem í því stóð; hafi aðeins tínt upp alla ritstjórana eftir bæjarskránni. Eða þeir hafa verið svona frjálslyndir! En þetta gerir nú ekkert til. Ég var boðinn, og það skriflega, og ég ætlaði að þiggja boðið. Ég iðaði meira að segja í skinninu af tilhlökkun af að fá nú einu sinni góðan og mikinn veizlukost, og það í — „fínum félagsskap".

    Ég hafði náð í eitthvert hrafl af fróðleik um skipið hjá afgreiðslumanni þess um morguninn, hripað það niður og spunnið úr því furðulangan lopa. Nú var ég að hlaupa yfir próförk af því í mesta skyndi, áður en ég færi að heiman. Ég setti stóra, feita gálga í allar stafvillurnar, sem ég fann, og gríðarleg „notabene" út á spássíuna, þar sem eitthvað var athugavert. Til allrar hamingju var greinin svo prýðilega sett, að allt þetta skraut komst vel fyrir. En þeir, sem vilja sjá eitt af undrum heimsins, ættu að líta á próförk, sem þreyttur og geðvondur ritstjóri káfar úr, áður en hann er að fara í veizlu, sem honum er boðið í vegna blaðsins.

    Ég var búinn að búa mig í spariflíkurnar og hafði látið rakara greiða á mér hárið með „kurt og pí og bera í það eitthvað, sem hét „brillantine. Þetta hátíðlega tækifæri hafði kostað mig nýja skyrtu, hvíta og strokna, með silkibrjósti, sem þá þótti kveða mest að, og sömuleiðis nýtt hálslín og nýtt, svart silkihálsbindi. Menn verða að koma sómasamlega fram fyrir hönd blaðsins síns, jafnvel þótt það sé alþýðublað. Ofan á allri blaðahrúgunni á borðinu hjá mér vaggaði silkihatturinn minn mjög heimspekilega, rétt eins og hann væri að gera háð og narr að mér. Þótt undarlegt sé, kom okkur hreint og beint illa saman. Ég skal játa það, að ég hafði mestu skömm á honum, þótt mér fyndist ég yrði að eiga hann og nota vegna ríkjandi tízku. Silkihattur á ritstjóra alþýðublaðs fannst mér einhvern veginn minna á kórónu á þorski. Hvenær sem ég setti hann upp, fannst mér hann gera háð og spé framan í hvern mann, sem ég mætti, og það um leið og hann bar mig ofurliða, var eins og heilt hafskip á hausnum á mér og tróð mig eins og mara. En þetta gera allir silkihattar. Nú skein hann og ljómaði í sólskininu eins og íbenviður og storkaði mér í hvert skipti, sem ég leit upp frá próförkinni.

    Eða var hann að gera sig gleiðan yfir því, sem undir honum lá? — Svei mér ef ég held ekki, að þessir ótætis-silkihattar hafi mannsvit. Ég tók eftir því nú, að ég hafði hvolft honum eins og keraldi ofan yfir — ég á bágt með að nefna það. Það voru „aðsendu greinarnar — þessi nafnlausi óþverri, sem dengt er yfir hvert einasta alþýðublað — líklega hvert einasta blað — og ritstjóranum ætlað að birta og bera ábyrgð á — birta það undir alls konar dularnöfnum og skrípanöfnum og svara til saka fyrir það bæði fyrir rétti og utan réttar, bæði leynt og ljóst, bæði siðferðislega og lagalega. Þetta voru ritsmíðar „alþýðumannanna, sem þóttust vera þeir einu sönnu þeirrar stéttar og ekkert annað bera fyrir brjósti en hag og sæmd „alþýðunnar. Þær komu unnvörpum í lokuðum bréfum, venjulega nafnlausar, svo að enginn vissi nein deili á höfundunum, ekki einu sinni ritstjórinn, sem þó átti að koma þeim á framfæri. Og allar voru þær eitthvað í líkum anda: — hatursfullar og illgjarnlegar árásir á einstaka menn eða stofnanir, sjaldnast á stjórnina, en þó nokkrum sinnum, oftast á einhvern eða einhverja, sem höfundurinn gaf illt auga af einhverjum orsökum. Oftast voru þær þrungnar af lúalegustu og lubbalegustu getsökum, tortryggni, öfund og geðvonzku, — galli illgirnissjúkra sálna, sem flotið hafði í blekstraumum út yfir pappírinn. Allt þetta var „Alþýðublaðinu ætlað að birta; annars væri það ekki alþýðublað. Svo ætluðu höfundarnir að standa óhultir í skugganum og njóta þess að sjá gremjuna, sem þetta vekti, þar sem því var ætlað að hitta! Ekkert þreytti mig á ritstjórnardögum mínum eins og þessi nafnlausa skriffinnska. Þar fannst mér ég vera fyrir alvöru í illum og óverðugum félagsskap. Og þegar einhver af þessum greinum kom í blaðinu, var jafnan bent á hana sem „rödd frá alþýðunni". En það var ekki rétt. Þessir skrifskúmar stóðu fyrir neðan alþýðuna. Þeir voru sorinn, og þeir gerðu alþýðunni meira mein og tjón en nokkrir aðrir. Þeir voru sísjúkir af fúlli og oftast ástæðulítilli gremju.

    Ofan yfir þennan andlega gróður — ef gróður skyldi kalla — hafði ég af tilviljun hvolft silkihattinum mínum. Hvergi var silkihattur meira til háðungar.

    Þegar ég var að hugsa um þetta og hamast í próförkinni, var drepið á dyrnar.

    „Helvíti —!" tautaði ég ofan í próförkina. Svo kallaði ég hátt:

    „Kom inn!"

    Ég leit ekki upp fyrr en maðurinn var kominn inn að borði til mín og sagði: „Góðan daginn!"

    Það var Björn Sigvaldason.

    „Hvern fjandann vilt þú? — Sæti, — gerðu svo vel!"

    Æ — nú var úti allur friður!

    II.

    Björn Sigvaldason var yfirréttarmálaflutningsmaður — eins og ég var líka að nafninu, þó að ég hefði nú í bili tekið

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1