Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Ópíumskráin í París
Basil fursti: Ópíumskráin í París
Basil fursti: Ópíumskráin í París
Ebook77 pages1 hour

Basil fursti: Ópíumskráin í París

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Saga þessi hefst í fjölmennri veislu hjá Rochefort lávarði sem kominn er af einni voldugustu fjölskyldu Frakklands. Þrátt fyrir völd og víðfrægð eru afkomendur Rochefort ættarinnar ekki taldir miklir sómamenn og sannast það er lávarðurinn og sonur hans Charles berjast um ástir hinnar amerísku og undurfögru Mary Gould. Veislan skrautlega tekur snöggan endi þegar röð glæpsamlegra athæfa eiga sér stað. Er Basil fursti fær fregnir af málinu er hann fljótur að koma Lejaune lögregluforingja til hjálpar enda grunar hann að gamall erkifjandi muni skjóta upp kollinum þá og þegar. Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728421017

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Ópíumskráin í París

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Ópíumskráin í París

    Translated by Óþekktur

    Original title: Ópíumskráin í París (English)

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728421017

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Ópíumskráin í París

    1. KAPÍTULI .

    Hálsband dollaraprinsessunnar.

    Það var fjölmenn veizla hjá Rochefort lávarði. Gamla höllin, sem hafði verið í eign ættarinnar í margar aldir, var öll uppljómuð, og allsstaðar voru þjónar í einkennisbúningum ættarinnar á ferð og flugi.

    Rochefort-ættin hafði verið meðal voldugustu ætta Frakklands. En fáir Rochefortarnir höfðu notið ástúðar fólksins. Þeir höfðu flestir verið hataðir, enda unnið til þess, vegna grimmdar og yfirdottnunar. Bar að vísu mest á þessu fyrir stjórnarbyltinguna. Er sérstaklega getið eins lávarðsins, sem hafði nautn af því að drepa og kvelja fólk, sem var svo ólánsamt að þurfa að vera landsetar hans. Aðalsmennirnir á þeim dögum voru annálaðir fyrir kúgun og harðneskju, og það var enga leiðréttingu hægt að fá á þessu hjá konungsvaldinu. Alþýðan var þrautpínd, enginn þorði að sitja né standa öðru vísi en þeim háu herrum þóknaðist. Loks kom þó sá dagur, að alþýðan reis upp og hratt kúgurunum af stóli.

    Byltingamennirnir þyrmdu engum. Aðalsmennirnir voru drepnir, og þeir, sem sluppu við dauðann í það sinn, voru dæmdir í fangelsi. Nokkrum tókst að sleppa til annarra landa, en þeir urðu þó miklu færri.

    Þegar byltihgin brauzt út, var elzti sonur Rocheforts staddur í Englandi, og dvaldi hann þar, unz Napóleonsstyrjaldirnar voru um garð gengnar og frönsku aðalsmennirnir gátu aftur leitað heim og sezt að á jarðeignum sínum. Hann var að vísu alveg eignalaus hvað lausafé snerti, en það eignaðist hann á þann hátt, að hann giftist einni auðugustu aðalsmannsdótturinni í Englandi.

    Lávarðurinn var mikill eyðsluseggur. Hann svallaði og drakk eins og vitlaus maður. Kona hans lézt að nokkrum árum liðnum, af smán og sorg.

    En sagan sagði, að hann hefði orðið fyrir skoti úr sinni eigin byssu í veiðiför, en almannarómur sagði, að hann mundi hafa verið skotinn viljandi af bónda einum, sem lávarðurinn hafði leikið mjög illa. Menn voru yfirleitt ánægðir, þegar þeir fréttu um dauða hans, og allir voru á einu máli um, að það hefði verið landhreinsun að honum.

    Hertoginn, sem þessi saga skýrir frá, var sonarsonur áðurnefnds hertoga. Það var sagt, að faðir hertogans hefði ekki verið nein fyrirmynd, og Rochefort hertogi var ekki heldur talinn neinn sérstakur sómamaður.

    Hann var kvæntur og hafði hertogafrúin verið alin upp í klaustri. Hún var aðeins seytján ára, þegar hún var gefin þessum nautnasjúka og útlifaða mánni. Það leið heldur ekki á löngu unz hún varð heilsulaus og beygð af kúgun manns síns, og lifði í kyrrþey og reyndi að bera með þolinmæði allt hið illa, sem mætti henni.

    Hann fór ekki í launkofa með neitt. Ástmeyjar hans sýndu henni hverja móðgunina á fætur annarri. Þau áttu einn son, sem var átján ára, og fetaði hann dyggilega í fótspor föður síns. Hann hældi sér af því, að geta sólundað á einum degi allt að 2000 frönkum.

    Veizlan, sem við gátum um í upphafi sögunnar, var hin skrautlegasta, og ekkert sparað til.

    Hertoginn var með þessari veizlu að minnast eins af forfeðrum sínum, sem hafði farið herför til Spánar.

    Allir aðalsmenn, sem til náðist í París, voru gestir hertogans, auk annarra stórmenna, og fjöldi tiginborinna manna og kvenna frá öðrum löndum. Þar mátti sjá rússneska stórfursta, gríska greifa og fjöldann allann af enskum aðalsmönnum, sem voru staddir í París.

    Auk þessa stórmennis voru þarna vellauðugir Ameríkanar, sem voru komnir þarna í eiginhagsmunaskyni. Þeir voru á hnotskóm eftir tengdasonum af aðlsættum. Þeir smjöðruðu fyrir aðalsmönnunum og buðu dollara með dætrum sínum, en það hefur oft komið í góðar þarfir hjá aðalsmönunm Evrópulandanna, sem voru búnir áð eyða öllu lausafé á knæpum og við spilaborðin.

    Dætur þessara auðkýfinga létu ekki sitt eftir liggja. Þær skörtuðu og bárust á, og gáfu óspart undir fótinn.

    Á engri bar þó eins mikið eins og Mary Gould. Það mátti með sanni segja,, að hún hefði lagt alla unga og gamla aðalsmenn að fótum sér á örskömmum tíma. Hún hafði sér það til ágætis fram yfir kynsystur sínar frá Ameríku, að hún var langtum fallegri en almennt má segja um amerískar stúlkur.

    Hún var mjög aðlaðandi og þrýðilega vel menntuð, og svo glæsileg í allri framkomu, að aðalsfólkið gleymdi því, þegar hún var í návist þess, að hún var ekki fædd aðalskona.

    Þegar það svo bættist við, að hún virtist hafa óhemju mikið af dollurum, þá var það ofur skiljanlegt mál, að hún væri eftirsótt. Hún hafði margt til brunns að bera, sem gaf vonir um, að hún mundi geta orðið fyrirmyndar húsfreyja, þetta fannst nú aðalsmönnunum, því þeir sögðu, að hún hefði alla góða kosti til að bera, sem prýða mætti eina húsfreyju á aðalsmannsheimili.

    Einn ákafasti biðill ungfrúarinnar var ungi hertoginn. Það mátti segja, að hann væri alveg af göflunum genginn, þegar hann var að snúast í kringum hana. Það tók að vísu enginn til þess, en menn urðu þá fyrst hissa, þegar

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1